Tíminn - 13.10.1959, Síða 3
3
TÍMINN, þriðjudaginn 13. október 1959.
Morðinginn æpti og skammaðist
og reif hár sitt fyrir réttinum
,! fararbroddi hersins’
Það voru síðustu orðin sem Napoleon
sagði í þessu lífi
Brezki glæpamaðurinn Donald Hume handtekinn í Sviss
Blár Volkswagen rann upp
að dómhöllinni í Wintherhur
í Sviss og út úr honum steig
hrokkinhasrSur Englending-
ur. Nafn mannsins, Donald
Hume, einnig Donald Brown
og John Stephen Bird, vár
velþekkt bæði í Sviss og
Bretlandi. Þar var kominn
einn skæðasti og jafnframt
slóttugasti óvinur Scotland
Yard. Fyrir 16 mánuðum
birri brezka blaðið Sunday
Hann skaut leigubílstjóra, sem
reyndi að stöðva hann, til ólífis,
en var að lokum handsamaður af
bakara eftir að skammbysan hafði
klikkað.
í réttarsalnum í síðasll. viku
lék Hume hlutverk lífs síns. Ilann
æpti og skammaðist og reif hár
sitt, er vitni eftir vitni lýsti því,
hvað hefði skeð hinn örlagaríka
morgun. Þegar forseti dómsins, dr.
Hans Gut, spurði sakborning að
nafni, þá sagði Hume við túlkinn:
„Segðu þessum róna, að hann ætti
að vita hver ég er“.
Dómairar hiustuðu þolinmóðir,
meðan Hume sagði ævisögu sína.
Móður 'SÍna hafði hann kallað
„frænku“ af því að hún vildi ekk
ert hafa með hann að gera. Hon-
um hafði verið vikið úr brezka
flugheriium sökum veikinda.
Játaði
Þégar loks kom að máli því, sem
fyrir réttinum lá, játaði Hume allt.
Hann lýsti því göfuglyndi sínu,
að hafa ekki skotið sextán ára
gamlan dreng, sem hafði elt hann,
aðeins af því að drengurinn var
eins hærður og Trudi Sommer.
Að lokum var Sommer fundinn
sekur um fimm atriði í ákæruskjal
inu. Hann var dæmdur í þyngstu
refsingu: ævilangt fangelsi.
Eitt vakti .mikla alhygli í sam-
bandi við síðustu réttarhöldin yfir
Donald Hume. Hinn góðhjartaði
forseti réttarins hafði leyft manni
frá Sunday Pictorial að greiða
Hume peninga fyrir framhalds-
grein um glæpaferil sinn. Forseti
réttarins lét svo um mælt, að
hluti fjárhæðarinnar myndi ganga
til skyldmenna leigubílstjórans,
-sem Hume myrti. Afganginn má
Ilume nota til að kaupa sér síga-
rettur eða eitthvað svoleiðis í fang
elsinu“.
Er lögreglan leiddi Hume út,
tókst honum að dangla í blaðaljós
myndara. Síðan skýröi hann frétta
mönnum frá áformum sínum varð
andi framtíðina. Hann ætlaði að
Ijúka við skáldsögu, sem hann hef
ur í smíðum, gerast trompetleikari
í jasshljómsveit fanga og „komast
út á einn eða annan hátt“.
Leikarinn og dansmærin
Dönald Hume á leið í réttarsalinn.
Pictorial grein, sem hófst á
þessum orðum: Ég Donald
Hume jáfa hér með ..."
Játnirtgm gekk út á þaS, að
Hume hefði myrt Stanley
nokkurn Setty, bílasala, en
það var morð, sem ekki hafði
tekizt að sanna í tveimur rétt
arhöldum.
