Tíminn - 22.07.1959, Page 6

Tíminn - 22.07.1959, Page 6
s T f M I N N, miðvikudaginn 22. júli 1059. Uli Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 305 og 18 306 (skrifst., ritstjórnin og blaðamenn). Auglýsingasími 19 523. - Afgreiðslan 12 323 Prentsm. Edda hf. Sími eftir kl. 18: 13 948 Blekkingin mikla í FORYSTUGREIN Mbl. í gær, er rætt um aukaþingið, sem hóf störf sín í gær, og lögð á það megináherzla, að kjörd.æmamálið verði höfuð- verkefni þingsins. í Reykja- víkurbréfi Mbl. var enn lengra gengið, því að þar var svo komizt að orði, að óeðli- legt væri, að þingið tæki fyr ir önnur mál en kjördæma- málið, þar sem kosningarnar hefðu snúizt um_ það mál fyrst og fremst. Hjá því getur varla far- ið, að margir þeirra kjós- enda, sem kusu Sjálfstæðis- flokkinn 28. júní síðastl., verði nokkuð mikið forviða, þegar þeir lesa þessi ummæli Mbl. Svo gersamlega stinga þau í stúf við það, er for- kólfar flokksins sögðu fyrir kosningarnar. ÞAÐ var höfuðuppistað- an í áróðri íhaldsforingjanna fyrir kosningarnar að kjósa ætti um flest mál önnur en kjördæmamálið og þó fyrst og fremst um herópið: Aldrei aftur vinstri stjórn. Á þennan og annan hátt, var reynt að draga athygli manna frá því, að kosning- arnar snerust um kjördæma málið fyrst og fremst, eins og stjórnarskráin mælti þó fyrir. Þegar Tíminn birti þau ákvæði stjórnarskrárinnar, er fjalla um þetta atriði, brást Mbl. hið versta við og rak upp mikið óp um það, að Timinn gerði þetta til að komast hjá því, að kosið væri um verk vinstri stjórnarinn ar, sem kosningarnar ættu þó að snúast um fyrst og fremst. Menn geta leitað með log- andi ljósi á síðum Mbl. frá þeim tíma, sem kosningabar áttan stóð yfir, og þeir munu ekki finna þar nein ummæli um það, að næsta þing eigi aðeins að fjalla um kjör- dæmamálið og því eigi kosn ingarnar að snúast um það. Menn munu hins vegar finna fjölda ummæla um, að kosn ingarnar eigi frekar að snú- ast um flest annað en kjör- dæmamálið. NU er hins vegar komið annað hljóð í strokkinn í Mbl. Nú á þingið eingöngu að fjalla um kjördæmamál- ið. Nú eiga kosningarnar að hafa snúizt um kjördæma- málið fyrst og fremst. Nú er talið, að allir þeir kjósendur, sem kusu þríflokkanna 28. júní, hafi gert það til að lýsa yfir fylgi sínu við kjör- dæmabyltinguna, enda þótt þeir gerðu það vegna þess áróðurs aö kjósa ætti um önn ur mál miklu fremur, eins og t.d. afstöðuna til vinstri stjórnarinnar. Allir þeir kjósendur, sem voru andvígir kjördæmabyltingunni, en kusu samt þríflokkana vegna framangreinds áróðurs, fá nú að sjá svart á hvítu, hve herfilega þeir hafa verið blekktir. Nú er talið, að þeir hafi verið aö lýsa stuðningi við kjördæmabyltinguna, er þeir kusu þríflokkanna vegna þess áróðurs, að kjósa ætti um allt önnur mál. EF kjördæmabyltingin verður knúin fram á þessu þingi, gerist það eingöngu vegna þess, að þriflokkunum — og þó Sjálfstæðisflokkn- um fyrst og fremst — tókst í kosningunum 28. júní að blekkja kjósendur með þeim áróðri að kjósa ætti miklu fremur um önnur mál en kjördæmamálið. Það verður í skjóli þeirrar stórfelldu blekkingar, sem kjördæma- byltingin hefst fram, ef þrí- flokkarnir láta sér ekki segjast, þrátt fyrir þá miklu andstöðu, er hún hefur mætt. Fyrir kj ósendur hlýtur þetta að verða mjög lær- dómsríkt um vinnubrögð þrí flokkanna og þó Sjálfstæðis flokksins fyrst og fremst. — Þeir hafa hér