Tíminn - 25.09.1959, Síða 3

Tíminn - 25.09.1959, Síða 3
T í M IN N , föstudaginn 25. september 1959. 3 Börn snillingsins eiga ekki sjö dagana sæla Það eru ritaðar margar bæk Ur um smllinga mannkynsins. Nýlega hefur verið rituð ævi- saga Eugene O’Neill, sem er að því leyti frábrugðin ævi- sögum merkra manna að hún fjallar engu síður um börn hans en hann sjálfan, en börn- in vilja oftast glevmast í ævi- sögum snillinganna. Bókin heitir „The Curse of the Mis- begotten“ og er eftir Cros- well Bowen. Snillingurinn er einmana. Hann situr eins og maður á hárri súlu og það er ekki rúm nema fyrir hann einsn. Snillingurinn er al- tekinn hugsjón sinni, gefur sig all an verkum sínum á vald og nán- ustu vandamenn og ættingjar skipa ekki það rúm í huga hans sem þeim ber. Það er sagt að Mozart hafi sctið við og samið lög í óða önn meðan konan hans vein- aði í barnsnauð í næsta her- bergi.... Sjálfsrmcrð Snillingurinn getur ekki lagað sig eftir háttum borgaralegs lífs og virðist sýna aðstandendum'sín- um fullkomið tillitsleysi og kulda, þótt hann gráti hins vegar örvæntingarfullur yfir örlögum alls mannkyns. Eugene O’Neill komst aldrei í nána snertingu við börn sín, hann var einn í heim- inum og átti ekki samleið með öðrum. O’Neill átti þrjú börn. Elztur var sonurinn Eugene Gladstone O’Neill yngri. Móðir hans var fyrsta kona skáldsins, Kathleen Jenkins. Hann framdi sjálfsmorð árið 1950 og lét eftir sig bréf undir tómri viskíflösku þar sem hann sagði: „Það skal aldrei verða sagt um neinn af minni fjölskyldu að hann hafi ekki getað tæmt flösku í botn. Verið sæl og bless. Næstelztur var Shane, en móðir hans var 2. kona leikritaskáldsins, Agnes Boulton. Shane fæddist í október 1919. Yngst var Oona, dóttir skálds- dns og Agncsar, fædd 13. maí 1925. Þriðja hjónaband Eugenes O’Neills var barnlaust. Þá var hann kvæntur Carlottu Monterey. Engar skáldagrillur Bowen byggir bók sína að veru- legu leyti á samtölum við Shane og bréfum Það sýnir sig að heimilisfaðirmn vann sér aldrei traust barnanna sinna. Hann elsk aði þau að vísu og lét ást sína í í ævisögu O’NeiIIs er sagt frá mis- sætti hans og barna hans - sneri baki við dótturinni þegar hún giftist Chaplin - sonur hans gerðist eitur- lyfjaneytandi og dryhkjuræfill ljós en með ósköp hversdagslegum og venjulegum orðum, sem virtist raðað meira upp eftir forskrift en tilfinningu. Samtöl milli hans og barnanna gengu jafnvel svo stirt og voru svo óeðiiieg að nærri lá við að hann stamaði þegar hann talaði við þau. Shane varð að reikulum sveim- huga, sem aldrei staðfestist við neitt og að lokum lagðist líf hans í rúst. Hann kennir sjáifum sér um örlög sín að mestu leyti, hon- um hafi aldrei tekizt að vekja til- trú föður síns né brjóta þann múr einangrunar sem um hann lukti. Hann vildi líkjast föður sínum og leit upp til hans, hann vildi verða skáld og kom að máli við föður sinn og sótti til hans ráð. í fyrstu vildi gamli maðurinn ekkert við hann tala, en að lokum þegar þau mál bar á góma, þá ráðlagði Eug- ene syni sínum að koma aldrei nálægt skáldskap og leggja allar slíkar grillur á hilluna. Takfu sjálfur ákvörðun í leit sinni að