Tíminn - 23.10.1959, Síða 5

Tíminn - 23.10.1959, Síða 5
5 T í M I N N, föstudaginn 23. október 1959. Bjarni Bjarnason er fæddur að Búðarhóli í Austur-Landeyjum í R’angárvallasýslu hinn 23. okt. 1889, sonur Bjarna Guðmundsson- ar bónda þar og konu hans, Vig- dísar Bergsteinsdóttur. — Berg- steinn afi Bjarna var ættaður frá j Grund í Skorradal í Borgarfjarð-' arsýslú, sonur Vigfúsar bónda þar [ og fyrri konu hans. Voru þau j Grundarbörn mörg og rómuð j mjög, af því að höfðinglegt svip-j mót og afburða mannkostir fóru þar saman. | Bjarni Bjarnason stundaði nám í Flensborgarskóla í Hafnarfirði skólaárin 1907—1909. — Hann lauk kennaraprófi úr Kennara- skóla íslands vorið 1912 og íþrótta kennaraprófi frá Statens Gymna- stik-Institut í Kaupmarmahöfn 1914. — Bjarni var kennari Barna skóla Hafnarfjarðar árið 1912— 1915, og skólastjóri þess skóla 1915—1929, en það ár varð hann skólastjóri Héraðsskólans að Laugarvatni og gegndi því stárfi til áramóta 1959, eða nálega þrjá áratugi samfleytt. — Á vettvangi opinberra mála hefur Bjarni mjög látið til sín taka og er sú saga öll miklum mun yfirgrips- meiri en unnt sé að gjöra skil í blaðagrein. Þeim, sem forgöngu höfðu haft um skólamál Sunnlendinga, fannst að vonum merkum áfanga náð, er Laugarvatns'skóli reis af grunni, og þeim var mikið í mun, að skólinn fengi traustan og dug- mikinn skól.istjóra. Laugarvatns- skóli hafði starfað aðeins eitt ár með mjög fáum nemendum, er Bjarni Bjarnason hóf starfsferil sinn þar. — Má því með sanni segja, að hann kæmi þar að ó- numdu landi. — Margt s'tuðlaði að því að efla Bjarna til hins djarfa og stórhuga forystumanns, sem vildarmenn skólans höfðu séð hilla undir í löndum óska sinna. — En ekki má glcyma því, að það auðvekiaðli Bjapna ýmsa/r mikilvæaar framkvæmdir og nauðsynlegar skólanum til vaxtar og viðgangs, að þáverandi menntamálaráðherra, Jónas' Jóns- son, hafði brennandi áhuga fyrir því að gjöra veg skólans sem mestan. — Ég hygg einnig, að fullyrða megi, að menntamálaráð- herrar, er síðar komu til valda, svo og fræðslumálastjórar og skólanefndir, hafi jafnan verið í góðviljuðu samstarfi með Bjarna Bjarnasyni, — sRilið þarfir skól- ans og áhuga skólastjórans fyrir nýjum og nýjum framkvæmdum, og er stundir liðu breytingu á til- högun kennslunnar. En slíkt hlaut að kosta allmiklar fjárupp- hæðir. Aðlaðandi viðmót Bjarna og samtals'hæfileikar komu honum skjótt í traust vináttutengsl við fjölda marga foreldra, sem sendu síðan börn sín í skólann eitt af öðru, jafnótt og þeim óx aldur til. Ég minnist foreldra, sumra meira að segja á öðrum lánds- hornum, — sem sendu sjö til átta börn sín í skólann. — Þetta traust hlaut að vekja ófölskvaða gleði skólastjóra og kynda undir athafnaþrá hans. — Nemendur kunnu vel að meta það, að Bjarni var eigi einungis skólastjóri, hann var framar öllu öðru félagi, leið- beinandi. — Það var enginn deyfð arblær yfir útitímum nemenda, þegar þessi íturvaxna kempa þeytt • ist með þeim aftur og fram á skautum um ísiiagt vatnið. — Ekki lá Bjarni heldur á liði sínu á málfundum nemenda. — Þá var. ekki lakara, a(ð hann vajri með í förinni, ef farið var gang- andi í langar landkönnunarferðiri eins og alloft tíðkaðist á fyr-ri ár- tim skólans. —Éinu sinni í viku voru í skólanum flutt fræðsluer- indi um ýmis efni eftir eigin vali kennara. Á þessum „þingum“ mættu allir nemendur. — Að sjálfsögðu kom það mjög oft í hlut