Tíminn - 22.04.1959, Blaðsíða 6
6
TÍMINN, miðvikudaginn 22. apríl J 95!),
Útgefandi : FRAMSÓKNARFLOKKURiNN
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson.
Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu
Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304.
(skrifstofur, ritstjórnin og blaðamenn)
Auglýsingasími 19 523. • Afgreiðslan 12323
Prentsm. Edda hf. Simi eftir kl. 18: 13948
Falsanir í stað úrræða
SÚ afgreiðsla fjárlaganna,
sem stjórnarflokkarnir eru
nú að vinna að, er tvímæla-
laust eitthvert mesta fjár-
glæfraverk, sem unnið hef-
ur veriö á íslandi.
Á pappirnum er reynt að
láta 'líta þannig út, að f j árlög
in verði afgreidd hallalaus,
þ.e. enginn halli muni verða
hjá ríkissjóði og útflutnings
sjóði. í reyndinni er hins veg
ar fyrirsjáanlegt, að þessi
haili verður stórfelldur.
ÞAÐ er viðurkennt af
stjórnarflokkunum, að þann
stutta tíma, sem þeir hafa
farið með völd, séu þeir bún
ir að stofna til nýrra út-
gjaida, er nemi 199 millj. kr.
eftir að búið er að draga frá
þær útgjaldahækkanir, sem
kauplækkunarlögin höfðu í
för með sér. Útgjaldaaukning
þessi skiptist þannig, að 82,3
millj. kr. renna til útflutn-
ingsbóta, en 116. millj. kr. til
niöurgreiðslna.
Þess munu áreiðanlega
ekki dæmi, að ríkisstjórn,
sem ekki hefur setið að völd
um nema í 4 mánuði, hafi
stofnað til jafn stórfelldra
útgjaldaaukningar. Ríkis-
stjórnin hefur sett algert
met með því að auka ríkisút
gjöldin um 200 millj. á tb úr
ári. Og svo láta forsvarsmenn
hennar eins og þeir séu al-
veg framúrskarandi sparn-
aðarmenn!
Til viðbótar þessu, hefur
svo útgjaldahlið fjárlaganna
hækkað í meöförum fjárveit
ingalnefndar um 30 millj.,
aðallega vegna launahækk-
ana og aukinna trygginga.
AHs nemur því útgjaldaaukn
ingin 230 millj. kr., miðað við
fjárlagafrumvarpið, sem
Eysteinn Jónsson lagði fyrir
þingið. Ótalin er hér þó 20
millj. kr. halli hjá útflutn-
ingssjóði, sem var áætlaöur
fyrir. Nauðsynleg tekjuöflun
er þannig um 250 mill. kr.
HVERNIG ætla svo stj órnar
fiokkarnir að afla fjár til að
mæta þesum stórauknu út-
gjöldum? í stuttu máli eru
tillögur þeirra þannig:
1. Eytt skal á þessu ári
55 millj. kr. arfi frá fyrrv.
ríkisstjórn, þ. e. 25 millj. kr.
af tekjuafgangi ríkisins frá
siðastl. ári og 30 millj. kr.,
sem ríkið á hjá Sogsvirkjun-
inni vegna ógreiddra tolla.
2. Tekjuliöir fjárlaganna
skuiu hækkaðir um 63.6
millj. kr., algerlega út í blá-
inn. Einkum er þetta þó rök-
stutt með því, að innflutn-
ingur ýmissa hátollavara
verði aukinn frá því, sem
var í fyrra, en það þýðir, að
draga þarf úr innflutningi
nauðsynjavara að sama
skapi.
3. Lækkuð verði ýmis út-
gjöld ríkisins um 49.2 millj.
kr. Þar af er niðurskurður á
verklegum framkvæmdum
26.3 millj. kr., en annar nið
urskurður 22.9 millj. kr. Nið
uEskurðurinn á verklegum
framkvæmdum er raunveru
legur, en hinn niðurskurður-
inn er hreinn talnaleikur og
blekking, þar sem umrædd
útgjöld eru bundin, og ráð-
ast af öðrum lögunf og fyrir-
mælum en fjárlögunum. Af
þessum niðurskurði mun
ekkert reynast raunverulegt,
nema niðurfelling orlofs-
merkja, sem nemur % millj.
kr.
