Tíminn - 19.06.1959, Page 7

Tíminn - 19.06.1959, Page 7
1 M I N N, föstudaginn 19. júní 1959. 7 Pétur Sigfússon frá Halldórsstöðum: „Segið þjóðinni sannleikann u 1. Óla.ur Thors krefst þess að sagður sé sannleikurinn einber, — lunnið fyrir sannleikann og tryggður sess hans. 2. Jóhann Hafstein segir: „Eg leyfi mér að segja, að það er ó- hjákvæmilegt að hætta að blekkja fólkið“. —----„Við þurfum nýjar og mannsæmandi leikreglur í stjórnrnálabaráttunni." | 3. Ólafur Björnsson setti ofaní við fyrrverandi ríkissjórn, fyrir blekkingar. 4. Emil Jónsson segir: „Eg vil ætla að mörgum þyki það heiðar. legra, að ganga beint framan að mönnum og segja hvers sé þörf.“ etc. — „heldur en hitt, að læð- ast aftan að fólki.“ 5. Björn Ólafsson krefst: „Segja þarf þjóðinni sannleikann umbúða !aust.“ 6. Höfundur Staksteina, sem okk ur er sagt að sé Bjarni Benedikts. son, sonur Þingeyingsins Bene. dikts Sveinssonar, fyrrverandi al- þingisforseta o.g landvarnarhetju segir: „Skröksögur og rógur er til skammar hverjum þeim, sem gerir sig sekan um slíkt.“ Hér ganga fimm leiðtogar Sjálf. stæðisflokksins með kröfuspjöld, sem sannarlega eru þess verð að eftir þeim sé tekið. Inn á milli þeirra er svo sjálfur forsætisráð- 'herra íslands, Emil Jónsson með fremur lítið spjald, og þekkist það kröfuspjaldið ekki úr í göngunni að þessu sinni, enda kannski ekki von, því hann mun þurfa að vera sem samlitastur verndurum sínum nú, á hinum „nýjustu og beztu“ tímum í ævi hans, enda er hér um að ræða mjög.„mannsæmandi“ og athyglisverðar kröfur, sem hæfa vel hvaða stjórnmálaleiðtoga sem er — ef hann stílar þær til sjálfs sín jöfnum höndum og til andstæð. inga sinna. — Og í trausti þess ætlum við nú — þessi þrjú — að snúa okkur beint að alvörumálunum. í leiðara Moggans þ. 18. janúar sl, rákum við okkur á mjög eftirtektarverða setningu. „Hún hljóðar svo: „Al- menningur fylgir Sjálfstæðismönn um, ekki vegna þess að þeir hafi reynzt honum illa, heldur af því, aö þeir hafa reynst honum vel.“ Nú vorum við svo kúnstug að telja sjálfsagt að „almenningur“ sá sem styður Sjálfstæðisflokkinn og lær honum atkvæði, væru „'Sjálfjtæðismenn", en það virðist nú ekki þurfa að vera, — tegund. irnar geta verið tvær, og munu vera það. Önnur, „Sjálfstæðismenn irnir“, sem ræður og stjórnar, út. hlutar og veitir þ. e. „reynist vel“, en hin „almenningurinn", sem hlýðir, — þjónar og fylgir, og kýs, oft fyrir margs konar annarleg at. vik, sem við komum að seinna. — Ja, — „svo lengi lærir sem lifir.“ Þetta er þá hin mikla réttlætisfylk ing, hinn stórfenglegi sjálfstæðis mannsöfnuður, sem heimtar „rétt“ sinn — fyrst og fremst siðferði- legan — til þingfulltrúa í fullu höfðatölusamræmi við hin löngu staðfestu og rótgrónu^ kjördæmi hinna dreifðu bygða íslands. Við iþessar kröfur um „rétt“ hins stóra flokks er rétt að stanza iítillega — og hugsa til kröfu. göngumannanna sex, og allra hinna mör.gu, ,sem þeir ætla að „reynast vel“. Við — þessi þrjú — teljum bæði rétt og skylt að snúa okkur beint til hinna sannleikselskandi kröfu- manna og bera fram við þá nokkr ar spurningar, því það er ekki að. eins