Tíminn - 23.10.1959, Síða 7

Tíminn - 23.10.1959, Síða 7
TÍMINN, föstudaginn 23. október 1959. Fylkið ykkur um byggða- stefnu Framsóknarflokksins Ávarp til kjósenda frá B-listanum í Suðurlandskjördæmi Nú standa alþingiskosningar fyrir dyrum á ný og nú á að kjósa eftir hinni nýju kjördæmaskipan. Hin gömlu, hefðbundnu kjördæmi hafa verið afnumin. Þessi réttindasvipting byggðar- laganna er liður í viðleitni andstöðuflokkanna til að þjarma að hinum dreifðu byggðarlögum, takmarka þar framkvæmdir og fjárfestingu og beina fólkinu og fjármagninu til annarra staða. Stefna þeirra cr þegar a. n. 1. komin í framkvæmd með starfi núverandi stjórnar, sem beinist að því einu að fleyta áfram til bráðabirgða efnahagsmálum þjóðarinnar með því að eyða í halla- reksturinn tekjuafgangi seinustu ára, sem Framsóknarflokkur- inn vildi verja til að stuðla að helztu framfaramálum. Mcð því að auka innflutning hátollavöru og minnka að sama skapi inn- flutning brýnustu nauðsynja svo sem byggingavöru. Með því að minnka framlög til verklegra frainkvæmda út um land og minnka framlög til þeirra sjóða og peningastofnana atvinnu- veganna, sem eiga að bera upp framfarir um land allt. Með því að stöðva framkvæmd raforkuáætlunarinnar til óbætanlegs tjóns fyrir hin mörgu dreifðu byggðarlög, sem enn bíða þess að verða tengd við orkuveitur landsins. Með því að stórminnka framlög til hafnarbygginga og svíkjast um að afla fjár til íbúðarlána- kerfisins. Þannig er þjarmað að byggðarlögunum og enginn þarf að ganga þess dulinn, að þeir munu láta kné fylgja kviði, ef þeir eiga þess nokkurn kost. Við undirritaðir frambjóðendur Framsóknarflokksins í Suður- landskjördæmi leitum nú fulltingis ykkar, góðir kjósendur, til þess að spyrna fæti við þessari óheillaþróun. Við teljum naúð- synlegt að fylkja sér nú um byggðastefnu Framsóknarflokksins, sem felur í sér alhliða atvinnuuppbyggingu og framfarasóku um landið allt. Við heitum stuðningi okkar við framfaramál Iandbúnaðarins, aukna ræktun og bættan liúsakost, betri frani- leiðsluskilyrði og fullkomnari afurðadreifingu, og hvetjum til órjúfandi samstöðu um framfara- og hagsmunasamtök almenn- ings í dreifbýlinu, samvinnufélögin, sem nú eins og oft áður eiga að mæta illvígum árásum gróðahyggjuaflanna. Við mót- mælum þeirri gerræðisfullu réttarskerðingu, sem fólgin er í nýlegum bráðabirgðalögum ríkisstjórnarinnar, þar sem í einu vetfangi er afnumin merk löggjöf um verðlagningu landbúnað- arafurða og ekkert sett í staðinn nema valdboð stjórnarflokk- anna. Við höfnum tillögum Sjálfstæðisflokksins um að leysa þennan vanda með smánarbótum til bænda eftir kosningar og krefjumst þess, að réttur bændastéttarinnar til sambærilegra kjara við aðrar stéttir verði á ný tryggður með lögum. Við hvetjum til órofa samstöðu allra þjóðhollra íslendinga um málstað okkar í landlielgismálinu og krefjumst áframhald- andi aðgerða til þess að tryggja það, að við getum búið einir að auðæfum fiskimiðanna í kring um landið. Við teljum fram- tíðarniöguleika sjávarúfcvegsins og fiskiðnaðarins byggjast á þeirri sérstöðu okkar að búa í nánasta nágrenni við auðug fiski- mið, og þessa sérstöðu beri okkur að nota sem bezt