glöggt dæmi um þá stórkostlegu blekk- ingastarfsemi, sem sá flokk- ur rekur fyrir kosningar, og hvernig hann snýr svo alger lega við blaöinu eftir þær. Það mun áreiðanlega verða þeim til aðvörunar um að treysta ekki loforðum hans og málflutningi of vel, þeg- ar hann fer aftur á stúfana fyrir næstu kosningar. Og ekki ættu andstæðingar kjör dæmabyltingarinnar að verða fúsari til stuðnings við þríflokkanna eftir en áður, þar sem henni hefur þá verið hrundið fram í skjóli einhvers mesta blekkinga- starfs, er íslenzk saga þekk- ir. AukaJnngiS og Hér í blaðinu var því haldið fram fyrir kosningarnar, að þær ættu samkvæmt fyrir- anælum stjórnarskrárinnar að snúast um kjördæmamálið fyrst og fremst, og störf næsta þings hlýtur því að snúast um það öðrum mál- um fremur. En þótt aukaþingið eigi einkum að fjalla um kjör- dæmamálið, hlýtur það einn- ig að sinna öðrum aðkallandi málum. Þar kemur land- helgismálið í fyrstu röð. AI- þingi, sem er nýkjörið, verð- landhelgistnáiiS ur að gera grein fyrir af- stöðu sinni til þess máls. Það verður að árétta, að stefnan í því máli sé óbreytt. Það verður að gera sitt til þess að kveða niður þann á- róður í erlendum blöðum, að íslendingar geti hugsað sér eitthvert undanhald í land- helgisdeilunni. Á seinasta þingi náðist al- gert samkomulag milli flokk anna um yfirlýsingu í land- helgisdeilunni. Vonandi verð ur sú raunin ennig á þessu þingi. VÍÐSJÁ: ... 111111111111111111 ■ 11 ii 11111111111 ■ 111111111111111 ■■ 11111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111,1111111111 m 1111111* Japanar rétta ilr kútnum Japanskra vara gætir æ meira á markafönum — einkum í Evrópii | EFNAHAGSSÓKN Japana á | heimsmarkaðinum hefur löng- 1 um verið öðrum iðnaðarþjóðum = þyrnir í augum. Eihmitt um I þessar mundir eru Japanar að | lyfta grettistökum á þessum 1 vettvangi, þrátt fyrir harða sam | keppni frá hinu kommúnistíska | Kína á markaðinum í Suðaust- | ur-Asíu. 1 Stefna Japana fyrir styrjöld- | ina gagnvart Asíu mótaðist af = hinni ríku þörf landsins fyrir H hráefni og samsvarandi þörf fyr 1 ir örugga markaði fyrir iðnað- | arvörur á meginlandinu. Með I heimsvaldastefnu sinni heppn- | aðist Japönum sem kunnugt er, 1 að ná stórum landsvæðum und- | ir vald si-tt og innlima heil ríki 1 í efnahagskerfi sitt, meðal ann- i ars Mansjúríu. ALLT ÞETTA gekk þeim úr 1 greipum við ósigurinn 1945 og i Japan var takmarkað við eyj- 1 arnar, hið eiginlega Japan. Á 1 Bandungráðstefnunni 1955 | iögðu þeir fram tillögur sínar | um sameiginlega efnahags- | stefnu fyrir hin vanþróuðu lönd | Asíu. Lögðu þeir til að sameig- i inleg fjárfesting þessara ríkja | gengi í gegnum aðalbanka í 1 Tokíó, japanskii- tæknifræðing- | ar og vísindamenn yrðu sendir | til þessara landa, og buðu auk | þess fram tilboð um japönsk | lán. Heimsvaldastefna þeirra | var þá mönnum enn fersk í | minni og tillögur þeirra hlutu = ekki byr á ráðstefnunni. Síðan | hafa þeir aukið og endurbætt | þessar tillögur sínar og tekið 5 upp fordæmi Evrópuþjóða og | stungið upp á sameiginlegum | markaði Ásíu, með Japan sem | efnahagssterkasta rikið, líkt og = Þýzkaland á hinum sameigin- i lega markaði Evrópu. i Á síðustu árum hafa Japanar 1 einnig veitt fjölda ríkja Suð- | austur-Asíu efnahags aðstoð, en | með því hyggjast Japanar ætla | að tryggja iðnaðarvörum sínum I markaði og öðlast að nýju fót- | festu á