Tíminn - 26.04.1959, Blaðsíða 12

Tíminn - 26.04.1959, Blaðsíða 12
 r v e o » I o' 1 Allhvass norðaustan, skýjað, hægari á morgun. H iVl | Norðanlands og austan um frost- mark, en sunnanlands hiti 1—3 st. Stmnudagur 26. apríl 1959. Á að gera vald héraðanna að pólitísku valdi á Alþingi? Úr ræíu Halldórs E. SigurSssonar viS aSra umræSu um kjördæmafrumvarpií Halldór E. Sigufðsson, þingmaður Mýramanna, tók fvrstur til rríáls í neðri deild í fyrradag að loknum framsöguræð- um fyrir nefndarálitum stjórnarskrárnefndar um kjördæma- málið. Hann vék fyrst að því, að kynlega fáir ráðherrar og aðrir helztu stuðningsmenn kjördæmafrumvarpsins væru viðstaddir.'og hefði stundum verið spurt um það áður, hvað tefði ráðherra frá hingsetu. Nú þegar eitt öiiagaríkasta mál þjoðarinnar og alveg sérstakt réttlæt isinál aö dómi stuöningsmanna þess, væri á dagskrá, væri eins og þeir heföu at einhverjum ástæðum kyn- Jega.Jítinn áhuga á því að mikið væri um máliö rætt eða sérstök athygli vakin á því á Alþingi, en þótt máliö væri kannske að þeirra dómi leyst, færi þó víðs fjarri. Síð- an vék ræðumaður að málinu sjálfu og sagði: Réttur héraðanna „Þ'egar. Alþingi var endurreist, og konungstilskipun var ' útgefin um, hvernig til þess skyldi kosið, þá voru tvö meginatriöi í þeirri tilskipan. í fyrsta iagi var það, að réttur héi-að- ánna til þess að eiga sérStakan full- trúa á Alþingi, hann var þar virtui, og það var undirstaðan undir þessari skipun. í öðru lagi áskildi konungs- valdið sér sjálft rétt til þess að eiga þar ilökkra fulltúa. í meginatiðum hefi þössi skipan haldizt síðan, og ekkert kjördæmi hefir verið niður lagt, aðeins fjölgáð. Réttur hihna smáu Og hvernig hefir svo þessi skipan gefizt þjóðinni? AUt frá því að Al- þingi var endurreist sem ráðgefandi þing, hefir islenzka þjóðin sótt fram til sjáll'stæðis og athafna og þroska. Undir þessu kerfi hefir okkur tekizt að endurheimta sjálfstæði okkar, og sterkustu rökin, sem við beittum í jálfstæðisbaráttunni, voru rökin fyr- ir sögulegum rétti þessarar þjóðar, það voru rökin fyrir því, að þeir sem JiUir væru, þeir mættu líka eiga sinn rétt og aö það ætti að virða hann. I>að voru rökin fyrir því, að land- fræðileg sérstaða okkar og fjárhags- legt sjálfstæði, sem við mundurn' geta skaoað okkur, það ætti að vera grundvöllur fyrir því, að þjóðin ætti að vera sjálfstæð í þessu landi. Og ■'illl frá þvi að við höfum endurheimt sjálfstæðiö, höfum við sótt fram. ís- lendingar. Viö höfum sótt fram til velmegunar og meiri mennta og þroska. Saga íslenzku þjóðarinnar, frá því að hún fékk málin í sínar hendur, er sönn sigurganga, allt frá þeim degi til þessa dags. Nú er svo komið, að við búum við betri lífskjör höldur en flestar aðrar þjóðir í heim inum og við stöndum framarlega á sviði menningar og félagsmála. Þétta Jiöfum við gert við þá kjör- dæmaskipun, við þá skipun Alþingis, swn ,grundvöl)ur var lagður að ein- niilt með því, að héruðin hefðu sjálf stæðáh fúlitriia. T>.'ið hafa komið fram hugmyndir uir. iþáð áð breyta þessu skipulagi eins o11 hér liefir veriö rætt, en fæst- ar liafa þær-hugmyndir verið bylting arkenndaj; Ains og sú, sem hér er á IVrðinni. 