Tíminn - 23.09.1959, Blaðsíða 8
TÍMINN, miíVvikudaginn 23. sept. 1959.
PILTAR
EFÞlD EJGiO UNNUSTUNA
Þfi Á ÉQ HRtN&ANA /
ftfarfá/j fls///t/né(sio/r
Ráðskonustaða
Barnlaus stúlka, eða eldri kona óskast á gott heim-
ili, suður með sjó. Þarf að geta unnið við hænsna-
hirðingu. Aðeins ein eldri hjón í heimili. Þær,
sem vildu sinna þessu, sendi nöfn sín og nauð-
synlegar upplýsingar ásamt katipkröfu, til blaðs-
ins fyrir 1. okt. n.k. merkt „Stillt og geðgóð“.
Minning: Helgi Jónasson
írá Brennu
Fæddur 1. janúar 1887. — Dáinn 18. september 1959.
Jörð óskast
Góð jörð helzt suðvestan lands, óskast til kaups.
Skipti á 5 herbergja íbúð 1 Reykjavík koma til
gieina. — Uppl. gefur Stefán Pétursson hdl.
Málflutningsskrifstofa — fasteignasala,
Laugavegi 7. — Sími 19764.
Hér lagði mikill ferSamaður upp
í sína lengstu för!
Hann var í hópi hinna fyrstu
manna hér á landi, sem tóku upp
þann hátt, að ferðast til að ferð-
ast, og ná þeim árangri, að skoða
landið sitt niðiu- í sumana og njóta
fegurðar þess og fjölbreylni, ekki
aðeins í hinu stóra, útlinum þess
og formfegurð, heldur einnig í
því, sem innar liggur, fjölbreytni
þess í litbrigðum, gróðurfari og
dýralífi.
Hann og nokkrir félagar hans
eiga heiður af því, að hafa gjörzt
forystumenn á þessum leiðum, sem
nú, guði sé lof, eru orðnar ærið
fjölfarnar, þó of margur fari hér
enn mikils á mis.
Hugsa sér hvað manneskjan er
sein að taka við sér, og læra á
landið sitt. Þegar þeir Eggert og
Bjarni forðum, réðu för sína upp á
Snæfellsjökul, báðu landsmenn,
sem til vissu, guð fyrir sér, ekkert
myndi þýða að biðja fyrir þeim,
svo handvissir voru menn um, að
mennirnir kæmust ekki lífs af.
Helgi gekk ungur að árum í þjón-
ustu Verzlunarinnar Edinborg, en
,sú verzlun braut í blað, og varð
upphaf að margvíslegum menn-
ingarframförum hér á landi á sviði
verzlunarinnar, hóf m. a. stað-
greiðsluviðskipti. Síðar varð hann
starfsmaður Útvegsbanka íslands
undir stjórn erlends kunnáttu-
manns á þessu sviði, og varð þetta
tímabil Helga góðrn- skóli. Síðar
tókst hann á hendur farandsölu
með ströndum fram, og er það
manni ráðgáta hvers vegna hinn
gáfaði hæfileikamaður, laut að
slíku starfi, þar sem hann heföi'
getað átt betri kosta völ. Enda fór
svo, að á þessum árum komst hann
undir vald þeirrar nautnar, sem'
síðar varð honum fjötur um fót. |
En slíkar voru aktíur Helga, að
þegar honum reið mest á, studdu
hvorki rneira né minna en tveir
FIDELA
vinnur á um
allan heirn
FIDEIA
FIDELA-GARNIÐ er framleitt ur beztu tegund ullar og eina utlenda
garnið á markaðinum, sem hægt er að prjóna úr á vél. Fidela-Garnið
er þekkt um land allt og fæst í öllum betri verziunum og kaupfélögum
Heildsölubirgðir: Jónas Ólafsson, Vonarstræti 8 Símar: 17294, 13585.
fjármálaráðherrar að því, að hann
gerðist liðsmaður í þeim „víngarði“,
sem honum hafði orðið fjötur um
fót, og þar vann hann á annan
áratug, vinsæll og dáður af sam-
starfsfólki sínu, þótt hann næði
aidrei til sín aliri hendinni, sem
hann á sínum tíma hafði gefið vín-
guðinum! —
Helgi var um langt árabil stjórn-
armeðlimur íþróttafélags Reykja-
víkur og Ferðafélags íslands, að
sjálfsögðu áhugasamur og tillögu-
góður. Þá var hann ekki sízt út-.'
lendingum góður förunautur, og á|
ferðalögum vingaðist hann við (
margan merkan mann með þeim
hætti, að hann átti bréfaskipti svo|
árum skipti, við margan þann, er.
notið hafði leiðsagnar hans og fyr-j
irgreiðslu.
Hafi Helga frá Brennu orðið að
trú sinni og áætlan, er hann nú|
kominn þar, sem gaman verður nð
hitía hann á sinum tírna, — og
njóta hans leiðsagnar!
Guðbrandur Magnússon.
Athugasemd
14. apríl, 1959.
Til ritstjóra Tímans.
Athugasemd við viðtal um búvéla-
innflutning.
