Tíminn - 29.07.1959, Blaðsíða 6

Tíminn - 29.07.1959, Blaðsíða 6
5 TÍMINN, miðvikudaginn 29. júlí 195» Útgefandl: FRAMSÖKNARFLOKKURINK Ritstjóri: Þórarinn Þórarinssón. Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargðtn Símar: 18 300,18 301, 18 302, 18 303, 18 305 og 18 306 (skrifst., ritstjómin og blaðamenn). Auglýsingasími 19 523. - Afgreiðslan 12 32S Prentsm. Edda hf. Sími eftir kl. 18: 13 94S ---, Því má þjóðarviljiim ekki koma í ljós? VINNUBRÖGÐ þriflokk- anna i sambandi við með- fer'ð kjördæmamálsins í þing inu er naésta óviðkunnanleg það sem af er. Við 1. umr. málsins í neðri deild fylgdi forsætisráðherra því úr hlaði með nokkurn veginn eins fá- um og fátæklegum oröum og unnt var að komast af með. Aðrir Alþýðufl.menn létu ekkert í sér heyra. Enginn Sjálfstæðismaður sagði nokk urt orð. Augljóst er, að eng- inn þeirra dirfist að brjóta hina frægu dagskipun Bjarna Ben.: Talið ekki, rétt ið bara upp puttana. Þetta eru góð börn og hlíðin. Heita má þannig að grafarþögn hafi ríkt um málið í gervöll- um stjórnarherbúðunum á þingi. Einn var þó sá maður, sem til máls tók af kjördæma- byltingarliðinu .Það var Ein- ar Olgeirsson. Þykir bersýni- legt, að Einar hafi nú tekiö að sér það hlutverk, sem Bjarni Ben. hefur annars aðallega haft á hendi: að vera málsvari stjórnarliðsins á þingi. Er sú hlutverkaskipt ing raunar í fullu samræmi við þá stefnu, sem forseta- kjörið boðaði fyrsta dag þíngsins. Þríflokkarnir virðast þann ig ákveðnir í að forðast um- ræður um málið. Stefna þeirra er að reka það gegn- um þingið þegjandi og hljóða laust. Virðast þau vinnu- brögð fljótt á litið gegna nokkurri furðu. Málið er án alls efa eitt hið örlagarík- asta og þýðingarmesta, sem legið hefur fyrir Alþingi um fjölda ára. Eðlilegt væri því að menh legðu sig fram við að ræðá það og rannsaka frá öllum hliðum. En sé betur að gáð, þarf þó engum að koma á óvart þögn þríflokk- anna. Þeim er ljóst, að málið er illt og óvinsælt. Það hef- ur verið svikið inn á þjóð- ina .Þelr skilja, að þögnin hæfir málstað þeirra bezt. AFSTAÐA Framsóknar- manna til afgreiðslu máls- ins er skýr og ótvíræð. Þeir telja að skylt sé að leita eftir samkomulagslausn. Rökin fyr ir því eru glögg. Stjórnarskrá in mælir svo fyrir, að engin stjórnarskrárbreyting öðlist gildi nema því aðeins að hún sé samþykkt á tveimur þing- um með kosningum á milli. Tilgangurinn með svo vand- aðri málsmeöferð er vitan- lega sá, aö koma í veg fyrir að breytingum á grundvallar lögum þjóðfélagsins sé flaustrað af, og að tryggja, að engin slík breyting nái fram að ganga, nema því að- eins að hún sé í samræmi við vilja meiri hluta þjóðarinn- ar. Nú er jafnan hætt við því, að í almennum kosningum vilji við brenna að ýmsum málum óskyldum stjórnar- skrárbreytingunni sé bland- að inn í kosningabaráttuna og þannig komið í veg fyrir að úrslit kosninganna sýni hreiná og ótvíræða afstöðu þjóðarinriar til höfuð máls- ins. Af þessum sökum beittu Framsóknarmenn sér fyrir því á síðasta þingi, að sett yrði inn í kjördæmafrum- varpið ákvæði, sem tryggði það, að fram færi um málið sérstök atkvæðagreiðsla. — Þessu var hafnað af