Tíminn - 25.08.1959, Blaðsíða 3
X í M IN N, þriðjudaginn 25. ágúst 1959.
' 3
Milljðnaerfinginn og norska kaupmannsdóttirin
pússuð saman með viðhöfn síðastliðinn laugardag
Steven kysslr brúðl sína — Ijósmyndarar dyrum utar sklpuðu svo fyrlr.
Fyrir ykkur er þetta starf, fyrir
©kkur er þetta heilog athöf n, nokk
uð sem Anna María og ég eigum
að minnast allt okkar líf...
Steven Rockefeller, erfingi
fjölmargra milljóna, vann
lijörtu okkar þegar hann stóð
á tröppum kirkjunnar í Sogni,
augliti til augiiti? við vfir
hundrað fréttabyrsta blaða-
menn frá fjöida landa, og
skýrði frá bvers vegna hann
vildi hafa sem minnst veður í
kringum brúðkaup sitt.
— Eg hef mjög sterkar til-
finningar á þessari stundu, sagði
hann. Þið berjizt fyrir fréttafrels-
inu, en ég hef einnig nokkuð, sem
í mínum augum er ekki síður mik
ilvægt að stauda vörð um: Persónu
freisi mitt, einkalíf mitt, og rétt
indi mín §em einstaklings. Auk
þess gegni ég •engri opinberri
stöðu. Kirkjuvígsla er fyrir mig
trúarleg alhöfn, isem kemur okkur
Onnu Maríu og mér og okkar nán
ustu einum við, engum óviðkom
andi og alls ekki almenningi.
Hann hélt áfram: — Við viljum
•ekki hindra blöðin í störfum
þeirra. Blöðin eiga skilið þakkir
frá okkur fyrir það, hvernig þau
hafa skrifað um okkur. Það verður
séð um sæti fyrir fimm frétta-
rnenn í kirkjunni: Stóru fréttastof
urnar þrjár með sinn manninn
hver, fréttakona frá Norsk Tele
grambyrá og fréttakona frá Hearst
blöðunum. En Ijósmyndun og sjón
varp er of mikið fyrir okkui' bæði.
Við verðum að segja stopp . . .
Það var tilfinningaríkur og al
varlegur ungur maður, sem þetta
mæiti, og hann sagði þetta blátt
áfram og án tilhneingar til leiks
eða til að hafa áhrif. En orð hans
voru áhrifamikil engu að síður.
Hann svaraði öllum spurningum
heimsins með stakri ró og af alúð,
þrátt fyrir það, að sumar spurning
arnar væru mjög óþægilegar fyrir
hann.
Sléttur rammi
Lunda kirkja er ekkert fögur
bygging. Hún var reist einhvern-
tíma á 7. tug síðustu aldar, og
það var ekkert ríkt hérað sem
byggði hana. Þess vegna var það
mjög látlaus og einfaldur rammi
um þessa Rockefeller giftingu.
Kirkjugarðurinn er heldur ekki
fagur eða neitt augnayndi. Það er
einn vatnspóstur sem í sinni miklu
einfeldni er alveg ólýsanlegur. Veg
urinn frá sáluhliðinu að kirkjudvr
unum er malborinn og stórhættu
legur hverjum 10 cm. skóhæl. En
þess í stað munu laufguð lindtrén
syngja söngva náttúrunnar til
heiðiirs brúðhjónunum.
Við getum lítið fylgzt með því
sem fram fer inni, þessi sem verð
um að standa úti. En í sömu andrá
og presturinn lýsir því yfir, að
þessi tvö, sem standa frammi fyrir
honum séu löglega hjón fyrir guðs
og manna augum, fær vígsluvottur
inn Stephen David, sem á meðan
vígslu stendur er efst á kirkju
tröppunum, merki um atburðinn,
og þar með veit allur heimurinn
síðar meir, að klukkan þetta og
þetla á þessum og þessum degi,
gengu þau Steven og Anna
María í heilagt hjónaband, — það
er að segja, ef einhvern skyldi
langa til að vita það.
Brúðarvöndurinn
Brúðarvöndurinn skal vera hvít
ur og gulur, en hvers konar blóm
það eiga að vera vissi brúðguminn
ekki. Svaramaður hans, Jerry
Rigg, á að standa fyrir aftan parið
meðar, athöfnin fer fram og rétta
Steven hringinn, sem hann á að
setja á vinstri baugfingur Önnu
Maríu. Brúðarmeyjar og sveinar
skulu standa í hálfhring umhverf
is altarið, brúðameyjarnar sex
vinstra megin, þar sem bruðurin
situr hjá foreldrum sínum og
jafnmargir brúðarsveinar hægra
megin, þar sem brúðguminn sit
tir ásamt öðrum meðlimum Rocke
feller fjölskyldunnar.