4. Loks er gert ráð fyrir
nýjum álögum, er gefi 50
millj. kr. auknar tekjur. Þar
af eru 25 millj. kr. tekjur á-
ætlaðar af hækkun á áfengi
og tóbaki, en 25 millj. kr.
af hækkuðum innflutnings-
gjöldum á bílum.
Samtals gerir þetta 222
millj. kr. Eftir er þá um 30
millj. kr. halli, þ.e. 10 millj.
kr. hjá ríkissjóði og 20 millj.
kr. hjá útflutningssjóði.
RAUNVERULEGA er hall-
inn þó miklu meiri en þessar
30 millj. þar sem tekjuáætlun
in er áætluð ofhá, sparnaðar
tillögurnar (aðrar en lækk-
anir á verklegum fram-
kvæmdum) meira og minna
falskar og fleiri áætlanir
mjög óvarlegar. Raunveru-
legur halli, þegar öllum föls-
unum er sleppt, er vafalítið
á annað hundrað millj. kr.
Með hreinum talnafölsun
um á að leyna menn þessum
halla fram á haustið — þang
að til eftir seinni kosningarn
ar. Þá standá menn ekki að-
eins frammi fyrir þeirri stað
reynd, að það þurfi að afla
stórra nýrra tekna vegna
hallans á þessu ári. Þá verð
ur ekki heldur hægt að
byggja afgreiðslu næstu fjár
laga á tekjuafgangi frá
fyrra ári eða óeðlilegum inn
flutningi hátollavara. Þá
verður aö horfast í augu við
stórfellda nýja tekjuöflun
eða stórfelldan samdrátt
framfaranna.
Þessu eru nú reynt að
leyna þjóðina með talnaföls
unum stjórnarflokkanna í
sambandi við fjárlögin.
VISSULEGA blasir það
glöggt við nú, hve miklu
betra það hefði verið fyrir
þjóðina, að farið hefði verið
að ráðum Framsóknarmanna
um seinustu áramót. Þeir
lögðu til, að reynt yrði að
mynda þjóðstjórn, er tæki
efnahagsmálin föstum tök-
um og ynni aö afgreiðslu
kjördæmamálsins á næsta
ári. í staðinn er þjóðinni
stefnt út í tvennar í þing-
kosningar á jvessu ári, efna
hagsmálin leyst með hrein
um bráðabirgðaúrræðum og
fölsunum og geigvænlegum
fjárhagsvandræðum boðið
heim um næstu áramót.
Þetta sjá líka stjórnarflokk
arnir nú orðið, þrátt fyrir
allt skraf sitt um hina „á-
gætu“ afgreiðslu þeirra á
fjárlögunum. Þess vegna
tala þeir jöfnum höndum um
það, að gera verði nýjar ráð
stafanir og taka upp alveg
Hér er uppdráttur af áforminu um hinar fijúgandi endu‘varpsstcðvar milli Ameríku oq Grænlands og Græniands
og íslands.
Kemst beínt sjónvarpssamband miiii
Ámeríku og Evrópu á innan tíðar ?
Það gæfi verið gaman að
geta horft á sjónvarp beint
frá Ameríku — ekki af film-
Fligválar RofaSar sem ðnsfurvarpssföðvar
miiii Grsiniands ig ísiands
um eða af stálbandi eins og
nú er tíðkað, heldur bein-
ustu leið. Og mikil líkindi
eru til að svo geti orðið í
næstu framtíð.
Tæknilega séð er ekkert því til
fyrirstöðu að svo geti orðið. Það
eina sem skortir, eru peningar og
samvinna. Hins vegar er annað
vandamál, sem enginn vísindamað
ur getur leyst: Tímamismunurinn
milli Evrópu og Ameriku er 6—9
tímar. Samá sem áður eru vissir
tímar sólarhringsins sem geta tal-
izt heppilegir sjónvarpstímar
bæði fyrir Ameríku og Evrópu.
