Tíminn - 11.10.1959, Side 7

Tíminn - 11.10.1959, Side 7
1' í M I N N , sunnudaginn 11. októbcr 1959. 7 — SKRIFAÐ OG SKRAFAÐ í fótspor lærimeistarans - Hitler sakfelldi andstæðinga sína mest fyrir það, sem hann var sekastur um sjálfur - Njósnakerfi Sjálfstæðisflokksins - Atvinnukúgun og ofsóknir - Auð stéttin og SÍS - Fyrirætlanir auðstéttarinnar - Stefnt að pólitísku réttarfari - Aðeins samfylk- ing íbaldsandstæðinga getur hindrað yfirráð íhaldsins Það er sameiginlegt um þá menn, sem nú eru a"ð taka forystuna í Sjálfstæðisflokknum, að þeir dvöldu flestir lengur eða skemur við nám í Þýzkalandi á blómaárum Hitlers. Þetta gildir t. d. um þá Bjarna Benediktsson, Birgir Kjar- an, Davíð Ólafsson og Gunnar Thor oddsen. Allir voru þeir lika meira og minna hrifnir af Hitler og tveir þeirra, Birgir og Davíð, fóru ekki dult með það, að íslendingar ættu að taka stjórnarfar hans sér til fyrirmyndar. Gunnar Thoroddsen orðaði þetta hins vegar ekki ákveðn ara en svo, að íslendingar kæmust ekki hjá því að hafa svipaða stjórn arhætti og þjóðirnar, sem væri skipt við, en Þjóðverjar voru þá helzta viðskiptaþjóð íslendinga. Enginn þessara fjórmenninga komst þó í annað eins álit hjá þýzk- um nazistum og Bjarni Benedikts- ison, en honum sýndu þeir m. a. þann virðingarvott, að þeir gáfu honum kost á að vera viðstaddan aftöku, að því Bjarni segir sjálfur. Slíka sæmd sýndu nazistar ekki öðrum en þeim, sem þeim geðjaðist sérlega vel að og töldu álitlega til stórræða. Ráðlegging Hitíers Vissulega. voru þessir menn allir ungir, þegar þeir tignuðu Hitler, og þau æskubrek geta oft hent menn að fylgja einræðis og ofbeld- isstefnum á uppvaxtarárum, en snúa svo baki við þeirn, er þroski og reynsla vex. Það er engan veg- inn rétt að taka hart á slíkum bernskubrekum. Hins vegaf er óhjá kvæmilegt að leiða athy'gli að þeim, þegar bersýnilegt er, að aldurinn og lífsreynslan hefur ekki læknað menn. Þá verður ekki komizt hjá því að athygli sé vakin á þyí, hvað- an uppsprettan er komin. Síðan kosningabaráttan hófst, hef ur málflutningur Sjálfstæðisfiokks ins, — og þó fyrst, og fremst Mbl. .— í langflestum tiifeilum fylgt þeim reglum, sem Hitler gaf læri- sveinum sínum. Ein.... aðalr-egla Hitlers var t. d. sú, að áhdstaeðing- ana skyldi alveg sérstaklega ákæra og sakfella fyrir það, sem nazistar væru sekastir um sjplfir. Með því settu þeir sektarstjmpiliiin á and- slæðingana og dræ"ju með þvi at- hyglina frá afbrotum sjálfra sín. Þessari starfsreglu Hitlers hafa hinir nýju forystumenn Sjálfstæðis flokksins vissu 1 ega fylgl :’dyggt 1 ega undanfarið, eins óg'v færð skulu nokkur dæmi-að. Njósnakerfi Sjálf- ! stæðisflokksins Njósnakerfi Sjálfstæðisflökksihs Seinustu dagana héfur Mbl. ekki skrifað um annað máí meirá en þá ákæru Sigurðar Sigmúndssönar gegn Hannesi Pálssyni,- að hann hafi aflað sér pólitískrá upplýsinga um þá umsækjendur, sem hefðu sótt um lán til húsnæðismáiastjörn- ar. Mbl. hefur verið alvég barma- fullt vandlætingar yfir þvi, of slíkt kynni að hafa átt sér stað. Það hefur meira að segja gengið feti iengra en Þjóðviljinn í varidlæt- ingu sinni yfir þessu, og vantar þó ■ekki, að Þjóðviljinn hafi látizt vera mjög hneykslaður yfir póli- tískum njósnum. Um ákæru Sigurðar gegn