Tíminn - 20.08.1959, Síða 9
T í MIN N, fimmtudag'hm 20. ágúst 1959.
9
ROBERTS RINEHART;
JJuqröh!?
h iúhruncu'Lona
56.
— Nú kemur það til at-
hugunar, hélt hann áfram.
— Júlía játaði heilmikið í
skjali sínu, en ekki allt sem
hún vissi. Hún hafði séð þetta
blað. Hún komst yfir það um
nóttina, og fékk Maríu það til
varðveizlu. Hvorki Hugo né
aðrir áttu að vita um það.
— Eg held, að þar sem hún
lá vakandi í rúmi sínu um nótt
ina hafi hún skyndilega
minnzt blaðsins á borðinu og
fallið í freistni. Mv.ría hefur
sennilega verið búin að segja
henni frá líftryggingu Her
berts, María hefur þann eig
inleika að vita ýmislegt sem
hún á ekki að vita. Júlía hefur
háð styrjöld við sinn betri
mann og tapað. Þegar allt kom
til alls var hún fátæk, en
tryggingafélögin rík. Og hún
gat ekki lífgað Herbert við.
.— Ekki trúi ég því. Eg á erf
itt með að ímynda mér hana
gera slikt. Henni hefði aldr-ei
úottið í hug' að hagnast á
dauða frænda síns.
— Eigi að síður er þetta það
sem hún gerði.
— Var þetta þá sjálfsmorö
eftir allt?
— Hver talar um sjálfs-
morð? Eg er aöeins að segja,
að hvað svo sem hún hugsaöi
síðar meir, hélt hún um nótt
ina að hann hefði framiö
sjálfsmorð. En það var ekki
fyrr en við förum að vinna að
þessu máli, sem henni datt
annar möguleiki í hug. Hún
hafði séð flótta Elliots og
þekkt hann. Það hvarflaði
ekki að henni, að sá piltur
gæti hafa framið morð. Þú
þekkir gamla hugsunarhátt-
inn, hún þekkti fólkið hans.
Hann og Paula höfðu verið
mikið saman. Þar með var ó-
hugsandi, frá hennar bæjar-
úyrum séð ,að hann væri morð
irigi.
— Hún hélt þó um síðir að
það væri morð, sagði ég ekki
laus við biturleika.
— Já, svo sananrlega. Það
gerðir þú líka. Og ég. Jæja,
ekki gengur þetta. Eg verö að
fara. Hann leit á úrið.
— Við skulum líta á hina
hliö málsins. Nú benda allar
líkur á Charlie Elliot sem
morðingja, svo sterkar, aö
hann veröur ákærður, ef ekk
ert kemur nýtt fram. Elliot
var afbrýðisamur. Hann hafði
veitt stúlkunni eftirför og vissi
að hún hafði verið hjá Her
bert. Þaö er leitt, því Herbert
var hálfgerður auðnuleysingi.
Já, það virðist liggja hvað
beinast fyrir, að Elliot hafi
myrt Wynne. Hér kemur til
styrktar saga stúlkunnar um
að Herbert hafi verið ofsóttur
og orðið að bera byssu. Það
fellur alveg saman. En þá
er hlaupið yfir eitt eða tvennt,
t. d. blaðið. Það er lítt senni
legt, þótt svo að Elliot hafi nú
skotið Herbert, að hann hafi
skotið hann gegnum blaö. Og
hvers vegna var blaöið viku
gamalt?
— Þú meinar, að morðiö
hafi verið ákveðið með fyr
irvára?
— Hárrétt. Einmitt það sem
ég meina. Þú lézt einhver orð
falla um það á dögunum, að
hægt væri að láta morð iíta
út sem sjálfsmorð. Eina svar
ið viö þessu blaði er það, að
morðinginn hafi ætlað að láta
svo líta út, sem um sjálfsmorð
væri að ræða.
En einn hlekkur í þeirri
áætlanakeðju brast. María
náði blaðinu og faldi það. Ef
þig langar til að vita það, faldi
hún það undir sultukrukkum
niðri í kjallara.
Eg leit á hann með augum
sem hljóta að hafa verið sokk
in djúpt inn í höfuðið.
— Var það þá Hugo eftir
allt saman?
— Það var ekki Hugo. Eg
veit það bara, að ef landiö
leggst eins og ég ætlast til,
get ég sagt þér sitt af hverju.
Og þár með fór hann burt.
Jafnvel nú, þegar allt er um
garð gengiö, á ég erfitt með
að fyrirgefa honum þaö. Hann
hefði getað gefið mér ein-
h^vrja vísbendingu. En hann
sagöi mér ekki einu sinni, að
hann hefði ákveðið að vernda
mig.
Eg býst þó við, aö honum
hafi komið það í hug, því hann
stanzaði í forstofunni um leið
og hann fór, leit á mig og síð
an á stigann fyrir aftan mig.
