Tíminn - 09.07.1959, Blaðsíða 8

Tíminn - 09.07.1959, Blaðsíða 8
T f MIN N, fimmhidaginn 9. júlí 1959. Minning: Séra Helgi KonráSsson, prófastur, Sauðárkróki Síðasta dag júnímánaðar andað- ist að heimili sínu á Sauðárkróki, séra Hélgi Konráðsson, prófastur. Þótít andlát hans kæmi mér ekki á óvart ,svo vanheill sem hann hafði verið um skeið, þá setti mig hó BjSfettj er ég vissi hann látinn. Fáa vini átti ég hjartfólgnari, og fáa menn vissi ég betri, þeirra er ég átti samfylgd <með á yngri ár- um. Ég gæti skrifað langa grein um jþennan látna vin minn og íélaga frá skólatíð. Vissulega ætti hann foað meira en skilið af mér. Og íslenzkrl þjóð væri greiði gerður aneð því að segja henni sem inni- legast frá því, hve ágætum syni hún á hér á bak að sjá. Af þessu verðtir þó ekki að sinni. Þessi orð mín eru aðeins kveðja, ásamt þökk fyrir liðna daga. Séra Selgi var borinn Skagfirð- ingur, Og Skagafjörður og Húna- iþing voru hans bemsku og æsku- Blóðir. Hann var góðra ætta bæði í móður og föðurkýn, hvað hvérj- ,um manni varð ljóst er kynntist honum, þ6tt ekki þekkti til upp runa faans. Stúdentsprófi lauk Béra Helgi vorið 1924. Hann nam að tnestu utan skóla, sat aðeins einn og hálfan vetur á skólabekk. GuðfræSíprófi lauk hann í febrú- ar 19BB œeð lofi. Árið 1929 var Ihann við nám í Englandi, en hafði J>á þegár gerzt prestur ári fyrr. AllS þjönaði séra Helgi þremur preetíikðllum, Bíldudal, Höskulds stöffum og Reynistaðarklaust'ri, er varð starfssvið hans til dánardæg urs eða um tæpan aldarfjórðung. Á Sauðárkróki veitti hann um (hríð forstflðu gagnfræðaskóia stað arins.Og margháttuðum menning arstörfum öðrum gegndí hann í ihéraei og utan, Prófastur Skag- firðinga var hann síðustu sjö árin. Sumarið 1933 kvæntist séra HeJgi JohBnnu Þorsteinsdóttur frá (Reykjum í Hrútafirði, hinni ágæt ustu fconu. Lifír hún mann sínn ósamt kjördóttur þeirra hjóna. Þetta stutta yfirllt um ævi qg störf aéra Helga verður að nægja. Hitt «r svo önnur saga og merk- ari, að hann reyndist í hverju starfi meira en meðalmaður. Við vissum það mæta vel stéttarbræð «r hans, að hann var einn hinn fremsti í hópi íslenzkra kenni- manaa. Gáfur hans, lífsskilning- ur, manndygð hans og atorka lögð ust þar á eitt. Ekkert verk Iét hann hálf unnið að engu var höndum til kastað. Mér var kunnugt um, að séra Helgi var skáld gott og efni í rit- höfund. Eg harma alltaf, að hon- um skyWi ekki gefast tími og tækifaari t'il afreka á þeim svið- um. Ljóðum sínum vildi hann ekki flika* €0 ævisaga hins mikla skag- firzka Ifetamanns Thorvaldsens sannar, hvert efni í rithöfund hann var. Séra Helgi var alvörumaður og trúmaöur einlægur. Vamm sitt mátti hann ekki vita. En sem ég nú sit Vi6 skrifborð mitt og fullur saknaSw, fróa huga minn með því afi rita þessi fátæklegu minn ingarorS um kæran vin og skóla bróSur, þá verður mér ríkust í íiug gláðværð hans og græskulaus fyndni, sem auðgaði svo margar samverustund okkar forðum daga. FleM en ég kann að nefna, þakka hinum góða manni og sálusorgara fyrir USinn dag. En trúað gæti ég jþví, að ekki séu þeir færri, er þakka fyrir gleðina, sem hann bar með sér í hvern >bæ. Fyrir þá lífseigind hans verður mér bjart fyrir sjónum, er ég minnist hans. Megi sú birta ljóma fyrir sjónum syrgjandi eiginkonu, kjördóttur, ástvina og