Bjarna að stíga í ræðustól- inn, er slík erindi voru á dagskrá. — Honum var þeim mun auðveld- ara að halda athygli nemenda sí- Viakandi, þar sem hann hefur skínandi góðan framburð og rödd, sem flyzt auðveldlega um sali, þótt vítt sé til veggja. — Og það var fleirai, sem fékk nemendu'r til að reisa sig í sætum og lilusta Sjöfugur í dag: JAR fyrrv. skólastjóri, Laugarvatni vel. — Ræðumaður beindi oft máli sínu beint til nemenda. Dagleg umgengni nemenda í heimavistarskóla og samskipti þeirra innbyrðis er margvíslegum annmörkum háð. — Þegar heild- inni er bent af góðvild og sann- girni á það sem betur má fara, þá sitja engir broddar eftir i vit- undinni. — Margoft hafa nemend- ur Bjarna minnzt á það við mig, hversu þakklátir þeir séu honum fyrir margvíslegar leiðbeiningar um háttvísi og snyrtimennsku í klæðaburði. — „Ég kunni. ekki einu sinni að heilsa né kveðja, þegar ég kom í skólann, Bjarni kenndi okkur þetta.“ — Ég held, að það segi allt, sem segja þarf, er nemendur muna eftir áratugi heilræði, sem þeir hafa hlotið í veganesti í skóla sínum. — Þá kunnu nemendur vel að meta það, þegar Bjarni í upphafi hvers skólaárs hafði sérstakar dansæf- ingar með viðvaningum í íþrótt- inni og stjórnaði þeim sjálfur. Stoðaði þá eigi framar að draga sig í hlé. — Lognmolla átti aldrei heima í námunda við Bjarna. — Eftir nokkrar æfingar hafði .þess- um unglingum vaxið svo fiskur um hrygg, að þeir svifu út á .dans- gólfið í aimennum dansleik. Bjarni Bjarnason mat það að sjálfsögðu mikils, að neméndur sýndu iðni og reglusemi við-háni- ið, en hins krafðist liann beinlínis, að nemendur væru prúðmanhlegir og frjálsmannlegír í framkomu. Forn-Grikkir viidu fegra manns-. líkamann með heilsusamlegum íþróttum. En fegurðarsmekk iglæddu þeir með söng. — Við greinar þess'ar lagði Bjarni ó- venjulega mikla rækt í skóla sín- um. Hygg ég, að hann sé algjör- lega sammála- stórskáldinu Goethe, að þroskaleið mannsins liggi um lönd fegurðarinnar. — Meðal þess -seni. setti mjög mikinn svip á heimilislífið og efldi einingaranda voru tíðar i- þróttasýnngar nemenda eða kapp- sund, þar sem staðarbúar allir voru jafnan velkomnir. Mjög fjölmennt þing mennta- manna frá Norðurlöndum var háð hér að Laugarvatni vorið 1939. — Þar flutti Bjarni ýtarlegt erindi um skólamál. Lét hann þess gétið í lok ræðu sinnar, að hann léti kenna söngiistarsögu í skóla sín- ■um. Lauk hann máli sínu með spurningu, >sem var að efni 'til þann ig: „Er ekki eins hollt fyrir ung- linga að læra um afrek Bachs, Beethovens, Brams, Griegs og Sibelíusar eins og að vita deiíi á einhverjum bardagaberserkjum?“ Enn sé ég ijóslifandi fyrir mér þá hrifningu, sem lýsti sér í svip brigðum áheyrenda, er ræöumað- ur hafði þetta mæl't.------ Fyrir afskipti sín af bindindis- málum innan skólans hefur Bjarni hlotið traust margra landsmanna, þótt þeir hafi eigi haft af honum nein persónuleg kynni. — Frá upphafi vega gjörði hann að inn tökuskilyrði, að nemandinn neytti hvorki tóbaks né áfengis, meðan hann dveldist í skólanum. — Þessi bindindishreyfing nóði oft og einatt langt út fyrir skólann. — Fjölda margir af nemnedum sann færðust um nauðsyn þess, að hafa engin afskipti, ag þessum erki- óvinum mannsins og urðu öðrum fyrirmynd í því að sniðganga þá. Kennarar, sem komu að Laugar vatni og voru lítt þjáifaðir í kennslu, át'tu hauk í horni, þar sem Bjarni var. — Hann hlýddi gjarnan á kennslu þeirra