Mikróbylgjukerfi
Þegar árið 1952 var farið að tala
um leiðir til að sjónvarpa beint
frá Ameiúku til Evrópu.
Nákvæmar áætlanir voru gerðar
og þær halda gildi sínu ennþá.
Markmiðið var að byggja „míkró-
bylgju-keðju“ frá New York yfir
Montreal og Quebec til Goose Bay
á Nýfundnalandi. Mikróbylgjur
eru mjög stuttar bylgjur um 5—20
cm. langar og stundum enn styttri.
Frá Nýfundnalandi var svo ætlun-
ir. að nota VHF-bylgjur (ultrastutt
ar bylgjur) og halda endurvarpinu
síðan áfram til Gander og eftir
Labradorströnd til Baffins-lands'
og þaðan til Grænlands. Á Græn-
landi yrðu 9 etidurvarpsstöðvar
og síðan mvndi keðjan ná til ís-
lands og héðan til Færeyja og þá
tii Shetlandseyja. Þar yrði svo aft
ur tekið upp míkróbylgjukerfi yfir
Skotland og England til London
og þá tæki sjónvarpsnet Evrópu
við.
Engir tæknilegir örðugleikar
Þegar 1952 lýstu vísindamenn
því yfir, að engar tæknilegar
hindranir væru í vegi svo að áætl-
unin gæti orðið að veruleika.
Kostnaður við framkvæmd verks-
ins var áætlaður 1200 millj. kr.
Kostnaður yrði nokkru meiri nú,
en framfarir í sjónvarpstækni hafa
veriö mjög stórstígar á síðustu
árum, svo að fullvrða má, að verk
ið mundi skila mjög góðum ár-
angri.
fianska sjónvarpið flugvél sem
endurvarpsstöð til endurvarps yfir
Miðjarðarhafið. Árangur varð
mjög góður.
Á útvarps- og sjónvarpsráðstefn-
unni í Wiesbaden í fyrra ræddu
menn mjög þá lausn að nota flug-
vélar sem endurvarpsstöðvar á
milli íslands og Grænlands, en
hafa svo endurvarpssíöðvar á
jörðu niðri á Færeyjum og' Shet-
h ndseyjum og endurvarpa til
Skotlands og Englands og yfir í
evrópiska sjónvarpsnetið.
Menn höfðu viljað reyna slíka
útsendingu hinn 4. apríl í tilefni
af 10 ára afmæli NATO. en af
l'msum ástæðum reyndist það
ókleift. Það hafa tæplega verið
tæknilegir örðugleikar sem hindr-
uðu útsendinguna, en sennilega
hefir spurningunni hver skyldi
borga brúsann verið vandsvarað.
Sjónvarpsnefið
Sjónvarpsnetið tevgir sig nú
yfir alla Vestur-Evrópu. Frá Rose-
markie í Norður-Skotlandi og
Londonderry í Norður-írlandi suð-
Óhemju þorskafli
Patreksfirði, 18. þ.m. — Afli
báta hér hefir verið sæmileg
ur og mjög góður hjá Tálkna
fjarðarbátum. Hafa þeir
fengið 10—19 tn. af steinbít
í róðri.
Sæborg frá Patreksfirði veiðir í
net. Fyrir nokkru kom hún með
36 tn. eftir tvær lagnir. Meðalafli í
róðri hjá Sæborgu hefur verið 15
—16 tn.
Togarinn Gylfi landaði í gær
röskum 300 tonnum ,if ísfiski,
þorski og karfa. Togarinn var að
veiðum við A.-Grænland. Ólafur
Jóhannesson er að veiðum þar
nálægt Jónsmiðum. Var þar ó-
hemju þorskafli, er Gyifi fór |uð-
an fyrir skemmstu.
ur til Monte Pellegrino á Sitþley,
eg frá Stokkhólmi suðvestur til
Pio du Midi i Pyreneafjöllum Erf-
i iðleikarnir vegna mismur.ar á
jgerð ,,sjónvarpslína“ hinna ýmsu
, landa eru vf.runnir með nokkrum
1 skiptistöðvum, og í rauninni.' er
ekkert bví til fyrirstöðu, að Austur
lönd geti komizt í samband við
sjónvarpsnetið.
