Tíminn - 23.10.1959, Page 6

Tíminn - 23.10.1959, Page 6
ö T í M I N N , föstudaginn 23. október 1959. L Úfgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Kitstjóo-i og ábm.: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur f Edduhúsinu við Lindargötn Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18305 og 18 306 (skrifst., ritstjórnin og blaðamenn). Auglýsingasími 19 523. - Afgreiðslan 12 323 Prentsm. Edda hf. Sími eftir kl. 18: 13 948 ■N Síðar gæti það reynzt oí seint ÞA£> er bersýnilegt, a3 auð stéttinni á íslandi dreymir nú mikla drauma um auk- in völd og meiri auðsöfnun. Að visu treystir hún ekki svo mjög á aukið fylgi flokks síns. Það, sem hún treystir á, er sundrung andstæðing- anna. Tilgangur hennar með kjördæmabreytingunni var, að viðhalda sundrungu þeirra í marga smáflokka, og helzt að auka hana. í kosningunum nú væntir hún uppskerunnar. Hið eina rétta svar íhalds- andstæðinga við þessum fyr irætlunum auðstéttarinnar, er að sundra ekki kröftum sinum, heldur fylkja sér sam an um einn flokk, og þessi flokkur á að vera Framsókn arflokkurinn. Rökin fyrir því eru meðal annars: 1. Framsóknarflokkurinn einn er nú álíka stór og Al- þýðuflokkurinn og Alþýðu- bandalagið til samans. Það sýna úrslit seinustu kosn- inga. Hann er því lang- stærsti og sterkasti flokkur íhaldsandstæðinga. 2. Framsóknarflokkurinn hefur sýnt það í verki, að hann er traustasti og öflug- asti andstæðingur íhalds- ins. Á sama tíma og Alþýðu- flokkurinn og Alþýðubanda- lagið hafa tapað i viðureign inni við Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík, hefur Sjálfstæð isflokkurinn farið halloka fyrir Framsóknarflokknum í str j álbýlinu. 3. Framsóknarflokkurinn er nú eini andstæöingur Sjálfstæðisflokksins, sem er einbeittur og ákveðinn and- stæðingur hans. Milli Sjálf- stæðisflokksins og Alþýðu- flokksins er nú svo náið sam starf að það getur ekki nán- ara verið. Ekki getur því Al- þýðuflokkurinn orðið for ystuflokkur íhaldsandstæð- inga. Allir vita, að Einar Ol- geirsson stefnir nú ekki að öðru fremur en að komast í flatsæng með íhaldinu og Alþýðuflokknum, en hann virðist nú ráða mestu um stefnu Alþýðubandalagsins. Alþýðubandalaginu verður því ekki treyst til forystu gegn íhaldinu. FRAMSÓKNARFLOKK- URINN EINN hefur þannig öll skilyrði til þess, að vinstri menn sameinist um hann og skapi þannig sterkan vinstri flokk, er sé fær um að halda íhaldsöflunum og íhalds- stefnunni i skefjum. Sein- ustu kosningar bentu hik- laust til þess, að fleiri og fleiri vinstri menn gerðu sér þetta ljóst. Þess vegna efldist Framsóknarflokkur- inn jafn mikið í þéttbýlinu og raun bar vitni um. Auðstéttin gerir sér það líka vel ljóst, hver er aðal- andstæöingur hennar í þess- ari kosningabaráttu. Nær öll um vopnum hennar hefur ver ið beint gegn Framsóknar- flokknum undanfarna daga. Það má vera íhaldsandstæð- ingum sönnun þess, hvaða flokkur það er, sem íhaldið óttast mest og telur sér hættulegastan, og þeir eiga því einmitt að efla og styrkja. VINSTRI MENN eins og aðrir íhaldsandstæðingar, hafa til ills deilt á undan- förnum áratugum og fórnað miklu starfi og góðum kröft um til þess að rífa hvorir aðra niður, í stað þess að fylkja til gegn sameiginleg- um andstæðingum. Vegna þessa ófriðar og sundurleys- is, er auðmannastéttin jafn öflug og voldug og hún er í landinu í dag. Þessi sundr- ung — þessi klofningsstarf- semi verður að taka enda, annars eiga vinnustéttirnar, bændasamtökin, v erkalýðs- hreyfingin og samvinnu- hreyfingin það á hættu, að allir sigrar þeirra verði gerð ir að engu, að ósvífin auð- mannastjórn taki hér völd- in eins og þvi miður hefur víða átt sér stað, þar sem íhaldsandstæðingar hafa sundrað kröftum sínum.. Þess vegna veröa íhaldsand- stæðingar nú að sameinast., Síðar getur það reynzt of seint. Flokknr íkaldsandstæðinga FRAMSÓKNARFLOKK- URINN