Tíminn - 23.10.1959, Blaðsíða 8

Tíminn - 23.10.1959, Blaðsíða 8
8 TÍMINN, föstiulaginn 23. október 1959. OÁNARMINNING: Dergpora ovemsdottir, okammadal Tónieikar Ann Schein Bergþóra Sveinsdóttir var fædd að Giljum í Mýrdal 8. júlí 1879. Voru foreldrar hennar Björg Filippusdóttir og Sveinn Einars- eon, búendur á Glljum. Afi Sveins var Þors'teinn Steingrimsson í Kerlingardal, bróðii' sr. Jóns Stein grímssonar á Prestsbakka á Síðu. Móðir Sveins var Ingibjörg, dóttir Sveins Pálssonar læknis í Suður- Vík. fijörg, móðir Bergþóru, var ættuð frá Hvoli í Fljótshverfi og af igóðum bændaættum þar í sveit og af Síðu- Vair Björg síðari kona Sveins á 'Giljum. Áður hafði hann átt Bergþóru Jónsdóttur frá Dyr- hólum í Mýrdal, en Tnissti hana eftir fórra ára hjónaband. Komst einn sönur þeirra upp, Einar, sem lengi átti heima hér í Reykjavík og iéet fyrir fáum árum. Sveini, föður systkinanna, er þannig lýst, að hann var hinn vandaða'sti ma'ð- ur og fryggur í lund? Hann var hagur, svo að af bair, bæði á tré og járn, smíðaði hann meðal ann- ans mörg róðraskip og báta; var siðasta iskip, sem hann smíðaði, gert út fram að árinu 1924. Nefnd ist þag „Friður“ og færði mörg- am Mýrdælingnum mikla hjörg í bú. Bergþóra missti móður sína, þeg ar hún var 10 ára, og föður fiinn 2 árum síðar. Má fara nærri um það, hvílíkt áfall það hefur orðið hemii og hálfbróður hennar. Þá urðu þau svo lánsöm að komast bæði á mikið myndarheimili, Norð ur-Vík, en þar bjuggu miklir mannkostamenn, Þorsteinn hrepp- { stjóri og kona han!s, Ragnhildur I Gunnlaugsdóttir. Á þessu merka j heimili dvöldust þau systkini svo nokkur ár, og æ síðan minntust, þau veru sinnar þar með mikilli þökk og virðingu. Bæði voru þau systkin gædd verklegum hagleik í ríkum mæli. Greip þá um sig í hugum þeirra útþrá og löngun til að læra eitt- hvað nytsamt. Héldu þau þá til Reykjavikur. Hóf Einar nám í tré smi'ði, en Bergþóra fór á fataverk stæði til þess að lær!a falasaum. Var hún þar einn vetur, en sneri svo aftur austur í átthagana og hóf þar saumaskap. Skömmu síðar fluttist hún au’stur í Meðalland til unnusta síns, Páis Sigurðssonar á Syðri-Steinsmýri. Var Páll sonur Sigurðar Sigurðssonar, bónda og trésmiðs á Breiðabólstað á Síðu, og konu hans Gyðríðar Ólafsdótt- ur fré Syðri-Steinsmýri. Var Páll alinn upp hjá föðurbróður sínum og alnafn'a, Páli Sigurðssyni, og seinni lconu hans, Jóhönnu Jóns- dóttur. Þau Páll og Bergþóra bjuggu í sambýli við þau Steinsmýrarhjón í 2 ár, en fluttust þá út í Vík í Mýrdal. En vorið 1904 losnaði úr ábúð helmingur Skammadalsjarð ar, og fluttust þau þangað sama vorið. Árið 1907 festu þau hjón kaup á jörðinni og bjuggu þar síð an til ársins 1945 — eða rúm 40 ár. Þau eignuSust 4 böm, og eru 3 þeirra á lífi. Eina dóttur misstu þau ungabarn. Þegar þau Páll og Bergþóra höfðu keypt Skammadalinn, hófst viðreisnarstarf þeirra fyrir alvöru. Færðu þau bæjarhúsin og stað- settu þau á fögrum slað, þar sem lækur rann rétt hjá. Kostaði þetta átak mikla vinnu og fyrirhöfn, en ekki var í það horft. Þarna voru samstilltar hendur og vilji að verki, að hvika hvergi frá settu marki. Reis nú upp snoturt og vinalegt timburhús, meg hlöðnum kjallara undir öllu húsinu. Segja mátti, að unnið væri nótt með degi, meðan á þessu verki stóð, enda var slikt nauðsynlegt við að afla alls byggingarefnis og koma því á vinnustað. Eftir þetta rak hver fram- kvæmdin aðra hjá þeim Skamma- daLshjónum, m.a. endurbygging allra