Tíminn - 22.10.1959, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.10.1959, Blaðsíða 7
r í M I N N , fimmtudagimi 22. október 1959. 2 Listi Framsóknarflokksins í Reykjaneskjördæmi BoSorS Hitlers og Bjarni Óli S. Jónsson Jón Pálmason Jén Skaf tason áþing í Reykjaneskjördæmi Tíminn birtir í dag framboðslista Framsóknarflokksins í Reykjaneskjördæmi og myndir af frambjóðendum. Þar er valinn maður í hverju rúmi, fólk sem lifir og starfar í þessum landshluta og flest hefur unnið ötul- lega að framfaramálum fólksins þar hin síðar ár. í efsta sætinu er Jón Skaftason, héraðsdómslögmað- ur, ungur og glæsilegur fulltrúi, sem þegar hefur getið sér hið bezta orð, -en þó eru enn meiri vonir tengdar við hann í framtíðinni. Jón hefur að undanförnu tekið mikinn þátt í bæjarmálefnum Kópavogskaupstaðar og átt sæti í bæjarstjórn hans. í kosningunum í vor var hann frambjóðandi Framsóknarflokksins í Gullbringu- og Kjósarsýslu og vann þá svo glæsilegan kosninga- sigur, að óskipta athygli vakti um allt land. Ungt og framsækið fólk í Reykjaneskjördæmi fylkir sér nú einhuga umJtosningu Jóns Skaftasonar. í öðru sætinu er Valtýr Guðjónsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Keflavík. Fáir menn þekkja betur atvinnu hætti fólksins á Suðurnesjum og framfaraþarfir þess. Valtýr á óskorað tfáust allra þeirra, er kynnzt hafa opinberum störfuip. hans, og menn vita, að leiðsögn hans er óhætt að treysta. í þriðja sætinu er Guðmundur Þorláksson, loftskeyta- maður í Hafnarfirði. Hann hefur tekið mikinn þátt í félagsmálum Framsóknarmanna í Hafnarfirði og þekkir málefni fólks í kaupstaðnum mjög náið, enda glöggur maður og gegn í ídla staði. Sigurður Jónsson Guðsteinn Einarsson Aðeíns herzlumunurinn í kosningunum í vor vann Framsóknarflokkurinn svo glæsilegan sigur í Gullbringu- og Kjósarsýslu, að hann hefur nú miklar líkur til að fá þingmann kjörinn í hinu nýja Reykjaneskjördæmi. í vor fékk hann 1519 atkvæði, og þarf því að bæta mjög iitlu við sig til þess að Jón Skaftason verði kjörinn. Þessi herzlumun- ur ætti hiklaust að vinnast, ef vel er unnið. Baráttan í þessum kosningum í Reykjaneskjördæmi stendur milli þeirra Jóns Skaftasonar og Alfreðs Gísla- sonar, 3. manns á lista íhaldsins. Samkvæmt úrslit- unum í vor hefur Alfreð um 1620 atkv. og sést því, að Framsóknarflokkurinn þarf ekki að bæta miklu við sig til þess að fella hann. íhaldsandstæðíngar, fellum íhaldsmanninn, kjósum Jón Skaftason á þing. KJÖRSEÐLI SYNISHORN AF í ReYkjaneskjördæmi við Alþingiskosningarnar 25. og 26. október 1959. Á sínum tíma í Þýzkalar.di gaf Hitler fyrirmæli á þessa leið: Miðum áróðurinn við fá- fróðasta manninn í Þýzkalandi og notum ákæruvaldið sem tæki í Sbiaráttunni g'egn and- stæðingunum. Þessi heilræði Hitlers til þeirra sem stjórnuðu áróðurs- tækni Nazismans koma í hug margra, sem lesa Morgunblað- ið þegar kosningar eru fyrir dyrum. Áróður þess byggist ekki á tillögum eða fyrirheit- um um lausn vandamálanna né upplýsingum um höfuðatriði þjóðmálanna, heldu.r innan- tómu sjálfshóli og monti sjálf- stæðismanna ásamt níði um andstæðingana. Ekki .eru heii- indin þó meiri, þegar- réttar< farsmálin eru rædd. Þar virð- ist boðorð Hitlers i f(ramkvæmd, en það alvarlegasta. í þeim efn- um er þó það atriðl, að þáð er fyrrverandi