Hume var aðeins dæmdur fyrir1
að hafa hent iikinu út úr flugvél
og fékk aðeins átta ára fangelsis-
dóm. Þegar hann losnaði seldi
hann blaðinu söguna fyrir háa fjár
•hæð í þeirri vissu að ekki yrði hægt j
að taka málið upp aftur. '
Þegar skotsilfrið var á þrotum, Bókaútgáfa Gyldendals hefur nú sent frá sér annað og síðasfa bindið af
aflaði Hurne sér fjár með banka- endurminningum Ullu Poulsen Skou, „Leikarinn og dansmaerin". Þar lýsir
ránum. í hvert sinn sem lögreglan dansmærin ferli sínum og manns síns, leikarans Johannes Poulsen. Mynd
ætlaði að handsania hann, flúði þessi er úr bókinni og sýnir UIIu Poulsen sem Annete og Johannes Poulsen
Hume úr landi. sem konunginn í „Elverhöj".
Bankarán
Hann settist að í Zurich, þar
sem Trudi nokkur Sommer, snyrti
stofueigandi, skaut yfir hann húsa
skjóli. Hún hélt að hann væri kana
diskur tilraunaflugmaður, sem héti
Johnny Bird.
Kvöid nokkurt í janúar síðastl.
gekk Hume til kirkju og þambaði
allt messuvínið. Næsta morgun
róðst hann inn í banka í Zurich
vopnaður skammbyssu. Þegar gjald
kerinn maldaði í móinn, skaut
Hume á hann og særði hann hættu
lega. Hume greip nokkra banka-
seðla í flýti og hljóp út á götu.
Fernir tvíburar fermdir í einu
í Holstrupkirkju nálægt Jyderup í Danmörku voru fernir tvíburar nýlega
fermdir í einu. Hér sjást þeir með prestinum, sem framkvæmdi athöfnina.
Eyjan er ber klettur sunn-
arlega í Atlantshafi, tíu
mílur á lengd og sjö mílur
á breidd. Átta mánuSi árs-'
ins rignir, þrjá mánuði árs
er steikjandi hiti. Einn
mánuður er þolanlegur.!
Hús, fullt af rottum, á þess- J
ari eyju, var notað sem
fangelsi fyrir manninn, sem !
hafði leitt hersveitir frá
Moskvu til Madrid og eitt
sinn stjórnað hálfum hin-
um kristna heimi. Fáum ár-
um áður hafði Napóleon
mælt þessi orð: „Það er
ekki nema eitt skref frá
hinu göfuga til hins hlægi-
lega.“
Ævi Napoleons og íylgd-
arliðs hans á St. Helenu
minnir á sumar gamanleiki
Shakespeares, þegar kóng-
urinn fer með hirð sína út
á skóg til að skemmta sér
og hugsa.
Maðurinn, sem Bretar
settu til að gæta Napolens,
hét Sir Hudson Lowe.
Hershöfíingi efta
keisari
Á honum hafði Napoleon
hins megnustu andúð. Ifann
sagði að Lowe hefði „frámuna
lega þorparalegt andl!t“ og kall
aði hann ,,leigumorðingja“
með „hyenuaugu“. Lowe krafð
ist þess að Napoleon væri kall
aður „Bonaparte hershöfðingi“.
Napoleon vildi hins vegar láta
titla sig „Keisari Napoleon“ og
neitaði að taka við bréfum eða
skýrslum frá lækni sínum án
þess að vera ávarpaður þann-
ig. Þega rLowe lét setja póst-
inn á borð Napoleons, setfi keis
arinn slagbrand fyrir dyrnar og
hótaði hverjum brezkum liðs-
foringja lífláti, sem gerðist svo
djarfur ag brjótast inn. Þótt
Bretar eyddu sjálfir 250 þús.
pundum á ári til að gæta 'Napo-
leons, fékk Lowe fyrirmæli um
að skera skotsilfur Bonaparte
niður úr 18 þúsundum í 8. —
Napoleon aflaði sér fjár með
því að láta selja borðbúnað
sinn í borginni.
