Tíminn - 22.10.1959, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.10.1959, Blaðsíða 3
T 1 M1 N N , fimmtudaginn 22. október 1959. gtendur ^ r 5V.U »a n»“»\ L t ftbvggötr. >‘| 1 6fia a J reistdr i Feröai* ‘ ^eö \*'l *■ hvar raj^MMJirta L vHR »'Uaí 81 í* "fjhirl.t' kol. *Sjs\and sem^^y- I érvitur skartkona sem gekk í ber- högg við almenningsálit síns tíma J*L. Mae Vifest Hefur skrifað end- urminningar sínar. Nefnast þær Gcodness Had Nothing To Do With !t. Titill bókarinn- ar er skráður á saurblaðið, því að á forsíðu er litmynd eða glansmáfverk af fegurðardís- inni í bióma lífsins, þar sem hún kúrir í sæng sinni með gullspegil í vinstri hönd. Hún skoðar þar sinn mikla andlits- farða ©g sína Ijósu lokka. Nátt- kjóllirm hylur ekki nema hið nauðsyrslegasta og það er spegitl s loftinu. Unga kynslóðin þekkir lítið til hennar og margir á hennar aldri þekkja hana ekki heldur. „Nú er hún um það bil 65 ára. Á árunum 1925 tij 1940 var hún meðal hæst- launuðu amerískra leikstjarna og hafði taun, sem voru meiri en tekjur William Randolph Hearsts, og; var- umtöluð persóna á þeim tíma. . Sérvifyr skartkona Mae West gekk í berhögg við almenn'mgsálitið og hn’eykslaði fólk í stórum s'tíl. Hún vissi ná- kvæmléga hvað fólk vildi og millj- ónir Englendinga og Baridaríkja- manna' dáðúst að hugmyndaflugi hennar, skörpum tilsvörum og djörfum klæðaburði. Velgengni sina átti hún bæði útliti sínu og framkomu að þakka. Það er eng- inn vafi að hún hefur skrifað bók- ina sjáif. Hún skrifaði öll leikrit og öll handrit kvikmynda, sem hún lék í, söngtexta og fleira. En sérvitur var hún, sýndi sig helzt með fjórar fjaðrir á höttum sinum og hrúgu af demöntum á kjólum. Slóst fyrir orðið Hún skrifar á einum stað: ,,Það, sem skiptir máli er ekki hvað þú gerir, heldur hvernig þú gerir það.“ Hún gerðist svo djörf, að setja orðið „sex“ í titilinn á sínu fyrsta leikriti og kom því í gegn að þar var það látið standa, þótt blöðin neituðu að taka auglýsingar henn- ar með þessu voðalega orði. Þá tók hún upp á því, að leigja fólk til að bera auglýsingaspjöld um göturnar og leikritið sló í gegn og var sýnt 375 sinnum án blaðaaug- lýsinga. Hún hafði unnið sinn fyrsta sig- ur. Á frumsýningu sátu foreldrar hennar í stúku og voru stolt af dóttur sinni. Faðirinn var fyrr- verandi hnefaleikakappi og slags- málahundur, John West. Hann var af írskum og enskum ættum. Móð- irin Mathilda var ættuð frá Schwarzwald í Þýzkalandi. Eiginmaðurinn vildi skaðabætur Árið 1921 var hún 17 ára gömul og mátti ekki gifta sig samkvæmt lögum Wisconsinríkis. Hún kynnt- ist söngvaranum og dansaranum Frank Wallace og lét sannfærast af fortölum hans og gamallar primadonnu sem s'agði: „Allir þess- ir karlmenn, sem sveima í kring- um þig. Þetta endar með skelf- ir.gu — gifztu honum og haltu sjálfsvirðingu þinni“. Hún skrökv- aði að yfirvöldunum um aldur sinn og bannaði Wallace að segja nokk- urri manneskju að þau væru gift. Þau bjuggu í sitt hvoru her- ber-gi á hóleli fyrir listamenn. ■Við. fyrsta tækifæri, sem gafst, losaði hún sig við hann. Það var nokkrum vikum eftir brúðkaupið. Þessi1 ima<ður kom fyrst fram í dagsljósið nokkrum árum seinna, þegar hann krafðist