útihúsa. Var öllu vel fyrir komið og í stíl vi'ð umhverfið. Síð ast var ráðizt í það 'stórvirki að raflýsa, og gjörbreytti það öllum heimilishögum, svo sem nærri má geta. Frá þessari rafstög fengu 2 aðrir bæir rafmagn, Skammidalur II og Skammadalshóll. Ég hef lýst í fáum dráttum þessu mikla uppbyggingarstarfi Skammadalshjóna, og er þó af miklu meira að taka. En öll störf þessara heiðurshjóna sýndu, hversu þeim var í blóð borin öll fyrirhyggja og mikiil myndarskap ur. Ég kynntist Bergþóru Sveinsdótt ur fyrst þegar móðir mín >sendi mig til hennar með fataefni, sem sauma átti úr fermingarfötin mín. Var mér þegar tekið tveimur hönd um á þessu ókunnuga heimili. Síð an kynntist ég heimilinu betur, eftir því sem árin liðu, og var alltaf mikl ánægj'a að koma þar, enda tekið á móti öllum með stakri gestrisni. Á heimili Bergþóru og Páls dvöldust um lengri eða skemmri tíma gamalmenni, og var þeirn að sjálfsögðu látig líða eins og bezt varð á kosið. Auk þess voru á heimilinu margir unglingar á sumrin, og sumir ólUst þar upp. Minnast þeir allir Sakmmadals- heimilisins með þakklæti og virð ingu. Vissulega var ánægulegt að eiga slíka nágranna sem þau Bergþóru og Pál, -er voru ætíð reiðubúin til að hlaupa undir bagga, ef á hjálp þyrfti að halda, enda þótt á stund um gæti verið erfitt að veita að- soð. Húsbóndinn var oft bundinn vig ýmis trúnaðarstörf, sem hon- um voru falin af sveitungum sín um. Kom þá iðulega til kasta hús freyjunnar að fylgjast með bú- rekstri og vinnubrögðum. Fórst Bergþóru það allt snilldarvel úr hendi. Bergþóra var vinavönd kona, en ef hún eignaðist lcunningja, sem hún gat fellt sig við, varg úr því ævilöng vinátta. Hún var rólynd og prúð í allri framkomu, svo að eftirtekt vakti. Gamansöm var hún í sinn hóp, en fór þó vel með. Þau hjón fluttust til Reykjavík ur sama árið og þau brugðu búi eða 1945 og stofnuðu heimili með börnum sínum í Blönduhlíð 7. Þar bjuggu þau saman í nokkur ár eða þar til Páll féli frá árið 1954. Eft- ir það var Bergþóra með börnum sinum og tengdasonum, umvaf- in hlýju og kærleika til síðustu stundar. Á síðas'ta vori veiktist Bergþóra og varð að leggjast á sjúkrahús. i Lá hún þar nokkrar vikur og and-! aðist 29. júní s.l. Minningarat- höfn var haldinn í Dómkirkjunni og talaði þar sr. Jón Þorvarðarson sem lengi var sóknarprestur Mýr- dælinga. Skaftfellingar og aðrir vinir hinnar látnu merkiskonu vottuðu henni virðingu sína og þakkir með því að fjölmenna til þessarar minningarathafnar. Út- för Bergþóru var siðan gerð frá Reyniskirkju 11. júlí, og var hún lögð til hinztu hvildar við hlið manns síns. Að leiðarlokum þaklca ég gam-' alli nágrannakonu minni fyrir mína hönd og systkina minna alla vináttu á liðnum árum, og sendi aðstandendum öllurh samúðar- kveðjum. Markús Jónsson, frá Giljum. Un.gfrú Ann Schein kom hingað í fyrrahaust og lék þá einleik með sinfóníuhljómsvéitinni, sem mörg um mun í ferskii minni. í síðustu viku gáfust svoí:enn á ný gullin tækifæri að njóta listar hennar, því að hún hélt’tvenna tónleika á vegum Tónlistarfélagsins í Austur bæjarbíói og lék einleik með sin- fóníuhljómsveitihni í Þjóðleikhús- inu. Viðíangsefnin ‘ á tónleikum Tón lístarfélagsins voru 2 sónötur eftir Scarlatti, Eroica tilbrigðin eftir Beethoven, sónafá nr. 3 ef-tir Kabal e’vsky og h-moii sónatan eftir Chopin. Þessi verk eru eins ólík og dagur og nótt, engu að síður er erfitt að segja, að Ann Schein hafi slcilað einu verkinu öðru