Tíminn - 23.09.1959, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.09.1959, Blaðsíða 6
6 TIMINN, miðvikudaginn 23. sept. 195*. L Ofgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURIHB Ritstjóri og ábm.: Þórarinn ÞórarinsswB. Skrifstofur i Edduhúsinu við Llndargðt* Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 1830» 9g 18 306 (skrifst., ritstjórnin og blaðamen*). Auglýsingasimi 19 523. - Afgreiðslan 1] 331 Prentsm. Edda hl. Sími eftir kl. 18: 1SS4S Hveraig á að stöðva verSbólguna? í SAMBANDI við útgáfu bráðabirgðalaganna um af- urðaverðið, hafa komið fram tvö ólík sjónarmið varðandi það, hvernig eigi að stöðva verðbólguna. Stuðningsflokk ar bráðabirgðalaganna segja í þessu tilfelli, að viðnám skuli veitt gegn verðbólgunni með því að taka rétt af einni stétt og lögbinda kaup henn ar á þann veg, að hún hafi sannanlega lægra kaup en aðrar sambærilegar stéttir. Framsóknarmenn segja hins vegar, að verðbólgan eigi að stöðva þannig, að hlutfalls lega jafnt sé látið ganga yf- ir alla, og þyngstu byrðarn- ar því lagðar á þá, sem hafa breiðust bökin, eins og t. d. var gert með stóreignaskatt inum. ÞEIR flokkar, sem standa að bráðabirgðalögunum, iáta eins og þeir séu búnir með þeim að finna lykilinn að lausn dýrtíðarmálanna. Til þess að leysa þau, þurfi ekki annað en að halda afurða- verðinu nógu mikið niðri. Þetta eru mikil ósannindi. Jafnvel þótt afurðaverðið væri stórlega fært niður frá því, sem nú er, myndi dýrtíð armálið vera litlu nær lausn sinni en ella, ef annað héldist óbreytt. Þetta sést m. a. á því, að í vísitölu framfærslu- kostnaðar er húsnæðisliður- inn ein nhelmingi hærri en landbúnaðarvöruliðurinn og hitunar og ljósakostnaður er álíka hár. Afleiðing þess ranglætis að færa afurðaverð ið einhliða niður, myndi hins vegar verða það, að bænda- stéttin myndi flosna upp, stór héruð leggjast í auðn, vinnumarkaður bæjanna of fyllast og þar skapast stór- fellt atvinnuleysi. ÞEIR menn, sem stóðu að útgáfu bráðabirgðalaganna, eru fjarri því að stuðla með þeim að nokkurri heilbrigðri og raunhæfri lausn dýrtíðar málanna. Lögin eru fyrst og fremst sprottin af pólitísk- um rótum. Alþýðuflokkurinn heldur, að enn sé hægt að ala á ríg milli kaupstaða og sveita og það sé vinsælt hjá vissum hluta bæjarbúa að sýna bændum harðræði. Sjálfstæðisflokkurinn vill hins vegar skapa fordæmi fyrir lögbindingu á kaupi. Þessar tvær ástæður valda því, að bráðabirgðalögin hafa verið sett, en ekki neinn á- hugi fyrir viðnámi gegn verð bólgunni. Þetta geta menn bezt séð af því, að sú hækkun afurða verösins, er bændur fóru fram á, nemur samanlagt ekki nema örlitlu broti af þeirri upphæð, sem núv. rík isstjórn hefur veitt til auk- inna útflutningsuppbóta og niðurgreiðslna, en þau fram lög eiga síðar meir eftir að stórauka verðbólguna. Stjórn arflokkarnir hafa ekki ver ið að hugsa um að stöðva verðbólguna, þegar þeir haf a verið að stofna til þessara út gj alda. AÐSTANDENDUR bráða- birgðalaganna hafa eins og áður segir reiknað með því, að það myndi mælast vel fyr ir meðal viss hluta bæjarbúa, að bændur yrðu beittir harð ræði, og jafnvel væri hægt að fá þá til að trúa því að þannig mætti leysa allan vanda efnahagsmálanna. Ó trúlegt er þó að hyggnir og réttsýnir bæjarbúar láti blekkjast af þessu. Dýrtíðar- málin verða aldrei leyst á kostnað einnar stéttar. Þar verða allir að sitja viö sama borð. Annað er ekki