— Góða nótt, sagði hann.
— Vertu ekki mikið á ferli, og
hafðu byssuna með þér upp.
Svo fór hann. Þegar ég læsti
á eftir honum og skaut slag
brandi fyrir, fór um mig hroll
ur af ónotatilfinningu.
Húsið var sannarlega ógn-
þrungið þessa nótt. Það brak
aði og brast óhugnanlega í
•gömlum viðum þess, og alls
staðar var þessi þungi, jarðar
faralegi blómailmur. Forstof
an var gegnilma af honum,
hann hafði jafnvel þrengt sér
inn í bakherbergið til Maríu.
Eg tók byssuna upp með
mér, en innan skamms fannst
mér að engin byssa, hversu
stór sem vera kynni, yrði mér
aö gagni í baráttunni við
skrímsli þau og drauga, sem
virtust fylla þetta hús, draug
ar þeirra Júlíu og Herberts, og
nú einnig Hugos. Aðeins María
var ekki orðin að draugy og
hún var í fasta svefni í bak
herberginu.
Um hálfeitt leit ég til henn
ar, en þar var allt með felldu.
Þótt hún væri lifandi og efnis
leg fékk ég ónotatilfinningu
af því að sjá hana.
Kötturinn hennar lá hjá
henni, og ég tók skepnuna
til þess að fara með hana
fram. Kannske það sé hjátrú,
en mér geðjast ekki að því aö
hafa ketti neins staðar nálægt
þeim sem dánir eru.
Á stigapallinum slapp kisi
frá mér og stökk upp á
þriðju hæð. Eg var ekkert hrif
in af því að sækja hann þang
að, en geröi það þó, og kveikti
öll ljós fyrst. Á leiðinni upp
kallaði ég án afláts á köttinn,
til þess að tala kjark í sjálfa
mig.
— Tommi, komdu greyiö,
Tommi minn, kis, kis!
Mín eigin rödd var harla
draugaleg í þessu gamla húsi.
Svo skeði mín ógæfa ég sá
köttinn hverfa inn í herbergi
Herberts. Einhvern veginn
varð mér ónotalega við, en
kunni ekki við að hætta viö
hálfnað verk og hélt áfram.
Birtan neðan af annarri
hæð var mjög dauf, en ég lét
hana nægja og gekk yfir að
fataskápnum, með ljósið yfir
honum í huga. Skyndilega
hvarf öll skíma, ég sá ekki
handa skil. Dyrnar höfðu lok
azt hljóðlega á eftir mér!
Eg varð lömuð af skelfingu.
Eg stóð grafkyrr og var ekki
viss um, hvort einhver var í
herberginu. Ekkert heyrðist
nema hriktið í gömlu húsinu.
Svo fann ég að einhver var
að nálgast mig, hægum varkár
um skrefum. Eg opnaði munn
inn til þess að æpa, en í sama
bili fann ég krumlu læsast um
háls mér. Það var verið að
kyrkja mig, hægt en mark-
visst.
27. kafli
Ein morðtilraunin enn
Hver sem þetta var, fann
ég að hann var vel sterkur.
Eg var gersamlega hjálpar-
vana í höndum hans. Siðan
vakna ég stundum á nætur-
nar í einu svitabaði og finnst
ég vera að kafna, berst um í
rúminu til þess að reyna aö
losa þessar hræðilegu kruml
ur af hálsi mínum.
Eg trúði þessu ekki fyrst.
Svona lagað gat ekki komiö
fyrir mig. Það var óhugsandi
að einhver væri að reyna að
drepa mig. Svo rann það upp
fyrir mér, að þetta var stað
reynd, minn síðasti dagur var
liðinn. Svo fór meðvitundin
að hverfa. Eg varð máttlaus
í hnáliöunum, riðaði og féll.
Loks varð allt svart.
Eg kom hægt til meðvitund
ar aftur. Enn átti ég í erfiðleik
um með að anda. Hálsinn var
stokkbólginn og ég gat ekki
snúið höfðinu. Eir það litla loft
sem ég náði gerði mér gott.
Lungun unnu sitt verk og ég
heyröi sjálfa mig súpa hvelj
ur.
Eg reyndi að hreyfa mig,
þótt ég hefði hræðilegan höf
uðverk. En það tókst ekki. Mér
fannst ég sitja uppi við dogg
einhvers staðar í þrengslum.
Þegar ég varð styrkari rétti
ég út hendurnar og fann veggi
fyrir báðum höndum. Það
leið löng stund, þar til mér
varð ljóst, að annar þessara
veggja var hurð, og enn lengri
stund þar til það rann upp fyr
ir mér að ég var lokuð inni i
skápnum í herbergi Herberts
og loftræstingin þar var held
ur af slakara tagi.
