Tíminn - 24.06.1959, Page 7

Tíminn - 24.06.1959, Page 7
T f MIN N, miðvikudagiim 34. ji'rní I9bf'. a Dr. Gunnlaugur Þórðarson: Landhelgismálið og Morgunblaðið Árið 1948 voru sett lög um vís. indalega verndun landgrunnsins, og á grundvelli þeirra laga var af. markað 4 sjómílna friðunarbelti, fyrst fyrir Norðurlandi 1950 og síðar, nokkru eftir að landhelgis- samningurinn frá 1901 féll úr gildi var sams konar friðunarbelti sett umhverfis allt landið. Þegar þessar ráðstafanir voru gerðar gagnrýndi undirritaður bæði afmörkun grunnlinunnar fyr. ir nefndu friðunarbelti, svo og það að ríkisstjórnin skyldi ekki í sam. bandi við þessar aðgerðir hafa stuðzt við fornan lagalegan og sögulegan rétt íslands til 16 sjó- mílna landhelgi. í stað þess var, að frumkvæði Sjálfstæðisflokksins beinlínis gerð vítaverð tilraun til þess að bendla fiskveiðilandhelgi ísl. við hina svokölluðu skandin avísku reglu um 4 sjómílna iand helgi, sem átti enga stoð í veru. leikanum. Á sama hátt var gagn- rýnt, að enginn fyrirvari skyldi gei'ður um, að aðgerðirnar frá 19. marz 1952 væru aðeins spor í rétta átt og mættu ekki skoðast sem lokaframkvæmdir, en svo virtist Sjálfstæðisflokkurinn líta á málið. Hins vegar var í ritstjórnargrein í Tímanum gerður sá fyrirvari, að þessar aðgerðir væru aðeins spor x rétta átt. Genfarráðstefnan. Síðar, þegar að því kom, að fs. land tæki þátt í alþjóðaráðstefnu um landhelgismál, þ. e. Genfarráð. stefnuili sl. ár, var sáralítil áherzla lögð á að gera grein fyrir laga- legum og sögulegum rétti íslands í því ittáli, heldur lögð megin. áherzla á efnahagslega og tilfinn. ingalega iil.iði'málsins, þ. e. að. ís- lenzka þjóðin yrði að fá að búa ein að fiskimiðunum til þess að geta lifað. Bretar gerðust hins vegar svo óskammfeilnir að halda fram „sögulegum i’étti“ sér til handa við íslandsstrendur. Einnig gerðu þeir tilraun til þess að halda því fram að þriggja sjómílna reglan væri alþjóðleg regla. Þeir gerðu þó enga tilraun til að vitna til einn ar einustu alþjóðlegrar samþykkt. ar máli sínu til stuðnings né dóms orðs frá alþjóðlegum dómstólum í þá átt, enda ekki fyrir hendi. Að vísu var í málflutningi þeirra vitn að til nokkurra milliríkjasam. þykkta sem einmitt voru gerðar vegna þess að þriggja sjómílna reglan var hvorki né er alþjóðleg- regla. Það segir sig sjálft, að ef svo hefði verið, þá hefðu þeir ekki þurft að gera landhelgissamning- inn frá 1901, enda var hann gerð. nr til þess að tryggja þeim rétt, sem þeir ekki áttu. Þessari hlið málsins var lítill gaumur gefinn af okkar hálfu í Genf. Engin á. herzla var lögð á það mikilvæga atriði, að enda þótt ráðstefnan kynni að koma sér saman um ein- hverja alþjóðlega reglu um tiL tekna vidd landhelginnar, gæti ís. land með fullum rétti gert kröfu til þess að söguleg sérstaða þess yrði tekin til greina, en hún bygg- ist á lagaboðum um 16 sjómílna landhelgi, fyrr meir 32 eða 48 sjó. mílna landhelgi, allt frá upphafi 17. aldar. Árangurinn af umræddri ráð- stefnu var sáralítil og fyrst og fremst sá að undirstrika það, sem áður var vitað og kom raunar fram á sams konar ráðstefnu í Haag 1930, að engar alþjóðareglui' væru til um víðáttu landhelgi, 12 sjómflna fiskveiðilandhelgi. Að lokinni unrfæddri ráðstefnu i Genf var fiskveiðilandhélgi ís- lands ákveðin 12 sjómílur út frá grunnlínu friðunarlínunnar, og var það gert að frumkvæði íyrr. verandi stjórnar. Þessi afmörkun var byggð á því, að fram hafði komið tillaga um, að 12 sjómílur skyldi vera alþjóðleg víðátta fisk. veiðilandhelginnar hins vegar ekki á því, sem meira máli skipti, að ís- land átti rétt til a. m. k. 16 sjóJ mílna landhelgi. Þegar þessi fiskveiðimörk voru