Tíminn - 25.08.1959, Blaðsíða 8

Tíminn - 25.08.1959, Blaðsíða 8
3 TÍMINN, þriðjudaginn 25. ágúst 1959. BWW.W/AV.VAVAV.V.VAVAW.W.V.W.V.V.VWA KSÍ — Laugardalsvöllur — KRR f; ÍSLANDSMÓTIÐ — MEISTARAFLOKKUR |j í dag kl. 8 leika FRAM — KR p Dómari: Magnús V. Pétursson. Línuverðir: Björn Árnason, Haraldur Baldvinsson. Mótanefndin fi^V.VA’.V.VV.V.V.V.V.V.V.V.V.'.V.V.V.V.V.V.’.V.V Bókarastaöa £ við bæjarfógetaembættið í Hafnarfirði er laus til fj umsóknar. Laun samkvæmt launalögum. f Bæjarfógetinn í Hafnarfirði VWV.V^V.V.V.VV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.' Orðsending Hl útsvars- og skattgreiðenda í Kópavogskaupstað Dagana 22. ágúst til 4. september liggja eftir- taldar gjaldskrár frammi, almenningi til sýnis í skrifstofu bæjarstjóra og Skattstofu Kópavogs: Skrá um útsvör til bæjarsjóðs Kópavogskaup- staðar, skrá um tekjuskatt og eignaskatt, kirkju- gjald, kirkjugarðsgjald, og almannatrygginga- gjald. Enn fremur skrá um trvggingaiðgjöld sbr. 1. nr. 24/156 og gjöld til atvinnuleysistrygginga- sjóðs sbr. 1. nr. 29/1956 og gjaldskrá sbr. 18. gr. reglugerðar nr. 184/1957 um skyldusparnað Kær- ur vegna framangreindra gjalda þurfa að hafa borizt í síðasta lagi, fyrir kl. 12 að kvöldi þess 4. september n. k. Kópavogi 21 ágúst 1959. Bæjarstjórinn í Kópavogi Skattstjórinn í Kópavogi RV.VA’.W.V.VA'AV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VA nzuM* |[ Það freyðir nægilega H þó lítið sé tekið. Það er 1 I gæðaflokki með Bláu 1 GiIIette Blöðunura og Gillette 1 rakvélunum. Það er framleitt til að fullkomna raksturinn. Það Reynið eina túpu í dag. freyðir fljóít og vel. og inniheldur hið nýja K34 bakteríueyðandí efni, sera einnig varðveitir mýkt húðarinnar. Gillette „Brushíess“ krem, einnig fáanlegt f Heildsöiubirgðir: Globus h.f., Hverfisgötu 50, sími 17146 ÍWVMWWVWJWyy^.V^VW^W.VAV.V.WAWMI Sextugur: Guðbjartur M. Ásgeirsson frá Hnífsdal Þann 14. npríl s.l. varð sextugur einn af hinum hljóðu og hlé- drægu kjarnamönnum þjóðíélags- ins, en þeir hafa löngum verið kjölfestan á siglingu landsmanna til hagsældar og batnandi tíma. Ef vanheilsa hefði ekki bagað rorglega snemma ævihnar, má þó ætla, að fótspor þess afmælis- barns, sem hér um ræðir, hefðu vart dulizt samborgurunum. Svo glæsilegur og að sumu leyti ó- venjulegur var upphafsferill mannsins, sem ungur tók við for- mennsku og am flest þótti afbragð annarra. Guðbjartur Ásgeirsson er Vest- firðingur, fæddur 14. apríl 1899 að Þernuvík í Ögursveit, sonur dugnaðar- og merkishjónanna Guð- hjargar Pálsdóttur frá Botni í Súg- andafirðii og Ásgeirs Guðbjarts- sonar, Dýrfirðings að ætt. Öll bú- skaparár sín bjuggu þau víðs veg ar við Djúp, lengst af í Hhífsdal, en seinustu æviárin á ísafirði. Guðbjartur var yngsti sonur for- eldra sinna. Hinir synirnir, sem lifðu, urðu báðir rómaðir sæ- garpar og aflamenn — þeir Guð- mundur Júní, sem látinn er fyrir allmörgum árum, og Sölvi, bú- settur á Flateyri. Barn að aldri byrjaði Guðbjart- ur sjómennsku og varð formaður á árabáti1 — „Hafrenningi'“ — 18 ára gamall, litlu síðar á öðrum stærri bát íöður síns — „Rönku“ — fáum vertíðum eftir það á enn stærri bát — „Guðmundi" — sem þeir feðgar keyptu og gerðu út saman. Seinast var Guðbjartur skipstjóri frá ísafirði á stærsta bátnum,— „Venusi“ — er hann átti einn. Þegar í upphafi vakti Guðbjart- ur athygli sem fyrirmyndar for- rnaður; harðduglegur, aflasæll og sjómaður góður. Á uppvaxtarárum l’.ans þótti það fara dugmiklum sjómönnum allvel — ekki sízt skipstjórum — að reykja, tyggja „skro“ og drekka brennivín — helzt allt þetta í senn — og það jafnvel vera brot af sönnum mæli- kvarða á manngildið. Enginn þess ara ósiða freistuðu Guðbjarts. Hann var að mestu leyti næsturn eins og engill í mislitri hjörð —- var meira að segja svo grandvar til orðs, að hann bölvaði ekki, nema honum rynni mjög í skap. Það vakti því nokkra furðu sumra, að þessi óvenju prúði piltur skyldi strax í byrjun formannsferils síns reynast einn hinn vaskasti og fengsælasti formaður Hnífsdæl- inga, — því þar var vissulega ekki við lömb að leika sér — og í fremstu röð alla tíð meðan heils- an leyfði. Eins og þegar hefur mátt skilja, hefur Guðbjartur verið einn hinn vandaðasti maður, sem hægt er að hugsa sór, og er sannarlega ekki ofmælt, þótt sagt sé, að hann hafi aldrei i neinu mátt vamm sitt vita. Heiðarlegri og sam- vizkusamari mann í einu og öilu hef óg ekki þekkt. Það var ekki að furða, þótt Guðbjartur yrði einstaklega vin- sæll meðal háseta sinna. Að hon- um flykktust gjarna traustir úr- valsmenn, flestir miklu eldri en I v m-. J ■ :ií hann sjálfur — og voru hjá hon- um vertíð eftir vertíð, ár eftir ár. Man ég ekki eftir, að nokkur maður gengi úr skiprúmi frá hon- um til annarra ,af „hans körlum“ — enda ávann Guðbjartur sér fljótt óskorað traust og virðingu manna sinna. Þótt manngæzkan væri mikil, þýddi það engan veg- inn, að nokkuð skorti á um mynd- ugleík og jafnvel fulla hörku, ef því var að skinta. Það var ekki skapleysi roAimnar, sem hór var á ferð. Guðbjartur var bæði geð- ríkur og skspstór, cn stjórnaði þessum eiginleikum sínum af list, rétt eins og skipi í stormi, svo gæfa fylgdi Þótt Guöbjartur Ásgeirsson missti fulla heilsu mjög fyrir ald- ur fram, og hafi þess vegna eng- an veginn getað notið sín eins og efni stóðu til, hefur hann orð- ið gæfumaður í einkalífi sínu. Ár- ið 1925 — 16. des. •— kvæntist hann Jónínu Guðbjartsdóttur frá Höfðaströnd í Jökulfjörðum, en móðir hennar er kvenhetjan kunna, Ragnheiður Jónsdóttijr íjósmóðir, scm enn lifir, háöldr- uð, og býr norður í Jökulfjörð- um. Hún á um margt svo merka og lærdómsríka sögu, að mikill skaði væri, ef hún bjargaðist ekki lil varðveizlu. Jónínu hefur kippt í kynið. Húi hefur reynzt manni sínum, venzlafólki og samfcrða- mönnuni hin sterkasta stoð og því betur, sem meira reyndi á. Jónína er myndarleg rausnarkona, höfð- ingi í lund, hjálpsöm og hjarta- hlý — dugnaðarforkur. Þeim Guð- bjarti hefur orðið 5 barna auðið. Þau eru öll á lífi — þessi, talin eftir aldri: Margrét