Tíminn - 25.09.1959, Side 6

Tíminn - 25.09.1959, Side 6
6 TI M I N N , föstudaginn 25. septembe: 1959. Útgefandl: FRAMSÖKNARFLOKKURINH Ritstjári og ábm.: Þórarinn ÞórarinaMK. Skrifstofur l Edduhúsinu við Llndargfit* Símar: 18300, 18 301, 18 302, 18 303, 1830* 18 306 (skrifst., ritstjórnin og blaðamenn). Auglýsingasiml 19 523. - AfgreiBslan 12Sff Prentsm. Edda hf. Siml eftir kl. 18: ÍSNI „Fram yfir EÆ1 MARKA mætti stjórn- arblöðin, gætu menn vel hald iö, að ríkisstjórnin væri búin aö gera varanlegar ráðstafan gegn verðbólgunni og ekki þyrfti nú annað að gera -en að halda í horfinú. Verð- bóiguskriðan væri stöðvuð og greið leið • framund.an. Eina hættan, sém geti ver ið framundan, sé haekkun landbúnaðarvara, ef bændur fengju. viðurkendan rétt sinn til að fá hliðstætt kaup og aðrar sambærilegar stéttir. Stundum kemur það þó fyr ir, að það skýzt óvart upp úr stjórnarblöðunum, að ástand ið er því miður ekki alveg svona glæsilegt. „Stöðvunín“ eða „varnargarðurinn‘“, sem þau guma mest af, sé í raun og veru ekki annað en hrein ustu bráðabirgðaráðstafanir, sem séu gerðar til að leyna menn hinu raunverulega á- standi fram yfir kosningar. Þetta skaust t. d. óvart upp úr Alþýðublaðinu, þegar það lét eftirfarandi ummæli falla í forustugrein: „Tilgangur ríkisstjórnar- innar er einmitt sá að koma í veg fyrir nýja verðbólgu- skriðu með því að hindra all ar hækkanir á kaupgj aldi og verðlagi fram yfir kosning- ar.“ TIL þess að ná þessu tak- marki að koma í veg fyrir kauphækkanir og verðhækk anir „fram yfir kosningar“‘ og láta fólk álíta, að búið sé að byggja „varnargerð" gegn dýrtíðinni, hefur ríkis- stjórnin aukið útflutnings- uppbætur hátt á annað hundrað millj. kr. og niður greíðslur um álíka upphæö. Fjár til þessara auknu út- gjalda hefur ýmist verið afl að þannig, að eytt hefur ver kosRÍngar' ið tekjum frá fyrra ári eða stofnað verður til eyðslu- skulda. Á næsta ári er enginn tekjuafgangur fyrir hendi til slíkrar ráðstöfunar og þá verður að greiða eyðsluskuld ir. Þá verður óhjákvæmilegt að leggja á nýjar álögur eða gera aðrar ráöstafanir, er hafa svipaöar afleiðingar fyr ir almenning. „Varnargarðurinn" er þann ig ekki aöeins hreint bráða- birgðakák heldur mun bresta fljótlega eftir kosningar með þeim afleiðingum, að ný verð bólguskriða fer af stað, nema nýjar ráðstafanir verði gerð ar til að hindra hana. ÞAÐ er frá þessu bráða- birgðakáki ríkisstjórnarinn ar, sem verðbólguhættan stafar nú, en ekki frá því, þótt bændur fengju leiðrétt ingu á kjörum til samræmis við aðrar stéttir. Sú upphæð, sem þar er deilt um, er smá vægileg í sambandi við þá stórkostlegu auknu uppbæt ur og niðurgreiðslur, sem núv. stjórnarflokkar hafa stofnað til. En þessu á að leyna þjóð- inni „fram yfir kosningar", eins og Alþýðublaðið segir í fyrradag. Fram yfir þær á að fá fólk til að álíta að búið sé að hlaða öflugan varnar- garð gegn verðbólgunni með hinum auknu uppbótum og niðurgreiðslum. Eftir kosn ingarnar má skriðan koma. Þá mega hækkanirnar skella á. Þá telja foringjar Sjálf- stæðisflokksins og Alþýðu flokksins að þeim verði ekki aðeins