sett, höfðu Sjálfstæðismenn ekk.j erl til málanna að leg.gja, nema' það helzt að finna að grunnlínunni, sem þeir höfðu sjálfir markað en ekki tekizt betur en raun ber vitni. Fullyrðing formanns Sjálfstæðis- fiekksins, um að betur hefði tek. izt um landhelgismálið, hefðu þeir: einir fengið að ráða, er því vægJ ast sagt hæpin, ekki sízt þegar það er haft hugfast, að einmitt þeir, sem töldu of lítið að gert 1952 í landhelgismálinu, voru atyrtir á allan hátt fyrir aðfinnsl- ur sínar — og telja má víst, að landhelgi eða fiskveiðimörk ís. lands væru þau sömu í dag og þá, hefðu þeir fengið einir að ráða. Frá því að landhelgisdeilan hófst í september sl., hefir verið mikið skrifað um það mál á báða bóga. Hafa Bretar verið stórtækir í hvers konar áróðri og ekki vílað fyrir sér að fara með hrein ó. sannindi. Því miður hefir því mik- ilvæ.ga tæki sem áróður er, ekki verið beitt af íslands hálfu sem skyldi né heldur málstaður ís. lands og sérstaða kynnt svo sem vera ætti. Á Alþingi 'hefir einmitt að undanförnu verið að þessu fundið og bent á ýmsar leiðir til úrbóta, svo sem bréfaskriftir til erlendra þingmanna o. fl. Sögulegi rétturinn mikilvægur. Meðal brezkra skrifa um þetta mál eru tvær greinar í timaritinu „British Survey“, sem gefið er út af fyrirtæki, sem kennir sig við skilning þjóða í milli. Önnur grein in fjallar um fiskveiðideiluna við ísland, og þykir mér rétt að víkja að henni nokkrum orðum. Þess skal getið, að í greinum -þessum er enn gerð misheppnuð tilraun til að færa rök að því að þriggja sjómílna landhelgisvíðáttan sé al. þjóðalög. í greininni um fiskveiði deiluna við ísland er lögð megin- áherzla á, að Bretar hafi viður. kennt 4 sjómílna landhelgisvíðáttu Noregs af sögulegum ástæðum. Sézt bezt á því, hve mikla áherzlu Bretar leggja á .sögulegan rétt. í þessu sambandi má geta þess, að fjögurra sjómílna landhelgi Nor. egs er frá árinu 1742 en landhelgi íslands á sér miklu eldri sögu. í greininni er beinlínis viðurkennt að landhelgi íslands byggist á fornri löggjöf, en þar segir svo: Viðurkenning á 16 sjó- mílna landhelgi. „Allt fram til 1S72 voru fisk veiðar á djúpmiðum við ísland háðar lögum frá 1787, en samkv. þeim náði landhelgi eylandsins fjórar danskar mílur (nærri 20 enskar mflur) út frá ströndinni. Lögin urðu svo úrelt, að yfirvöld. Dr. Gunnlaugur Þórðarson in neyddust til að leiða þau að mestu hjá sér. Raunar tóku Dan- ir, scm þá réðu ríkjum á íslandi, að viðurkcnna þriggja sjómílna takmö k, því 1856 og aftur 1869 leituðu þeir til brezku stjórnar. innar og fóru fram á sérstakar undanþágur frá alþjóðareglunni um þrjár sjómílur vegna Breiða. fjarðar og Faxaflóa.“ Þessi klausa er athyglisverð vegna þess, að þar er beinlínis viðurkennt að fiskveiðilandhelgi íslands hafi ver:ð 16 sjómílur. Hins ve.gar er það rangt, að löginl hafi verið felld niður 1872, en hitt hefir undirritaður bent á í dokt- orsritgerð sinni, að í þessu máli léku Danir tveim skjöldum og reyndu að rugla íslendinga í rím. inu um rétt þeirra tii hinnar fornu landhelgi og gættu þess jafn. framt að styggja ekki Breta með því að neita staðhæfingu þeirra um þriggja sjómílna landhelgi. Þá er þess að geta, að lögin frá 1872 voru sett af konungi enda þótt Alþingi hefði með yfirgnæf- andi meirihluta hafnað frumvarpi að lögunum. I lögum þessum voru hins vegar engin önnur ákvæði um viðáttu landhelginnar en þau, sem alþjóðalög kvæðu á um, en þá voru engin slík lög í gildi frek. ar en í dag. Svo að sú skoðun, sem kom fram á Alþingi 1896 um að ísland ætti rélt til 16 sjómílna landhelgi, var í fullu gildi, og hefði íslenzka þjóðin þá og síðar og jafnvel allt fram á þessa daga gert sér fulla grein fyrir rétti sín. um í landhclgismáiinu, hefði af- staða hennar til þessara mála verið allt önnur. Þá segir síðar í sömu grein: „Árið 1880 var gcfin út tilskip. un þess efnis að danska stjórn. in teldi til danskrar landhelgi allt að 3 sjómíluin frá yztu an- nesjum . . .