Sjónvarpstækni fleygir fram
Ný tækni hefr gert það kieift,
að unnt er að hliðra útsendingun-
um með tilliti til tímamismunar-
ins í Ameríku og Evrópu. Útsend-
ingar má taka tipp á segulband og
rjónvarpa þeim síðan á hentugum
tíma. Sjónvarpsstöðvar Ameríku
og Evrópu ern þegar farnar að
notfæar sér þenpan möguleika og
tæknilega séð eru’ þessar útsend-
ingar alveg eins góðar og beinar
útsendingar.
Vísindamenn munu halda starfi
sínu áfram og einn góðan veður-
ciag mun draumurinn um beint
sjónvarpssamband milli Ameríku
og Evrópu að fullu rætast.
viS A.-Græn!aiid
Innistæðufé. ; '
Sparisjóðurinn hefir eflzt mikið
og innistæðufé hans vaxið, en það
er nú 7,4 mill.jónir. Sjóðurinn tók
upp ávísanaviðskipti árið 1927 til
mikils hagræðis fyrir þettá og
næstu byggðarlög.
Stjórn spars.ióðsins skipa nú:
Jónas Magnússon, formaður, Aðal-
steinn P. ólafsson. bókari, Páll P.
Kristjá:nsson, bókari. Ari Krislins-
son, sýslumaður og Ásmundur B.
Ólsen, kaupmaður. S.J.
r
Arshátið Fram-
sók'narfélags
Flugvélar sem
endurvarpssföðvar
En það er önnur lausn en sú,
sem hér hefir verið gerð að um-
talsefni, sem vísindamenn hallast
helzt að nú. Hugmyndin er sú að
r.ota flugvélar sem endurvarps-
stöðvar. Þegar de Gaulle hershöfð-
ingi var í Alsír í fyrravor, notaði
nýja stefnu eftr kosningarn
ar! Trúir þjóðin hins vegar
þeim flokkum, er ekki þora
að sýna framtíðarstefnuna
og framtíðarúrræðin fyrir
kosningar, en fela sig í stað
inn bak við bráðabirgðaúr-
ræði og falsanir?
Eyrarspar isj óður.
Sl. sunnudag var haldið uppá
þrítugsafmæli Eyrarsparisjóðs á
Patreksfirði. Aðalfundur fór fram
um leið, og var þar samþykkt að
sjóðurinn gæfi 25 þúsund til kaupa
á röntgentækium til sjúkrahússins
hér. Fjársöfnun til kaupa á þess-
um tækjum hefur staðið yfir að
undanförnu. Safnazt hafði röskl.
100 þúsund kr. Tækin munu kosta
220—230 þúsund.
Seinni part sunnudagsins var
veizla haldin og Jónasi Magnússyni
scm verið hefur formaður spari-
■ sjóðsins frá fyrstu tíð og gjaldkeri
lians í 29 ár, þá afhent skrautritað
heiðuxsskjal. Skjalinu fylgdi mynd-
anleg fjár.upphæð, kr. 30 þúsund.
Svarfdæla
Framsóknarfélag Svarfdæla hélt
órshátíð sína að þinghusinu
Grund síðast liðið laugardags-
kvöld. Klemenz Vilhjálmsson for-
maður félagsins. setli skemmtun-
ina. Ingvar Gíslason erindreki
flutti mjög glögga og rölcfasta
ræðu um lýðræði og kjördæma-
skipun. Enn fremur voru sýndar
kvikmyndir 6g leikþáttur og
Hjalti Haraldsson flutti endur-
minningu frá Kristneshæli. Síðan
\ar stigin dans og notið ríkulegra
veitinga. Fjölmenni var og
skemmti fólk sér mjög vel eins
og jafnan á þessum samkomum.
P.J.