'þo hefir verið til þess vitn- a'ð. að 1905—1907 beitti Hannes Haf- .slein sér fyrir því, að kjördæmaskip- iiii vé'öi komið á með nokkuð svip- uðum hælti og hér er nú boðuð. Sú var þó íauniu, að þessari kjördæma- breytingu var ekki komið á, vegna þess að héruðin úti um landið móf,- mæltu þessu svo kröftuglega og þing- inenn sáu að sér, áður en það var um seínan. Þefta frumvarp var felit hér í Háttvirtri neðri deild með þriggja atkvæða mun. Eftir hálfa öld Kn hver er svo ástæðan til þess. að það eru liðin meira cn 50 ár, þeg- ar þetta mál kemur hér fram aftur? Ef þetta mál hefði verið sérstakt áhugamál íslenzku þjóðarinnar, þá þurfa menn ekki að halda að það hefði verið látið liggja í þagnargildi í háJfa öld. Ef þaö hefði verið það réttlætismál, sein það á að vera nú, þá héfði það heldur ekki verið látið liggja í þagnargildi í hálfa öld. En sannieikurinn er sá, að íslenzka þjóð in héfir ekki haft áhuga fyrir þeirri kjördæmabfeytingu, sem hér á að fara að gera nú, og hún hefir hann ekki í dag, jafnvel þótt henni verði komið á. Hefir verið beðið um þetta? Háttvirtur 1. þiiigmaður Re.vkvik- inga sagði hér áðan, að Reykvíking- ar hefðu ekki óskað eftir því, að það yrðu tekin upp einmenningskjördæmi í Reykjavi'k. Eg veit heldur ekki til, að það hafi verið óskað eftir því ut- an af landsbyggðinni, að kjördæmin yrðu lögð niður þar. Mér er ókurin- ugt um það, að það kjördæmi, sem ég er fulltrúi fyrir, hafi beðið um það, að það vrði lagt niður sem sér- stakt kjördæmi, og ég hygg, að svo sé með öll önnur kjördæmi landsins. en gaman væri að fá það upplýst hér i umræðunum, el' svo er ckki“. Síðan minnti ræðumaður á fyrra fitl Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- l'lokksins við kjördæmabreytingár 1931 og 1942, en þá hefði Sjálfstæðis- flokkurinn a. m. k. svarið fyrir að til máia kæmi nokkurn tíma að leggja niður hni gömlu kjördæmi, og minnti á svardaga þeirra um það, enda hefðu þeir vitað. að það var einmitt það, sem þjóðin óskaði ekki eftir. Hún vildi halda sjálfstæði héraðanna eins og cnn í dag. Afnám héraðavaldsins Nú ætti hins vegar að afnema kjördæmin, afnema áhrifavald hér- aðanna og gefa pólitíska valdinu, sem konungurinn áskildi sér 1843 fullkominn rétt. í stað þess, að hér- aðavaldið og pólitíska valdið hafa farið saman hér á Alþingi, á póli- tíska valdið nú eitt að ráða. Þetta væri talið réttlæíismál, en handa hvcrjum væri jiað réttlæti? Það ætti aðeins að vera handa póli- tísku flokkunum, það væri þeirra „réttlæti", sem nú væri verið að skapa. Siðan minnti ræðumaður á, hvern- ig Sjáll'stæðisflokkurinn hefði 1953 básúnað það, að ekki þyrfti nema nokkur atkvæði til hans hér og hvar um landið lil þess að' hann fengi meirihluta, og skipti þá engu máli, þótt meirihluta þjóðarinnar vantaði, aðeins e/ Sjálfstæðisi'lokkurinn fengi meirihluta á Alþingi með þessum fáu atkvæðum hér og hvar. Þá hét jiað ekki óréttlæti að stjórna