óhætt að beita bænd ur lögþvingun, heldur einnig aðrar vinnustéttir. Kjósendur ættu ekki að draga það „fram yfir kosn- ingar“ að átta sig á þessu. Réttindamissir og smánarbætur ÞAÐ ER RÉTT, sem Mbl. segir í gær, að „sú afurða- verðhækkun, sem bændur áttu rétt á og höfðu beðið eftir í heilt ár, þurfti enga verðbólguskriðu að setja af stað“. Fyrir ríkisstjórn, sem hefur aukið niðurgreiðslur á annað hundrað millj. kr., munaði ekki um að bæta viö 3—4 millj. kr. til að greiða hana niður, ef ekki vakti sér stakiega fyrir stjórninni að reyna að hagnast á ríg milli kaupstaða og sveita og skapa' fordæmi fyrir lögbindingu í framtíðinni. Fyrir bændur er sjálf fjár hæðin líka ekki nema annað atriðið í þessu sambandi. Hitt atriðið getur skipt þá miklu meira í framtíðinni, að hér er sá skýlausi réttur af þeim tekinn að fá laun sín ákveðin til samræmis við aðrar stétt ir og þeir einir allra vinnu- stétta settir undir lögbind ingu. Það, sem nú hefur ver ið gert, getur orðið upphaf annars verra, ef bændum tekst ekki að stöðva ofbeldis verkið nú. Þess vegna hefur Timinn sagt það og stendur við það, að Sjálfstæðisflokk urinn sé að bjóða bændum smánarbætur, þegar hann býðst til að greiöa þeim þennan réttindamissi meö einhverjum fjárbótum eftir á. Réttindaskerðingin, sem bráðabirgðalögin valda bændastéttinni, eru henni enn verri og hættulegri en s átekjumissir sem kann að fylgja þeim í bili. Ef raun- verulegt og alhiiða átak væri gert til að stöðva dýrtíðina, myndi áreiðanlega ekki standa á bændum að leggja fyllilega sinn skerf af mörk um í því sambandi. Hitt geta bændur ekki og mega ekki una við, að kjör þeirra einna séu skert og lögbundin. Þeir verða að halda fast við rétt sinn og láta ekki skemmta sér hann minni en öðrum. Þeim nægja ekki fjárbætur fyrir bráðabirgðalögin, held ur að fá aftur sama rétt og aðrir. Fréttabréf frá Freysteini: Undrabarnið fór halloka Bled, 17. september. Að vakna er hversdagslegt at- vik í lífi hvers manns, sem sjaldan fangar athyglina. Og þó er þetta furðulega fyrirbæri, sem eitt sinn mun ekki endurtakast. Að vakna í Bled, þar sem kast- alinn blasir við gegnum glerdyr svalanna, er ekki einungis furðu- legt, það er stórkostlegt. Klukkan er farin að ganga tíu. Svona er að vera næturhrafn, skrifa bréf og rölta við vatnið fram yfir miðnætti. Niðri i forstofu mæt um við Friðriki og öðrum íslend- ingi, sem kom á bifreið sinni yfir Alpana til þess að fylgjast með skákmótinu og lét bað ekki á sig fá þótt hann yrði að ýta Bensa gamia yfir örðugasta hjallann. Svona er áhugi okkar íslendinga á íþróttinni mikill, og víða leynast lúmskir skák menn, þótt óþekktir séu. Þannig er það með þennan. Einn daginn fær hann 100% vinninga úr skák- um sínum við Norðuriandaméistar- ann okkar í þeirri grein, sem um svipað leyti nær jöfnu gegn rúss- neskum stórmeistara. Ingi hefur þó oftast yfir í átökum þeirra land- anna. Friðrik og „óþekkti skákmaður- inn“ hafa þegar matazt, en við ráfum inn í matstofuna. Við lítið borð situr Tal, ásamt kennara sin- um Koblenz, og Petrosjan. Tal er hinn eini af Rússunum, sem hefur tvo