að okkur sé bráð nauðsyn að fá þeim svarað, heldur er það nokkurs konar sáluhjálparatriði fjölda fólks1 á íslandi, þ. e. alls þess „almehnings sem flokksmenn irnir hafa í hendi sér — v.jlla um með alls konar áróðri og ;-,láta kjósa“ á einn og annan fullkom. lega annarlegan hátt — löngum, og „reynist vel“, — Undan þessum Kröfuganga um „musteri sannleikans u ósköpum þarf „almenningurinn“ að losna. Fyrr getur hann ekki tal- izt til frjálsra manna, þeirra, er bera á herðum sér kosningarétt og kjörgengi. Og hér eru spurning. arnar: 1. Hversu margir eru hinir réttu o.g hreinu Sjálfstæðismenn? 2. Hversu margmennur er „al- menningur1 sá sem talinn er fylgja gefur, ljær, eða veðaetur atkvæði sín Sjálfstæðisflokknum við kosn. ingar? 3. Kaupa „Sjálfstæðismennirn- ir“ atkvæði almennings á einn og annan hátt? a) með gjaldi? b) með vinnu eða vinnuloforð. um? c) með brennivíni eða slíku? d) eru notaðar ógnanir um at. vinnumissi eða t. d. uppljóstran- ir? o. s. frv. 4 Hvernig stendur á því að Mbl. flytur þ. .5. febrúar algerlega kinn roðalaust, að því er virðist — svo- hljóðandi Ávarp til Reykvíkinga: „Vegna undirbúnings alþingis- kosninga í vor munu fulltrúar Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík leita til borgaranna um margvís- legan stuðning og aðstoð eins og jafnan áður. M. a. verður hafin fjársöfnun í kosningasjóð með sér stökum hætti, en fulltrúaráð Sjálf slæðisfélaganna hefir forgöngu um þessa söfnun og munu full. trúar ræða tilhögun hennar við hvern og einn eftir því sem atvik standa til. Verður leitað eftir því við þá, sem vilja styðja og styrkja Sjálfstæðisflokkinn að þeir heiti tilteknum mánaðargreiðslum í flokkssjóð, fram yfir kosningar. — Þess er vænst að hver og einn, sem hefir áhuga og vilja til þess að veita Sjálfstæðisflokknum brautargengi, taki á sig nokkra fjárhagslega skuldbindingu eftir því, sem ástæður leyfa. Sam. stæður vilji Sjálfstæðismanna er sterkasta aflið í þeirri kosninga- baráttu, sem nú fer í hönd.“ 5 Hvað á að gera með féð sem safnast? j 6. Eru það fulltrúaráð Sjálf. stæðisfélaganna, þ. e. „Sjálfstæðis- mennirnir“, sem veita þessu fé mótttöku, og úthluta því? Morgunbiaðshöilin. 7. Hverjum og hvernig er gerð skilagrein þessarar stórkostlegu fjársöfnunar? 8. Er það satt, sem borið hefir verið fram á opinberum vettvangi og stendur ómótmælt, að við höld. um, að um kosningar og fyrir, starfi í Reykjavík, ekki tugir, ekki mörg hundruð, heldur þúsundir launaðra kosnin.gasmala — þ. e. útsendarar „mannanna“ .sem reyn- ast „almenningnum vel“. Hvað eru þessir menn að aðhafast ef sannleikurinn er í fullum heiðri hafður? 9. Er fjársöfnun slík, sem hér um ræðir, og tilgangur hennar, löglegt', mannsæmandi, drengilegt lýðræðislegt og þjóðlegt athæfi? 10. Eiga ekki kosningar á fs. landi að vera leynilegar, og eru þær það ef útsendurum stjórn- málafélaga er heimilt að fara hús úr húsi og festa atkv. alls almenn- ings fyrirfram með ýmis konar ann arlegum meðulum t. d. eins og spurt er um undir lið 3. hér að framan? 11. Lítur sveitafólk á íslandi — bændur — svona vinnubrögð bros mildum vina-, tiltrúar- og réttlæt isaugum? 