Tíminn - 11.10.1959, Síða 1
Er þetta rétt-
læti og réttvísí
Enn fréttist ekkert um það
í gær, að dómsmálaráðherra
ætlaði að bæta fyrir embætt-
isglöp sín og láta alla fulltrúa
húsnæðismálastjórnar víkja,
meðan réttarrannsókn stend-
ur yfir á gerðum hennar. Egg
ert og Ragnar sitja þar enn.
Þjóðin mun telja erfitt áð
sætta sig við slíkt réttarfar.
RannsóknLn hlýtur að snúast um
það, hvort misferli hafi átt sér
stað í lánveitingunum eða ekki
— það er aðalatriði málsins.
Um starf húsnæðismálastjórnar
eru hins vegar allir nefndar-
menn samábyrgir vegna þess, að
engiii lánveiting fer þar fram
nema allir nefndarmenn sam-
þykki hana og undirriti. Ráð-
herra gerir því ekki alla nefnd-
armenn jafna fyrir lögunum —
(Framúald á 2. síðu)
Lengi tekur sjórinn við, segir máltækið, og er þá stundum
átt við góða matarlyst. Hrafnar hafa löngum verið taldir í
gráðugra lagi og þessum virðist ekki illa í ætt skotið.
Blaðað í útsvarsskránni
SMJÖRSKAKA ELOISGÆÐINGS ÍHALDSINS
Að þessu sinní birtum við hæstu gjaldenur af þeim, sem bera Jóhanes nafnið í út-
svarsskránni. Meðal þeirra er Jóhann Þ. Jósefsson, fyrrverandi alþingismaður og
ráðherra. Sýnilegt er á afstöðunni milli skatts hans og útsvars, að hann fyllir
ekki lengur hóp þeirrta, sem hlunnindanna njóta í Sjálfstæðisflokknum, enda íar-
inn að gamlast og hættur að sitja á Alþingi fyrir flokkinn.
Jóhann Rönning, framkvæmdastj. 12397 22400
Jóhann Björnsson, verkamaður 16700 25000
Jóhann Hafstein, bankastjóri 48146 37400
Jóhann Jóhannsson, hljómsveitarstj. 20523 27100
Jóhann Þ. Jósefsson, fyrrv. alþm. 44591 51500
Jóhann Sigurbjörnsson, stýrim. 12503 21300
Engan þarf að undra, þótt Jóhann Hafstein, bankastjóri, hafi lægra útsvar en skatf.
Hann hefur frá fyrstu afskiptum af stjórnmálum verið sérlegur gæðingur Sjálfstæð
isflokksins, nokkurs konar eldisgæðingui' hans, og flokkurinn hefur gripið undir
svuntu sína eftir margri smjörskökunni handa honum. Þetta er sú sísðasta, sem
vifað er um.
Ætla Fjallabaksleið á bílum
Allt situr við sama á Mýrdals-
sandinum, og er talið ómögulegt
að nokkuð rætist út fyrr en flóð-
ið sjatnar eittlivað. Fregnir frá
Vík hermdu, að mjög mikið hefði
runnið úr veginum kringum
brúna á Blautukvísl, eða um 60
metra bil hvorum megin. f gær
var verið að svipast um eftir
möguleikum til að komast annars
staðar austur úr, en engar niður-
stöður voru komnar frá því.
Tveir stórir flutningabílar frá
Olíufélaginu verða innlyksa í
Kirkjubæjarklaustri, en í gær-
morgun lagði stór „trukkur“ frá
Olíufélaginu af stað frá Reykja-
vík og ætlaði að freista þess að
komast Fjallabaksleið austur, og
fylgja síðan olíubílunum til baka
sömu leið. Ein uggvænleg tor-
færa er á þeirri leið, Jökulkvísl,
en ef allt hefur gengið að ósk-
um, hefur „trukkurinn“ komið
til Skaftártungu í gærkvöldi. All-
ir flutningar hafa að sjálfsögðu
lagzt niður, en rcynt verður að
bjarga þeim afurðum, sem áður
voru fluttar suður með því, að
salta gærurnar og frysta slátrið,
svo lengi sem frystigeymslur geta
við því tekið. V.V.
Þegar Bjarni úthlutar íbú($alánum:
24 lán til
sama manns
Sjálfstæðisflokkurinn taiar nú fjálglega um það, að tafar
laust verði að afla fjár í Byggingasjóð til hjálpar þeim þús-
undum fólks, sem er í vandræðum. Hann hefur þó fellt og
barizt gegn öllum tillögum Framsóknarmanna á þessu ári
til þess að efla sjóðinn. Svo kemur hann hálfum mánuði
fyrir kosningar og segir að féð verði að útvega þegar en
getur ekki bent á nokkra leið til þess. Féð á bara að koma.