“ Hér gleymir höfundur þessarar greinar, hver sem hann kann að vera, að gera verður g-reinarmun á danskri og íslenzkri landhelgi, svo sem danskir fræðimenn gerðu þá (Ma-tzen: Dan danske Statsfor. fatningsret) og svo hinu að ís. lenzka þjóðin viðurkenndi aldrei að hún heyrði undir önnur dönsk stjórnarvöld en Danakonung sjálf- an. Þá er í greininni lagður gjör. samlega rangur skilningur í samn ingsgerðina frá 1901 og sú stað. reynd virt að vettugi að sú samn- ingur var gerður til þess að tryggja Bretum rétt, sem þeir áttu ekki, auk þess var samningurinn uppsegjanlegur. Ályktun Alþingis. Æskilegt héfði verið að Alþingi hefði minnzt hins forna réttar ís. lands í landhelgismálinu í álykt- un þeirri, sem það gerði á síðasta þingi varðandi fiskveiðilandhelg. ina en að dómi alþingismanna Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar. flokksins og Alþýðubandalagsins í utanríkismálanefnd Alþingis þótti ekki ástæða til að flétta hinni sögu legu staðreynd um rélt íslands til a. m. k. 16 sjómílna landhelgi inn í ályktunina og var því sú ábend- ing þingflokks Alþýðuflokksins ekki tekin til greina. Muu ísland hverfa úr NATO? Við höfum nýlega hafnað þátt. töku í hátíðahöldum í tilefni af 10 ára afmæli NATO og er tíma- spursmál, hvað við getum verið lengi í þeim samtökum, sem líða það að ein aðildarþjóðin, Bretar, beri vopn á aðra, sem auk þess hefir lýst yfir ævarandi vopnleysi. Bretar virða hér hvorki alþjóða. lög né forna vináttu og er tími kominn til þess að þeir fari að skilja, að ef nokkurn tíma á að vera hægt að lala um alþjóðalög á annan hátt en sem rétt hins sterka, þá verða þeir að ganga á undan öðrum þjóðum og láta af hinum forna nýlenduhugsunar. hætti. Það segir sig sjálft, að ef Bretar hætta ekki þessum ofbeldis aðgerðum hlýtur að því að koma að þjóðin rísi upp og krefjist þess að ísland hætti þeim skrípaleik að eiga aðild að hernaðarbandalagi við ofsækjnda sinn. Ófrægingarherferð Morgunblaðsins. Þá skal vikið sérstaklega að ein- um þætli í sambandi við mál þetta, þætti sem hefir verið lítill gaum. ur gefinn, en það er ófrægingar- herferð Morgunblaðsins varðandi mcðferð málsins, og áhrif hennar, en aðstandendur Morgunblaðsins, Sjálfstæðisflokkurinn gerði sér far um að ófræg'ja alla þá, sem feng. ust við þessi mál, nerna flokks. menn sína. Þannig var það gefið í skyn, að það væru fyrst og frernst kommúnistar sem stæðu að út- (Framhald á 8. síðu) Matthías Jónsson, húsasmiðameistari, ísafiríii: Ég er Alþýðuflokksmaður, en algjörlega andvígur kjördæmabreytingunni Eg er Alþýðuflokksmaður, en algjörlega andvígur kjör. dæmabreytingunui. í stað þess að byggja lýðveklinu traustan grundvöll með vit. urlegri stjórnarskrá, er rokið í það hvað eftir annað á fárra ára fresti að breyta henni í samræmi við stundarhags- muni ákvcðinna flokka, án alls tillits til hvað þjóðinni í heild er fyrir beztu. Slík vinnubrögð hljóta að leiöa til ófarnaðar. Ég tel að vísu sjálfsagt að jafna beri atkvæðaréttinn, en um það eru allir flokkar sammála og það er hægt að gera án þess að leggja niður núverandi kjördæmi landsins með því að svifta þau sínum sérstaka fulltrúa á Alþingi. Enginn vafi er á, að ef kjördæmabreytingin nær fram að ganga, mun hagur dreifbýlisins fara stórum versnandi. Þingmaður ein. mcnningskjördæmis er alltaf undir smásjá fólksins og bcr einn fulla ábyrgð gagnvart kjósendum sínum. Hanu greið