Tíminn - 09.07.1959, Blaðsíða 10

Tíminn - 09.07.1959, Blaðsíða 10
m TÍMINN, fimmtudagiun 9. júlí 1959, „Nú liggur vel á mér" ' > Kveðjuhóf eftir landsleikinn * r- Sigurinn í fyrrakvöld ■ yfir norska landsliðinu er tvímæla laust mesti sigur íslenzka lands liðsins í knaftspyrnu hingað til. íslenzka landsliðið hefur að vísu unnið landsleiki áður, gegn Finnum, Bandaríkja- mönnum, já, það hefur einnig III sigrað hið norska áður, og sig- urinn yfir Svíum 1951 verður öllum knattspyrnuunnendum minnisstæður. En það er eitt, sem skyggir á þessa sigra. — I Finnar voru mjög slakir í I knattspyrnu fyrir 1950, og |l Bandaríkjamenn hafa aldrei sýnt þessum leik virðingu að . , ráði. Og sænska liðið 1951 og bið norska 1954 voru aðeins B-lið þjóðanna. En í fyrrakvöld voru 11 beztu leikmenn Noregs i. sigraðir; leikmenn, sem hafa 4 hlotið viðurkenningu víða um heim og unnið marga glæsta ||| sigra. Það var því ekki furða þótt ■ menn væru ánægðir eftir lands- leikinn í fyrrakvöld og á kveðju | hófi í Sjálfstæðishúsinu eftir || leikinn var líka mikið um dýrð ir, þegar undirritaður lagði leið | sína þangað. Bros var á hverju ; íslenzku andliti og norsku leik |1| mennirnir, sem sannir íþrótta- ||1 menn, voru fljótir að gleyma „ . tapinu um kvöldið í faðmi ís- - lenzkra ungmeyja. Þeir hlóu og , sungu og léku við hvern sinn II fingur, og þannig eiga íþrótta f' mfenn að vera, í litla salnum söfnuðust leik- ’ menn og fyrirmenn knattspyrn ; I unnar saman eftir leikinn. Þar . voru stuttar ræður haldnar og •leikmönnum afhentar gjafir svo sem venja er eftir lands- ý leiki. „Stoltir af ykkur“ Björgvin Sehram, formaður Knattspyrnusambands fslands, sagði meðal annars við það tæki færi; er hann ávarpaði íslenzku landsliðsmennina: — Þið getið komizt langt og við erum stoltir af leik ykkar í kvöld. Þið sýnd- II; þótt hann virt- ist vinna á við marga á vellin- um. Hann var enn með plást- ur yfir vinstra auganu, merki, sem hann hlaut í landsleiknum við Dani. Hann tók blaðamanni Tímans mjög vel, er hann •lagði fyrir hann nokkrar spurningar: — Það er ekki vafi á því, að betra liðið sigraði, sagði Þor- björn. íslenzka liðið sýndi mik- inn sigurvilja og hann var ein- kennandi fyrir allan leik þess. Þetta er bezta íslenzka lands- liðið, sem ég hef mætt, og Ríkarður er beztur af leikmönn um þess. En norska liðið lék nú mun verr, en í landsleikn- um við Dani á fimmtudaginn, sagði Þorbjörn að lokum. Rangur dómur Ríkarður Jónsson, fyrirliði íslenzka landsliðsins, var ekki á því, áð dómarinn hefði gert rétt', þegar hann dæmdi af mark hans fyrir hrind ingu. — Hann sagði: Þegar knötturinn kom fyrir markið úr hornspyrnu Arn ar Steinsen, hoppaði norski leikmaðurinn of fljótt upp, og var á niðurleið, þegar ég stökk upp og mæt'ti knettinum. Ég varð ekki var við að ég kæmi neitt við hann, og hann hafði heldur engin áhrif á leikinn. — Nei, dómurinn var hrein vit- leysa. Ég er mjög ánægður með íslenzka liðið, hélt Ríkarður áfram. Það sýndi betri leik og var samstilltara en hið