þríflokk unum án þess að nokkur frambærileg rök væru fyrir þeirri synjun færð. Hin raun verulega ástæða, sem ekki nátti nefna, var sú, að þeir vissu að málið var mjög ó- vinsæít með mönnum úr öll um flokkum og óttuðust, að ef um það fengist sér at- kvæðagreiðsla þá yrði það fellt. KOSNIN GAB ARÁTTAN sannaði þetta greinilega. Um ekkert var minna talað af frambjóöendum þríflokk- anna en einmitt kjördæma- málið — höfuðmál kosning- anna. Um öll önnur mál töldu þeir að fremur væri kosið en það. Svo langt var jafnvel gengið af sumum þeirra í því að óvirða stjórnarskrána og kjósendur um leið, að segja deilur um þetta mál þýðing- arlausar, meiri hluti þings hefði ákveðið að málið skyldi ná.fram að ganga og því yrði ekki breytt. Afleiðing þessa skefjalausa og falska áróðurs var vitanlega sú sem til var ætlazt: þríflokkunum heppn aðist að koma í veg fyrir að málið yrði stöðvað í kosn- ingunum. Nú kveður aftur á móti við annan tón en fyrir kosn- ingarnar. Mennirnir, sem sögðu kjósendum þá, að ekki ætti að kjósa um kjördæma málið heldur vinstri stjórn- ina, landhelgina og „afrek“ ríkisstjórnarinnar o.s.frv. — þeir ljúka nú upp einum munrii um það, að ekki hafi verið kosið um neitt nema kjördæmamálið. Mun slíkur málflutningur vera algjört met í falsi og blekkingum. Af þessum sökum er það sem Framsóknarmenn telja flokknum nú skylt að leita samkomulags um málið og taka það allt til athugunar á ný. Fáist hins vegar engin málamiðlun þá er það eitt sæmilegt að kjósendum verði gefinn kostur á að láta álit sitt í ljós á málinu einu sér, svo sem til er ætlazt sam- kvæmt anda og tilgangi stjórnarskrárinnar. Verði hvorug þessi leið farin þá eru það bein svik við kjósendur. Gunnar Leistikov skrifar frá New York: Hvers vegna ekki saman í leika hvítir og svartir hljómsveitum vestra? Geta hvítir menn ekki spilað jazz til jafns við svertingja? ÞÉR HAFIÐ sennilega aldrei hugsað um það, en ef þér hafið haft tækifæri til að sjá ameríska hljómsveit að starfi, annað hvort á kvikmynd, eða í heimsókn í Ameríku, mynduð þér hafa séð lithreina hljómsveit. Hafi hún leikið Bach eða Beethoven, mun hún hafa verið skipuð hvítum mönn um, hafi hún leikið jazz, hafa meðlimir hennar sennilega verið svartir. Möguleikarnir fyrir því, að þér hafið séð hvíta og svarta spila saman í einni hljómsveit, eru hverf- andi. Engu máli skiptir, hvort það hefur verið í New York, sem er fremur helypidómalaus um litarhátt, eða í Suðurríkj- unum. Er þetta nú ekki fremur furðulegt, með tilliti til þeirr- ar framþróunar, sem orðið hef- ur á sambandi kynþáttanna á síðustu áratugum. Meðal lista- manna eru bað venjulega hæfi leikar annars listamanns, sem áhuga vekja, ekki litarháttur. • Hvers vegna geta þá hvitir og ’ svartir ekki spilað saman? Eng inn skyldi halda, að annar kyn- þátturinn væri hinum fremri í hljómlist. EF RÆTT er við hvítan hljómlistarmann um vanda- málið, svarar hann alltaf um hæl: „Þér megið alls ekki • halda, að ég hafi neitt á móti því að spila með svörtum, ef •hann kann sitt fag.