vina. Megi sú birta lýsa söfnuðum hans og allri vorri þjóð fram á veginn. Einar Guðnason. Laust fyrir síðustu mánaðar- mót var ég staddur á Sauðárkróki og hafði hlakkað til að sjá hið fagra hérað Skagafjarðar, baðað í sól og sumardýrð. En þessi von mín brást, Iítt' sást til sólar og oftast var þoka yfir byggðinni. Mér fannst þetta táknrænt, það var eins og alvara og dapurleiki hvildi yfir héraðinu, því einmitt þessa dagana, var hinn vinsæli prófastur Skagfirðínga, séra Helgi Konráðsson, að heyja sitt' bana- stríð, en hann lézt að heimili sínu á Sauðárkróki 30. júní s.l. eftir langvarandi og erfiða vanheilsu, sem hann hafði borið með fádæma þreki og æðruleysi. f dag verður útför hans gerð á Sauðárkróki, og almennur sökn- uður ríkir í byggðum Skagafjarð ar við fráfall hans. Séra Helgi var fædur að Syðra Vatni í Lýtingsstaðahreppi 24. nóv. 1902 og voru foreldrar hans Konráð Magnússon, albróðir sr. Jóns Ó. Magnússonar á Mælifelli, og Ingibjörg Hjálrnsdóttir, bónda og alþingismanns á Hamri í Þver árhlíð. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 30. júní 1924 og hafði þá numið mest- an sinn skólalærdóm utan skóla. <}uðfræðiprófi lauk hann frá Háskóla íslands veturinn 1928, og var vígður um vorið og sett- ur sóknarprestur á Bíldudal, og þar var hann prcstur, þangað til hann fékk veitingu fyrir Höskulds stöðum í Húnavatnssýslu Vorið 1932. En Reynisstaðaklausturs- prestakall var honum veitt 1934 og á Sauðárkróki var hann síðan prestur til dauðadags og prófastur í Skagafjarðarprófastsdæmi' frá 1952. Aukaþjónustu annaðist hann öðru hvoru í nágrannapresta köllum sínum. Á prestskaparárum sínum fór sr. Helgi nokkrum sinn um utan í lengri eða skemmri námsferðir, dvaldist hann oftar en einu sinni í Bretlandi, ferðaðist til ítalíu og Bandaríkjanna. Sr. Helgi var gáfumaður, eins og hann átti kyn til, lærður vel, kennimaður ágætur og frábær- lega reglusamur og skyldurækinn í öllum embættisstörfum, og svo mikið ljúfmenni í allri framkomu, að leitun mun hafa verið á öðrum slíkum. í samtökum presta norðanlands tók hann mjög virkan þátt, var í stjórn prestafélags Hólastiptis og átti þátt í því að undirbúa flestar þær kirkjulegu hátíðir, er haldnar hafa verið á Hólum í Hjaltadal, hin siðari ár ,enda áttu Hólar mjög sterk ítök í huga hans, eins og annarra góðra Skagfirð- inga. Séra Helgi gaf sig mjög að fræðslumálum, hvar sem hann dvaldist og var um skeið skóla- stjóri við Gagnfræðaskólann á Sauðárkróki eða kennari við þann skóla. Hann hafði og mikinn á- huga á bókfræði og átti sjálf- ur gott safn gamalla og nýrra bóka, og munu fáir hafa verið gleggri á gamlar Hólabækur en hann. Hann lét sér mjög annt um sýslubókasafn Skagfirðinga og var í stjórn þess og bókavörð wr um skeið. Þá var hann einnig í stjórn Sögufélags Skagfirðinga. Hann fékkst töluvert' við rit- störf og var skáldmæltur vel. — Frá hans hendi eia til margar greinar í blöðum og tímaritum um margvísleg efni. Hann fékkst og nokkuð við þýðingar og samdi bók um listamanninn Bertel Thorvaldsen, en hann var Skag- firðingur í föðurætt sem kunnugt er. Séra Helgi var óvenjulega mik ill starfsmaður, og sérstaklega ljúfur og hugþekkur í öllu sam- st'arfi. Hann var gamansamur og léttur í lund og átti auðvelt með að koma öðrum í gott skap, hvort sem. var í samtölum