Lowe bannaði honum að fara
á hestbak eða fara út í garð
eftir að tók ag skyggja.
Erf(Saskrá
Fjórir menn höfðu fylgt for
ingja sínum í útlegð. Þeir voru
Bertrand liðsforingi, de Mont-
holon greifi, Gourgaud hers-
höfðingi, Las Cases greifi. Til-
gangur þeirra var misjafn, á-
girnd, dýrðarljómi og síðast og
sízt tryggð. Það var álitið að
Napoleon ætti sex milljón
franka í Evrópu, en raunveru-
leg eign var helmingur þeirrar
fjárhæðar.
Bertand va rkannske ekki
Dásamlegt, loksins er maður laus
viS megrunarkúra og leikfimi .". .
og getur byrjað aftur aS borða
rjómakökur og súkkulaði.
eins sjálfselskur og hinir, en
hann féll í ónáð, þegar frúin
neitaði að gerast frilla Napo-
leons. Hins vegar líkaði keis-
aranum vel við frú Montholon
og hjónin fengu launin í erfða
skránni: tvær millj. franka.
Las Cases hafði farið fii St.
Helenu vegna þess fróðleiks,
sem hann vissi að var að fá hjá
Napoleon og skrifaði upp eftir
honum, þangað til hann sveið
í augun.
Napoleon á St. Helenu.
Reyndar skrifuðu þeir ailir
og héldu dagbækur og hafa
isennilega ætlað að skrifa bæk-
ur um Napoleon, þótf ekki
fjalli öll skrifin beinlínis um
keisarann eins og t-d. sú yfir-
lýsing Gouraud, að ef Las Cas-
es reyni að fara á undan hon-
um í kvöldverð aftur, muni
hann berja hann.
Klukkan fimm söfnuðust all
ir saman í borðstofunni í Long
wood, heimili Napoleons, iiðs-
foringjarnir í sínum bezta ein-
kennisbúningi og frúrnar í
flegnum kjólum.
Napoleon hámaði í sig mat-
inn og notaði oft fingurnar sem
gafla. Eftir borðhald var ýmis-
legt sér til gamans gert. Stund
um var teflt og Napoleon tap-
aði hér um bil alltaf, nema
mótstöðumaðurinn leyfði hon-
um að máta sig.
Stundum las Napoleon upp-
hátt úr verkum Ravine, Corn-
eille og Moliere. Stundum
hlustaði hinn litli hópur hug-
fanginn, er hann sagði sögur
af hinum miklu herferðum sín
um. Eitt kvöld horfði hann út
í bláinn og lauk máli sínu með
þessum orðum: „Hvílíkt ævin-
týri hefur líf mi'tt annars
verið.“
Það var lítill ævintýraljómi
yfir síðustu dögum hans á St.
Helenu. Stór skörg voru kom-
in í síðustu herdeild hans. —
Hann var með sárum kvölum,
sennilega af völdum maga-
krabba, en læknar hans gátu
ekki greint sjúkdóminn. —
í dögun 5. maí 1821 sagði
Napoleon, er var með óráði:
„Hver flýr?“ og bætti við: „í
fararbroddi hersins." Það voru
hans síðustu orð.
„Gamlir skátar“
Fyrir nokkru var stofnað félag
„gamalla“ skáta í Reykjavík. Fé-
lag þetta er fyrir þá, sem í æsku
hafa verið í skátafélagi og eru
orðnir 23ja ára og eru því ekki
lengur í yngri deildum skáta. —
'Slík félög eru orðin mjög algeng
erlendis eins og t.d. á Norðurlönd
um, þar sem þau ganga undir nafn
inu Sct. Georgs Gilderne. Alþjóða
samtök gamalla skáta voru stofn
uð í Sviss árið 1953 og heita Inter
national Fellowship of Former
iSicouté iand Guides (I.F.O.FiS.
A.G.). Bandalag íslenzkra skáta
var s'tofnaðili.