Tíminn - 11.10.1959, Page 8

Tíminn - 11.10.1959, Page 8
8 TÍMINN, sunmidaginn 11. október 195!V 75 ára: Elanore Roosevelt í dag 1). október verður Ele- anor Rosevelt, ekkja fyrrverandi 'forseta Bandaríkjanna, Franklins D. Roosevelts, 75 ára. Fyrir nokkr um árum spáði hún því, að hún mundi hafa látið af opinberum störfum, eða „gagnlegum störf- um“ eins og hún sjálf komst að orði, er hún væri 75 ára. Svo virð ist rsem spádómur hennar muni ekki rætast, því að lífsgleði hennar og slarfsþrek og löngun til að þjóna málstað mannkyns- ins og friðarins hefur ekki þorr- ið 'með árunum,' þótt þau hafi gert hár hennar hvítt og markað spor í andlit hennar og svip. Eleanor Roosevelt er aðlaðandi og vingjamleg í framkomu, og viljaþrek og þrótt hefur hún á við krossfarana fyrr á öldum. Hún hefur barizt fyrir velferð mannkynsins og lýðræði og friði í heiminum af slíkum krafti, ag ævintýralegt má heita. Á sinni löngu ævi hefur hún gegnt marg- víslegum störfum; hún hefur verið kennari, rithöfundur, rit- stjóri og fyrirlesari, og auk þess hefur hún unniö að félagsmálum og stjórnmálum. Þegar eiginmað lir hennar lamaðist af völdum mænuveiki, varð hún „augu hans, eyru og fotleggir," og gegndi þannig sérstæðu hlutverki sem eiginkona í öllu opinberu lífi hans. Um þetta ómetanlega starf hefur hún sagt eftirfarandi: „Þeta var ekki annað en það, sem ég gat gert til að gera eigin manni mínum og börnum lífið bærilegt. En hvað sjálfa mig og sögu mannkynsins snertir þá er þetta hið eina í lífinu, sem ég hef gert, og skiptir nokkru veru- legu máli.“ Það var ekki fyrr en eftir dauga forsetans árið 1945, að fyrrverandi forsetafrú Banda- ríkjanna kom fram á sjónarsviö ið „sem sögufræg persóna, er bæði varð metin sem einstakling ur og lífsförunautur eiginmanns síns,“ eins og þekktur rithöfund- ur komst að orði. Þegar Harry S. Truman var for- seti, skipaði hann frú Roosevelt í fyrstu bandarísku sendinefnd- ina til Sameinuðu þjóðanna. Þessu starfi gegndi hún til árs- ins 1953, og fyrstu sex árin var hún forseti mannréttindanefnd- arinnar. Þetta starf og þann þátt, sem hún átti í að undirbúa og semja malnnrétindayfirlýsingu alhéims ins, hefur hún sjálf nefnt „fyrsta stóra verkefnið,“ er henni hafi verið fengið í hendur. Um nokkurt skeið hefur nún unnið sem sjálfboðaliði í félagi Sameinuðu þjóðanna í Bandaríkj unum og ferðast víða á vegum þess í þeim tilgangi að auka skiln- ing manna á starfsemi og hlut- verki þessarar alþjóðastofnun- ar, sem hún nefnir „stærstu von mannkynsins.“ Hún er enn eft- irsóttur fyrirlesari í Bandaríkj- unum og víðar og á sæti í stjórn fjölda félaga, er starfa að mann- úðar-, félags og stjórnmálum, Hún skrifar reglulega í ýmsis dagblöð og tímarit og hefur ný- lokið við að semja þriðja bindi sjálfsævisögu sinnar. Auk þessa hefur hún skrifað margar bækur, en einna þekktust er ferðasaga hennar frá Indlandi: „India and tbe Awakening East.“ Fáir hafa ferðast jafnvíða um heim og frú Reesevelt, bæði á vegum þeirra blaða, er hún skrif- ar fyrir og á vegum félags Sam- einuðu þjóðanna. Framkvæmda stjóri Sameinuðu þjóðanna, Dag Hamarskjöld, komst einu smni þannig að orði um hana: „Mill- jónir manna um allan heim lita á frú Roosevelt sem vin sinn.