Tíminn - 23.09.1959, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.09.1959, Blaðsíða 9
T í M1N N, miðvikudaginn 23. sept 1959. 9 '/S,E LITTKENS i > 1 Syndafall \ O O o o O o O o o 21 Stóru skáldsöguna sína hef ur hún ekki losnaö við. Hún hefur fengið handritið end ursent jafnoft og hún hefur reynt að koma því út. Það hefur aö sjálfsögðu farið af skaplega í taugarnar á henni. Enginn vafi leiKur á því, að Mafalda er vel gefin. En það er ekki eitt og liið sama að vera vel gefin og vel menntaður og vera fæddur skáld. Og ef skáldsaga Maf öldu var jafn gegnþrungin beiskju og reiði yfir fáfeng leik mannanna og skáldkon an, var hún áreiöanlega ekki aðgengilegt lesefni. Mafalda átti mann fyrstu árin, sem hún dvaldi í París. Um þjóðerni hans vissi ekki nokkur maöur. Hann dó eftir fárra ára hjónáband og lét eftir sig lífeyri, sem hún lifði góðu lífl'áíi Mafalda er svo ólík systur sinhi, að Karin hefur oft”velt því fyrir sér, hvernig þær geti verið skyldar. Anna Mor enius leitar hins góða í mann inum og reynir að laða það fram. Mafalda er bitur við allt og alla. Hún er nöldur- skjóða. Hún hatar karlmenn. Hún hatar konurnar líka, einkum þær, sem leitast við að bæta kjör kvennanna. Með öðrum orðum, hún er gbrsa{m(lega andlspænis öll'U mannlegu. Jafnvel í útliti eru systurn ar andstæöur. Mafalda er há vekti. Andlit hennar er bráð þokkalegt, húðin filabeinslit. í augum hennar leiftrar glampi, sem Karin á erfitt með að þola. Hendur hennar eru mjög vel lagaðar, og hún patar mikið með þeim. Og til þess héfur hún ríka á stæðu, því hún er alltaf með logandi sigarettu milli fingra sinna. Mafalda er furöulegt nafn. Einkennilegt af foreldrunum að skíra annað tveggja barna sin'na Önnu, á gamlan og góð an algengan hátt, og hitt Maföldu. En í raun réttri heit ir Mafalda því algenga nafni María. En þegar hún stund aði nám við listaháskóla í París, fann hún upp á því að nota nafnið sjálf. Fjölskyld an fór einnig að kalla hana Maföldú Mest til gamans, en nafnið festist við hana. Og henni til mikils ama var Bengt svo ruddalegur að kalla hana Maríu móðursyst ur. Karin á oft í útistöðum við Máföldu. sem gagnrýiiir Fall anderfólkið eins og henni býður viö að horfa. Hún þol ir ekki tengdafólk Karinar. Það er varla að hún sé al- mennileg við Curt. -y- Jæja, svo þú ert orðin for frömuð! Þá eru lika dómara hjónin ánægð, segir Mafalda mejnfvsin. — Það getur orö ið ‘þéim til góðs, að komast að raun um, að nú til dags getiir gíeymzt, að sumir eiéa „nafn'* og „stöðu" í þjóðfélag inu. Og hvað segir nú Curt vinur okkar? Nú er hin.fin gerða hégómagirnd hans sennilega særð djúpu sári? — Þú ert asni! Röðin var ekki komin að honum. Auð vitað varð hann ekki særður. — Ætlar þú að reyna að telja mér trú um það? segir Mafalda hvasst og lítur snöggt til Karinar. — Curt ' getur talið þér trú um hvað sem er. En láttu þér ekki detta í hug að þú getir gert hið sama við mig. Auðvitað lætur hann sem hann sé sæll og glaður það lítur bezt út. Ekki getur hann gengið um og sagt hverjum sem hlusta vill, að hin ættlausa Karin Morenius hafi verið tekin | fram yfir hann. Þá liöi hé gómagirnd hans fuBkomið skipbrot. Eg hefði viljað gefa mikið til þess að sjá þína virðulegu tengdaforeldra þeg ,ar þau fengu fréttina um að þessi litla, ómerkilega tengda dóttir hefði verið tekin fram yfir hinn stórá, göfuga son þeirra. | — Hve oft þarf ég að segja . þér að ég vil ekki heyra ‘ þessa stöðugu gagnrýni á Curt, grípur Karin ákveðin fram í. — Þú ert jafn blind og þrælslega undirgefin og aðr ar konur. Þú lætur allt yfir þig ganga, heldúr Malfalda ótrauð áfram. — Hingað til hef ég ekki þurft að láta neitt yfir mig ganga, svarar Karin eins stillilega og henni er kostur. — Curt er góður og hugulsam ur eiginmaður. Og það veizt þú mætavel . . . — Hugulsamur . . . Já, þvl ekki það? . . . Og penpíuleg ,ur og leiðinlegur . . . — Hann er mér nægur. Og hann er minn maður, ekki þinn ... — Eruö þið strax byrjaðar að rífast, segir frú Morenius góðlátlega. Hún kemur með kaffið. — Karin stendur meö sínum manni, og það er rétt. Hann á það fyllilega skilið. Curt er bezti strákur. Karin sendir móður sinni þakklátt augnaráð. Mafalda