landinu með minnililuta kjósenda á bak við sig. Og verkaiýðsílokkarnir svo- ncfndu hefðu ekki verið óðfúsir að koma þes'.su ,.rét tln'ti'' á í kosningum verkalýðsl'élagítnna. Svo er sagt. að Framsóknarmenn séu þeir einu, sem ekki vilji virða réttlætíð, „Nei, réttlætið ykkar, góðu herrar, er ekki þess vert að virða það ", sagði ræðumtaður: „Það er að- eins hugsað út'frá flokkshagsmunum, sem ykkur henta og annað ekki. Það er ekki gert fyrir þjóðina, lieldur fyrir flokkana ykkar, enda eru öll rökiu — ef rök skyldi kalla vió það eitt miðúð, að sýna hvað flokkarnir geti haft upp úr þessifs Síðan minnti ræðumaður á nokkra annmarka hlutfallskosninganna og ! benti á ýmis dæmi þar sem minni- I hluti atkva'ða fékk meirihluta full- trúa, t. d. í bæjarstjórnum hér á landi. Síðan sagði hann: I 17 réSu fyrir 170 „Og svo er annað atriði í sambandi við hlutí'allskosningarnar, sem háttv. framsögumaður meirihlutans kom hér að áðan. Ilann sagði: Kjósendurn ir geta fært til á listanum og ráðið þess vegna meiru um. Eg skal segja ykkur eitt lítiö <jæmi af því, sem ég veit í sambandi við hreppsnefndar- kosningar. Það var á lista, sem fékk um 190 atkvæði, en það voru 16 eða 17 menn, sem tóku sig til og strik- uðu einn mann út af listanum, og hann féli. Það voru 170 manns, sem vildu hafa þennan mann inn í lirepps nefnd, og iistinn álti að hafa hann, en réttlætið var nú svona, "^að 17 menn réðu fyrir þessum 170. Þetta er nú réttlæti hlutfailskosninganna, ef út í það er farið. Og mikið held ég, að það hafi nú verið mikil virð- ing fyrir mihnihlutanum, sem hefir setið í bæjarstjórninni hér, sá réttur sem þeir hafa haft. Stundum hef ég nú hevrt talaö um það, að Sjálfstæð- ismennirnir hér í Revkjavík hafi nú ekki gert mikiö með ahdstæöingana sína. Og ég man það, að þegar hæst- l Framhald á 2 siðu) Biskup Islands, herra Asmundur Guðmundsson, vígir kirkju Óháða safnaðarins. Kirkja Óháða safnaðarins í Rvík vígð við hátíðlega athöfn Rúmlega 10 })úsiind krónur bárust til kaupa á pípuorgeli til handa kirkjunni Sundmeistaramót íslands annað kvöld Annað kvöld hefst sundmeist- ara mót íslands í sundhöllinni, og verður þá kcppl í níugreinum. Meðal keppenda eru allir beztu sundmenn og -konur. landsins. og má búast við harðri og skemmti- legri keppni. Mótinu lýkur á mið- vikudagskvöldið. Á sumai'daginn fyrsta var kirkja Óháðá safnaðarins 1 Reykjavík vígð af biskupi ís- lands, að viðstöddum for- setahjónunum. Var athöt'nin öll hin hátíðlegasta og kirkju gestir svo margir sem hús- rúm leyfði. Athöí'nin hófst með klukkna- hringingu kl. 2 síðd. og síðan gengu skátar, biskup, prestar og i'orráðamenn safnaðarins í skrúð- göngu til kirk.iu og báry kirkju- gripi. Biskup lendraði ijós á alt- ari og tók við kirkjugripum. Þá var flutt vígslukantata eftir Karl Ó. Rúnólfsson, Upprisan, við l.ióð eftir safnaðarprestinn, sr. Kmíl Björnsson. Kristi.nn Halls- son og Einai Sturluson sungu einsöng. Biskup íslands, herra As- a^undur Guðmundsson, flutti vígsluræðu, en sr. Emil Björns- son pródikaði. Að athöfninni