Tíminn - 23.09.1959, Blaðsíða 3
T í M I N N, miðvikudaginn 23. sept 1959.
3
RIGNDIOLIU AF HIMNUM?
ÞaS er vitað mál, að á sköp-
unarfímabili jarðar átfu sér
stað stórkostlegar náttúru-
hamfarir en hins vegar þykir
ckkur næsta ósennilegt að
slíkt hafi átt sér stað frá því
að sögur hófust. Þó er því
haldið fram af vísindamanni
einum, immanuel Velakovski,
sem búsettur er í Bandaríkj-
unum, en er af rússneskum
uppruna. Hann hefur ritað
bók, sem ber heitið „Þegar
sólin stóð kyrr".
Bókin vakti gífurlega athygli.
Vísindaforlag það, sem gaf bókina
út var ofsótt á ýmsa vegu og
neyddist til að afsala sér útgáfu-
réttinum en annað tók við. Vís-
indamenn í háum stöðum, sem
höfðu komið nálægt útkomu bók-
arinnar, urðu að segja upp starfi
sínu.
Ein af þeim kenningum Vela-
kovskis, sem þykir fjarstæðust og
byltingarkenndust og fram er
sett í bókinni er sú. að reikistjarn-
an Venus hafi ekki bætzt í sól-
kerfi okkar íyrr en tiltölulega ný-
lega, hún sé aðvífandi halastjarna
sem hafi komizt inn í sólkerfið
og tekið sér þar bólfestu.
Velikovski færir sönnur á kenn-
ingu sína með því að vitna í helgi-
rit og guðsorðabækur ævafornar,
en þær hefur hann rannsakað' af
ýtrustu nákvæmni áratugum sam.
an. Hann hefur kynnt sér Biblí-
una, Talmud, trúarbrögð frum-
byggja Mexíkó, trúarsögu Grikkja
og Egypta, Kínverja og Indverja
og fleiri frumstæðra þjóðá. Hann
hefur rannsakað þessar heimildir
frá sagnfræðilegu og goðsagnalegu
sjónarmiði og dregið þá niður-
stöðu af samanburði þessara
sagna að eitt sinn í fyrndinni hafi
halastjarna rekizt á jörðina og síð
an tekið að ganga kringum sólu
eftir fastri brautu. Velikovski stað
hæfir, að þannig sé Venus upp-
runnin, því að fyrir þennan tíma
hafi hvergi verið minnzt á Venus,
þegar taldar voru upp reikistjörn-
ur í sólkerfinu.
Velikovski hefur sýnt fram á að
öllum heimildum beri saman um
að sólin hafi staðið kyrr. Veli-
kovski skýrir þá sögu þannig, að
möndulhreyfingur jarðar hafi trufl
azt við hinn feiknlega árekstur við
halastjörnuna og því hafi virzt
svo, að sólin stæði í stað á himni.
Þannig standi á því að þessi sama
sögn finnist á ýmsum stöðum jarð
kringlunnar, þó að enginn sam-
gangur hafi verið á milli. Nokkr-
ar heimildir skýra frá því, að ríkt
hafi myrkur sólarhringum saman
en annars staðar segir að sólin
hafi ekki gengið til viðar jafn lang
an tíma.
í Biblíunni segir svo í bók
Jósúa 10. kap. 11—14 versi:
„En þeir flýðu fyrir ísrael og
voru á leið niður frá Bet-Horon,
þá lét Drottinn stóra steina falla
’yfir þá af himni alla leið til Az
eka, svo að þeir dóu: voru þeir
fleiri er féllu fyrir haglsteinun-
um, en þeir, er ísraelsmenn drápu
mepj sverðseggjum . . . og Jósúa
sagði: „Sól stattu kyrr í Gídeon
og þú tungl í Ajalon-dal. Og sól
in s'tóð kyrr og tunglið staðnaði
unz lýðurinn hafði hefnt sín á
óvinum sínum. Þá staðnaði sólin
á miðjum himni og hraðaði sér
eigi að ganga> undir nær því heil
an dag og enginn dagur hefur
þessum degi líkur verið, hvori
fyrr né síðar að Drottinn skyldi
láta fyrir orðum manns . . .”
Menn sky'.d.u ætla að eftir slík-
an árekstur við annan hnött, hafi
ekki getað þrifizt líf á jörðu hér.