réttlátt. Að sjálfsögðu eiga svo þeir að bera þyngstu byrðarnar, sem hafa breiðust bökin. Vinnustéttirnar við sveit og við sjó, verða jaframt að gera sér Ijóst, að dýrtíðar- málin verða aldrei leyst á heilbrigðan og réttlátan hátt, ef auðhyggjumönnum á að takast að kljúfa þær i sund- ur. Ef launastéttir styöja í dag ranglátar ráðstafanir gegn bændum, getur vel svo farið, að röðin komi að þeim á morgun. Sundrung vinnu stéttanna getur aldrei orðið annað en vatn á myllu auö hyggjuaflanna, sem í skjóli þess geta komið ár sinni bet ur fyrir borð. Launastéttirnar get bezt gert sér ljóst, hvaða fordæmi, er hér skapað, ef þeir setja dæmið þannig upp, aö at- vinnurekendur og verkalýðs félög ættu í samningum. At vinnurekendur neituöu að semja og ríkisstjórnin notaði sér þá synjun þeirra til að lögbinda kaupið. Lögbinding in á kaupi bænda er hliðstæð þessu. Það er því ekki að undra, þótt atvinnurekendur Sjálfstæðisflokksins liti á þetta sem gott fordæmi. LAUNAFÓLK bæjanna má ekki láta ginnast til fylg- is við þá stefnu, aö dýrtíð armálin eigi að leysa á kostn aö bænda einna, en láta braskara og milliliði halda öllu sínu, eins og gert hefur verið í tið núv. stjórnar. Slík lausn er ekki aðeins rang lát heldur óraunhæf. í lausn dýrtíðarmálanna verða allir að taka hlutfallslega jafnan þátt, og þyngstu byrðarnar koma því réttilega á þá, sem hafa breiðust bökin. Slík lausn getur því aðeins náðst, að bændur og vinnu- stéttir bæjanna hafi með sér gott samstarf, eins og verið hefur í sexmannanefndinni um alllangt skeið, en nú hef ur rofnað illu heilli. Launa- stéttirnar eiga því að hjálpa til þess aö sá rangláti klafi, sem nú hefur verið lagður á bændastéttina, veröi hið fyrsta tekinn af henni, enda getur röðin komiö fljótlega að heim sjálfum, ef nú tekst að beita bændur ofríki. Íslands Sendiráð íslands í Bonn hefur nýlega senf blaðinu fjölritaða grein á þýzku, j ásamt íslenzkri þýðingu, tiL andsvara ritlingi sem Sam-| band þýzkra útgerðar-! manna hefur gefið út um' íslenzku fiskiiögsöguna. Hefur sendiráðið sent ýmsum þýzkum blöðum og tímaritum greinina. og hefur verið birtur útdrátt-j ur úr henni allvíða. Hin ísl. þýðing á svari sendiráðsins fylgir hér á eftir: FYRIR skömmu hefur Sam band þýzkra útgerðarmanna gef ið út ritgerð á þýzku og ensku varðandi fiskveiðilögsögu ís- lands. Þar eð ritgerð Útgerðarfél- aganna er all einhliða, leyfir sendiráðið sér að svara henni í istuttu máli og þeim fullyrðing um, að það sé „ekki hægt að réttlæta að neinu leyti einhliða litfærslu fiskveiðilögsögu ís- iands, hvorki þjóðréttarlega, líf fræðilega né frá hagnaðarlegu sjónarmiði." Eins og kunnugt er, er ekki fil neitt löggjafarþing í þjóða rétti, sem svari til þinga ein- stakra ríkja. Þess vegna verð ur að komast að raun um, hvernig litið er á mál frá sjón armiði þjóðaréttar á hverjum tíma még rannsóknum sérfræð inga. ÁRIÐ 1949 fólu Sameinuðu þjóðirnar nefnd sérfræðinga í þjóðarétti að segja til um, hverjar þjóðréttarreglur gildi um landhelgi við strendur lands og á sjó úti. Þessi nefnd starfaði í sex ár, og álit henn- ar var lagt fyrir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna árið 1956. Þetla mái er því ekki alveg einfalt. Niðurstaða nefndarinnar er á þá leið, að „þjóðarréttur við urkennir ekki landhelgi, er sé meira en 12 sjómílur.