“ Það er áreiðanlega ekki vegna fordóma hvítra músík- manna, að það er svo sjald- gæft að sjá t. d. svertingj.a spila í sinfóníuhljómsveit. Þar kemur margt til greina, sem er þess virði að litið sé nánar á það. Þar sést glöggt dæmi þess, hve kynþáttavandamálið er orðið margslungið, og hve rangt það er að ætla, að allt þetta sé aðeins hleypidómar. Sé sá hvíti enn spurður, hví þá sé svo sjaldgæft að sjá „blandaða" hljómsveit, skell- ir hann skuldinni á hljómsveit- arstjórana: „Þeir vilja ekki gefa surti tækifæri. Þeir vilja heldur hafa lélegan hvítan en svartan snilling.“ HLJ ÓMS VEITARSTJ ÓR- ARNIR neita ekki svona ásök- unum. En þeir hafa svar á reið um höndum: „Það er ekki af því að við höfum neitt á móti svertingj- um. En við neyðumst til að halda hljómsveitunum aðskild- um, hvítum sér og svörtum sér. Gleymið því ekki, að við er- um verzlunarmenn, en ekki á- róðursmenn í þjóðfélagi. Við förum eftir því, sem, eftir- spurnin er, og það er lithrein- ar hljómsveitir. í Suðurríkjun um t.d. væri annað fyrirfram dauðadæmt. Og bæði hér í New York og eins í Chicago búa margir frá Suðurríkjunum, •sem myndu taka það illa upp, ef þeir sæju svarta á sviði með hvítum. Vio viljum helzt vera lausir við uppþot, meðan við leikum Bach fyrir fullu húsi.“ , Það gefur auga leið. Hitt er aftur vafamál, hvort slík rök-: semdafærsla er rétt. Það er ekkert sem mælir með því, að Suðurríkjafólk, sem býr í Norðurríkjunum og dags dag- lega situr við hlið negra í járnbrautum og strætisvögn-1 um, já, og jafnvel í hljómleika sölum, rjúki skyndilega upp meðan þeir hlýða á kantötu eða sinfóníu, bara við það að sjá einn eða tvo svarta i hljóm- ( sveilinni. Þeim líkar það ef til j vill ekki, og hínir ofstækis- Blökkumaðurinn — hefur Ieikið sig inn í hjörtu hvítra sem svartra fyllstu mættu kannske ekki. En uppþot? Sennil.ega eru þetta hleypidómar hjá hljóm- sveitarstjórunum, þegar allt •kemur til alls, öllu fremur viðskiptahleypidómar en kyn- þáttahatur. Það er alkunna með viðskiptamenn í öllum greinum, að þeir eru ragir við að revna nýtt, sem ef til vill gæti komið illa við hluta af viðskiptamönnum þeirra. URBAN LEAGUE of New York, stofnun til höfuðs kyn- þáttahatrmu, gaf síðast liðinn vetur út lista yfir allar stærri hljómsveitir New York. Þar kom fram, að fáeinar hljóm- sveitir, sem höfðu þjálfað sig í sígildri músík, höfðu annað hvort svertingja á trommum eða alls engan. Skýrsla þessi vakti mikla eftirtekt, og hafði meðal annars þau áhrif, að margir svartir hljómlistarmenn voru teknir í lausar stöður í ýmsar hljómsveitir borgarinn- ar, — án þess að til kæmi uppistand af neinu tagi. ALLT ANNAR hljómur er í streng svertingjanna. Margir vel gefnir negrar kvarta undan því, að þeir fái alltof sjaldan tækifæri til að sýna hvað í þeim býr, og þekki alltof fáa af hinum hvítu stéttarbræðr- um sínum. En það er fullt eins mikið húsnæðismálum að kenna sem kynþáttavandamálum — og þó óbein afleiðing af kynþáttafor- dómum. Meirihluti svertingja í Norð- urríkjunum býr ennþá í negra- hverfum, oft við ill kjör. Ann-, ars staðar í borginni eiga þeir j erfitt með að ná fótfestu, því i jafnskjótt og húseigendurnir j leigja lituðúm hús eða íbúð, | flytur hvíta fólkið úr hverf- • inu brott í