aðstoðarmenn, en þar sem slíkt er ekki leyfilegt á pappírnum, er Averbach skráður, en Koblenz titl- aður blaðamaður, enda mun hann skrifa eitthvað um mótið, líkt og Inga R. hjá okkur. Vel fer á með þeim félögum Petrosjan og Tal. Þegar þelr leiðast úr salnum, geng- ur ekki hnífurinn í milli. Við fáum okkur sæti við autt borð. Brátt kemur ritari júgóslav- neska skáksambandsins, og síðar þeir Keres og og Crbgoric og setj- ast við borðið. Samræður eru fjör- ugar á rússnesku, því Keres er ræð inn og skemmtilegur, sem og Gli- goric. Þeir spjalla meðal annars um biðskák sina frá gærdeginum, þar sem Gligoric tókst að færa lakari stöðu til jafnteflis. Annars tala menn minnst um skák. Gli- goric spyr þó Keres, hvað liann hafi marga vinninga. „Ég veit það eitt um stöðuna í mótinu, — bætir Gligoric við, — að ég er tveimur vinningum á eftir Petrosjan.“ Við Gligoric erum sammála um, að nú sé tímabært fyrir Keres að vinna eitt áskorendamót. Hann hefur, sem kunnugt er, hafnað í fjórða, þriðja og síðast í öðru sæti á mótum þessum. „Nú ætti að vera komin röðin að því fyrsta segjum við.“ „Það gæti alveg eins orðið öfugt, það fimmta,“ segir Keres. Golombek kemur og sezt við næsta borð. Hann segir okkur fréttir frá þingi alþjóðaskáksam- bandsins í Luxemburg. Meðal ann- ars frá, að Lothar Smith hafi ver- ið útnefndur stórmeistari. En Lot- har Smith er einmitt borðfélagi okkar íslendinganna og Darga þessa dagana. Síðast i gær, þegar við vorum að skoða biðskákina við Smysloff, kom Smith og sagði okk- ur þau tíðindi, að af svölunum hans mætti sjá til Smýsloff, þar sem hann sæti við rannsóknir á stöðunni. Hvað Smith Friðrik hafa nógu marga aðstoðarmenn, til þess að geta sent einn i njósnarleið- angur. Var hlegið að þeirri fyndni. Golombek talar ensku, og virðist Keres nær jafnvígur á hana og þýzku eins og rússnesku. Þó er rússneska ekki móðurmál hans, sem kunnugt er. Sameiginlegur kunningi okkar Keresar í Sviþjóð, landi hans Leho Lourine, hafði eitt sinn orð á því, að Keres hefði lært rúsnesku á þann hátt, að hann hefði klippt niður pappalappa, skrifað rúsnesk orð öðrum megin og þýðinguna hinum megin, síðan hefði hann handleikið lappana líkt og spil, unz hann kunni öll orðin utanað. Seinleg aðferð, en virðist hafa borið góðan árangur. Annars mun Gligoric vera mestur mála- maður þeirra keppendanna. Auk móðurmálsins talar hann ensku, þýzku, rússnesku, frönsku, og spönsku. Ítölsku skilur hann að yrir Frioriki ■ ■ . mestu og vafalaust fleiri mál að einhverju leyti. Þegar við Keres erum orðnir einir eftir við borðið, notum við tækifærið til þess að spyrja hann um skák hans við Benkö, sem hinn síðarnefndi tapaði á tíma, þegar hann átti eftir að leika aðeins ein- um leik á tilskylda tímanum. „Hvert er álit þitt, á lokastöð- unni á móti Benkö?" „Hún er nokkuð jöfn — segir Kéres — en Benkö ætlaði skakkt í framhaldið, og hefði þá væntan- lega tapað peði.“ „Hvað þá um leikinn Bc5 hjá Benkö eftir að þú hefðir drepið hrókinn?