norska Björgvin en ykkur virtist létt að sigra, og þið getið sigrað aftur. Þið áttuð allt spilið í síðari hálf- leik, og gerið eins í landsleikn um við Dani í Kaupmannahöfn 18. ágúst og við Norðmenn 21. ágúst. Þá er Rómarför ekki fjar lægur draumur, Og Björgvin sagði að lokum: Það er ekki venja að minnast á einstaka leikmenn, en ég get ekki látið vera að minnast á einn; fyrirliða okkar, Ríkarð Jónsson. Það ljómar af honum leikgleðin og sigurviljinn, þeg- ar hann sést á vellinum og við getum verið stoltir af honum. Ríkarður getur gert hina ótrú- •legustu hluti og ég hef ekki séð annan leikmann gera betur en hann á Laugardalsvellinum. Og síðan var Ríkarður hyllt- ur mjög. Ungmeyjar bíða En framan úr salnum bár- ust ómar frá hljómsveitinni og greinilegt var, að norsku leik- mennirnir vildu sem fyrst kom ast fram „1 dansinn“. Og eftir að skozki dómarinn hafði feng ið lof fyrir ágæta frammistöðu, RíkarSur og formaður norska knatt- •spyrnusambandsins þakkað góð ar móttökur voru borð upp tek in og haldið fram í „himna- ríkið“. Betra liðið sigraði Þorbjörn hvalaskytta Sveins- son, fyrirliði Norðmanna, var ekki þreytulegur eftir leikinn, uð hvernig landslið . á að leika og það var ekki tilviljun að þið sigruðuð, heldur kom að- eins fram í leiknum hvað þið getið í knattspyrnu..— Við bjuggumst ekki við sigri, Þorbjörn og sigurinn var engin tilviljun. í norska liðinu fannst mér markvörðurinn, Ásbjörn Han- •scn, bera mjög af og hann varði ótrúlegustu knetti, sagði Rík- arður að lokum. „Oh, what vou done to me“ Á hljómsveitarpallinum lék hljómsveit Svavars Gests og hljómsveitarstjórinn lét ekki sitt eftir liggja t'il að ná upp „stemmingu“, enda Svavar kunnur fyrir skemmtilega kímni. Hann til kynnti að ís- lenzka liðinu hefði borizt óskalag og svo heppilega vildi einmitt til að höfundririnn væri frá Akranesi. Óskalagið var auðvitað „Nú liggur vel á mér“ og það var tekið hraustlega undir. Og norsku leikmennirn- ir létu ekki sitt eftir liggja, því með næsta lagi báðu þeir Svavar um óskalag til íslenzka liðsins og lagið hét — „Oh! what you done to me" — og þá var mikið hlegið. Það var hrindiug Skozki dómarinn, Barkley, er geðugur, ungur maður, sem dæmdi sinn fyrsta landsleik. ’Hann vildi ekki mikið tala um liðin, en sagði þó, að þau hefðu leikið mjög góða knattspyrnu og hann væri afar ánægður með leikinn. Hinir 22 leikmenn hefðu hjálpað sér vel í leikn- um, og línuverðirnir, Guðbjörn Jónsson og Magnús Pétursson, aðstoðað á frábæran hátt. Án góðra línuvarða, er ekki hægt að dæma vel, sagði mr. ÍBarkley. Þegar ég spurði hann hvers vegna hann hefði dæmt markið af, sagði hann: — Vegna hrind- ingar, — íslenzki leikmaðurinn ýtti norska varnarleikmannin- um frá. — Ekki álítur íslenzki leikmaðurinn það, sagði ég þá. — Mr. Barkley brosti þá aðeins góðlátlega. Jú, hann hrinti, sagði hann svo, með öryggi þess, sem ekki álítur sig geta gert rangt, og bætti við. — Línuvörðurinn (Magnús) sá það líka. Ég spurði hann að lokum um leikmenn. Hann hugsaði sig