Eg reyndi að hrópa, en
einu hljóðin sem ég kom upp,
voru hás og gutlandi, sem
áreiðanlega hefðu ekki heyrzt
fram að dyrum herbergisins,
svo ég gafst upp við það. Það
eina sem ég hafði upp úr því
var að tapa lofti, sem ég mátti
alls ekki missa.
■ ■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■
Hnappagöt gerð
og tölur festar á.
Framnesvegi 20A
.V.V.V.W.V.W.V.VASW
Kostakjör
Ódýra bóksalan býður yður hér úrval skemmti-
bóka á gamla lága verðinu. Bækur þessar fást
yfirleitt ekki í bókaverzlunum og sumar þeirra
á þrotum hjá forlaginu. Sendið pöntun sem fyrst.
Borg örlaganna. Stórbrotin ástarsaga e. L. Brom-
field, 202 bls. ób. kr. 23,00.
Nótt í Bombay, e. sama höf. Frábærlega spenn-
andi saga frá Indlandi, 390 bls. ób. kr. 36,00.
Ævintýri í ókunnu landi. Sönn frásaga með1
mÖrgum myndum. 202 bls. Ib. kr. 28,00
Njósnari Ciserós. Heimsfræg og sannsöguleg
njósnarasaga úr síðustu heimsstyrjöld. 144 bls.
ib. kr. 33,00 .
Á valdi Rómverja. Afar spennandi saga um bar-
daga og hetjudáðir. 138 bls. ib. kr. 25,00.
Leyndarmál Grantleys, e. A. Rovland. Hrífandi,
rómantísk ástarsaga. 252 bls. ób. Icr. 25,00.
Dularfulia stúlkan. Óvenjuleg og heillandi ástar-
saga e. Rovland. 162 bls. ób. kr. 14,00
Við sólarlag. Ein vinsælasta saga A. Maurois. 130
bls. ób. kr. 12.00.
Smyglararnir frá Singapore e. M. Toft. Spennandi
__ leynilögreglusaga. 130 bls. ób. kr. 15,00.
Ástin sigrar allt, e. H. Greville. Ástarsaga, sem
öllum verður ógleymanleg. 226 bls. ób. kr.
20,00.
Kafbátastöð N. Q. Njósnarasaga, viðburðarík og
spennandi. 140 bls. ób. kr. 13,00.
Hringur drottningarinnar af Saba, e. R. Haggard,
höf. Náma Salómons og Allans Quatermains.
Dularfull og sérkennileg saga. 330 bls. ób. kr.
25,00,
Blóðhefnd, e. A. C. Doyle. Fyrsta flokks leynilög-
reglusaga. 164 bls. ób. kr. 15,00.
Hallarleyndarmálið, e. G. Wilder. 122 bls. ób. kr.
12,00.
Reynt að gleyma, Hugstæð saga um ástir og
erfiðleika. 186 bls. Ób. kr. 15.00.
Sjö leynilögreglusögur, e. A. C. Doyle. 300 bls.
ób. kr. 20,00.
Farós egypzki. Óvenjuleg saga um múmíu og dul-
arfull fyrirbrigði. 382 bls. ób. kr. 20,00
Jesús Barrabas. Skáldsaga e. Hjalmar Söderberg.
110 bls. ób. kr. 10,00.
Dularfulla vítisvélin. Æsandi leynilögreglusaga.
56 bls. ób. kr. 6,00.
Hann misskildi mágkonuna. Ásta- og sakamála-
saga. 44 bls. ób. kr. 6,00.
Leyndardómur skógarins. Spennandi ástarsaga.
48 bls. kr. 6,00.
Tekið í hönd dauðans. Viðburðarík sakamálasaga.
48 bls. ób. kr. 6,00.
Morð í kvennahópi. Spennandi saga með óvænt-
um endi. 42 bls. ób. kr. 6,00.
Smyglaravegurinn. Leynilögreglusaga. 72 bls ób.
__ kr. 8,00.
Oþekkti aðalsmaðurinn. Leynilögreglusaga. 46
bls. ób. kr. 6,00.
Græna maban. Leynilögreglusaga. 56 bls. ób.
kr. 6,00.
Huldi fjársjóðurinn. Leynilögreglusaga. 86 bls.
ób. kr. 8,00.
Aiúmíníumrýtingurinn. Leynilögreglusaga. 64 bls.
kr. 8,00.
Morð Óskars Brotkins. Sakamálasaga. 64 bls.
kr. 8,00.
Maðurinn í ganginum. Leynilögreglusaga. 60 bls.
kr. 7,00.
Loginn helgi e. Selmu Lagerlöf. 64 bls. ób. kr.
8,00.
Klippið auglýsinguna úr blaðinu og merkið x við
þær bækur, er þér óskið að fá sendar gegn póst-
kröfu. Merkið og skrifið nafn og heimilisfang
greinilega.
Nafn
Ódýra bóksalan Box 196, Reykjavík