með því að kappkosta vöruvöndun og fjölbreytni í fiskiðnaðinum, þannig að sem mest útflutpingsverðmæti fáist vir liverri landaðri ein- ingu. Við hvetjum útvegsmenn til þess að stofna og reka sam- vinnufélög um viniislu og sölu afurða sinna á sama hátt og bændur hafa gert og gefið hefur þeim svo góða raun og heituni stuðningi okkar við alla slíka viðleitni. Við viljum vinna að því, að tafarlaust verði haldð áfram við framkvæmd hafparbyggingar í Þorlákshöfn og þeirri fram- kvæmd lokið hið fyrsta svo þar geti risið vegleg verstöð, sem einnig myndi spara íbúum Suðurlands milljónir króna í flutn- ingskostnað og tryggja betur en á annan hátt yrði gert öruggar samgöngur milli Eyja og lands. Einnig verði unnið að því að ljúka sem fyrst fullnaðarrannsóknum á frekari hafnarskilyrðuin á Suðurlandi. Við teljum nauðsyn á, að tryggðar verði betur en Iiingað til öruggar samgöngur við austasta liluta suðurlandsins. Greiðar og öruggar samgöngur eru eitt höfuðskilyrði fyrir fjölskrúðugu og blómlegu athafnalífi, og við teljum því, að ekki verði hjá því komizt að taka nú þegar upp nýjar og fullkomnari aðferðir við vegagerð og vinna að.því að á næstu árum verði gert varan- legt slitlag á fjölförnustu vegi landsins, enda er nú kostnaður við viðhald vega og ökutækja orðinn slíkur, að ekki verður lengur við unað. Við munum vinna að því, að tekið verði til á ný við fram- kvæmd raforkuáætlunarinnar með það fyrir augum að koma sem fyrst á sameiningu orkuveitusvæða landsins og tengja við orkuveiturnar öll helztu byggðalög. Virkjun fossa og Iivera verði haldið áfram með auknuin hraða til þess að skapa grundvöll fyrir áframhaldandi uppbyggingu stóriðnaðar í landinu. Við treystum nú á stuðning ykkar, góðir kjósendur, til þess að við geturn unnið að þessum og öðrum hagsmunamálum sunn- lendinga og landsmanna allra. Við treystum því að þið hafnið siðlausum áróðri þeirra, sem sífellt reyna að ala á tortryggni milli sveita og bæja. Forusta Framsóknarmanna í málefnum sveitanna hefur verið örugg og heilladrjúg um langan aldur og fylgi þeirra í bæjunum fer nú vaxandi, vegna þess að fólkið finnur, að þar skortir þá stjórnmálaforustu, sera Framsóknar- flokkurinn einn getur boðið. Það eru nú skýrari línur í íslenzkum stjórnmálum en oftast áður. Þjóðin er að skipa sér í tvær meginfylkingar í stjórnmála- baráttunni. Annars vegar stendur Framsóknarflokkurinn, sem berst fyrir áframhaldi byggðastefnunnar á sviði stjórnmála og efnahagsmála og alhliða atvinnuuppbyggingu í öllum byggðar- lögum. Hins vegar standa þeir sem vilja yfirgefa byggðastefn- una og draga fólk og fjármagn burt úr byggðarlögunum og hrúga því sarnan á einn eða tvo staði við Faxaflóa. Enginn annar flokkur en Framsóknarflokkurinn Iiefur nein skilyrði til þess að hafa skelcgga forustu í baráttunni við íhalds- og gróðahyggjuöflin. Hann einn liefur styrk og stefnufestu til1 þeirrar forustu. Þess vegna treystum við því nú, góðir sunn-j lendingar, að öll alþýða manna til sjávar og sveita safni sér nú! undir merki lians til átaka við höfuðandstæðinginn, flokk gróða byggjumannauna og til þróttmikillar baráttu fyrir aukinni hag- sæld og vaxandi framförum í Iandinu. Ágúst