eða þegar hann flutti ræður á mannfundum. í öllu lífi sínu var hann grand- var og gætinn, og gátu sóknar- börn hans því vissulega litið upp til hans. Árið 1933 kvæntist sr. Helgi Jóhönnu Þorsteinsdóttur frá Reykjum í Hrútafirði, er lifir mann sinn, ásamt' kjördóttur þeirra, Ragnhildi. Oft var gest- kvæmt á heimili þeirra hjóna á Sauðárkróki, því þar þótti öllum gott að koma og dvelja, og marg- ir, sem um Sauðárkrók fóru földu það sjálfsagt að heilsa upp á prófastshjónin, þótt viðstaða væri annars lítil. Með fráfalli sr. Helga Konráðs- sonar, er ekki aðeins þungur harm ur kveðinn að konu hans og dóttur og öðrum vandamönnum, heldur mun hans almennt verða saknað í byggðum Skagafjarðar. Hann var í fremstu röð íslenzkra presta og jók álit stéttar sinnar, og kom alls staðar fram til góðs, hvar sem hann kom við sögu. Um nokkurt skeið átti sr. Helgi við mikla vanheilsu að búa, og það miklu meiri vanheilsu, en hann sjálfur vildi vera láta, því að hann var jafnan sístarfandi og hafði gamanyrði á vörum milli kvalakastanna. í veikindum sínum naut hann frábærrar umhyggju konu sinnar og dóttur og á Sauð árkróki voru allar hendur fram réttar til þess að létta þeim byrðarnar. ¦ Með fráfalli sr. Helga hefur fallið nokkur skuggi yfir Skaga- fjarðarhérað, en vissulega mun minning hans, er fram líða stund- jir, varpa birtu yfir þetta hérað, sem hann imni svo mjög, þar . sem hann hafði unnið ævistarf ' sitt, og verða íbúum þess hvatning til dáða og drengskapar. Óskar J. Þorláksson. Minning: Beinteínn Helgason, trésmíðameistari I dag er jarðsunginn að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd Beinteinn Helgason trésmíðameistari, Akra. nesi, er andaðist í Láhdsspílalan. um 2. þ. m. þar sem framkvæmd hafði verið læknisaðgerð vegna ilL kynjaðs magasjúkdóms. Sex árum áður hafði hann gengið þar undir' mikla aðgerð af sömu ástæðu og náði þá allgóðri heilsu um skeið, þó aldrei gengi hann eftir það 'heill til skógar. Beinteinn var fæddur að Hlíðar. fæti í Hvalfjarðarstrandarhreppi 11. des. 1913, sonur hjónanna Sig_ ríðar Guðnadóttur og Helga Ein_ arssonar. Var Beinteinn yngstur 5 systkina, og eru hin öll á lífi, Einar og Sigurður trésmíðameist. arar á Akranesi, Kristinn bóndi Vestra-Súlunesi og Vilborg hús. freyja Eystra^úlunesi, Melasvcit. Er Beinteinn var 5 ára fluttist fjölskyldan að Vestra_Súlunesi og ólst hann þar upp. Ungur að árum fór hann að heiman og stundaði ýmsa vinnu, svo sem sjóróðra frá Akranesi á vetrum, en vár gjarna við húsabyggingar á sumrum, ef hans var eigi þörf við búskap. inn. Hneigðist hugur hans snemma að smíðum, er síðar varð svo aðal ævistarf hans. Beinteinn kvæntist 9. des. 1939 Guðbjörgu dóttur Þorbjörns Jó. hannssonar og konu hans IngL bjargar Magnúsdóttur, er síðast bjuggu að Hávarðsstöðum í Leir. ársveit, en þau forugðu búi 1942 og fluttust til dóttur sinnar og tengdasonar á Akranesi, þar sem ungu lvjónin höfðu tekið sér bóL festu og hafa búið æ síðan. Börn þeirra hjóna, Beinteins og Guðbjargar, eru þrjú, tvær dætur og sonur á fermingaraldri, er enn dveljast að mestu í foreldrahúsum. Beinteinn var hinn ágætasti iðn. aðarmaður, og svo starfsamur, að segja mátti, að honum félli aldrei verk úr hendi. Ætlaði hann sér oft ekki af, sérstaklega eftir að heilsan bilaði. Var hann mjög