Rússnesktsr vís-
indamaðnr flytur
byltingarkenndar
kenningar um
uppruna oliunnar
og vitnar í helgirit
frumstæSra þjóSa
En Velikovski leiðii að þvi rök
að jörðin hafi lent í hala stjörn-
unnar. Geysiþykkur moldarmökk-
ur huldi jörðina. í finnsku þjóð-
vísnasafninu Kalevala er m. a.
sagt í kaflanum um sköpún heims
að jörðin hafi verið „döggvuð
rauðri mjólk“. Og margar heimild
ir greina frá því að rignt hafi
blóði frá himnum. Eftir blóðregn-
ið skall grjóthríð á jörðinni og
má nærri ímynda sér þær drunur
og feiknlegu skruðninga, sem því
hafa fylgt, svo að ekki sé talað
um hvaða skemmdum grjóthríðin
hefur valdið. þegar liún lenti á
jörðinni.
í búddísku riti, Vishuddi-Magga,
er þessum náttúruhamförum lýst
svo: „Jörðin lagðist í auðn á tíma-
bili, fyrst af stormum og vindi,
síðan af rykmekki, þá af grófara
ryki og loks af grjóthríð og stein-
kasti og loks dundu á jörðinni
jrisabjörg og heilir hamraveggir“.
Halastjarnan gerði mikinn
skurk á jörðunni en jafnframt má
rekja til hennar uppruna olíulinda
heimsins, sem nú í dag eru bit-
bein og þrætuepli stórveldanna.
Olían er nefnilega svo að segja
fallin af himnum ofan samkvæmt
kenningu Velikovskis. Hann álítur
að þar sé talað um hið stríða bik-
regn, sem árekstrinum fylgdi.
Tvær vísindakenningar um upp-
runa olíunnar eru til. Hráolía er
mynduð úr kolum og vatnsefni og
talið er að þessi efni hafi þrýstst
saman við geysilegan hita milli
jarðlaga. Það er álitið að vatns-
efni og kol séu mynduð úr jurta-
og dýraleifum, nánast örsmáum
svifdýrum, sem alið hafa aldur
sinn í djúpum hafsins á sílúrtíma-
bilinu.
Halinn á halastjörnum er mest-
an part samsettur úr kolsýru og
vatnsefni. Vegna súrefnisskorts
brenna þessi efni þó ekki á ferð
hnattarins um himingeiminn, en
þessi eldfimu efni loga þó þegar
stjarnan nálgast andrúmsloft, sem
hefur inni að halda súrefni. Þegar
kolefni og vatnsefni eða gufur
■slíkra efna sameinast kviknar í
hluta þeirra og binst þannig allt
súrefni, sem í kring er; það sem eft
ir er, brennur ekki, en verður að
fljótandi legi. Þetta fljótandi efni
fellur á jörðina og rennur niður
um gjár og sprungur. Það, sem
fellur í vatn, flýtur ofan á unz
eldurinn í loftinu hefur slokknað.
Það er þetta, sem Velikovski
álítur að hafi gerzt, þegar jörðin
rakst á hala kómetunnar. í fornum
bókum er frá því skýrt, að lím-
kenndur vökvi hafi fallið á jörð-
ina og brunnið, svo að lagt hafi
af honum þykkan reyk. í goðsögn,
þar sem segir frá útrýmingu
mannlífs í Mexíkó, segir svo:
Af himnum rigndi biki og slím-
ugum vökva“.
Sérstaklega litríkar eru frásagn
ir í Madraschin, þar sem segir frá
því að rignt hafi eldi og brenni-
steini og glóandi steinum. „Egypt-
ar stöðvuðu Júða á flótta sfnum
og D’ottinn lét rigna eldi yfir þá,
svo að þeir hlutu svíðandi sár“.
Loks bendir Velikovski á þá
staðrevnd, að í héruðum og lönd-
um þar sem finnast heimildir um
eldregn af himnum, finnast ein-
mitt nú á dögum auðugustu olíu-
lindivnar.