Ilannesi verður ekki rætt hér, þar sem það mál er komið til dömstól- «mna og verður vonandi hægt áð fá tipplýst um réttmæti henriar fyrir kosningar. En um hneykslun Mbl. er hins vegar að segja þetta: Strax eftir að hinir áðurnefndu Sjálfstæðisflokkinn dreymir um það, að sá tími renni upp, að unnt sé að hundsa þarfir og óskir fólksins í hinuni minni sjávarplássum úti um Iand um góð atvinnutæki, svo sem skip og fiskvinnslustöðvar eða síld- arverksmiðjur. Einn aðalkostur kjördæmabreytingarinnar í augum íhaldsmanna er sá, að geta hætt að sinna slíku „kvabbi“. Hugarfarið í þessa átt liefur heldur ekki leynt sér. Þegar rekstur hefur gengið illa einhvers staðar í liinum minni verstöðvum, hefur íhaldið hrópað: Þarna sjáið þið, botnlausa sóun og fjár- festing' þar, sem enginn grundvöllur er til rekstrar. Þetta er pólitísk fjárfesting — við viljum efnahags- lega fjárfestingu. Þessi söngur var upp hafinn s.l. vetur um fiskiðjuver og síldarVerksmiðju á Seyðisfirði, þegar illa horfði þar. En svo kom sumarið, og þá björguðu verksmiðjur á Seyðisfirði og annars staðar á Austfjörðum, tugum eða hundruðum milljóna í þjóðarbúið. Þess vegna er nú söngurinn um þessa verk- smiðju þagnaður í Mbl. í bili. En reynslan sýnir, að það eru einmitt góð atvinnutæki og verksmiðjur í öllum verstöðvum, sem geta í senn veitt fólkinu þar sæmileg lífskjör og bjargað auð þjóðarinnar allrar. Stefna íhaldsins er hrunstefna, íniðuð við fáa gróðamenn. En stefna uppbyggingarinnar krefst fleiri og meiri atvinnutækja víðsvegar um land. — Myndin er frá Seyðisfirði, sýnir nýjan lýsisgeymi við verk- smiðji na þar. fjórmenningar komu heiiri frá Þýzkalandi, hóf Sjálfstæðisflokkur- inn að koma upp víðtæku pólitísku njósnakerfi eftir þýzkri fyrirmynd. Flokkurinn hefur árum saman haft fjolmennt launað starfslið, sem ekki vinnur að öðru en þessari njósnarstarfsemi. í bækistöðvum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er fullkomin spjaldskrá yfir pólitiskar skoðanir svo að segja allra Reyk- reyna að fela auðstéttina, er stjórn víkinga. Enginn hinna flokkanna hefur komið upp slíku njósnarkerfi um skoðanir Reykvíkinga, ekki einu sinni kommúnistar, sem hafa þó lagt mikia stund á þetta. Njósna kerfi Sjálfstæðisflokksins er það langsamlega fullkomnasta og víð- tækasta, sem þekkzt hefur hér á landi. Til hvers er svo þetta njósna- kerfi notað? Að því skal nú vikið nokkrum orðum. Hannes og Ragnar Ef til vill skýrist það bezt, til hvers þetta njósnakerfi er notað, ef menn athuga starf fulltrúa Sjálf- stæðisflokksins, Ragnars Lárusson- ar, við úthlutun íbúðalána. Ragnar Lárusson hefur undan- tekningarlítið starfað þannig, að hann hefur ekki stuðlað að láni til neins manns, sem ekki hefur verið talinn fylgjandi Sjálfstæðis- flokknum eða hliðhollur honum samkvæmt upplýsingum njósna- kerfis Sjálfstæðisflokksins. í þau ár, sem Ragnar og Hannes störf- uðu tveir saman í Húsnæðismála- stjórn, mun það heyra til alveg hreinna undantekninga, að Ragnar hafi mælt með láni til manns, sern ekki var þannig ástatt um. Gögn viðkomandi lánastofnunar munu hins vegar sanna það, að Hannes stuðlaði að lánveitingum til mörg hundruð manna, sem vitað var um, að ekki fylgdu Framsóknarflokkn- um að málum. Þetta setur