Fyrir alllöngu kom tii mín blaða-
maður frá blaði yðar og óskaði við-
lals um vélainnflutning og var það
fúslega veitt.
Eg var búinn að gleyma því, að
viðtal þetta hafði átt sér stað, þegar
ég af tilviljun rakst á það í Tím-
anum frá 8. apríl, siðastl.
Þar sem gleymdist að senda mér
próförk að greininni, langar mig
að leiðrétt verði prentviila, sem
slæðzt hefur inn í hana.
í fyrirsögn stendur: „Bændur
haldi sig við þá dráttarvélategund,.
sem mest er af í landinu“. Á að
vera: „Bændur haldi sig við þær
dráttarvélategundir, sem mest er
af í landinu."
' Sama villa kemur fyrir neðar-
iega í fyrsta dálki greinarinnar. Ég
hef aldrei treyst • mér til að mæla
með neinni einnÍ ' tegund dráttar-
véla, enda er engin leið að gera
upp á milli margrá tegunda. Þar að
auki hentar ekki öllum bændum
sama stærð dráttarvéla. Nokkurt
úrval verður að vera, þó að æski-
legast sé, að tegundirnar séu sem
fæstar.
Æskilegt hefði verið að birla
innflutningsskýrsluna í heild, svo
að menn geti betur áttað sig á
hvert stefnir með innflutninginn.
Virðingarfyllst.
Fiskveiðilögsaga
(Framhald af 6. síðuj
frá ströndum íslands. Til næsta
lands, Grænlands, eru um 350
km. Það eru því yfir 300 km.
þar sem skemmst er á milli
ianda, og eru þar mikil fiski
mið. Til Skotlands eru 850 km.
og til Noregs 1050 km. Þar á
milli eru Færeyjar í um 400
km. fjarlægð. Höfundurinn virft
ist því ekki hafa mkla trú á
málstað sínum, þegar svona
„röksemdir" eru færðar. Sumir
gætu látið sér jafnvel detta
i hug, aö hér sé hann vitandi
vits að villa lesandanum sjón
ir.
EF TIL vill hefur það ekki
mikla þýðingu, a^ fyrir ; fs-
Iand eru fiskveiðarnar mál upp
á líf eða dauða. Þó skal bþnt
á það, að 97% af útflutning'i ís
land.s er fiskur og fiskafurðir.
Ef fiskveiðarnar verða eyðilkgð
ar með ofveiði, geta‘ togarafnir
auðvitað „leitað nýrra iniðá á
skipulegan Rátt, svo sem er ákil
málalaust nauðsynlegt‘‘, 'svo
sem segir í ritgeyðinni. Þétta
gæti tafið algera eyðileggi’ngu
úthafsfiskveiða í nokkur ár, en
lausn á málinu er það ekki. ís
lendingar myndu þá búa að
gagnslausum fiskimiðum. Það
mundi þýða, að þeir gætu
hvorki keypt né greitt þann
mikla innflutning, sem þeir
gera nú. Þetta mundi aftur hafa
í för með sér, að markaður fyr
ir alls konar iðnaðarvörur hyrfi
og kaupgeta þjóöa í milli.
Vandamálið er þá, hvort ekki
sé betra, að íslendingar geti
verndað fiskimiðin, að þeir
stundi hinar erfiðu, hætlulegu
og illa launuðu fiskiveiðar, af
því að þeir hafa ekki aðra at-
vinnumöguleik, og geti þá
keypt iðnarvörur Þjóðverja og
annarra þjóða.
SVO SEM áður er sagt, er
búið að leysa þjóðarréttariega
hlið málsins. Þa'ð eru 25 ríki,
sem hafa 12 mílna fiskveiðilög
sögu, en aðeins 10—15 ríki,
sem hafa þriggja míína land
helgi.
Hinn mikli þýzki þjóðréttar
fræðingur Franz v. Liszl taldi
þriggja milna landhelgina úr
elta fyrir meira en-50 árum. Sið
an er hitn orðin algjörlega ó-
fullnægjandi, vegna þess hve
fiskitæki eru öll orðin yeiðnari
og skipin liraðari.
íslendingum virðisf sem fisk
veiðiþjóðir Norður-Evrópu
hefðu átt að biðja þá að setja
þessar verndunarráðstafanir til
hags fyrir aíla. í stað þess stend
ur ísland eitt, og hefur þólað
verzlunarbann Breta og ofsókn
ir síðan 1952 og nú þolir það
daglegar árásir brezka flotans
innan landhelgi. Þó virðist þaö
jafn auðsýnilegt, að smáfiskur
þarf veimd eins og að nýsáinn
akur þolir ekki umferð.
Sendiráð ísland í Bad Godes-
berg.
Helgi P. Briem.
i«Hiini«::nnn:!iii:mn;mtt»n:
Hygglnn bóndl tryggír
dréttarvél krna
Frameiðendr: CENTROTEX Dept. 6707, Praha Umboðsmaður: Jón Heiðberg, Laufásvegi 2A, Rvík
Haraldur Árnason,
verkfæraráðunautur,
Búnaðarfélags íslands.