“ Þ. e„ að 12 sjómílna landhelgi kemur ekki í bága við alþjóðarétt. Virðist og eríitt að komast að annarri niðurstöðu, þegar 25 ríki hafa landhelgi, er nemur 12 sjómílum eða meira, en að eins 10—15 halda vig þriggja mílna landhelgi. .ísland hefur um langt skeið haft 16 mílna landhelgi eða meira. Þessi landhelgi var viðurkennda af Bretlandi og öðrum ríkjum. Bretlandi heppn aðist þó að fá samning við Dan mörku árið 1901, sem leyfði brezkum fiskimönnum að stunda fiskveiðar allt að 3 sjómílum frá ströndjnni. Þess um samningi sagði ísland upp árið 1948 með þriggja ára upp sagnarfresti, Samkvæmt því hefði 16 mílna landhelgi átt ag gilda aftur. ísland beið samt sem áður eftir úrskurði Alþjóðadómstóls ins í Haag, í máli því, sem Bretar höfðuðu gegn Noregi, út af útfærslu landhelgi Nor- egs í 4 sjómílur. Úrskurðurinn hrinti ágangi Breta með skerpu. Segir hann, að sér hvert ríki hafi isjálft rétt til að ákveða um stærð landhelgi sinnar. í RITGERÐINNI er oft talað um „einhliða aðgerðir" íslands svo sem slíkt væri sérstaklega áfellisvert. Það mun því fróð legt að heyra, hvað Alþjóða- dómstóllinn í Haag segir í framhaldi af þeim hluta úr- skurðarins, sem fjallar um, að sérhvert ríki hafi rétt til að ákveða um víðáttu landhelgi sinnar. Þar segir „að það liggi í eðli málsins, að þessi ákvæði hljóti að vera einhliða ákveðin af istrandríkinu". Hingað til hafa öll ríki ákveðið einhliða Svar Helga P. Briem sendiherra wið ritiingi þýzkra útgerSarmanna um iandhelgismáiið um víðáttu landhelgi sinnar, því að þeim tveim ráðstefnum, sem fjallað hafa um málið, hef ur ekki tekizt að komast að neinni niðurstöðu. Eftir að hinn skýri úrskurður Alþjóðadómstólsins hafði verið felldur, færði ísland út fisk veiðilögsögu sína í 4 mílur, og lokaði fjörðum landsins fyrir botnvörpuveiðum. Þetta á- kvæði skapaði íslenzkum togur um erfiðleika. En íslenzkir út gerðamenn sáu nauðsyn þess að vernda gotstöðvarnar öllum til góðs og vonuðust eftir meiri afla eftir nokkur ár, eins og líka raun varð á. ÞAÐ verður að geta þess Þýzkalandi til heiðurs, að það sá nauðsyn þessarar útfærslu Helgi P. Briem sendiherra og mótmælti ekki. Bretland, þar á móti, fór í kringum úr- skurð Alþjóðadómstólsins á þann hátt, að það setti sölu bann á fiskinnflutninginn frá íslandi og olli því miklum skaða, því að Bretland var þá stærsti viðskiptaaðili íslands. Enda þótt nefnd sérfræðinga hafi komizt að þeirri niður- stöðu, að tólf mílna landhelg in væri lögleg, beið ísland samt eftir niðurstöðum iand- helgisráðstefnunnar í Genf. Þar fengu nokkrar tillögur tólf mílna landhelgi meirihluta at- kvæða en ekki 2:1 meirihluta, sem væri bindandi fyrir þátt takendur. ÞAÐ var því ekki fyrr en út séð var um það, að engin nið urstaða fengizt á Genfarfundin um, og Varla líklegt, að niður staða fengizt á næstu árunum, að ísland færði út fiskveiðilög sögu sína í 12 mílur. Það gerði1 það einhliða, því ag það var öllum ljóst á Gefnarrástefn- unni, að ekki var hægt að ná samkomulagi. Gotstöðvarnar fengu vernd með 4 mílna land helgi. Þessi úlfærsla átti að, verða seiðunum til bjargar. Bretland hefur með þögninni viðurkennt fiskveiðilögsögu, sem var allt að 200 sjómílur. Með samningum hefur það við urkennt rússnesku 12 rnílna landhelgina og hina færeysku, en hana þó aðeins fyrir út- lenda togara, en ekki fyrir brezka. Þjóðréttarlega séð er út- færslan því alveg réttmæt. Sam kvæmt þjóðaréti hefur ísland nákvæmlega sama rétt til 12 mílna fiskveiðilögsögu eins og hin 25 