12. Á ekki „almenningurinh“ ó- skoraðan rétt á því að vera óáreitt ur hvað síjórnmálaskoðanir snert Framhald á 11. síðu SJálfsagðasta kjördæmiö Það hefir rekið hval á fjör. ur hjá einni stétt í þessu þjóð félagi og það er hjá blaða- mönnunum. Kjördæmamálið er meiri hvalreki á þær fjörur en ég minnist að hafa heyrt áður. Þó að ég sé á móti kjör dæmabreytingunni, er ekki á. stæða til að fara langt út í það sem svo er þaulrætt. Mér Iief- ir líka alltaf þótt heldur leið. inlegt að taka í þyngri bagg. ann, þegar hallast á trunt. unni, og ég minnist varla að liafa hlustað á málfærslu, þar sem menn hafa verið eins kag hýddir hæls og linakka á milli eins og þeir menn, sem halda með kjördæmabreytingunni. Það er heldur ekki heigl- um hent að halda fram röng. um málstað, ef skeleggir menn eru til varnar. Þó tek- ur ut yfir, þegar verja á mál, ef einu rökin í málinu eru þannig, að það má ekki minn. ast á þau, eins og hér á sér stað. Aðeins hin ejnu rök fyr. ir kjördæinabreytingunni eru þau að efla flokksvaldið, og auðvtiað stikla mennirnir í kringum það eins og kettir í kringum heitan graut, en í þess stað eru þeir að búa til liinar og aðrar forsendur til að leggja út af, sem alls ekki eru fyrir hendi, og sumar svo fáránlegar, að engu tali tekur eins og t. d. það, að sýsluskipt ing á íslandi sé danskt fyrir. bæri og því lítil eftirsjá að henni. Ekki er nú söguþekk- ingin á marga fiska, þar sem þetta skipulag hefir verið að smáþróast í þetta horf frá því að Alþingi var stofnað 930 og fram á þennan dag. — Minnsta félagseiningin í okk. ar þjóðfélagi eru auðvitað sveitarfélögin með sinn sam- eiginlega fjárhag. Næst kem. ur sýslan, venjulega skýrt af_ mörkuð af vatnsföllum eða öðrum skýruin mörkum, sömu leiðis með sérstakan fjárliag. Þetta hefir líka fólk fundið á umliðnum öldum, að er eðli. leg skipting. Sveitungar eru tengdir nánustum böndum og sýslungar koma næst, eða hvað um öll átthagafélögin í höfuðstaðnum? Það eru menn úr sömu sýslu, sem mynda með sér félag, af því að þeir finna skyldleikann. Það er kát legt, að inenn skuli deila um svona augljósan hlut. Sýslan liefir þótt, og er það sjálfsagðasta kjördæmi, sem fundið hefir verið, enda veit ég ekki til þess, að sveita- menn hafi kvartað undan þessari skipan málanna. Sann Ieikurinn umbúðalaus er þetta: Það eru nokkrir óvitar og ófy~irleitnir flokksforingj. ar í Reykjavík, sem liafa kom ið þessu fargani á stað, þvert ofan í vilja þeirra, sem eru í kjördæmunum. Finnst bænd- um ekki skönnn að því, að láta ekki merkilegri perónur en Bjarna Benediktsson og Ólaf Thors etja sér saman eins og kapalhestum uin mál, sem enga úrslitaþýðingu get. ur haft á gang þeirra mála, sem nú eru mest aðkallandi? Finnst bændunum sjálfum, að þeir séu aðeins kalineyrðir öræfagemsar, sem flokksfor. ingjar í Reykjavík geti réttað eins og hverju öðru óskilafé? Spyr sá, scm ekki veit. (Úr grein eftir Helga Har. aldsson, Hrafnkellsstöðum). Á víðavangí Verk vinstri sfjórnarinnar Vegna sífelldra rógskrifa í- haldsblaðanna um vinstri sljófn. ina, þykir rétt að rifja upp eför- greindar staðreyndir: Skýrslur Efnahagsmálastofn. unar Evrópu sýna, að íslending. ar bjuggu í tíð hennar við bezt lífskjör allra þjóða í Evrópu. Aðstaða sjávarútvegsnus var stórkostlega bætt með hækkun fiskverðsins. Útgerðin var rekin stöðvunarlaust í fyrsta sinn iiiii. langt skeið. Sjómönnum fjolgaði að nýju vegna bættra kjara. Fiskiskipastóllinn var stórauk. inn. Framfarir á sviði landbúnaðar- ins urðu enn meiri en þær höfðu nokkru sinni áður verið. Ekki sízt ber að nefna nýt’t átak, sem var gert til að stækka liin minni býli. Á sviði iðnaðar og rafvæðing. ar voru unnin hin stærstu verk. Lokið var smíði Sementsvérk. siniðjunnar og hafizt handa um byggingu nýrrar stórvirkjunar við Sogið. Meiriháttar orkuver voru reist á Vestfjörðum og Aust urlandi. Margvíslegur iðnaður var efldur, ekki sízt fiskiðnaður inn. Séjrstakar ráðstafanir vlom gerðar til að auka atvinnu í þorp. um og bæjum út um land. f Reykjavík var gert stærra átak en nokkru sinni áður til að útrýma liúsnæðisleysinu meS byggingu nýrra íbúða. Síðast en ekki sízt, er svo að nefna stærsta verk stjórnar- innar, útfærslu fiskveiðilandhelg innar, sem augljóslega liefur bjargað vetrarvertíðinni að þessu sinni. Góður viðskilnaður Þrátt fyrir þennan árangur af stefnu vinstri stjórnarinnar, var viðskilnaður hennar hagstæðari en hjá nokkurri annarri ríkis. stjórn um langt skeið. Ríkið skilaði mjög sæmilegum tekjuafgangi á árinu sem leið. Útflutningssjóður liélt vel í horfinu. Afkoma sjávarútvegsins var með allra bezta móti á síðastl. ári. Togaraútgerðin var rékin með hagnaði í fyrsta sinn' lim langt skeið. Við síðustu áramót voru fisk birgðir í landinu með mesta móti og mun það mjög bæta gjaldeyris afkomuna út á við á þessu.ári. Samkvæmt áliti helztu liag fræðinga Sjálfstæðisflokksins, sem var birt í desember síðastl., var hægt að halda hinum blóm. lega rekstri framleiðslunnar á- fram, án allra nýrra skattaálaga,, ef tekin væri aftur sú 6% kaup. hækkun, er Sjálfstæðisflokkur. inn og fylgifiskar hans höfðu knúið frarn á síðastl. sumri. Slæm umskipti Alþýðustéttir landsins thafa vissulega mikla ástæðu til að harma verk þeirra manna, sein áttu mestan þátt í því að fella vinstri stjórnina. Afleiðingar þess óhappaverks blasa nú svo glöggt við. Lífskjörin hafa óneitanlega farið versnandi síðan Sjálfstæðis flokkurinn tók við stjórninni í nafni Alþýðuflokksins. Verðlag hefir staðið í stað eða hækkaffi verulega, — þegar undan eru skildar niðurgreiðslurnar, sein fólkið verður að borga aftur,— en kaupið hefir stórlækkað. Framkvæmdirnar eru einnig byrjaðar að dragast saman. Fram lög hins opinbera til verklegra framkvæmda hafa verið verulega lækkuð. Miklu minni bygginga. framkvæmdir eru nú í Undir- búningi en verið hefir um lang't skeið. Ef þannig heldur áfram, er atvinnuleysi á næstu grösum. Ef þjóðin vill stöðva þessa öfugþróun, liefir hún ekki nema eitt ráð. Ráðið er að hnekkja völdum og áhrifum Sjálfstæðis. flokksins og fylgifiska hans, én efla þann flokk, sem einn stóð óskiptur um framfarastefnu vinstri stjórnarinnar, Frámsókn. arflokkinn.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.