vel um, og sagði svo: — Ég var að dæma leik 22 leikmanna, ekki neins einst'aks — en bætti svo við — og þó nr. 8 (Ríkarður) var beztur í íslenzka liðinu. — hsím. Magnús Pétursson, Barkley, dómari, Guðbjörn Jónsson Urvalslið frá Jótlandi leikur við KR í kvöld í kvöld fer fram á Laugar- daisveRinum fyrsti Jeikur józka úrvalsliðsins í knatt- spyrnu, sem komið er hingað til lands á vegum KR. í kvöld mætir liðið gestgjöfum sín- um. Síðan mun bað leika tvo aðra • leiki við úrvalslið. Danska liðið hefur ágætum ieikmönnum á að skipa, m. a. nokkrum, sem leikið hafa í danska landsliðinu. Þessir leikmenn komu hingað: Erling Sörensen, Vejle: Mark- Vörðu.r : liði Danmerkurmeistar- anna, hár vexti og öruggur leik- maður. Lék fyrst með JBU 1958 og var markvörður í józka liðinu, ■ em gerði jafntefli við skozka ungl- linga landsliðið í Árósum í vor. Lék í B-landsliðinu í vor. Erik Gaardehöje, Esbjerg: Ung- ur markvörður, sem slegið hefur í ' gegn á síðasta ári. Hefur leikið 5 1 unglingalandsleiki. Bakverðir: Jens Jörgen Hansen, Esbjerg: Hefur nýlega komið fram hjá Es- bjerg. Vaxandi leikmaður, sem reynir ávallt að leita samherjanna. Lék gegn Skotum í vor með JBU. John Madsen, Esbjerg: Alhliða varnarleikmaður. Hefur að baki 4 leiki með unglingalandsliðinu. Paul Skibsted, Aalborg Bold- klub: Er í þann veginn að komast í úrvalslið J.B.U. Ungur að árum. Per Svantcmann, AIA: Sterkur, alhliða leikmaður hjá hinu létt leikandi 2. deildarliði AIA. Framverðir: Leif Schou, Fredrikshavn: Kom inn í úrvalslið JBU í vor. Var vara- maðurmaður í unglingalandsliðinu í vor. Knud Kristensen, Randers Freja: Kom inn í JBU-liðið í vor. . Egon Jensen, Esbjerg: Landsliðs maður 5 sinnum , lék m. a. með Dönum í afmæliskeppninni hér 1957. Var þá innherji, en hefur í vor leikið framvörð með félagi sínu og leikið þar sérlega vel. | Framherjar: Carl Emil Christensen, Esbjerg: Hefur leikið 1 B-landsleik og 2 unglingalandsleiki. Mjög tekn- iskur. Harald Nielsen, Fredrikshavn: Fljótur leikmaður, hefur leikið í unglingalandsliði Dana, lék gegn Svíum á dögunum í unglingalands- liðinu. Henning Enoksen, Vejle: Lék hér á dögunum með danska lands- liðinu. 9 landsleikir að baki. Peter Kjær, Aarhus GF. Út- herji. Hefur leikið 3 landsleiki. ’Lék hér 1957 með landsliðinu. Mis- jafn, en getur átt sérlega góða leiki. Ove Sörensen, AGF.: Hefur kom ið fram í vor hjá AGF og síðan með JBU gegn Skotum í vor. Frá- bærlega efnilegur leikmaður. Jens Erik Arentoft, Aalborg Chang: Getur leikið allar stöður í framlíunni. Hefur leikið 2 leiki með JBU aðalliði. Guðjón dæmir í Færeyjum Hinn 28. júlí leika ísland og Færeyjar fyrsta landsleik sinn í knattspyrnu. Leikurinn fer fram ^ í Þórshöfn í sainbandi við Ólafsvökuna. Lið íslands verður B-lið. Færeyingar ósk- uðu eftir því, að Guðjón Einars son, eini íslenzki alþjóðadóin- arinn, dæmdi leikinn, og mun hann verða við þeim tilmæluin. Knattspyrnuflokkurlnn frá Jótlandi ásamt nokkrum framámönnum í KR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.