Mbl. hins vegar þann ig á svið, samkvæmt forskrift Hitl- ers, að Hannes sé sá, er "hafi gert sig sekan um pólitíska misnotkun, en Ragnar sé alveg hreinn og sak- laus í þessum efnum! Þeir Bjarni og Bir.gir hafa bersýnilega ekki gleymt því, sem þeir lærðu forð- um af Hitler í þessum efnum. Atvinnukúgun og atvinnuoísóknir Njósnakerfi Sjálfstæðisflokksins er vissulega notað til annars og meira en að gefa Ragnari Lárus- syni „línuna“ við úthlutun íbúða- lána. Ef veitt er opinbert starf á vegum stofnunar, sem Sjálfstæðis- flokkurinn ræður yfir, er leitað upplýsinga nm umsækjendurna í njósnabókum flokksins og þannig tryggt, að hún falli ekki óverðug- um í skaut. Sama gildir um fjöl- mörg einkafyrirtæki, er Sjálfstæð- ismenn stjórna, og .gilti þó í enn ríkara mæli áður, þegar minna var um atvinnu og hægt var að mis- muna mönnum í skjóli þess. Við allar kosningar, — ekki að- eins til Alþingis og bæjarstjórnar, heldur einnig í verkalýðsfélögun um — fá atvinnurekendur, ssm fylgja Sjálfstæðisflokknum, fyrir- skipun um að reyna að hafa áhrif á starfsfólk sitt eftir megni. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að í vissurn verkalýösfélögum hér í 'Reykjavík hafa þessi afskipti at vinnurekenda riðið baggamuninn. Af hálfu Sjálfstæðisflokksins er þannig beitt atvinnukúgun og at- vinnuofsóknum í eins ríkum mæli og framast er hægt. Það er því í góðu samræmi við framangreinda starfsreglu Hitlers, að Mbl. skuli nú dag eftir dag halda uppi árás- um á- andstæðinga Sjálfstæðis- flokksins fyrir að gera sig seka um atvinnukúgun og ofsóknir. Þannig á að draga athyg'lina frá þessum ógeðslegu starfsháttum Sjálfstæðis flokksins og koma sökum hans á þá, sem saklauir eru. Auðstéttin og SÍS Þannlg má halda áfram að nefna dæmi þess, hvernig forkólfar Sjálf stæðisflokksins reyna nú að sak- fella andstæðinga sína íyrir það, sem þeir eru sekastir um sjálfir. Eitt dæmið, sem er þessu skylt, eru árásir íhaldsblaðanna á SÍS sem hættulegan auðhring. Tilgang- urinn með þessum árásum er að ar Sjálfstæðisflokknum. Forkólfar Sjálfstæðisflokksins gera sér það vel Ijóst, að það myndi vekja eðlilegan ugg hjá almenningi, ef hann gerði sér það nægi- lega Ijóst, að verðbólgan er búin að koma hér fótunum und- ir rikari og öflugri auðstétt en áður hefur þekkzt á landi hér. Hún ræður yfir mestu af fjármagni landsmanna, nær öllum atvinnufyr- irtækjum bæjamra, 80—90% af innflutnings- og útflutningsverzl- uninni o. s. frv. Ilún vill þó fá meiri yfirráð cg þess vsgna vill- hún koma samvinnuhreyfingunni á kné og fá eignaryfirráðin yfir stórfyrirtækjum ríkisins, eins og Sementsverksmiðjunni, Áburðar- verksmiðjunni og síldarverksmiðj- unum. Eins og allar nýríkar gróða stéttir svífst þessi auðstétt einskis, eins og kæra hennar til Mannrétt- indanefndar Evrópu er gleggsta vitnið um. Til þess að fela upp- vöðslu hennar og fyrirarilanir, eru árásir Mbl. á samvinnuhreyfinguna sem auðhring settar á svið. í engu öðru lýðræðisríki Evrópu láta menn sér nú detta þá fjarstæðu í hug að l'kja samvinnuhreyfing- unni við auðhring og er hún þó víða örlugri en hér. Aðeins læri- sveinar Hitlers á íslandi ganga svo langt vegna þess, að þeir gera sér vonir um að geta þannig dregið at- hyglina frá auðstéttinni, er