föðurást, sem hvert barn á rétt á en honum var synjað um, snerist Shane frá einni ráðagerðinni til annarrar. Eina stundina ætlaði hann sér að setja upp búgarð og ráða til sín kú- reka, aðra stundina vildi hann ólmur hverfa frá öllu og fara á sjóinn eins og faðir hans hafði gert á sínum tíma. — Faðir hans skrifaði honum bréf og sagði honum að hann yrði að finna sjálf an sig, enginn annar myndi gera það fyrir hann, hann yrði sjálfur að taka ákvarðanir í lífi sínu og standa við þær. Þegar hann var 21 árs að aldri fékk hann enn eitt bréf frá föð- ur sínum þar sem sagði á þessa leið: -— Þú ættir að dvelja í einveru nokkrar stundir á degi hverjum. Þú skalt tala opinskátt við sjálf- an þig og komast að niðurstöðu í vandamálum þínum. Þú getur ekki valið tetri dag en einmitt þennan. Taktu nú einu sinni á- kvörðun í lífi þínu — og stattu við hana. . .. Með bréfinu fylgdi ávísun upp á 15 dali. Sbane gekk lengi með ávísunina í vasanum áður en hann flcygði henrú brc.ti. Drykkjuskapur Nokkru síðar fékk hann atvinnu ásamt vini sínum sem var bíl- stjóri. Leikkena nokkur ætlaði til Mexíkó og hún réði þá til að hvíla sig við aksturinn. Þegar þeir komu til Juarez fengu þeir sína borgun og gengu út í bæinn. Áður en leið á löngu voru þeir orðnir ofurölvi og þegar þeir loksins komust inn á ódýrt og sóðalegt hótel sváfu þeir í heilan sólar- hring. Þegar þeir röknuðu úr rot- inu héldu þeir að morgunn væri og urðu því meira en lítið hissa þegar fór allt í einu að dimma. Þeir fóru með áætlunarbíl til bæj- arins Chihuahua og héldu þar á- fram drykkjnnni unz þeir vissu ekki sift rjúkandi ráð. Daginn eftir komu þeir auralausir til Mexíkó-borgar en tókst á einhvern hátt að fá senda peninga fyrir far- inu heim. Þetta æviatýri og annað þessu líkt — þar sem áfengi var þó ekki með í spilinu — voru ósköp svipuð þeim ævintýrum sem O’Neill gamii sjálíur hafði stofn- að til í sinni æsku. En þrátt fyrir það brást hann hinn reiðasti við þegar sonur hans lenti í þessu. Hann sendi drengnum ávísun þeg- ar hann varð í annað sinn stranda- glópur í Mexíkó, en sú ávísun hljóS aði aðeins upp á fargjaldið heim og ekki eyri fram yfir það. Enn fremur fvlgdi bréf þar sem Shane var ráðlagt að leggja niður allan stráksskap. Snemma í samkvæmislífið Oona systir Shanes, fann ef til viH ekki fyrir föðurþörfinni. Hún var 6 árum yngri og aldist upp algerlega undir umsjá móður sinnar sem gerði allt sem í henn- ar valdi stóð til að veita dóttur- inni þá aðhlynningu sem hún þurfti. En Shane var líkur föður sín- um að því leyti að hann var dul- SHANE heroin og marihuana ur, feiminn, óframfærinn og sjálf um sér ónógur. Hins vegar kom snemma í ijós að Oona var fögur og gerfileg stúlka sem átti auð- velt með að tjá hug sinn og um- gangast annað fólk. Hún var ekki skroppin úr skóla þegar hún fór að taka þátt í samkvæmislífinu í New York og Eugene O'NeilI — einmana snillingur var ekki nema 16 ára að aldri þegar hún kom í fyrsta sinn í hinn fræga Stork Ciub. O’Neill var afar stoltur og hreyk inn af hinni fögru dótlur sinni. Hann fékk Ijósmyndara til að taka myndir af honum og dóttur- inni saman og hann las henni langt og mikið leikrit í handriti þegar hún var ekki nema 16 óra gömul. Hún segir sjálf að hún muni ekkert úr því leikriti nema titilinn: „Húmar hægt að kveldi.'