bct- ur, svo alhliða eru túlkunarhæfi- leikar hennar og tæknin fullkom in. Hún lék Scarlatti-sónöturnar með silfurtæruðf lón bg hrífandi yndisþokka. í Eroica-tilbrigðunum náði list hennar Mmarki sínu, þar skiptist á ljóðræn fe.gurð og drama tísk átök, sem hún túlkaði af svo miklum myndugleik og skilningi, að hvergi virtistf.of-'eða van. Sónötur Kabalevskys og Chopins eru hvort tveggj'á fnikil verk og virðast tæpast vera kvenna með- færi, en Ann Schein virðast litil Gleymt í haust? Efnahagsmálin eru efst á baugi í hugum manna, þeirra, sem horfa fram og ekki að ófyrirsynju. Þar er úr vöndu að ráða og þótt fáeinir sjái einhver úrræði, standa þó flestir ráðþrota gagnvart höfuð- lausn þeirrar rammsnúnu flækju, og verður því helzt fyrir að varpa trausti sínu og atkvæði á þá menn og flokka, sem þeir hafa fylgt fyrr að málum og er það full vorkunn; en á fleira er að líta, ekki ástæðu- lau-st að skima til hliðar og en.gu síður aftur en fram, gaumgæfa reynsluna engu síður en fyrirheit- in. Flokksleiðtogar þeir, er stóðu að kjördæmabyltingunni s. 1. vor, vænta þess nú að endurheimta kjósendur, sem þá sneru baki við þeim og öllu þeirra athæfi. Vest- firzkur stórbokki, alþingismaður úr hreinlyndari hluta Sjálfstæðis- flokksins, átti orðastað við fylgis menn sína nokkru eftir síðustu kosningar. „Ég veit“', sagði hann, „að ýmsum ykkar hefur gramizt við mig vegna kjördæmamálsins, en ég vona að þið fyrirgefið mér og verðið búnir að gleyma því í haust.“ Þess þurfa þeir allir, ógæfu- mennirnir, er að því máli stóðu, að bæði sé fyrirgefið og gleymt, en kjósendum hentai' betur að vera svolítið langminnugri, þjóð- inni all-ri. Kjördæmamálinu er fjarri því að vera lokið, þar er áfanga náð. Fyrirgefning og gleymska bjóða iiwwwwwwwwwiM9WwicBWMw*wimewwiwci!wwwwwwwwwwwwwwwwwi Suðumesiameiin Haustmóf Framsóknarmanna veróur haldið í samkomuhúsi Kjarðvíkur í kvöld og hefst kl. 8,30 síðdegis. DAGSKRÁ: 1. Nýtt leikhús sýnir söngleikinn „Rjúkandi ráð" 2. Ávörp: Jón Skaftason, Valtýr Guðjónsson F]öðmennið og mæfió sfundvísðega. FRAMSÓKNARFÉL. Á SUÐURNESJUM nýjum ófögnuði heim. Einu kjör- dæmin í stað þeirra, sem nú fá að hjara fyrir riáð Iíerleydáðs. Hvað skyldu mörg missiri líða áður en fitjað er upp á þeirri breyt ingu ef nú fæst v'iss'a fyrir að meginhluti þeirra, scm snéru baki við byltingaflokkunum í vor, fyrir gefa og gleyma í haust? Þá beind- ist ribbaldahátturinn að sveitum landsins og bæjum utan höfuð- , staðarins, en þáð éru mörg og stór mál, sem taka til þess alls. | Hvað ætti að aftra forkólfum : braskaranna, sem kenna sig við 'sjálfstæði, og fylgifé þeirra, sem kennir sig vifr alþýðuna, að af- greiða handritamálið, landheigis- málið eða landsréttindin, til fram- búðar eftir eigin geðþótta, ef sú reynsla fæst í kjördæmamálinu, ' að meginþorri kjósendanna fylgi leiðsögunni í þögn og þolinmæði, og þeir, sem hvekkjast í bili, komi : með tölu við næstu kosnin.gar. | Minnizt þess kjósendur, sem nú eruð beðnir að fyrirgefa og gleyma eða er ætlazt tii að þið ger- ið það óbeðnir, að i þessum kosn- ingum er ábyrgðarhluti yklcar stærstur. Endurnýjaður stuðning- ur við Framsóknarflokkinn, sýnir öllum þeim, er hyggja á áþekk misferli og kjördæmabyltingin var, að þau eru ekki áhættulaus, þó fylgispekt fjöldans sé óyggj- andi, tapast þó nokkur hluti manna frá við hvert nýtt tudda- bragð. Því stærri sem þau eru, fleiri og verri. Eitt er óyggjandi. Nýtt „rétt- læti“ í kjördæmaskipuninni