dómsmálaráðherra, Bjarni Benediktsson, sem stjórnar þeim penna. Hann er aðalritstjóri blaðs síns og allt sem blaðið flytur. um réttar- farsmál og meðferð .slikra mála er á hans ábyrgð ef ænginni höfundur er tilgreindur. f fullkominni alvöru ræða menn sín á milli uni það at- riði, að fyrrverandi vprður laga og réttar í þessu lándi skuli boða meðferð réttarfarsmála á þann hátt, sem aðalritstjóri Morgunblaðsins gerir. Menn spyrja. Getur hann Bjarni orðið dómsmálaráðherra aftur? Menn vita, að flestuin getur yfirsézt og of margir eru háðir mannlegum breiskleika. Tæki- færin fyrir dómsmálaráðlierra eru því mörg. Hann ákveður málshöfðanir, velur um kærur og ákveður, livaða atriði í mál- um skuli rannsökuð og liver ekki. Einnig ákveður hann, livort starfapdi dómarar í opin- berum embættum fara með rannsóknir mála eða hvort þau eru fengin í hendur reynslu- litlum lögfræðingum, jarnvel til að tefja rannsóknir áð óþörfu og skapa sér atvinnu lengur en þörf er a. Hugur margra béinist að þvt sem koma skal í þessum efn- um hjá þeim flokki sem líður sínurn fyrrverandi dóinsmála- ráðherra að birta stöðugar dylgjur um andstæðinga sina í sambandi við mál, sem eru í Irannsókn. Samanbér liið s\o- kallaða olíumál á 'Keflavikur- flugvelli, sem er á því rann- sóknarstigi að með öiiia er óupplýst, hverir sekir eru, ef um sök er að ræða. 'Allir vita, að ef ekki er fylgt Hitlersboð- orðinu, ber að bíða feftir niður- stöðu rannsóknarinnar. Gegnum „miðla“ sína í rikis- stjórninni rekur Sjálfsiæðis- flokkurinn nú sitt réttariur. í Húsnæðismálastjórn eru andstæðingarnir reknir tyrir meintar pólitískar lánveiting- ar en samherjarnir látnír sitja áfram meðan málið er i rann- sókn þótt vitað sé, áð aliir eru samsekir ef um sök: er að ræða, enda engin lán veitt nema allir sjóðstjórnarmenn sampykki þau. 1 Þótt sannað sé, svo ekki verði um deilt, að niðurjöfu- (Framhald á 11. síðu) A Listi Alþýðuflokksins XB Listi Framsóknarflokksins , D Listi Sjálfstæðisflokksins F Listi Þjóðvarnarflokksins G Listi Alþýðubandalagsins 1. Emil Jóns-son. 2. Guðm. í. Guðmundsson. 3. Ragnar Guðleifsson. 4. Stefán Júlíusson. 5. Ólafur Hreiðar Jónsson. 6. Ólafur Thordersen 7. Svavar Árnason. 8. Ólafur Viihjálmsson. 9. Ólafur Gunnlaugsson. 10. Guðm. G. Hagalín. 1. Jón Skaftason. 2. Valtýr Guðjónsson. 3. Guðm. Þorláksson. 4. Guðm. Magnússon. 5. Óli S. Jónsson. 6. Jón Pálmason. 7. Hilmar Pétursson. 8. Jóhanna Jónasdóttir. 9. Sigurður Jónsson. 10. Guðsteinn Einarsson. 1. Ólafur Thors. 2. Matthías Á. Matthiesen. 3. Alfreð Gíslason. 4. Sveinn Einarsson. 5. Bjarni Sigurðsson. 6. Stefán Jónsson. 7. Karvel Ögmundsson. 8. Einar Halldórsson. 9. Axel Jónsson. 10. Guðm. Guðmundsson. 1. Sigmar Ingvarsson. 2. Kári Arnórsson. 3. Jón Jónsson úr Vör. 4. Kristján Gunnarsson. 5. Ari Einarsson. 6. Jafet Sigurðsson. 7. Jón Ólafur Bjarnason. 8. Bjarni F. Halldórsson. 9. Ilafsteinn Guðmundsson. 10. Eiríkur Eiríksson. 1. Finnbogi R. Valdimarsson. 2. Geir Gunnarsson. 3. Vilborg Auðunsdóttir. 4. Sigurbjörn Ketilsson. 5. Magnús Bergmann. 6. Ólafur Jónsson. 7. Lárus Halldórsson. 8. Ester Kláusdóttir. 9. Konráð Gíslason. 10. Hjörtur B. Heigason. Þannig lítur kjörseðillinn út, þegar listi Framsóknarflokksins hefur verið kosinn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.