sækir fram í þeim kosningum, sem nú fara í hönd, á margan hátt, sem nýr flokkur, þótt hann eigi farsælt 40 ára starf að baki. Það er eindregnara takmark hans nú en nokkru sinni fyrr, að sameina bændur og miðstéttir og verkalýð bæj- anna undir eitt merki, líkt og tekizt hefur hjá demo- krötum í andaríkjunum og sósíaldemokrötum í Noregi. Þessar stéttir eiga ekki að vera sundraðar, heldur að standa saman. Til þess að bera uppi þetta sameiningar merki, hefur Framsóknar- flokkurinn teflt ungum, glæsilegum mönnum, sem hvarvetna skipa nú baráttu sæti á framboðslistum hans. Framsóknarflokkurinn gengur því öruggur og ein- beittur til kosninagnna, sem áttu samkvæmt áætlun and- stæðinganna að veðar enda- lok hans, en munu snúast upp í það að marka nýja sig- urgöngu í sögu hans, nýja og margfalt öflugri baráttu fyrir sameiningu íhaldsand- stæðinga á^íslandi. íhaldsand*stæðingar, frjáls lyndir menn — og vinstri menn um allt ísland! — Verum ekki sundraðir á sunnudaginn kemur. Fylkj- nm okkur saman á sunnu- daginn og myndum stærri og öflugri flokk frjálslyndra Ur útvarpsræðu Eysteins Jónssonar: Efnal tiassm lálin eru i lúkom p í verri hní ít en oft ast áði ur Blekkingar og skrum stjórnarflokkanna um efnahagsmálin er Ijótur kosningaleikur Ljótur leikur er nú leik- inn með efnahagsmálin 1 blekkingaskyni fyrir kosn- ingarnar. Ríkisstjórnin er svo ó- skammfeilin að segja þjóð- inni að hún hafi stöðvað verðbólguna. Það er stagast á að ríkis- sjóður standi ekki mikið ver en áður í bönkunum þessa dagana og útflutn- ingssjóður standi ennþá við skuldbindingar sínar. En því er þjóðinni ekki sagt eins og satt er: Að vísitölunni er haldið kyrri á meðan kosninga- baráttan stendur yfir, með því að éta út greiðsluaf- gang frá í fyrra, sem nú er þrotinn og með því að sýna bændum takmarkalausa óbilgirni, sem þeir láta ekki bjóða sér lengur, fremur en hver önnur stétt sem væri. Að það, sem af er árinu er afkoma ríkissjóðs 76 milljónum lakari' en í fyrra og að ómögulegt er að koma saman að óbreyttu hallalausum fjárlögum. greiðsluafgangur verður t. d. ekki étinn nema einu sinni. Að útflutningsuppbætur og niðurgreiðslur hafa ver- ið hækkaðar svo gífurlega, að óhugsandi er að tekjur útflutningssjóðsins standi undir útgjöldum vegna árs- ins. — Bara síldaruppbæt- ur einar hafa hækkað um á milli 50—60 milljónir frá því sem ráðgert var í vor og var þó reiknað með halla þá strax. Að við þetta bætist, að peninga er nú aflað með svo gífurlegum forgangs- innflutningi, lúxusvara og þar með fylgjandi skorti á nauðsynjum, að slíkt verð- ur ekki endurtekið framar. Að því fer því miður svo fjarri að verðbólguhjólið hafi verið stöðvað með panik- og blekkingaráðstöf- unum ríkisstjórnarinnar, að með þeim er búið að koma efnahagsmálunum í verri hnút en oftast áður og í því liggur hin þunga sök stjórnarflokkanna, svo og skruminu. Meinsemdin er beinlínis látin grafa um sig fram yfir kosningar. — Innan um skrum stjórn- arliðsins skortir heldur ekki vitnisburði um, að þeim er ljóst hvað raunverulega er að gerast. Eða því skyldu þeir þurfa að fylla ræður sínar með setningum eins og þessum: vandi framtíð- arinnar í efnahagsmálum er óleystur — efnahagsmál- in eru það erfiðasta við- fangsefni, sem framundan er. — Því þetta, ef það væri satt að allt væri í jafnvægi. Enda kollvarpaði Gylfi Þ. Gíslason hér áðan öllu því, sem ráðh. Alþ.fl. voru að segja mönnum í gærkvöldi. Þetta er Ijófur leikur. Giinnars þáttur Thoroddsens: 10. grein Stjórnlaus bær - án skipulags „Lygn strcymir Don“. XX. Fossvogslækurinn cr eins og venjulegur lælcur, sakleysisleg- ur og broshýr. Hann líður hægt til sjávar út í Fossvoginn. End- ur og gæsir eiga hreiður sín í bökkum hans og litlir ungar þeirra læra þar fyrstu sund- tökin. En Fossvogslækurinn gegnir meira hlutverki en þetta. Eftir að hin stóru úthverfi risu