heldur áfram að reykja og lætur mæðgurnar færa sér kaffi og kökur. Samtalið fjall ar uin alipenn efni um hríð. Að kaffinu loknu tekur Mafalda þráðinn upn aftur: — Þetta von Stierman fífl sagði einni kerlingu, sem bió hér, að orðrömur væri á kreiki þess efnis, að hækkun þín' 'stæði í nánu samhengi við það, að Ellinger er vit- laus í þér. Kar’in eldroðnar. En þótt undarlegt kunni að virðast, er Mafalda nægilega kurteis til þess aö bæta ekki neinu við frá eigin brjósti. — Ja, þær sögur sem á kreik komast, segir frú Mor enius upprifin. — Þú ættir nú að vera nógu gömul, Maf alda, til þess að vita að ekki er mark takandi á nema litl um hluta þess, sem fóllc þvaðrar. Fallanderfólkið er alltof vandað til þess að fara með slúður. ! — Ekki frú von Stiernman, segir Mafalda kotroskin. — Hún bæði slúðrar og hamstr ar eins og hún getur. Eg hef aldrei sagt, að ég tryði öllu sem mér er sagt. Eg lýg bara eins og logið er að mér. Og sama dag og Karin var hækk uð á frú von Stiernman að hafa sagt sem svo, að fögur kona gæti alltaf komizt á- fram. Það hafði Curt sagt for eldrum sínum. Karin finnur roðan breið ast yfir andlit sitt. — Finnst þér það fallega gert af frú von Stierman að fara með slúðursögur um mágkonu sína? heldur Maf alda miskunarlaust enn áfram. — Og finnst þér Curt koma vel fram, þegar hann reynir að draga úr dugnaði konu sinnar? | — Ef þú heldur að Curt hafi gert það, ferðu alger lega villur vegar, svarar Kar in og reynir að stilla sig. |— Þú veizt hvað foreldrar hans eru íhaldssamir, það er langsennilegast að með þessu hafi hann verið að gera þeim málið skiljanlegt. Mafalda hlær. Hlátur hennar getur verið alveg ó- þolandi. j — Vel gert, eða hvaö? i Karin bítur á jaxlinn og kreppir hnefana. i — Á ekki Lassi greyið að fá kaffi? spyr Mafalda. — Hon um veitir ekki af því, eins : og hann hamast við að lesa. En Lassi gleymist gjarnan. ' Hún er einkennilega veik fyrir Lassa, gefur honum meira að segja af sínum dýru j sígarettum. Þó hefur hann tvöfaldan skammt á við hana. En hann er að lesa und ir próf, og lestur hans hefur verið tafinn með herþjón- justu, svo henni finnst hann þurfa þess með, að einhver taki tillit til hans. 1 Frú Morenius fer og sækir i hann. Lars er þrekváxinn, herðabreiður, ljós yflirlitum með ljósblá, lesþreytt augu. | Andlitið sýnir greinilega að hann leggur hart að sér við lesturinn. Hann er hæglátur jog kýs sér helzt samastað úti ' í horni. Eins og hann sé sí fellt hræddur um aö vera fyr ir. — Curt ætlar að tala við Till lögfræðing nú á næst unni, segir Karin og snýr sér að bróöur sínum. — Þeir eru prýðisgóðir vinir. í kvöld eru þeir að spila bridge. — Fallega gert af honum, svarar Lars þakklátur. — Ef til vill kemst ég þá á skrif stofuna hjá honum í sumar. Eg verð víst að fara í herinn aftur i haust. En þá getur mamma líka leigt herbergið mitt . . . Samsýning Félags íslenzkra myndlistarmanna verður haldin í októbermánuði n k. Utanfélagsmönnum er heim- ilt að senda myndir til dómnefndar mánudaginn 5. okt. kl. 16—19 síðdegis. Sýningarnefndin. Skattstofa Reykjavíkur verður lokuð vegna jarðarfarar frá kl. 1 e. h. \ miðvikudaginn 23 þ. m. Skattstjórinn. ! Vegna jarðarfarar verða skrifstofur vorar lokaðar eftir hádegi miðvikudaginn 23. sept. Áfengisverziun ríkisins. ] Lyfjaverzlun ríkisins. Ljósmóður vantar í Patreksfjarðar- og Ráuðasandsumdæmi,' Aðstoða r h j ú kr u na r kon u vantar í Sjúkrahús Patreksfjarðar. Upplýsingar í sýsluskrifstofunni. Sýslumaður Barðastrandarsýslu .... gpaiiA yður ilaup á xuilli znargra verzlæúa! MUJMl í WIDM flfíUH! %}} -Austurgtacsstá. ttmmmmmmmmnmnmmmmn \nk »*tKíirsimi XÍMA'vv 143® ASBESTSEMENT- plötur fyrir utanhúss-klæðningu innanhúss-klæðnmgu og bárupiötur á þök ELDTRAUSTA R LÉTTAR STERKAR ÓDÝRAR Birgðir fyrirliggjandi: MARS Trading Co h.f. Klapparstíg 20. — Sími 1-7373 Útför eiginmanns míns m Guðna Jónssonar, Höfn í Hornafirði, fer fram fimmtudaginn 24. sept. og hefst me3 húskveSju aS heimlll hins iatna kl. 1 e. h. JarSsett verSur í nýjum grafreit á Höfn. Ólöf Þórðardóttrr. 1 —■'---------—'■.............. "• • ':á '----...........

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.