lokinni bárust kirkjunni gjafir og komu samtals í orgelkaupasjóð 10 þús. krónur. Aðvonlsöfnuðurinn gaf einn 2 þús. krónur í sjóðinn. Þá færði einn safnaðarmeðlimur kirkjunni 10 þús. krónur að gjöf. 1 dag, sunnudag, verður fermt í fyrsta sínn i kirkju Óháða safn- fðarins, og mun þá séra Emil Björnsson ferma 26 börn. Eins og áður heí'ir verið g'etið um hér í blaðinu, gaf einstaklingur kirkj- imni 50 fermingarkyrtla, og vand- aðan eikarskáp til þess að geyma þá í og' verða kyrtlarnir notaðir í fyrstá s:nn i dag. Lýsir yfir andstöðu við niðurfell- ingu allra kjördæma utan Rvíkur Ályktun fiölmenns kjósendafundar í Dala- sýslu, satnjjykkt af þorra fundarmanna Sunnudaginn 19. apríl 1959 var haldinn almennur kjósendafundur í Búðardal í Dalasýslu, um kjördæmamál ið. Fundinn sóttu um sextíu manns, víðs vegar úr héraö- inu. Fundarstjóri var Þórólf ur Guðjónsson, bóndi, Fagra dal og fundarritari Kristinn Finnsson, oddviti, Þverda!. Frummælandi var Geir Sigurðs- son, bóndi, Skerðingsstöðum, en auk hans tóku tii máls: Gísli Brynjóifsson, Hválgröfum, Stein- grímur Samúelsson, Tjaldanesi, Benedikt Gíslason. Miðgarði, Þór- ólfur Guðjónsson, Fagradal, Krisl ján Einarsson, Uambaslöðum, og ral'dur Gests'son, Ormsstöðum. 1 Kom fram í umræðunum ein- róma andstaða gegn.þeim ákvæð- nm í lagafrumvarpi um kjördæma- málið, sem liggur nú fyrir Al- þiðgi, að leggja niður öll kjör- dæmi utan Reykjavíkur og mynda önnur stærri. Engin rödd kom ; fnam á fundinum, sem mælti með þessu frumvarpi. Að lokum var j horin fram og samþykkt af öllum þorra fundarmanna, svofeltd á- I lýktun: „Almennur kjósendafund- ur haldinn að Búðardal í Dalasýslu 19.4. 1959 lýsir yfir andstöðu við þau á- kvæði i framkomnu frum- varpi á Alþingi um nýja kjör dæmaskipun, sem fela í sér niðurfellingu allra kjör- dæma utan Revkjavíkur og sameiningu þeirra í fá, stór kjördæmi. Telur fundurinn að þarna sé um svo róttækar breyt- ingar að ræða að fólkið sjálft, sem á við nefnd á- kvæði að búa, ef að lögum verða, eigi fyilsta siðferði- legan rétt til að fella um þær sinn dóm áður en sam- þykktir verða á þeim gerð- ar á Alþingi. Þess vegna skorar fundurinn á þing og stjórn að fresta þessu máli en láta fara fram samhliða alþingiskosningum í vor — sérstaka atkvæðagreiðslu í öllum kjördæmum utan Reykjavíkur um það. hvort viðkomandi kjósendúr séu samþykkir framkomnu frum varpi um niðurfellingu nú- gildandi kjördæma. Að þeirri atkvæðagreiðslu lok- inni verði hraðað endurskoð un og breytingu á stjórnar- skránni og um leið gerðar þær endurbætur á kiör- dæmaskipuninni. sem þjóð- in geti unað við til fram- búðar.“ Talsmaður Sovét- stjórnarinnar: Krustjoff við hestheiisu Moskva, 25.4. — Talsmaður Sovétstjórnarinnar vísaði í ilag á bug fréttum vestrænna bluða að undauförnu á þá leið, að Nikita Krustjoff væri alvarlega veikur. Taisjnaðuriim sag’ði, að fréttir þessar væru uppspuni frá rótum. Krustjoff væri við beztu lieilsu og óskandi vairi, að fleiri væru jafn lieilsuliraustir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.