ir betur fyrir fjárfestingu og framförum svo atvinna verð- ur þar meiri og afkoma fólks. ins betrií Lífsafkoma okkar og framtíð er því undir því komin að við berum gæfu til að fella frambjóðendur þrL fiokkanna við þessar kosning- ar og standa vörð uni sjálf. stæðan tilverurétt kjördæm- anna (Úr Kjördæmablaðinu). Á víðavangí Biblía Morgunblaðsins Morgunblaðið hefir eignazt sína biblíu, og Bjarni Benedikls son vitnar ákaft í hana þessg dag ana. Þessi biblía Mogga er Þjóð- viljinn. Önnur var tíðin þegar Bjarni háði kosningabaráttuna austur á Volgubökkum. í gær vitnar Moggi svo stíft í „bibli. una“ að bókstaflega allt, sem skrifað er um pólitík er upp úr Þjóðviljanum, mest beinar end. urprentanir. Það er fyrst og fremst öll forsíðan. Staksteinarn ir og lengsta greinin á síðustu síðu. Og það er vitnað í allt jáfnt, foryslugrein Þjóðviljans og eina þrjá eða fjóra höfunda og 'erki- presta kommúnista — allt með jafneinlægri hrifningu og vissu um óskeikulleik þessarar „biblíu“.. Atkvæðasmalar íhaldsins á þönum Reykvíkingar verða varir við það þessa dagana að atkvæða- smalar íhaldsins eru fcomnir á stúfana. Hafa nú ýmsir iðjuleys- ingjar, er gengið hafa með hend- ur í vösum og' setið á kvöldum í sumblhúsum, fengið- verkefni og atvinnu um stundarsakir — leit- armenn og smalar íhaldsíiis. Kjósendum í Reykjavík hefir verið skipt niður í hæfflega stóra hópa, er hver og einn Kosnínga- smali íhaldsins á að gætá og reka heirn á stöðulinn á kjördag. Margir þessara íhaldssnvala ganga að verkinu méð ákafa, og þeir kjósendur, sem taldir eru vafasamir — og þeir eru margir á skrá íhaldsins núna — hafa varla stundlegan frið fyrir smöl- unum. Þessi smalamennska fer auðvitað ekki fram lijá fólki, því að svo er buslugangurinn mikill, og hafa menn þessa dagana margar sögur að segja um at- ganginn, og ekki allar fagrar. Hótað brottrekstri • Eitt dæmi um aðfarir íhalds- smalanna er harla táknrænt um vinnubrögðin. Maður, seni veitt hafði fyrirtæki forstöðu í bæ úti á landi, fluttist til Reykjavíkur í vor og tók við öðru, er Sjálfstæðismenn eiga að mestu og reka, hefir fengið að kenna á smalamennskunni. Hanu er á kjörskrá þar, sem hann átti lieima áður, og þar er baráttau um þingsætið mjög hörð. Nú var að honum veitzt hér.í Reykja- vík, honum Iiótað öllu. illu, at- vinnumissi og öðrum liarðræð- um, ef liann styddi ekki Sjálf- stæðisflokkinn. Svo vildi til að íhaldssmalinn fékk lánaðan síma þar sem hann býr og var að gefa yfirboðurum sínum í kosn- ingaskrifstofum ílialdsins skýrslu um viðureignina við þennan mann, en húsmóðirin í hi'einu komst ekki lijá að lieyra síintal- ið. Var lýsingin ófögur, og' auð- heyrt var, áð yfirboðararnir livöttu piltinn óspart til störræð anna. Var þar rætt uin ýmsar gagngerðar ráðstafanir, svo' sem brottrekstur úr starfi, að „taka manninn og fara með liann og láta hann kjósa“ eða að eigendur fyrirtækisins þvinguðu liann með ótilteknum meðulunv til þess að stýðja flokkinn. Frelsi kjörklefans Óvíst er livernig þessari bar- áttu Iiefir lokið, eða hvor sigrað liefir, kjósandinn eða skoðana- kúgarinn, en slíkar viðureignir munu margar liá'ðar þessa daga og því miður hefir íhaldimi ofí tekizt að bæta drjúgum atkvæða hag sinn með þessum liætti. Hót anir, gylliboð, íátlaus áróður í einkasamtölum jafnvel dag i itir dag, óhróður um andstæðii.ga, lævís rógur og sitthvað fleira er uppistaðan í kosningaban tu ihaldsins síðustu dagana, og hef- ir 'svo verið áður. Þetta ir skilað íhaldinu ótrúlega miidum arði. Það er full ástæða tU ss að óska kjósandani|m góðrav siað festu í þessari viðuréign, og Framhald á ,'lísíðu.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.