í Bústaðahæðinni, raðhúsin og Bústaðahverfi, hefur þessi litli Jækur gegnt hlutverki skolp- veitu frá þessum hverfum. Og hvert haldið þið, að þessi óþverri renni, beint út í Skerja fjörð, þar sem baðstaður Reyk- víkinga er„ í Nauthólsvíkinni. Það er ekki ánægjulegt fyrir æskufólk Reykjavíkur og aðra fbúa bæjarins að stunda sjóböð í Nauthólsvík og vita að frá- rennsli úr salernum úr heilu bæjárhveii’fi blandað sjónum, þar sem það er að baða sig. Hvar í veröldinni mundi slíkt þolað? Sundlaugarnar gömlu er sá staður í bæjarlandinu, sem flestum bæjarbúum þykir vænt um, enda hafa þúsundir bæjar- búa lært þar að synda og not- ið hollustu af sundi og sólböð- um. Þessi. sælustaður bæjarbúa hefur verið sorglega vanrækt- ur. Hússkrifli það, sem við laugarnar er, er varla mönnum bjóðandi. íhaldsandstæðinga en áður hefur verið til á íslandi. Með því stöðvum við bezt sókn auðstéttarinnar og tryggj - um bezt framfarir og lífs- kjör alþýðunnar. Mikið vandamál hefur skap- azt þarna, sem er sveppagróður sá, sem er þar, og hafa ýmsir, er sækja laugarnar að stað- aldri, fengið þarna illkynjaða sveppi á hendur og fælur. í sundhöllinni hefur ekki slíkt komið fyrir og notar hún þó heitt jarðvatn. Hvað segir yfir- maður heilbrigðismála bæjar- ins, borgarlæknir, um þetta? Er ekki þarna einhver vanhirða og sóðaskapur á ferðinni, því að heita vatnið í Laugunum ætti ekki að vera frábrugðið öðru heitu vatni? Það er krafá bæjarbúa, að borgarlæknir gefi skýrslu tafarlaust um þetta mál. Hann er yfirmaður þessara mála og honum ber 'skylda til þess sem embættis- manni bæjarins. Opnu svæðin. Vaxandi höfuðborg þarf að hafa sín iungu — opin svæði, og slíkt verður ekki gert nema með skipulagi sem hefur verið hugsað fram í tímann. Þessu hefur verið lítill sómi sýndur hór í bænum frá því á valda- tímum Jónasar Jónssonar, fyrrv. dómsmálaráðherra. Það var hann, sem sá Landsspítal- anum fyrir miklu svæði, sem hann býr að enn í dag. Sömu- leiðis Háskólahverfinu stóru landrými og mun sú forsjálni hans bjarga því um næstu framtíð. Ennfremur sá hann fyrir framtíðarstað fyrir vænt- anlegri stjórnarráðsbyggingu í hjarta bæjarins. Hvað hefur bærinn sóð fyrir framtíðarstað fyrir Menntaskólahverfi, sem hæfir vexti hans um langa framtíð? Hvergi hefur bæjarstjórnin komið auga á framtíðarstað fyrir ráðhús, nema að henda því í einu tjörnina, sem er í bæjarlandinu, og er mesta prýði bæjarins. Og flesta þá staði, áfem ráðhús gat .sómt sér vel á, er nú búið að eyðileggja t. d. Háaleitishæðina, þaðan sem útsýni er yfir nær allt bæjarlandið. Þar er búið að staðsetja blokkhús. Tjarnargarðurinn, sem er eini opni garðurinn í bænum, hefur verið eyðilagður með stórgrýtishaug, sem er svo fáránlegur, að undrun sætir. (Hann hefur líklega ekki kom- izt í höfnina). Klambratúnið, sem hefði getað verið fullkom- inn skemmtigarður fyrir löngu með trjágarði og blómabeðum, er nú óþverrasvað. Kringum þetta svæði var þó húsalina ákveðin fyrir löngu. Öskjuhlíðin að sunnan og vestan er sá staður, sem er skapaður af náttúrunnar hendi fyrir skemmtigarð. í hana má byggja stalla með trjágróðri og blómabeðum og þar er fagurt útsýni yfir Reykjanes, Snæfells nes og Borgarfjarðarfjöll. Þess 'Um stað var enginn sómi sýnd- ur fyrr en Björn Guðmundsson sem var bæjarfulltrúi Fram- sóknarflokksins, fór að skrifa um það greinar í Tímann til .að vekja athygli á staðnum. Þá vaknaði íhaldið og lét sá þar grasfræi, sem er til mikillar prýði. Það er vonandi, að bæjaryf- irvöldin sjái sóma sinn í því, að friðlýsa þennan stað og gera hann að því sem náttúran hefur skapað hann til að vera: Fegursta skemmtigarð bæjar- ins. En það skal þakkað, sem vel er gert. Austurvöllur er vel hirtur blettur og lamparnir við gangstígana eru til gleði fyrir vegfarendur. A.B.C. Niðurlag næst.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.