skyndi. og borgar- hlutinn breytist fljótlega í negrahverfi. Það er ekki eingöngu vegna kynþáttahaturs, sem hvítir i vilja ekki búa í bland við svarta. Mikill meirihluti svert- ingja er úr lægri stéttum, og vegna einangrunar þeirra í fjöl býlumj svertijigjahverfum um margar kynslóðir er umgengnis menning þeirra á snöggtum lægra stigi en hvítra. Hvítum fellur það ekki alls kostar, að sjá nýja nágrannann á hæðinni fyrir ofan senda sorp sitt nið- ur „með loftpósti“ og skreyta veggi og ganga með klámmynd um og klúryrðum. Svipað gerist með húsnæði á vegum hins opinbera. í orði standa ný hverfi á vegum ríkis og bæja öllum opin, án tillits til litar, því stjórnarvöld Norð- urríkjanna leitast við að vera ekki hlutdræg í kynþáttavanda málunum. Raunin verður sú, að hvítir neita að koma í þessi hverfi, sem þannig verða svert ingjahverfi á skömmum tíma. Á þennan hátt fá svartir að vísu betri húsnæðiskjör, en kynþáttaaðskilnaðurinn er jafn. Og í Ameríku umgengst fólk mest — einfaldlega vegna mik illa fjarlægða — nágranna sína, afleiðingin verður sú, að kynþættirnir verða einnig að- skildir í samkvæmislífinu, jafn vel í þem hópum sem ekkert hafa við það að athuga, að um- gangast fólk með öðrum húð- lit en það sjálft. Þetta á við hljómlistarmenn sem aðra. ÞEGAR VANDAMALIÐ er rætt við hvíta hljómlistarmenn, heyrist fyrr eða síðar, hálfu leyti sem vörn og hálfu leyti seni útskýring: „Já, en gleymdu því ekki, að negrarn- ir hafa sinn jazz.“ Þetta kann að virðast ein- kennileg staðhæfing í evrópsk- um eyrum, en meira felst í þessu en margur skyldi trúa. Svo sem sígild músík virð- ist vera fasttengd við hvíta, er jazzinn í Ameríku álitinn eign svertingja. Að vísu eru til ein- staka hvítar jazzhljómsveitir, en þær eiga erfrtt með að halda uppi samkeppni við hin- ar svörtu, hverra hljómllst er framar metin jafnt af hvítum sem svörtum. Það er fast að því jafn erfitt að finna jazz- hljómsveit með hvítum með- lim sem klassíska með svört- um. Og að sínu leyti er það eðlilegt. Margir negrar hata hvíta vegna ofsóknar, sem þeir verða fyrir af hvítum ofstækis- mönnum, og vilja helzt ekki neitt hafa við hvíta saman að sælda, nema nauðsyn komi til. En einnig meðal svartra gildir reglan, að hæfileikum lista- manns er sýndur meiri áhugi en húðlitur. Þess vegna spurði ég eilt sinn þekktan jazzhljómsveitar- stjóra svartan, hvers vegna svo sjaldan sæist hvítur maður í jazzhljómsveit? Svarið kom mér á óvart: „Sýndu mér hvít- an mann, sem getur spilað jazz, og ég skal ráða hann á stundinni!" ÞETTA var ekki kynþálta- hroki. Einfaldlega látin í ljós sannfæring, seni' glöggt finnst hjá mörgum negrahljómlistar- mönnum, og sem alls ekki er neitt undarleg, þegar huganum er hvarflað til uppruna þessar- ar hljómlistartjáningar. Jazz- inn kom fram í negrahverfum New Orleans á síðasta áratug 19. aldar, einmitt þegar kyn- þáttahatrið í Suðurríkjunum var sem sterkast og mest. Blandin trúarlegum markmið- um um frelsi nær þetta allt til ekrusöngva þrælatímanna, sem gáfu þrælunum útrás fyrir til- finningar þeirra, með eins kon- (Framhald á 9. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.