ríkin. Og svo sem úrskurður Alþjóðadómstólsins í Haag segir, er það strandrík ið, sem hlýtur að ákveða ein hliða víðáttu landhelgi sinnar. í RITGERÐINNI gætu menn skilið, að verndarákvæði ís- lands hefðu í för með sér, að þýzkir fiskimenn væru útilok aðir frá öllu Norður-Atlants- hafi. Slíkt er auðvitað misskiln ingur. Útfærsla fiskveiðilögsög unnar nemur minna en 8.000 fermilum af ómælisvíðáttu Atl antshafsins. Þýzkir fiskimenn hafa veitt mjög lítig á þessu svæði síðan stríðinu lauk, því að þeir vilja heldur veiða á meira dýpi með hinum -stóru, nýju togurum sínum. Eftir úrskurði Alþjóðadóm- stólsins í Haag og niðurstöðum sérfræðinganefndar Samein- uðu þjóðanna, er þetta mál út rætt frá lagalegu sjónarmiði. Meira að segja hefur Bret land gert tillögu um 6 mílna landhelgi, en tók síðan aftur. Þar eð 12 mílna fiskveiðilög sagan liggur alveg ljós fyrir, er lítt ástæða til að ræða mál ið frá líffræðilegu sjónarmiði eða hagfræðilegu. íslendingar hafa ekki orðið varir við það, að Bretar hafi deilt neinum af náttúruauðæfum sínum með ís landi. íslendingar hafa aldrei fengið neitt ókeypis frá Eng landi, og heldur aldrei ben't á það, að eitthvert land notaði ekki til fulls námur sínar eða gróður akra sinna og skóga. HÉR SKAL þó stuttlega vik ið að þessum einkenniiegu rök semdum. í ritlingnum segir: „Hingað .til hefur ekki verið hægt ag úrskurða, hvort ofveiði eigi sér stað.“ Maður spyr þv: hvers vegna veiða ekki togararnir í Norður sjónum? Svarið er: Vegna of veiði. Hvers vegna eyða togar arnir 22 dögum í isiglingu til Nýfundnalands? Svarið er, að þessi langa sigling svarar kostn aði, vegna þess að öll nálæg fiskimið.eru uppurin og spillt af ofveiði. En ofveiði er ekki aðallega það, ag það séu yfir leitt ekki’ til fiskar á hafinu, heldur að nytjafiskum, sem hægt vxa er útrýmt, en í stað þeirra koma aðrir fiskar, sem lítið er sótzt eftir. SÍÐASTI sléttbakurinn var drepinn í NorðUr-Atlantshafi fyrir um 50 árum. Það eru samt eftir margar tegundir hvala, en þeir lítið eftirsóttir. Því telja hvalveiðifélögin sér hag í því að senda mikinn flota til suðurheimskautshafsins fram og aftur frekar en að veiða í Norðurhöfum. Svipað stendur á með margar fiskteg undir, svo sem lúðu, sem er nærri útrýnrt við ísland. Þess ar verðmætu fisktegundir hverfa, en í stað þeirra koma verðlitlir fiskar. Jafnvel þorsk urinn, sem er meðal frjósöm ustu dýra jarðarinnar, og gýtur milljónum hrogna á ári, virðast hraka fyrir ofveiði því botvarpan drepur milljónir og milljónir seiða. Þrátt fyrir ó- endanlega frjósemi, sérstaklega skordýranna, virðist náttúran einnig þar hafa iskapað jafn- vægi, sem fer úr skorðum, þeg ar maðurinn truflar það. ÞAÐ er sagt, að íslendingar muni ekki geta notað fiskiveiði lögsögu sína til fulls. Það er einmitt ósk þeirra. íslendingar vona, þegar seiðin fá vernd, að meiri og betri fiskur verði ut an 12 mílnánna, en nú innan þeirra, og það öllum í hag. Smælkið verði þá nokkurs konar forðabúr, sem geti jafn að árasveiflur og verði afiinn þá árvissari. Þegar bannað var að veiða með botvörpu í fjörðum ís- lands, kostaði það íslenzka tog ai’aútgerð mikla erfiðleika Frið un gots'töðvanna sýnir þó, að allir hafa haft hag af henni. ísland hefur verið ásakað fyr ir það í ritgerðinni, að það vilji einoka fskveiðar. Tólf sjómílna landhelgin er 22 km. Framhald á bls 8.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.