Flramsólknarmenn lögðu tll á- j
kveðnar og tryggar fjáröflunarleið
ir,. m.a. með því að veria tekju-
afgangi ríkissjóðs frá fyrrai álri
eins og áður í þessu skyni, og
einnig var bent á ákveðnar leiðir
í tillögu Þórarins Þórarinssonar.
Þetta kolfelldi íhaldið og hjálpar-
flokkar þess allt saman. Nú kem-
ur íhaldið hins vegar og segir:
Féð verður að koma, en það veit
enga leið til að afla þess. Þetta
er s'vívirðilegt kosningaskrum og:
grár ieikur við húsbyggjendur. |
Þessum herrum hefði verið nær
að standa eins og menn að fjár- j
öflun fyrir sjóðinn í tíma, en'
kasta ekki fé því, sem átti að
fara til hans, í eyðsluhít.
Útlán Bjarna
En hvernig er þá lánaútvegun
Bjarna Benediktssonar varið, þeg-:
ar hann hefur undir höndum fé, j
sem fara á til íbúðalána. Ferill
hans í því efni er allt annað en
fagur.
'Svo er mál með vexti, að sam-
arformaður. Eitt árið, sem sjóður
inn innti þessa skyldu af hönd-
um, lét Bjarni sjóðinn veita ein-
um og sama manninum 24 íbúða-
lán, og taldi svo að með þessu
hefði hann innt af hendi skyldu
kvæmt lögum um íbúðalán skal sína við að hjálpa fátækum hús-
að ráða sjálfir, hverjum þeir veita
lán af fé því, sem þeim er skylt
eftir lögum að leggja til kerfis-j
ins. Ein lánsstofnana þeirra, sem
ber að inna þessa skyldu af hönd-
um, er Sparisjóður Reykjavikur.
Þar er Bjarni Benediktsson stjórn
byggjendum. Þessi maður var vild
arvinur Bjarna og gæðingur og
forystumaður Sjálfstæðisflokksins.
Hann fékk einn 24 lán, tekin frá
jafnmörgum fjölskyldum, sem
'biðu og vantaði þau sárlega.
Þetta er lánasiðferði Bjarna Bene
diktssonar.
HÁ BOÐ í GRIPI
ÞJÓÐSKÁLDANNA
Á listmunauppboði Sigurð-
ar Benediktssonar í gær var
fjörlega boðið í gamla muni
þjóðskálda, og einnig fóru
málverk Ásgríms, Kjarvals og
Þórarins B. Þorlákssonar á
allhátt verð.
Beislisstengur úr nýsilfri, fyrrum
eign Gríms Thomsens skálds voru
slegnar á kr. 2500 og pappírshnífur
hans fór á þúsund kr. Betur gerði
þó blekbytta hans, því að hún var
slegin á kr. 2800 . Borðvínsflaska
Gríms fór á kr. 650.
Enginn vildi hins vegar bjóða í
dyratjöld barónsins á Hvítárvöll-
um, og vakti það dálitla undrun.
Stofusófi Matthíasar Jochumsson
ar þótti girnilegri og var hann sleg
inn á kr. 2500. Þá fór mahogni-
slofuborð Einars Benediktssonar á
kr. 2600.
Af málverkauppboðinu er það
helzt að nefria, að Þingvallamynd
eftir Ásgrím, olíumálverk 80 sinn-
um 115 sm. fór á 21 þús. kr. og
minni Þingvallamynd eftir hann á
17 þús.
Sögulegasta flugferðin
í tilefni af 40 ára afmæli flugs á íslandi hinn 3. sept. s. 1. tilkynnti Tíminn, að
hann mundi efna til verðlauna fvrir frásögn af skemmtilegustu og sögulegustu flug
ferðinni með íslenzkum farkosti innan lands eða utan. Verðlaun eru tvenn, flug-
ferð til Kaupmannahafnar og nokkur dvöl þar og flugferð innan lands á hvaða á-
ætlunarleið sem er
Handrit merkt dulnefni, en ásamt nafni í lokuðu umslagi skal hafa borizt blað-
inu fyrir 15. nóv. Lengd frásagnar sé ekki yfir tvær síður í Tímanum en gjarnan
styttri. Góðar ljósmyndir auka gildi frásagnarinnar.
Rifjið nú upp sögulegustu flugferðina og skrifið skemmtilega grein — til góðra
verðlauna er að vinna.