meginlandi Asíu. MARGAR ÁSTÆÐUR liggja i að þessari stefnu Japana. Þeir | eru mjög háðir utanríkisverzl- = un og útflutníngi iðnaðarvara. i Þeir verða að kaupa hráefni i sín inn í stórum stíl. Aðallega í ílytja þeir inn frá_ Bandaríkj- | unum, Kanada, Ástralíu og | Vestur-Þýzkalandi eða löndum I með stöðugan gj-aldeyri og hátt | verðlag, en útflutningsvörur i Japana fara til landa með óstöð- 111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 ugan gjaldeyri og lægra verð- lag. Það er því ekki að undra, þótt Japanar vilji veita hinum vanþróuðu löndum lækni og efnahagsaðstoð í því augnamiði að sjálfsögðu að afla sér ódýr- ari hráefna. SAMHLIÐA ÞESSU reyna Japar.ar að auka útflutning iðn- aðarvara til annarra hluta heims, t. d. Evrópu, og hinnar japönsku samkeppni hefur orð ið vart á flestum sviðum allt frá leikföngum til hafskipa. Menn ásaka Japana fyrir „dump ing“, þ. e. að selja útflutnings- vörur sínar undir kostnaðar- verði, en það sést strax að er rangt, ef borið er saman verð þessara vara á innanlandsmark- aðinum í Japan og verð þeirra á markaðinum í Evrópu. Þeim verður einkum vel ágengt með eftirlíkingar sínar á evrópskum og amerískum vörum, því að þar hafa þeir upp á að hlaupa hin lágu laun og framleiðslu- kostnað í Japan. Japönskum iðnaði hefur fleygt fram eftir styrjöldina, og aukning þjóðarframleiðslunnar hefur orðið ótrúlega ör. Aukn- ing á þjóðarframleiðslu Japana hefur stigið úr vísitölu 100 árið 1950 í vísitölu 228 árið 1956. Á sama tíma kcmst Vestur- Þýzkaland í 199 stig, og hefur framþróun Vestur-Þjóðverja þó þótt saga til næsta bæjar, svo menn skilja gjörla hve Japanar hafa tekið hraustlega á. EN JAPANAR EIGA skæða keppinauta í Suðaustur-Asíu. Kína hefur stöðugt verið að Kishi, forsætisráðherra Japans. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuioiiimi vinna á í samkeppninni um = markaðinn í Ásíu, Einkum hafa | Japanar farið halloka fyrir Kín- | verjum um verzlun vefnaðar- | vara, en Kínverjar búa sig und- | ir nýja sókn með vélar og önn- § ur framleiðslutæki. I Japanar horfast því í augu = við geysilega erfiðleika á næstu = árum. | ÞETA HEFUR HAFT sín á- I hrif á stjórnmálin í Japan. Ekki I hefur verið unnt að ná sam- = komulagi við Kínverja, því að i þeir setja ákveðnar pólitískar = kröfur fram um hlutleysi Jap- | ans ef af samstarfi á að verða. = Evrópuríkin hafa hvatt Japana f til að hækka vinnulaun verka- | manna og auka þannig kaup- i getu almenning og þar af leið- | ■andi innanlandsmarkaðinn, en 3 hin íhaldssömu öfl landsins | hafa skellt við því skollaeyrum. | Verkalýðssamtökin eru hins 1 vegar vinveitt kommúnistum a og heimta hærri laun og betri | kjör, uppsögn varnarsamnings- | ins við Bandaríkin og samstarf 1 og samband við Kína. i AF ÞESSU SEM HÉR hefur í verið sagt um þróun mála og | ástand í Japan, verður mönnum i ljóst, að Japanar eiga við örlaga = þrungna erfiðleika að etja ekki 1 síður á pólitíska sviðinu en | hinu efnahagslega. Aðstaða | þeirra er erfið, en hagur þeirra | mun líklega samt fara vaénk- i andi, ef ríkjandi ástand helzt, | enda eiga þeir góða möguleika | á mörkuðum utan Asíu. En | hvernig sem þróunin verður í = Japan á komandi árum, er 1 nokkurn veginn óhætt að full- | yrða, að Japan muni aldrei f verða aftur hið sterka forystu- f ríki Asíu eins og það var fyrir f styrjöldina. i GREIN ÞESSI er lauslega i endursögð