“ j Hvers virði starf hennar héfur1 verig fyrir þjóðir heimsins, sést; bezt á þeim fjölda viðurkenn-1 inga, sem hún hefur hlotið heima og erlendis fyrir störf í þágu mannúðar, friðar og frelsis og aukins skilning-s meðal manna. Hvernig kemst hún yfir að sinna öllum þessum margvíslegu verkefnum myndu vera ofviða hverir manneskju á bezta alclri? WíísaH 'spiurniwgu svara/r hútn , sjálf þannig: „Ég get komizt yfir 1 ag gera margt, vegna þess að ég hef áhuga á starfi' mínu.“ Ein- . hvcrn tíma útlistaði hún lífsspeki : sína með þessum orðum: „Maður verður að taka því, sem að hönd- um ber, og hið eina, er máli skiptir, er að maður taki því með hugrekki og öllu því bezta, [sem manni er gefið.“ Sjötugur: Ingimundur Gíslason Fremst á nesinu milli Kol- grafarfjarðar og Grundarfjarðar, J hafa frá fornu fari verið tvö j byggðahverfi, sem í daglegu tali voru kölluð Eyrarpláss og Vatna- j búðarpláss. Þau hafa vaxig upp i j kringu mtvö höfuðbýlin á þessum slóðum, Hallbjarnareyri og Vatnabúðir. Þarna stunduðu menn fyrrum búskap og sjósókn jöfnum höndum, en þó hlaut. i sjávarútvegurinn að vera aðal- bjargræðisvegurinn, þar sem land rými var af skornum skammti. í Eyrarplássi eru nú alls fimm býli, en í Vatnabúðarplássi aðeins tvö. Svo mjög hefur straumu,. tímans mætt á hinu síðarnefnda byggð- arhverfi og hrifið með sér íbú- ana, að nú eru einungis þrír eftir, þar sem um tugir manna bjuggu fyrir fáum áratugum. Á Vatna- búðum býr Snorri Elísson með (Framhald á 11. síðu) Þáttar kirkjurmar „Fögur sál er ávallt ung“ Einu sinni var íslenzkt skáld, sem orti lofsöng um haustið. Hann sá í litum þess meiri fjöl- breytni o.g fegurð en nokkur árstíð önnur hafði. Dýrð haust- kvöldsins birti honum meiri ljóma en nokkurt annað kvöld, ilmur deyjandi blóma sameinaði í vitund hans unað lifs og dauða í senn. Svo minnir hann á annað haust, það tímabil mannsævinn- ar, sem nefnist elli og segir: „Elli þú ert. ekki þung anda Guði kærum, fögur sál er ávallt ung undir silfurhærum“. Þarna snertir skáldið alveg sama streng og Kristur, þegar hann talar um hjartahreinleik- ann og segir: ' „Sælir eru hjartahreinir því að þeir munu Guð sjá“. Hjartahreinleikinn er æskan í sálinni, ilmur. og liladýrð bernsku og æsku, sem blikur oft skærast af svip þéss, sem hefur •sigrað ailar æviráu'nir og unnið úr þeim göfgi hugans, frið hjart- ans, öry.ggi viljans. „Bjartast hreins skín hjarta úr hálfslokknum augum“. Allir þrá fegurð og tiginleik ellinnar og allir ■ geta eignazt þetta að einhverja léyti, en ekki fæst svo göfugur eiginleiki sem eilíf æska er fyrfrhafnarlaust. Hið fyrsta er auðvitað að varð veita hjartahreinleikann, það er að segja ’hæfileika barnsins til að gleðjast yfir fegurð lifsins, smámunum hversdagsins, leik atvikanna, kunna að hlakka til og — jafnvel kvíða dálíti'ð stundum, kólna í frosti, klökkna við yl. ■ Þá verður að gæta sín fyrir iðjuleysinu. Þsgár kraftarnir þverra til þeirra viðfangsefna, sem áður virtust auðveld, þarf að velja sérönnur við hæfi. Fjöl breytni í starfshæfni er því nauðsynleg frá barnsaldri, venja börnin við sem fiest handtök í iðni og ástundun. Þá geta þau sem gamalmenni orðið ham- ingjusöm við prjónaskap, fönd- ur og alls konar nytsamar hand íðir. Iðjuleysið er versti óvinur ellinnar. Þess vegna geta gamal- mennahæli, þar sem ekkert er ■sinnt um athafnaþörf gamla fólksins, orðið því mjög erfiðir dvalarstaðir, þótt allt sé hins vegar fyrir það gert. Lítil heilsa og litlir kraftar nýtast vel við h.