Þorvaldsson Helgi Bergs Sigurður I. Sigurðsson Jón Gíslason Þórarinn Sigurjónsson Björn F. Björnsson Óskar Jónsson Sigurður Tómasson Sigurgeir Kristjánsson Erlendur Árnason i Guðmundur Guðmundsson Stefán Runólfsson ! Mótmæla bráðabirgðalögunum Sunnudaginn 4. okt. 1959 voru stjórnir Bændafélags Þingeyinga og Bændafélags Fljótsdalshérað's samankomn- ar á fundi að Egilsstöðum á Völlum. Tilefni fundarins var samkomu- lag á fundi, sem sömu félags- stjórnir ásamt stjórn Bændafélags Eyfirðinga héldu með sér 13. ágúst s.l. ár, um að stjórnir þessar komi saman á sameiginlegan fund einu sinni á ári þegar tæki- færi gæfist til. Stjórn Bændafé- lags Eyfirðinga hafði ekki haft að ■stöðu til að sækja þennan fund. Á fundinum voru mættir frá Bændafélagi Þingeyinga. Jón Sigurðsson, Yztafelli. Þrándur Indriðason, Aðalbóli. Baldur Baidvinsson, Ófeigsstöð- um. Haraldur Jónsson, Einarsstöð- um. Finnur Kristjánsson, Húsavík. Frá Bændafélagi Fljótsdalshér aðs: Sveinn Jónsson, Egilsstöðum. Björn Kristjánsson, Grófarseli. Páll Sigbjörnsson, Egilsstaða- kauptúni. Fundarstjóri var kosinn Sveinn Jónsson, fundargerð bókaði Páll Sigbjöxmsson. Eftirfarandi va,. gert á fund- inum. 1. Tekin voru til umræðu bráða birgðalög r í k is s t j ó rnar in n ar 18. sept. s. i. um verðstöðvun á land- búnaðarvörum. Umræður hófust með því, að Þrándur Indriðason sagði fréttir af aukafundi Stéttairsambands bænda. Síðan voru miklar umræð- ur um málið. Svohljóðandi ályktun var sam- þykkt í málinu. „Sameigini egur stj órnarf undur Bændafélags Fljótsdalshéraðs og Bændafélags Þingeyinga haldinn að Egilsstöðum 4. okt. 1959, mót- mælir harðlega nýsettum bráða- birgðalögum um verð landbúnaðar afurða og telur þau fela í sér rétt indaskerðingu fyrir bændastéttina og gerir þá kröfu til Alþingis að þau verði úr gildi felld. Með því að fundurinn telur að Framleiðsluráðslögin hafi verið gerð óvirk með neitun neyíenda- samtakanna um aðild áð samning um og með setningu nefndra bráðabirgðalaga, vill fundurinn skora á Stéttarsamband bænda að hefja undirbúning að nýrri faga- setningu um sölu og verðlagningu landbúnaðarvara. í ákvæðum nýrra afurðasölu-! faga sé gengig út frá að bændur 1 einir hafi alla framkvæmd verð- i lagningar og samningsaðild vai'ð-1 andi hana, en sé ekki háðir gerðar ■ dómi eins og verið hefur. Ef svo ógæfusamlega tekst til, að yfirstandandi verðlagsdeila leysist ekki á viðunandi hátt og stjórn Stéttarsámbands bænda tel ur -sig tilneydda til þess að ákveða sölustöðvun á landbúnaðarvörum, skorar fundurinn á bændur lands ins að standá einhuga saman að þeirri ákvöröun og telur sjálfs'agt og skylt að bændur beri sameigin lega sitt tjón er af slíkri sölus'töðv un leiðir. Fleiri ályktanir voru ekki gerð ar og var fundi slitið. Sveinn Jónsson Páll Sigbjörnssoxi Ofanritufj ályktun vár borin undir stjórn Bændafélags Eyfirð- inga og hefur hún lýst samþykki . sínu við hana. • Sveinn Jónssoxz. 