formlegs skiln- aðar og einnar milljón dollara skaðabóta. I Ilún giftist aldrei aftur og neit- aði að hafa verið nokkurn tíma gift. I Hún kynnti djarfasta dans þeirra ' tíma, Shimmy shawobble. Fyrir þetta tiltæki var hún sektuð. Eitt sinn átti hún að leika á móti hnefa- leikakappanum Jack Dempsey. Eitt sinn er mynda átti ástarsenu, sagði hún við hinn sterka mann: Heyrðu karl, ég brotna ekki í sund- ur. Haltu fastar utan um mig. Mae West ritar endurminningar sínar Lék og hneykslaði „Sex“ var hennar fyrsta leikrit, ■ sem sló í gegn. „The Drag“ var næsta. Það fjallaði um vandamál kynvillinga og var skrifað af mikl- um skilningi á þeim málum. Það hlaut mikla aðsókn i smáborgun- um en það var aldrei sýnt í New York, þar sem menn höfðu sagt henni að það myndi æsa upp fólk- ið í borginni. í staðinn lét hún færa upp „Sex“ í endurbættri út- gáfu, þar sem hún dansaði maga- dans. Það vakti hneyksli og henni var s'tefnt og hún dæmd í tíu daga fangelsi eftir að lögregluþjónn hafði borið eftirfarandi fyrir rétt- inum: „Ungfrú West hreyfði nafla sinn upp og niður og frá hægri til vinstri.“ „Sáuð þcr virkilega naflann á henni?“ spurði dómarinn. „Nei, en ég $á eitthvað í miðj- unni hrevfast frá austri til vest- urs.“ Skellihlátur glumdi í salnum, en hún var dæmd í sekt og fangelsi Hennar frægasta verk var „Dia- mond Lil“, sem hún skrifaði fyrst sem leikrit og síða/i sem kvik- myndahandrit. Sendiráðsmaður sakaður um njosnir NTB—MOSKVU og WASHING- TON, 19. okt. — Langelle, starfs maður sá í bandaríska sendi- ráðinu í Moskvu, sem vísaff hef ur veriff úr landi, fór heim í dag. Mál þetta hefur vakið stór- kostlega athygli og jafnvel talið geta haft mjög skaðleg áhrif á fyrirhugaöar stjórnmálaviðræð- ur æðstu manna. Rússar saka Langelle, sem er yfirmaður ör- yggisþjónustu í bandaríska sendiráðinu, um njósnir. Hann og Bandaríkjastjórn mótmæla harðlega. Langelle var handtek inn af óeinkennisklæddum mönn um í Moskvu í gær, dreginn á lögreglustöð og yfirheyrður klukkustundum saman. Segir Langelle, að sér hafi verið boðið stórfé fyrir að taka að sér njósn ir fyrir Rússa. Damiy Kay í Höfn Mae West sem Diamond Lil í samnefndri kvikmynd áriS 1933. Marilyn Monroe í kvikmyndinni „Enginn er fullkominn". Bak við hana eru þelr Tony Curtis (með saxofoninn) og Jack Lemmon (með bassa). Eitt stykki af nýreyktum ál, eitt stykki af reyktum lax, heimsókn í Tívoli og einn dag- ur í ró og næði voru á dag- skránni hjá Danny Kay, þeg- ar hann kom til Kaupmanna- hafnar. Hann fékk þrjár óskir sínar upp- fýlltar. Tvær á Sölleröd Kro þar sem hann snæddi morgunmat með umboðsmanni Paramount, J. Aar- höj. Hin þriðja rættist á Hotel d’Angleterre, þar sem hann lokaði sig inni í herbergi sínu. Þá fjórðu gat hann af góðum og gildum ástæðum ekki fengið uppfyllta, en varla hefur nokkur maður nokurn tíma orðið svo leið- ur yfir því, að koma til Kaup- mannahafnar eftir að búið var að loka Tivoli. 'Ilinn frægi grínleikari kvik- myndanna kom til Kaupmanna- hafnar frá Berlín, þar sem hann söng inn ó plötu þýzku lögin úr sinni síðustu mynd „Five Penny“. Þar áður söng hann lögin á frönsku í París.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.