Vígslan skal fara fram á norsku
en Steven verður spurður á ensku
og má svara á ensku. Varðandi það
hvort hann skilji nokkuð af því
sem fram fer, .segist hann hafa
lesið tekstann vandlega yfir og
ætla að gera það aftur.
Svo rennur stundin upp
Að morgni fyrirheitna dagsins
risu allir fánar Kristjánssands og
nágrennis úr dái og blöktu við
stengurhúna, og bóksalinn á lorg
inu afhjúpaði fallegt líkan af
■norskum bóndabæ, þar sem norski
fáninn studdist ástúðlega við
frænda sinn Stars and Stribes.
Strax um hádegið fóru hinir 40
Steven og Anna María
fólksbílar Kristjánssands að
flytja fólk þangað sem atburðir
dagsins skyldu ske. Stíu úr neti
hafði verið komið fyrir í kirkju-
garðinum, þar sem blaðamenn
fengu að flatmaga í grasinu, en
Ijósmyndarar fengu að vera í
„stúku“. Til þess að engir for-
vitlingar skyldu geta laumast inn
á staðinn heilaga fengu allir sem
þar máttu vera armbindi úr hvítu
brúðarlíni, sem hafði þau áhrif
að flokkurinn bar keim af rauða
kross mönnum á ferðalagi. Fram
an við dvalarstaði blaðamanna og
Jjósmyndara voru stórir og sterkir
lögregluþjónar til þess að
skjóta fáráðlingum ag ljósmynda
fikturum skelk í bringu. Þeir
reyndust vera blaðasnápum hin
bezta hjálp því þeir voru vel
fróðir um íbúa staðarins, ' sem
mættu við þetta mikla sjónarspil.
Þess vegna gátu blaðamenn sagt
frá því, að fyrsti brúðkaupsgest
urinn var Tora Olsen frá Bor-
pja, sem langt framm i ættum
var skyld brúðurinni óg hafði þess
vegna rétt til að vera viðstödd. Síð
an kom jafn straumur gesta, mest
þó kvenna sem boðið haíði verið á
isjónarspilið. En allir þeir sem
fyrst komu urðu að bíða I klukku
tíma á kirkjutröppunum þar til
dyrnar væru opnaðar, og þar sem
í sama bili tók að falla regn frá
himni, breiddist ömurleikabiær á
þá, jafnt hvort þeir höfðu regn-
hlíf eða ekki.
.,1 do, yes"
Loks voru þau Anna María og
Sleven setzt heilu og höldnu sitt
hvoru megin í kirkjunni. Hann
hafði ekki augun af brúði sinni,
en ekki er þess getið, hvert hún
hafi beint >sínu augliti, hins veg-
ar er sagt frá því, að hún hafi ekk
ert verið skreytt neinu dingum
dangli eða hringjum, heldur hafi
hennar elskulega bros verið kapp
nóg skreyting, enda skínandi út
úr því hamingjan í langbylgj.um
og stuttbylgjum. Presturinn Olav
Gautestad hélt ræðu sína á ný-
norsku, og lét svo um mælt að
Anna María væri vel að þessu kom
in, því hún væri stúlka, sem hefði
lagt sig fram um að vera heiöav
leg, vinnusöm, samviskusöm og
trú í því, sem henni hefði verið
trúað fyrir.
Sjálfur vígslutextinn var les-
inn bæði á norsku og ensku. Stev
en sagði fyrst: „I do“ og svo:
„Yes.“ En hvort tveggja sagði
hann svo lágt, að það varð varla
greint, í seinna sinnið var það
nánast aðeins höfuðhneiging.
Anna María svaraði hins vegar á
klingjandi norsku og sagði „já“
svo hátt og snjallt, að greina mátti
um alla kirkju. Þessu næst setti
Steven hring á fingur henni.
Þar með voru þau komin iheilu
og höldnu í hjónabandið, og fá þá
kannske að vera í friði um sinn.
Nú eru þau komin til Bandaríkj-
anna, þar sem þau munu bæði
stunda nám við háskólann í Col
umbia. En hveitibrauðsdaga œtla
þau að taka sér og það má vera
hvar :sem er í heiminum, aðeins
að það verði tryggt, að þau fái
að vera í friði þar.