úr Politiken og skrif- 1 ar hana hinn kunni blaðamað- | ur John Danstrup. Greinin er f athyglisverð fyrir margra hluta f sakir, og sýnir okkur ljóslega, i hve þau ríki, sem byggja af- = komu sína á útflutningsverzlun, f eru háð mörkuðum sínum, f verða að gæta þeirra vel, og f hafa úti aliar klær til að afla i sér nýrra. íslendingar eru einn- = ig mjög háðir erlendum mörk- f uðum, og hafa ef til vill ekki f gætt þeirra sem skyldi, eða f lagt nógu ríka áherzlu á að i vinna sér nýrra og traustra f markaða. i Sinfóníuhljómsveitin komin heim Tónleikaför Sinfóníuhljómsveit'- ar íslands um Norður- og Austur land lauk með tónleikum í sam- komuskálanm í Vémörk í Egils- staðaskógi föstudagskvöldið 17. júií. Fyrr um daginn hafði hljónt sveitin leikið fyrir heimamenn á Eiðum og fólk úr nágrenninu í þakklætisskyni fyrir þá velvild Þórarins Þórarinssonar iskóla- stjóra að skjóta skjólshúsi yfir hljómsveitarmenn, meðan þeir dvöldust á Austurlandi. Tónleik- ana á Eiðum.sóttu allir á istaðn- um svo og fólk af flestum bæjum í Eiðaþinghá, alls á annað hundr- að rnanns, og voru þeir þó haldnir á miðjum virkum degi og í brak- andi þerri. Ármann Ilalldrósson, kennari flulti hljómsveitinni þakk ir áheyrenda og árnaði henni farar heilla. — Tónleikarnir í Egilsstaða skógi voru einnig mjög vel sóttir, og voru meðal áheyrenda allmarg ir, sem einnig höfðu sótt tónleik- ana að Eiðum fyrr ttm daginn. — Undirtektir voru á báðum stöðum ágætar. Að loknum tónleikunum í Egilsstaaðskógi bauð Sveinn Jóns ! son bóndi á Egilsstöðum öllum j hijómsveitarmönnum til kaffi- drykkju, en síðan var flogið til |Reykjavíkur um nóttina. Þriðjudaginn 14. júií voru tón leikar haldnir í barnaskólanum í Neskaupstað. Þeir voru fjölsóttir, þrátt fyrir mikið annríki við síldar og fiskvinnslu, og undirtektir frá- bærar. Bjarni Þórðarson bæjar- stjóri ávarpaði hijómsveitarmenn í lok tónleikanna og framkvæmda stjóri hljómsveitarinnar þakkaði , með nokkrum orðum sérlega rausn ; arlegar móttökur. Menningarnefnd . Neskaupstaðar bauð hljómsveitar ] : mönnum til kvöldverðar, áður en tónlcikarnir voru haldnir, og bauð Jón Karlsson, varaformaður nefnd arinnar, gestina velkomna, og að tóleikunum loknum þágu þeir kaffi, áður en ekið var að Eiðum til gistingar. j Næsta dag voru tónleikar í sam komuhúsinu Herðubreið á Seyðis- firði. Að þeim loknum bauð bæjarstjórn Seyðisfjarðar til kaffi drykkju og fluttu þar ávörp Gunn þór Björnsson bæjarstjóri og Steinn Stefánsson skólastjóri. — 'Fimmtudaginn 16. júlí voru tón- leikar í Félagslundi á Reyðarfirði kl. 7 um kvöldið og í Valhöll á 'Eskifirði kl. 10. — í lok tónleik- anna á Eskifirði flutti Kristján Ingólfsson skóla.stjóri ávarp, og síðan þágu hljómsveitarmenn kaffiboð Tónlistarfélags Eskifjarð ar. Allir þessir tónleikar voru vel sóttir, nema tónleikarnir á Reyðar firði, sem voru á mjög óheppileg- um tíma, og undirtektir áheyrenda undantekningarlaust ágætar. Þetta er önnur meiri háttítf tón leikaför Sinfóniuhljómsveitarinn- ■ar til Norður- og Austurlands. — Hin fyrri var farin sumarið 1957, og voru þá heimsóttir margir sömu staðir og nú. Viðíist hvar var að* sókn meiri nú en þá, nema sér- stakar atvinnuástæður hömluðu, og munu fáir, sem sóttu tónleik- ana í fyrra skiptið, hafa setið sig úr færi H5 hlýða einnig á hina fFranihald á h mðu),

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.