eftir sóttur í iðn sinni, enda afkasta. maður mikill og verkhygginn, svo og sanngjarn í öllum viðskiptum. Norsku leikar- arnir farnir utan Heimsókn leikflokksins frá Det Norske Teatret í Osló, er nú nokið og fóru leikararnir utan síðastl. mánudag. Sýningar urðu alls fjórar og var húsið þéttskipað á öllum sýningunum. Leiknum var mjög vel tekið, enda er sagan um Kristínu Lavransdóttur vel þekkt hér á landi. Þjóðleikhúsið bauð leikflokkn- um til Þingvalla s.I. laugardag. — •Stanzað var á Lögbergi og rakti þjóðleikhússtjóri Guðlaugur Rósin kranz sögu staðarins, en á eftir var snæddur miðdegisverður í Valhöll í boði Þjóðleikhússins. Félag íslenzkra leikara bauð hin um norsku starfsbræðrum til Krísuvíkur á sunnudag en að sýn- ingu lokinni um kvöldið hélt Þjöð leikhúsið lokahóf fyrir hina norsku gesti í Þjóðleikhúskjallar- anum. Þessi gestaleikur hefur þegar vakið mikla athygli í Noregi og hafa margar mérkilegar greinar birtist í Oslóblöðunum undanfarna daga um heimsóknina til íslands. Heimilisfaðir var Beinteinn slíkur, að eigi verður á betra kosið. Voru þau hjön samhent, svo sem bezt mátti verða, að búa börnum sín^m hlýlegt og fagurt heimili. Þar var einnig vimtm þeirra gott að koma og dvelja við gestrisni og glað. værð. Það er alltaf mikill skaði, er dugandi ágætismenn eru burt kvaddir á míðjum starfsdegi, og fyrir eigin konu og börn, verður það skarð aldrei fyllt. En minn. ingin um góðan dreng yljar og ber birtu fram á veginn, þó að leiðir skilji um sinn. G. B. I landi sfrápilsanna pramnalQ af 7. siðu; tvö hundruð manns dáin úr hungri og sagt er að þeir hafi verið jafð. settir á næturþeli án yfirsöngs. Liknarstofnanir í Bandaríkjumim senda matargjafir til sumra lánfls. hluta, en jafnvelþegar matvæíin eru komin til landsins, þá er mikl- um erfiðleikum bundið að úthluta þeim vegna skorts á samgöngutækj um og vegum og vegna erfiðlelk. anna á að úthluta matvælunum réttiátlega. Við þessi skilyrði er erf'itt að gera sé grein fyrir hv'er muni vcrða framtíð Haiti, þar sem örbirgðin blasir við þúsundunum- Aðal tekjulind Haiti er ferða- mannastraumurinn. Þtátt fyrir vegalcysið innanlands héfur Ha'iti margt, sem laðar ferðamenn — hið framandlega umhverfi, híB fagra borgarstæði Portau-JPrince þar sem glæsileg gistihús ög einka. bústaðir liggja í svölum fjallshlíð- unurn fyrir ofan höfnina. Þreyttir •stórborgarbúar NorðurAmeríku virðast finna hvíld og skemmtun í þessu ólíka og frumstæða um_ liverfi. Því miður hefur hið óró- lega stjórnmálaastand, sem virðist jaðra við byltingu, orðið til þess að ferðamannastraumurinn hefur því sem næst þorrið, svo að nú standa hin mörgu glæsilegu gistihús mfeð svignandi krásaborð því sem næst mannlaus. ; Tilsölu 1 2,8 tonn, Breiðfirðingúr, í góðu lagi. 1 2 tonna, nýr. 15 tonna, nýupþgerðul*. Skipti á bílum möguleg. : Bíla- og búvélasalait Baldursg. 8. — Sími 231S£ í. s.-í. K. S. I. Ðönsku knatspyrnumennirnir eru komnir aftur K. R. R. f%Bf*i ótland (J.B.U.) ^^^^*^*^ Leika á Laugardaisvel'inum í kvöfd kl. 8,30 e. h. Dómari: Magnús Pétursson. Línuverðir: Ragnar Magnússon og Gunnar Aðalsteinsson. Nú leikur K.R. óstyrkt mót Dönum. — Komið og sjáið spennandi leikí Verð: Stúkusæti: kr. 35. Stæði: kf. 20. Börn: kr. 5. MÓTTÖKUNEFND.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.