æfilega auðveld viðfangsefni og ahugi, vilji og afköst skapa ótrúlega un'aðar- kennd og veifa víssu' um, að ekki sé manni ofaukið í veröld- inni. ■Önnur freisting, sem ■ 'eldra fólk má ekki falla fyrir, er Hirðu leysi um ytra útlit. Aldrei er meiri ástæða til að vera hr-einn o.g vel og virðulega klæddur en einmilt, þegar aldur og útlit hef ur veitt hinn mesta virðuleika æviáranna. Enginn ber íburðar- mikil og þó látlaus klæði eins: vel og silfurkrýndar konur og sköllóttir menn, þar sem ■ewnis- himinn eýkur þeim mjög 'útliti speki og lífsreynslu. ■Gamalt fóik má heldur sldreii draga sig í hlé. Því er hauðsynj að unigangast svo marga, semi heilsa þess frekast leyfir. 'Og; öðrum, einkum hinum yngri, er sérstakur lærdómur og ’sönn menntunarleið að umgángast það, jafnvel þótt ekki væri ann- að en kynnast málfari og siðum liðinna tíma o.g hugsjónum og; lífsskoðun hverfandi kynslóða. Þannig rótfestist menningin ogi þjóðheiðurinn bezt. Störf ö'ðrum til gleði eru; einnig mikilsverð til að varð- veita æskuna í sálinni, hrein- leika 'og barnslund vitundarinn- ar. Gamia fólkið, sem alltaf er ■að útbúa einhvern gláðning.l ■gjafir og rnuni handa barnabörn' um og vinum, varðveitir falleg- ustu bros mannsævinnar, sem stundum ijóma gegnum gleðitár. En ekki má ljúka þessum orðj um um eilífa æsku án þess að ■minnast á þá uppsprettulind, sem göfgust er allra gömlu fólki til hamingju, en það er iguð- rækni og trúarhugð. Sumir geta alltaf veríð að uppgötva éitt- hvað nýtt á hverjum dégi. Kirkjugangan, kvöldbænin, ritn- ingargreinin, allt getúr orðið 'líkt og opinberun frá augliti Guðs viðkvæmri sál, sem er aftur orðin barn, eins og stund- um er sagt um .gamla fólkið. Og í sambahdi við guðrækn- ina vildi ég að siðustu rninna á þákklátsemina. Hún er sólskin eilífðarvorsins í vitund ellinnar. Sá, sem á þakklætið og hlýju. þess bæði til Guðs og manna, á vorið og biómailm æskuminn- inga og ástúðar, fallegt bros og blíðan sviþ og að síðustu bless-. un sína yfir áslvini og samferða-. fólk hið Ijúfa sólskin síungrar sálar. „Fagra haust þá fold ég kveð faðmi vef mig þínum bleikra laufa láttu beð að legslað verða mínum“. Þannig er yndislegt að kvaðja; í trú á vor eilífðarinnar. Árelíus Níelsson. ;m amttmmnmnmmgmm:mmtngminug«mKmu:: Vörugæðin eru fóigin I þolgóímm verkamanna- skóm úr nautaleðri og þeim munuð þér kynnast með því að kaupa skóna frá út- fiutningsfyrirtæki voru: DIE VOLKSEIGENE SCHUHINDUSTRIE DER DEUTSCHEN DEMOKRATISCHEN REPUBLIK Útflytjendur: DEUTSCIIER INNEN- UND AUSSENHANDEL TEXTIL — BERLIN W 8 Dansskéli Rigmor Hansson Samkvæmisdanskennsla fyrir börn, unglinga og fullorSna — byrjendur — framhald — hefst á laugardaginn kemur. Upplýsingar og innritun í síma 13159, mánudag mið- vikudag og fimmtudag. Aðeins þessa þrjá daga. — Sími 13159. fiLÍ.áfii... .vrm Stórt verzlunarfyrirtæki á Vesturlandi vill ráða til sín yfirman á skrifstofu, fyrir góð laun, nú þegar eða 1. febr., n. k. Þeir sem áhuga hafa, eru be'ðhir að leggja nöfn sín á afgreiðslu blaðsins fyrb’ 20. þ. m. merkt „Framtíð“. mnnmmttm«m»tmmmmm«mtmm:tmmntmmmm:mmt&mn:«i

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.