Tíminn - 22.10.1959, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.10.1959, Blaðsíða 1
x B xB 13. árgangur. Reykjavík, fimmtudaginn 22. október 1959. 228. blað. Efling Framsóknarflokksins og byggðastefn- unnar getur leyst Islenzk stjómmál úr sjálfheldu í landinu hefur alveg ný pólitísk víglína skapazt, sem skiptir fólki fremur en nokk- uð annað í þessum kosningum Ur ræíu Eysteins Jónssonar, fyrrverandi ráft- herra, í gærkveldi. Þa5' var í fyrsta skipti 1 gær eftir langan tíma, að menn gátu veðurs vegna stanzað á götu hér í Reykjavík og mælzt við kunningjann, en sólar naut síðdegis. Þá var þessi mynd tekin í Austurstræti og við sjáum ekki betur en Jóhannes S. Kjarval sé þarna á taii við mann. enn skulu í ?bræðralag’ |arna? Ólafs og Gunnars Ötsvör forystumanna annarra flokka lækkuö af handahéfi tðl aíí reyna að hrelda yfir spill- ingu og ívilnanir til handa forystuiiði íhaldsns Þegar flett hafði verið of- an af því, hvernig Sjálfstæðis- menn höfðu misnotað aðstöðu sína fil þess að ívilna forystu- liðt flokksins í útsvörum á kosfnað almennings í Reykja- vík, urðu þeir blátt áfram óð- ir af ótta. Gripu þeir m.a. til þess c fátinu að lækka álögð útsvör ýmissa forystumanna hinna flokkanna, algerlega af Kandahófi, án þess að fyrir lægi kæra. Þannig átti að búa sér til skjáikaskjól, en auðvitað verða þessar aðfarir aðeins til þess að afhjúpa enn átakanlegar sekt þeirra og allt það handahóf og misrétti, sem í þessum herbúð- um ræður. í sambandi við útsvör þeirra Eysteins Jónssonar og Þórarins Þórarinssonar hefur gefizt svo- lítil sýn inn fyrir ihaldstjaldið í útsvársmálunum. Eysteinn Jónsson biður full- trúa á skattstofunni að bera út svar sitt saman við útsvarsstig ann. Fulltrúinn tekur það upp hjá sjálfum sér að tala við for- mann niðurjöfnunarnefndar, Guttorm Erlendsson. Þar fær hann að því er virðist „góðar viðtökur . Það þykir ekki ama- . legt þar, ef hægt væri að draga ■ Eystein Jónsson inn í handa- hófsmakkið um útsvörin á bak við tjöldin. Kannast menn nokk uð við svoleiðis aðferðir. En Eysteinn Jónsson vill eng an þátt eiga í slíku makki og segist kæra, ef hann telji á- stæðu til. Hann kærir ekki, en greiðir útsvarið strax að fullu. En allt kemur fyrir ekki. Hann ;skal komast á lækkunarlistann. Þá er þó hægt á síðustu stundu að benda á fleiri en Bjarna, Gunnar og Ólaf, sem séu „undir skala . ' Framhald á 2. síðu. „í raun og veru er aðeins um tvennt að velja: Annað hvort að styðja forystulið þrí- flokkanna til þess að vinna geg,n byggðastefnunni í at- vinnu- og efnahagsmálum og til þess að undirbúa síðasta á- fangann að flokkastefnunni í kjördæmamálinu — landið ajlt a(itt kjördæmi — eða hitt, að gera Framsóknarflokk inn svo öflugan, að fram hjá honum verði alls ekki kom- izt í næstu framtíð, en með því eina móti verður tryggð alhliða uppbygging og fram- farastefna um landið allt. Og með því eina móti er hægt að koma í veg' fyrir völd og yfirgang verðbólguauðmann- anna 1 Sjálfstæðisflokknum." Á þessa leið mælti Eysteinn Jóns son m.a. í snjallri ræðu sinni í út varp.sumræðunum í gærkvöldi. — Hann svaraði fyrst ýmsum firrum og ádeilum annarra ræðumanna, vék síðan nokkuð að efnahagsmál unum, en sá kafli ræðunnar verður birtur í blaðinu á morgun, og síðan ræddi hann kosning'atoorfurn ar almennt og mælti á þessa leið: Ekki er hægt annað að segja en að viðhorfin séu að ýmsu leyti gleggri en þau hafa oft áður verið. Framhald á 2. ,síðu. EYSTEINN JONSSON B-listafundur á föstudag StuSningsmenn B-listans, munið kjósendafundinn í Framsóknarhúsinu á föstudaginn kl. 8,30 síðd. Ræðu- menn verða Þórarinn Þórarinsson, Einar Ágústsson, frú Unnur Kolbeinsdóttir, Kristján Thorlacius, Jónas Guðmundsson, Kristján Benediktsson, frú Sigríður Thorlacius og Örlygur Hálfdanarson. — Fundarstjóri Benedikt Sigurjónsson. Fjölsækið fundinn — Sjá auglýsingu á 8. síðu. XB Ein fylking gegn íhaldinu XB Spurningin, sem íhaldsandstæðingar í landinu leggja fyrir sig og svara með at- kvæði sínu á sunnudaginn kemur, er þessi: Hvernig verða skorður reistar við yfirgangi og sókn hins nýríka stórgróðalýðs í Sjálfstæðisflokknum til yfirráða í landinu? Svarið hlýtur að verða aðeins eitt: ★ Meí því aí sameinast allir í stærstu fylkingu og sterkasta vígi, sem til er í landinu gegn íhaldinu. — ★ Þaí vígi er JFramsóknarflokkurin'n. Önnur eru of veik, svo aí þar verftur hvorki sótt nó varizt. ★ I vor geríiu frjálslyndir kjósendur Framsóknarflokkinn aí la'ngsterkasta andstæ'ðingi íhalds- ins. Eina leiíSin er a<$ halda áfram, styrkja hann e:nn — gera hann nógu sterkan. AnnaÓ er sama og aft tapa. ★ A1S herjast til sigurs gegn íhaldinu er aíeins unnt meÓ því ati kjósa Framsóknarflokkinn. Kjörorciiíi er: Eiií fylking gegn íhaldinu — X B

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.