“ En þó var samband þeirra aldrei nema á ytra borði. Oona var töfrum gædd yngis- mey sem laðaði að sér alla unga menn. En hún hafði engan áhuga á jafnöldrum sínum. Hún kaus heldur karlmenn sem voru komn- ir á fertugsaldur. Og þegar hún loksins varð ástfanginn, var elsk- huginn maður sem var þrisvar sinnum eldri en hún. Hann hét Charlie Chaplin. Eugene O’Neill varð bálreiður þegar hann vissi um samdrátt þeirra. Hann lagðist gegn giftingu þeirra en Oona lýsti því yfir að hún mundi aldrei elska nokkurn annan í sínu lífi og henni fannst ekkert undariegt við það þótt hún — 18 ára gömul — giftist manni sem var á sextugsaldri. Frá þeirri stundu heyrði Oona aldrei neitt frá föður sínum. HataSi Hollywood Vinir Eugene O’Neills hafa sagt að gamli maðurinn hafi ekki haft á móti Chaplin sem manni. En hann kærði sig ekkert um neitt sem skylt var Hollywood. Hefði hann talað við Chaplin um þessi mál, hefði hann komizt að raun um að Chap,in var á sama máli og hann sjálfur um Hollywood. En sennilega hefði gifting Oonu — hver svo sem eiginmaðurinn hefði orðið — undir öllum kring- umstæðum skilið þau mæðgin að. í raun og veru hafði aldrei ríkt trúnaður þeirra á milli. O’Neill hafði að vísu verið hreykinn af dóttuir sinni en það var aldrei annað en föðurlegt stolt og Cros- well Bowen heldur því fram að harmleikurinn hafi verið í því fólginn að Eugene O’Neiil missti ekki dóttur sína þegar hún giftist. Og það var af þeirri einföldu á- stæðu að hann hafði ekki átt neina dóttur fyrir. Áður en Oona giftist hafði hún reynt fyrir sér sem leikkona. Hún hafði ætlað sér löngu áður en hún lauk skóiagöngu að verða leik kona og það skorti ekki girnileg tilboð. Max Reinhardt vildi ráða hana og Metro-Goldwyn-Mayer reyndi mikið til að fá hana til að leika austurlenzka stúlku í Suð urhafskvikmynd, en hún hefur á sér austurlenzkt yfirbragð. Úr öðrum stöðum bárust henni jafn- lokkandi tilboð. En faðir hennar setti henni stólinn fyrir dyrnar og fékk því til leiðar komig að hún gat engu tilboðinu tekið. Oona fékk þó um síðir dálítið hlutverk í leikriti eftir Saroyan. Veturinn 1942—3 kom hún til Hollyvvood og það var þá sem hún hitti Chaplin í fyrsta sinn. Móðir hennar hefur eitt sinn sagt um ást þeirra Oonu og Chaplins: .... ef til vill dróst hún fyrst og fremst að eldri körlum vegna þess að hún hafði alla sína ævi þráð föður sinn. Hún var aðeins lítil stúlka þegar við Eugene skild- um.“ Það var 16. júlí 1943 sem þau voru gefin saman, Oona og Chapl- in. Hún var sú fjórða í röðinni af konum hans. Chaplin átti uppkom- in börn sem voru eldri Oonu að árum. Ein orsökin til bess að brúðkaup ið yar haldið af ýtrustu leynd var sú, að um þessar mundir hafði Chaplin einmitt verið stefnt fyrir rétt, sakaður um legorðsbrot. Það var ung leikkona, 23 ára að aldri, sem kærði hann. O’Neill hafði ekki nema tvennt um brúðkaupið að segja: „Það (Framhald á 5. sí&u). Oona og Charlie Chaplin — eiginmaðurinn þrisvar sinnum eldri

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.