33 Á víðavangi Lærisveinn Bjarna EINS OG kunnugt er, urð'i. mikil átök í Sjálfstæðisflokkn- um, er unnið var að mannaskip- un á framboðslista hans í Reykia vík. Sjónienn vildu hafa Ásgeii Sigurðsson, skipstjóra á Heklu, áfram sem fulltrúa sinn. Iðnaðar- menn vildu að Sveinn Guðmunds son, forstjóri í Héðni, fengi ör- uggt sæti á listanum. Báðir eru þessir menn vel frambærilegir fulltrúar viðkomandi stétta. Þeir hafa hins vegar ekki verið nógu leiðitamir við Bjarna og Ólaf, og munu t. d. báðir hafa brugðizí flokknum í forsetakosningunum 1952. Bjarni gekk því fram í þvi af miklu kappi, að þeim yrðí þokað í burtu og Pétur nokkur Sigurðsson og Birgir Kjaran sett ir í staðinn. Eins og venja er orð in í Sjálfstæðisflokknum, fékk Bjarni vilja sínum framgengt. Alveg sérstaklega lagði Bjarni kapp á, að Pétur Sigurðssou fengi sæti á listanum, en Bjarní hefur meira dálæti á honum en Birgi. Þótt Birgir fylgi Bjarna dyggilega, telur hann þó Pétur enn betri lærisvein sinn. í útvarpsumræðunum fengu menn að heyra til þessa læri- sveins Bjarna, og mun ekki sízt marga Sjálfstæðismenn hafa blöskrað málflutningur hans, Þeim mun áreiðanlega ekki hafa geðjazt þetta sýnishorn af þeim nýliðum, sem Bjarni fylkir nú I kringum sig, og teflir fram ti! forustu fyrir flokkinn. Einum Sjálfstæðismanni, sem Iilýddi á ræðu Péturs, varð þetta að orði: „Það hlýtur að vera kominn einhver nýr andi í Sjálf- stæðisflokkinn, fyrst þessi Pétur er tekinn fram yfir þá Ásgeir og Svein.“ Sjálfstæðisflokkurinn svívirðir sjómenn í RÆÐU þeirri, sem þessi Péfc- ur Sigurðsson hélt, stimjxlaði liann sig sem fulltrúa sjómanna. Ekki er þó kunnugt um, að hami hafi gegnt nokkru trúnaðarstarfi fyrir sjómannastéttina, eða að einn einasti sjómaður hafi óskað eftir honum sem fulltrúa sínum á Alþingi. Hitt var vitað, að sjé- menn í Sjálfstæðisflokknum vildu liafa Ásgeir Sigurðsson sem fulltrúa sinn áfram. Það voru „sjómennirnir“ Bjarni Bene diktsson og Ólafur Thors, er völdu Pétur til framboðs, enda mun hann verða fulltrúi þeirra fyrst og fremst. Það er líka víst, að eftir ræðuhöld hans í útvarpinu í fyrrakvöld, munu sjómenn almennt telja það sví- virðingu við sjómannastéiiina, ef telja á Pétur þennan einnveru sérstakan fulltrúa hennar. Ósjálfráða flokkur f NÝJUM ísfirðlngi segir svo: „Alþýðublaðið er af og ti! að burðast við það, að telja fólki trú um, að kratarnir í ríkissijórn- inni ráði nú þó nokkru. Þetta er að því leyti rétt, að þeir fá að framkvæma hlutina á þann hátt sem Sjálfstæðisflokkurinn telur sér lienta. Kratabroddarnir eru xneð Öðrum orðum ósjálfráða þjónar íhaldsins, sem alveg er sagt fyrir verkum. Eða trúa nokkrir menn því virkilega, að þeir sem ráða Sjálf- stæðisflokknum Iétu svo dátt að forráð amönnum Alþýðuflokksins sem raun ber vitni, ef þeir síðar- nefndu gengu ekki raunverulega erinda lxinna fyrrnefndu. Halda xnenn að Sjálfstæðisflokkurinn myndi styðja kratabroddana í orði og á borði nema því aðeins að það væri Sjálfstæðisflokknum gagnlegt? Nei, það myndu for- ráðamenn Sjálfstæðisflokksins áreiðanlega ekki gera. Þjónslund kratabroddaima gagnvart Sjálfstæðisflokknum er orðin svo einlæg og takmarka- laus, að Sjálfstæðisflokkurinn telur sér hollara að láta þá siíja ráðherrastóla fyrir sig en sína ejginmenn. Ef þetta væri raun- verulega ekki svona myndu Sjálf stæðismennirnir nú, — eins og Framhald á bls. 8.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.