stjórnar þeim. Póliíískt réttarfar Hér að framan hafa verið rakin nokkur dæmi þess, hvernig hinir nýju forystumenn Sjálfstæðisflokks ins fylgja þeirri kokkaþók Htlers að sakfella andstæðinga sína fyrir það, sem þoir eru sjálfir sékastir um. En þeir fylgja kokkabókum Hitlers á fleiri sviðurn. Gótt dæml um það eru brottrekstrar úr varn- armáladeild og húsnæðismála- stjórn, sem hafa verið framkvæmdi ir undanfarið að fyrirmælum Sjálf stæðisflokksins. ... Eins og kunnugt er, hafa í skrif- um þeirra Ilannesar Pálssoriar óg. Sigurðar Sigmundssoriaf komið fram mjög ákveðnar ásakanir um misnotkun í lánveitingum hjá hús- næðismálastjórn. Félagsmálaráð- herra hefur því fyrirskipað rann sókn á þessu og er ekki nema gott eitt um það að segja. í framhaldi af þv! hefur hann eftir kröfu Mbl. vikið þeim Hannesi og Sigurði frá störfum á meðan rannsókn fer fram. Nú er störfum hjá, Hús.næðis' málastjórn hins vegar þannig h'átt að, að ekkert lán er veitt, nerpa öili stjórnin samþykki það. Séu þair Hannes og Sigurður því'Se'kir, eru þeir Ragnar Lárussori og Eggerfc Þorsteinsson jafnsekir. Þeir hefðu því ekki síður átt að .' vlkja eu Hannes og Sigurður meðan rann- sókn fór fram á lánv.ei.tingunum. En ríkisstjórnin lætnr.. þá. sitja, áfram. Þannig er mönnúm'skipt í tvo flokka eftir því hvórt þeir eru með eða móti ríkisstjórnirini. Þettai er nákvæmlega sama réttarfáiið "g var hjá Hitler. Sama er að segja ujn brott- rekstana hjá varnar.n^anefnd.. Tveir menn eru retoiAf , riáQiií pó.Utiskir and i'tæðingar /rík.’ís- stjórnarinnar, án nokkrjrr, til- greindra raka. Tveir merin, 'áðir samherjar ríkisstjórnarinar -ru látnir sitja áfram. Ef nefudin hafði eitthvað brotið af séV atti hún að siálfsögðu öll að Vikja. Hér eru brottrekstrar bensyni- lega byggðir á pólitískum st.öoun- um nefndarmanna en engu öðru. Ráðherravaldinu er beitt .nis- munandi eftir því, hvort þtn ru með eða móti ríkisstjórnii ni Auðnuleysi Alþýðufloksh'iS" s.-st bezt á því, að hann lætUr “ báif- .stæð' .flokl^ í.n ifylr^.-skiþr .ór annað eins og þetta.' Erá ho um er því bersýnilega ;ekhí ið vænta ne:nnar mótspyrni ,-egn. nazistisku réttarfari, serr. *alf- stæðisflokkurinn stefnir bt is ni- lega aS eftir kosningar. ar íhaldsandstæðing verða að sameinasr Sjálfstæðismenn fara..;ni Kki dult með það, að brottreKSM ar þeir, sem. nefndir e'ru hér ú3 framan, séu aðeins upphax ’þess, sem koma skal eftir kosui.igar, ef hann nær meirihluta t insmn- all eða með einhverri hæk.iu ser við hli'ð. Þannig krefst nu buu nL Benediktsson þess, að lögug'U- stjóranum á KeflayikurveUl og öðrum Framsóknarmönnum uar verði tafarlaust vikið frá störf- um, ,,Hreinsun“ og brottx ersir- ar póiitískra andstæðiriga m uau einkenna sjórnarfarið, ei Sjálf- stæðisflokkurinn fergi aö aða. Og kaup vinnustéttanna . > ' ði hundið með' lögum, eins og i,reini lega er stefnt að með iö,.b:ud- ingunni á kaupi bænda, á m.eöan auðstéttin fengi bætta aðstöðu til auSsöfnunar og yfirdröif uun- ar. Vilja íhaldsandst'aiöii.ar stuðla að slíku stjórnarfari 'mað því að efla núv. s'tjórnariiuKka til valda? Ef þeir sundra r.. 't- um 'SÍnum nú í kosninguuuin, stuðla þeir vísvitandi að - ni /Frambald á 11. síc,u)

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.