Elísabet, gift Kristni Arnbjörnssyn: vélstjóra — Ásgeir, skipstjóri, kvæntur Sig- r-ði Brynjólfsdóttur — Guðhjart- ur, verkstjóri, kvæntur Svandísi Jónsdóttur — Hörður, skipstjóri, heitbundinn Sigríði Jónsdóttur — og Ragnheiður, ógefin. Öll eru börnin búsett á ísafirði, hið mesta myndarfólk, með afbrigðum dug- !egt, enda fer frægðarorð af. Barnabörnin eru þegar orðin 10 að tölu, öll efnileg og mikil lífs- fylling afa og ömmu, sem bæði eru öllum börnum góð, þótt sjálf- ^sagt sé dálætið ekki minnst á ■'lnöfnunum, harnabörnunum; Guðbjarti iitla Ásgeirssyni og Jónínu litlu Guðbjartsdóttur. Þau hjón, Jónína og Guðbjarturt eru einstaklega samvalin um gest risni og greiðvikni. Þætti mér <> trúleg saga ag nokkur færi bón- leiður af þeirra fundi, lægi nokk- uð við og þau mættu úr greiða. Á þessum tímamótum í lífi Guðbjarts, óska ég fjölskyldu hans allra heilla og þakka órofa vin- áttu og tryggð. Sjálfum honum sórstaklega votta ég virðingu og aðdáun — ekki sízt frá æskuár- i,m mínum, þegar við áttum sam- an súrt og sætt á sjó og Iandi — sem fóstbræður og félagar í marg- ar vertíðir, þótt hann væri yfir- maður minn. Hans stjórn var létt að sætta sig við, jafnvel fyrir óstýrilátan airslabelg Hún var í senn „mjúk sem blómstur og slerk sem stál“. En einhvern veginn fannst mér að svona góðs yrði varla hægt að njóta heila manns- ævi. Sú hefur og orðið raunin á — og er eina harmsefnið. Og þó ? Stundum — kannske alltaf — „stenzt á, hvað vinnst og hvað tapast“ .. Ég vil a. m. k. hugga mig vlð það — og alla þá,, sem hér eiga hlut að máli. Baldvin Þ. Kristjánsson Bændurnir og niðurgreiíslurnar Erarohald af 7 aiðui það kann að hafa á sölu og fram-, leiðslu þeirra í framtíðinni. Ég hef í stuttu máli gert grein fyrir því, sem gerzt hefur í verð- lagsmálum Jandbúnaðarins og þeim áhrifum, sem hiuar auknu niðurgreiðslur hafa í för mieð tér, ásamt beim vanda sem þær leiða til þegar verðlagið til frarri- leiðanda er hærra en útsöluverð vörunnar er til neytandans. Það hlýtur því að vera mikijl styrkur hverri ríkisstjórn, sem með völdin fer í iandinu, að hafa £ð baki sér traust og fylgi þeirra þegna, sem hlut eiga að máli hverju sinni og með það sjónar- mið fyrir augum vænti ég þess, að tillaga þessi verði samþykkt cins og hún liggur fyrir. Þar sem þinghald onin að þessu sinni stutt og mál þetta ekki marg brotið, er ástæðulaust að fresta umræðunum og vísa tillögunni til nefndar. Byggíasafnií á Akranesi (Eramhald af 6. síðu; er, tekur undirritaður þakfcsamlega á móti þeim f. h. safnsins. í safninu er hver mynd skráð á. nafn gefanda, eins og aðrir hlutir þar. Mjög æskilegt er, að safnið eignist þessar myndir, sem allra. fyrst. . Eg treysti á aðstoð góðs fólks,. sem skilur tilganginn og sendi því góða kveðju. : F. h. Byggðasafns Akraness og nærsveita. Akranesi 8. ágúst 1959. Jón M. Guðjónssoji sóknarprestur. Blátt OMO skilar yður hvítasta þvottl i heimi! Einnig bezt fyrir mislitan X-fiMO 34/EN-a44B

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.