“ „Já, það er rétti leikurinn, en Benkö ætlaði að leika Bb2. Eftir Bc5 hefði ég svarað með Hd8. Þá er staðan lík, ef til vill eitthvað betri hjá svörtum, en ætti að vera jafntefli.'1 „Já, — segjum við, sem höfum einmitt rannsakað þessa ieið, og komizt að þeirri niðurstöðu, að hún sé ef til vill lítið eitt betri hjá hvítum, en eigi að leiða til jafn- teflis, en það er vitaskuld alveg vonlaust, að sleppa úr svona mik- illi tímaþröng.“ Og svo minnumst við orða Lar- sens, þegar óþekkti skákmaðurinn spurði hann, hvað hann ætti að segja við félaga sína í Stuttgart um mótið hér og keppendur, þegar hann kæmi heim til sín. „Segið þeim, — sagði Larsen — að Keres, Smýsloff og Gligoric séu orðnir of gamlir, að Petrosjan tefli of varlega í unnum stöðum, að Ben- kö kunni ekki að meðhöndla klukk una, að Tal sé of ungur, að Fischer hafi kvef, og ef, bætir hann svo við brosandi, um leið og hann litur á Friðrik, ef ég hef gleymt ein- hverjum, þá er hann líka lélegur.“ Við kveðjum Keres og fáum okk- ur morgungöngu á pósthúsið með bréf gærkvöldsins. Afgreiðslustúlk- an segir, að það verði að opna bréf- ið, ef það á að sendast í ábyrgðv Við skrifum utaná nýtt umslag. Sinn er .siður í landi hverju. Þetta er ekki verra en að«láta ritskoða bréf sín að sér fornspurðum. Við höldum heimleiðis. Hérlcnd kona hrópar á okkur á götunni og talar móðurmálið, en ekki þýzku eins og svo margir hér. Hún vill fá enn eitt nafn á kortið sitt. Þegar við segjum henni á rúsnesku, að þetta sé aðeins fréttamaður, sem hún er að tala við, þá svarar hún, að það skipti engu máli. Efst á kortinu stendur skrifað: S Gligoric, og vita skuld er það keppendur sjálfir, sem mest eru umsetnir til áritana. Konan talar heil ósköp, og kemur í ljós, að hún er frá Belgrad, eða Beograd, eins og hér er sagt. Það er furða hvað fólk getur skilið hvað annað, þótt annað hvert orð missi marks. Fólk hér er yfirleitt ■mjög vingjarnlegt við útlendinga, eins og raunar í öllum Austur- Evrópulöndunum. Við kveðjum konujia og höldum heimleiðis. Vatn ið er freistandi til sunds og róðra, en skyldan kallar. 5. uinferð 14. september: Petrasjan — Tal %—% Benkö — Keres 0—1 Gligoric — Smýsloff 1—0 Friðrik — Fischer biðskák. Tal teflir Tarrashvörn gegn Petrosjan, og tekst honum á skemmtilegan hátt að jafna taflið. Eftir aðeins 12 leiki sjá keppend- ur, að frekari barátta er tilgangs- laus og semja jafntefli. Benkö leikur Enska leiknum gegn Keresi. Helzt löngum lík staða í skákinni, en Benkö er óspar á umhugsunartíma sinn. Loks á hann aðeins mínútu eftir fyrir 10 leiki. Keres reynir þá að sjálfsögðu að flækja taflið. Benkö ratar enn á réttu leikina, en sekúndumar líða ein af annarri. Þegar svo örin fellur, er Benkö leikur 39. leik, kemur það engum á óvart nema honum sjálfum. Benkö á erfitthneð að sætta sig við tap í svipaðri stöðu. Heldur hann því fram, að klukkan sé ekki góð, og örin hafi fallið þremur til fimm sekúndum of snemma. Síðar eru mótmæli hans tekin til umræðu í dómnefnd, þar sem sæti' eiga, auk skákstjóra, þeir Rogosin, Friðrik, Qligoric og Medelkoné. En allt kemur fyrir ekki, Benkö verður að sætta sig við fyrsta tap sitt í mótinu. FRAMHALD

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.