Kelena Eyjólfsddttir
í sænska sjónvarpið
Undanfarna mánuði hefur
Helena Evjólfsdóttir, ásamt
Óðni Valdimarssyni og Atlant-
ic kvartettnum sungið á nær
hverju kvöldi á Akureyri við
mikla hrifmngu áheyrenda, og
Helena syngur Hvítu Máva
oft á hverju kvöldi, því áheyr-
endur vilja heyra lagið aftur
og aftur, lagið sem hefur farið
sigurför um land allt og svo
kemur röðin að Útlaganum
hans Óðins.
En það er víðar en hér á íslandi
sem Helena hefur vakið athygli,
henni hafa borizt fjöldi tilboða er-
lendis frá, m. a. um að syngja inn
á plötur m. a. frá Hollandi, Dan-
mörku, Noregi, Svíþjóð og síðast
en ekki sízt frá Risa-fyrirtækinu
RCA í Bandaríkjunum, en RCA
vill fá Helenu til Bandaríkjanna til
að pfurusyng’ja hjá fyrirtækinu.
En flest tilboð hefur Helena
samt fengið frá Svíþjóð, henni hef-
ur verið boðið að syngja í sænska
sjónvarpið, og víðar m. a. í Berns
Saloner, en þeir hafa ráðið ýmsar
stjörnur til að syngja m. a. Chatar-
ina Valente, Patachou, Edith
Piaff og Eartha Kitt, svo að til-
boðið er glæsilegt mjög. Auk þessa
var Helenu boðið að syngja inn á
plötur í Svíþjóð. íslenzkir Tónar
hafa annazt alla samninga fyrir
Helenu, en sökum þess að Helena
var búin að ráða ,sig fyrir vetur-
inn, verður ekkert af norðurlanda-
ferðinni að þessu sinni, en í þess
stað munu Helena, Óðinn og Atl-
antc fara í vor til Norðurlanda og
dveljast erlendis 3—4 mánuði.
Sökum þess að Helena getur
ekki þegið neitt af þeim plötu-
tilboðum, sem henni hafa borizt,
hafa fslenzkir Tónar tekið upp
plötu, sem Helena syngur á ensku
tvö lög „BEWICHED“ og „BUT
NOT FOR ME“, Jón Sigurðsson,
bassaleikari annaðist útsetningu,
en íslenzkir úrvalshljóðfæraleikar-
ar önnuðust undirleikinn, og mun
þessi plata að líkindum koma út
í mörgum löndum samtímis, en
hennar er að vænta upp úr mán-
aðamótunum.
Enn fremur munu Helena og
Óðinn syngja inn nokkuð af plöt-
um fyrir Áslenzka Tóna á næstunni
og munu þær plötur væntanlegar
fyrir þessi jól, og hefur undirbún-
ingur þessarar upptöku staðið yfir
undan farna mánuði, og verður vel
til hennar vandað.
Mikið hefur verið ritað um
Helenu í saénsk blöð undan farið
m. a. hefur Sven G. Winquist rit-
stjóri sænska hljómplötublaðsins
„SHOW BUSINESS" ritað stóra
grein um Helenu, og fer þar mjög
lofsamlegum orðum um hana og
spáir henni glæstri framtíð, enn
fremur hafa amerísk hljómplötu-
blöð ritað um hana lofsamlega, og
plötur hennar verið leiknar í ame-
rískum útvarpsstöðvum og vakið
athygli.
JOHN BODKIN ADAMS, enski
læknirinn, sem varð heimsfrægur
eftir hin sögulegu réttarhöld
1957, þegar hann var ákærður fyr-
ir að hafa ráðið bana sjúkiingi
sínum, aldurhniginni konu, sem
hafði arfleiit hann að verulegri
fjárupphæð, en var sýknaður,
hefur nú aftur verið nefndur í
erfðaskrá. Það er níræð piparkeri-
ing í Eastbourne, en þar er Adams
starfandi læknir, sem hefur arf-
leitt hann að 90 sterlingspundum.
SÍÐASTA embættisverk THEO-
DOR HEUSS, forseta Þýzkalands,
var, að halda ræðu við vígslu
Beethoven-hallar í Bonn.
MARIA CALLAS neitar stað-
fastlega, að nokkuð sé á milli
hennar og gríska skipakóngsins
Onassis. Stíkt hið sama segir On-
assis, en bætir því við, að „sér
þætti mikil upphefð, ef slík kona
sem Maria Callas, felldi til hans
ástarhug'*.