verð- ur ekki boðað við aðhar kosningar hér frá, ef fylgi Framsóknar- flokksins eins vex, en hinna þverrar. Fjalli, 20. okt. 1959. Ketill Indriðason. Gólfíeppahremsun Hreinsum gólfteppi, — dregla og mottur. Gerum einnig við. takmörk sett, þar sem mikilla átaka er þörf. Þetta var í annað ■sinni með stuttu millibilí, sem h- moll sónatan er leikin, því að hún var á efnisskránni hjá Gulda og ósjálfrátt fer maður að bera leik þeirra saman. Ef til vill >er það hinn kvenlegi yndisþokki, sem blindar dómgreindina, ef ég leyfði mér að segja, að Ann Schein hefði vinninginn að því leyti, að hún skynjaði anda vcrksins af óskeik- ulli næmleik cn Gulda og gætti ■sín betur fyrir þcim freistingum, sem tæknin og hið yfirborðslega viija leiða listamennina í, en það er aðalsmerki hennar að greina á milli kjarnans og hismsns. Á hljómleikum sinfóníuhljóm- sveitarinnar lék hún einleik í b- moll píanókonsert Tschaikovskys. Hann nýtur vissrar lýðhyili og er sennilega þekktasti konsert sinnar tegundar hér á landi. E.n þrátt fyrir allar skrautfjaSrirnar, sem prýða þetta vinsæla verk, verður einhvern veginn vart við hálfgert tóniahljóð, þegar betur er hlustað, og flytjéndurnir þurfa stundum helzt til lengi að leita áður en þeir finna verulega bitastæða tónlist í verkinu, þvi að verkið er 'meira í ætt við skrautsýningu en 'klassísk an ballett. Aiin Sehein lék verkið af óskeikulli smekkvísi «g gæddi það ljó'ðrænni fegurð, þar sem verkið gaf tilefni til, þrátt fyrir það var eins og konsertinn væri ekki i shium rétta búningi, því a'ð han-n er fyrst og fremst tónlist fyrir tækni „virlúósa“ og nýtur sín bezt, þegar hann er tekinn þeim tökum. í þetta sinn var hljómsveitar- stjórinn Hans Zanlonelli, sem er hór einnig gestur. Önnur verk á efnisskránni voru „Klassíska sin- fónían“ eftir Prokofieff og Júpíter sinfónían efíir Mozart. Zantonelli er mikilhæfur stjórnandi og hafði fullkomið vaid bæði á viðfangsefn unum og hijómsveitinni. Að vísu gætti þess, að hljómsveit og ein- leikari fylgdust stundum ekki full- komlega að í píanókonsertinum, 'Cn slíkt vill löngum brenna við, þar -sem tíminn til sameiginlegra æfinga er aí skornum skammti. Hitt er þó meira virði, að hljóm- sveitiner batnandi og vaxandi hijóð færi. Það kom ótvírætt fram í Júpítersini'óníunni, sem hún lék af mestu prýði, hvort heldur litið var til meðfcrðar stjórnandans á verkinu eða leiks hljómsveitarinn- ar í heiid. — A. Á víðavangi Sækjum — sendum. Góííteppager^in h.f- . Skúlagötu 51. Sími 17360. ttittttttttttttttttttttttttttttttttttttttttt > F'-amhald af 7. gíðu) þeir gcrðu á'ður, meðan krata- broddarnir tóku nokkurn þátt í að vinna gegn yfirgangi þeirra, — kalla Alþýðuflokkinn þýðing- arlausa „pínulitla“ flokkinn, sem til einskis væri nýtilegur. Nú hefur þetta hins vegar snú- izt við. Nú eru kratabroddarnir orðnir þýðingarmiklir fyrir Sjálf stæðisffokkinn í baráttu lians gegn alþýðustéttum landsins, eu fyrir alræ'ði braskaranna og heildsalanna, sein eiga og reka Sjálfstæðisflokkinn. Og þá eru kratabroddarnir bara góðir og Alþýðuflokkurinn lireint ekki svo Iitill að dómi Sjálfstæðis- flokksins. Hvaða vit er svo í því fyrir það fólk sem vinnur „hörðuin höndum“, að fylgja flokki, sem svo herfilega liefur brugðizl hlut verki sínu?“ Söluskállnn Seljum við sanngjörnu verði alls konar notuð hús- gögn, vel með farn, o. m. fl. SÖLUSKÁLINN Klapparstíg 11. — Sími 12926.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.