oft stund um saman og ræddi siðan í ein- rúmi um vinnubrögðin og benti á það, sem betur hefði rnátt fara. — En því urðu kennurunum heil ræði þessi minnileg og uppörv- andi, að þau voru borin fram sem hógvær ráð hins reynda skóla- manns. Laugarvatnsskóli þrítugur, nefndist mikið rit, sem Bjarni tók saman og gefið var út á vegum skólans í fyrra haust á þrítugs- afmælinu. Þar birtir Bjarni mjög margar fróðlegar greinar, sem hann hefur sjálfur ritað, og má þar m.a. lesa um tildrög og stofn un þeirra þriggja skóla að Laugar vatni, sem risið hafa upp í skóla- stjóratíð Bjarna Bjarnasonar í skjóli héraðsskólans, sem sé: Hús mæðraskóla Suðurlands, íþrótta- kennaraskólf, íslands og Mennta- skólann að Laugarvatni. — Það er algjörð fjarstæða að ætla sér að rekja þróunarferil skólamálanna að Laugarvatni í biaðagrein. Til þess er þaff mál langt of marg- þætt og viðamikið. — En einn mann sjáum við þar standa sem klett úr hafinu: Bjarna Bjarnason. Eigi má skilja svo við þetta mál að geta eigi fleiri æviatriða Bjarna en gjört var í upphafi. — Árið 1928 kvæntist Bjarni Þor- björgu Þorkelsdóttur. — Það var mikill sorgardagur á Laugarvatni hinn 21. apríl 1946, er þessi ást- sæla og göfuga kona andaðisf efti; iskamma legu. Börn þeirra Bjarna og Þorbjars: ar eru þessi: Þorkell búfræðingvv ’ og bústjóri á Laugarvatni. Han: er kvæntur Ragnheiði Ester Guti mundsdóttur. Eiga þau sex böri Védis, dót'tir þeirra, er kennar á Húsavík, gift Vilhjálmi Pálssyr íþróttakennara. Þau eiga tvær un:. ar dætur. Síðari kona Bjarna (árið 1950 er Anna Jónsdóttir, alþings manns. Hið glæsilega heimi þerra hjóna er í Garði. Þar er tek ið með alúð mikiíli og hlýju hant taki móti vinum. — En úti í garti inum brosa marglit skrautblón.. sem húsfreyjan annast af mikil umhyggjusemi, og ungu írén teygja sig hærra og hærra me, hverju ári sem liður. Ég flyt Bjarna Bjarnasyni, fyri ’ hönd allra skólanna að Laugai • vatni, hugheilustu árnaðaróskir þes-sum merku tímamótum æ\ hans. Að lokum þakka ég Bjarn Bjarnasyni hjartaniega fyri.' margra ára samstarf og óteljanc í ánægjustundir, óska honum, koni: hans, börnum og öðrum áistvinuni innilega til hamingju-með afmæ'j. i daginn og unnin afrek, og bf> þeim blessunar á ókomnum æv dögum. Laugarvatni, 21. okt. 1959, Þórður Kristleifsso. Námskeið fyrit dönskukennara i háskólanum Það kom í ijós á námskeiði þ\ sem haldið var fyrir dönskukerii • ara í septembar s.l., að margi ’ þátttakendur höfðu áhuga á þv að framhald yrði á þeirri stari' semi í einhverri mynd. Hefur þ\ : verið ákveðifi að halda námskeisi í vetur fyrir dönskukennara. - Fyrst um sinn verður einni stun,. í viku varið til þess að fara yfi : vafaatriði í málfræði og hljóC • fræði, sem koma kunna fyrir ken . ara í daglegu starfi. Enn fremui.' mun — ef nógu margir gefa si;, fram — verða ein stund í vik í bókmenntum og ýmist farið yfi.J nú'tímabókmenntasögu eða lesi . nýleg skáldrit. Þeir, sem óska að taka þá'tt :i námskeiðinu, eru beðnir að kom ; í 2. kennslustofu háskólans mán , dag 19. okt. kl. 20,15, og verðu.' þá ákveðið um kennslu'stundir. - • Einnig má hringja tii dansk.. sendikennarans, Erik Sönderholi i lektors, sími 24138. K. B. 100 Þessi segulbatods* $ tæki höfum víð jlp tíl SÖlu. j'vll'3 AbyrgS fflJEll á e n u i ii g U Sendum í kröfu um land allt. b ÚSÍII VeítiisUndi 1, (EmkaiímlioS) Sími 19-800.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.