Tíminn - 29.10.1959, Side 10

Tíminn - 29.10.1959, Side 10
10 T í M I N N, fimmtudaginn 29. október 1959. Rætt við skákmenn mi lli umferða Beígrad 22. október. Við sitjum í matarvagnin- um og drekkum ölkelduvatn. Lestin hefur nú verið meira en sex stundir á leiðinni og fer því að nálgast Belgrad. Friðrik og Ingi sitja dottandi inni í kleva. Eru menn orðnir leiðir á að ræða um Hávamál, bjöllur í Búlgaríu og flest þar í milli. Við höfum líka dottað, það er svo skrambi heitt í dag, en svo fengum við þá hug- mynd að kæla okkur á einni flösku úr iðrum jarðar. Fátt er um manninn í matvagn- inum, þegar nálgast leiðarendla,. Þó sitia kunnugir við næsta borð. Eru það þeir Petrosjan og Tal, sem borðuöu með okkur miðdeg- isverð, en eru nú uppteknir af blaðamönnum. Við ættum annars að hafa við þá viðtal. Við mat- borðið var Koblenz viðstaddur, og því um fáct annað rætt en tón- list undir borðum. Þá er nú loks þessum þriðja áfanga mótsins lokið. Öll fjöl- skyldan er á leiðinni til hins fjórða og síðas'ta í Belgrad, kepp- endur, aðstoðarmenn og erlendir blaðamenn. Einn var þó sá, sem •ekki lét bjóða sér lestargang. Þessi börn framtíoarinnar eru svo kröfu hörð. Bobbý litli Fischer varð eftir í Zagreb. Hann mun þó vera kominn á undan okkur til Belgrad, því skýjum fór hann of- ar. Skutulsveininn frá Danaveldi 3ét hann gæta farangurs í les't- inni. Við íslendingarnir höfum einnig ágætan farangursvörð. Er það rauðhærður risi frá Rúss- landi, sem tók við töskunum okk- ar inn um gluggann í sínum kiefa. Má hann muna sinn fífil fegri: eitt sinn var hann kóngur í ríki skákgyðjunnar. Fleira rauð- hært fólk er í þeim klefa, ætti því farangur okkar að vera óhætt en við gætum eigna annarra með- lima fjölskyldunnar. Nú Við þáttas'kil er Ijúft að rifja upp hið liðna úr lífi fjöl- skyldunriiar, og við 'pninjiumst síðasta kvötdsins í Bled. Kátt var þá við bbrð okkar íslendinga í dag stofu gistihússins, því sumir kunpa þá lisf að skemmta sér, þótt þeir séu þurrbrjósta. Brátt bar að 3endá rhenn og landlausa, og sí- fellt’fjölgaði stólunum við borðið. Samræður voru fjörugar á ís- lenzku, ensku, sióvesku, ung- versku, dönsku, sænsku, þýzku og •rús'snesku, en þegar Tal bættist í hópinn, var með engu móti hægt að korna fleiri stólum að borð- inu. Hinn ungi Morphy hafði þó séð flóknari stöður en þessa og sagði: „Við Thorbergsson erum báðir litlir menn og léttvægir, ég held að einn stóll beri okkur báða“, og mikið rétt, hægindastóll inn rúmaði okkur tvo. Tónlist var góð, einkum lék fiðluleikar- inn vel, sem mundi enn komu Aljekins til Bled 1931 og hafði sagt okkur sögur af honum. Þeg- ar hótelstýran sá, að hér var fólk við hennar hæfi, lét hún rúlla upp teppunum af gólfinu og leika léttari lög í milli. Mestir dans- menn vorum við stólnautar, en stúlkurnar, sem ekki neituðu svo litlum mönnum um dans, voru raunar systur, sem höfðu komið á staðinn í sérstökum tilgangi, því alkunnugt er, að íslenzkir stór- meistar^,- njóta allra manna mestrar kvenhylli, og hafi þeim tekizt að verjast öllum aðdáendum til þessa dags, þá mega þeir þakka aðstoðarmönnum sínum fyr- ir hjálpina. Frá Zagreb er einnig margs að minnast. Rikastur þaðan fer Frið- rik. Naumast mun nokkur mað- •ur í skáksögunni hafa verið hyllt- ur jafn ákaft og hann, þegar hann lagði Sovétmeistarann að velli öðru sinni. Það kvöld hafði Gligorie verið mátaður af Tal, og mannfjöldinn snúið vonsvikinn af torginu. En þegar fór að halla á hinn Rússann í viðureigninni Skemmtilegt viítal Freysteins Þorbergssonar vií Tal og Petrosjan við íslendinginn unga, sem allir þekkja hér af afspurn frá Port- oroz í fyrra, s'öfnuðust aftur þús- undir á torgið. Stund sigursins fyrir Friðrik var því einnig stund hefndarinnar fyrir fólkið, því var fögnuðurinn svo ákafur, að lá við limlestingum. Seinna söfnuðust stundum þúsundir á torgið, þegar umferð var tefld og horfðu á sýn- ingarborðin, en aldrei aftur gerð- ist neitt þessu líkt. Eins og áður segir, gengu kepp- endur hlaðnir gjöfum frá hverri umferð, þótt brigði -til beggja vona um vinninginn. Af gjöfun- um má nefna ávexti, konfekt, vín, kaffistell og dúkkur í þjóðbún- ingum. Oft nutu aðstoðarmenn og aðrir góðs af þessu. Ætt var étið og teygað tár, en sumir höfðu aðrar dúkkur fyrir. Mestur hóf- drykkjumaður var Fischer og fréttist það á skotspónum, því snemma flultist hann burt af hót- eli okkar hinna. Hafði honum ekki líkað við herbergi sitt og flutti fyrst nokkrum sinnum inn- an gistihússins. Sums staðar voru borðin of lág, annars staðar var ljósið ekki á réttum stað í loft- inu, þá var baðið ekki nógu gott, enn annars staðar var of mikill hávaði af hljómsveitinni og loks , við bakhliðina voru það lestirnar, sem röskuðu svefnró hans. Hann fann þó loks eitt nothæft her- bergi í þessu skársta hóteli borg- arinnar, en sá var galli á gjöf Njarðar, að herbergið var upp- tekið, og húsráðandi, yfirdómari niótsins Golombek, ajfsagði með öllu að flytjast út, og sagði: „Þótt það hefði verið sjálfur Aljekin, sem hefði beðið mig, þá hefði ég setið sem fastast.“ Og enginn er þrjóskari en Englendinguhinn, nema ef vera skyldi asninn, þess vegna flutti Fischer á annað hót- el með skutulsvein sinn. Ekki höf- um við frétt, hvort borðin þar voru of há, eða baunir lágu undir dýnum, en svo mikið er víst, að út flutti hann ekki úr því húsi. Hins vegar bárust ýmsar sögur af drykkjuskap hans og erjum við skutulsveininn. Þegar Eischer kom heim með gjöf sína, flöskur af slívovich í körfu, þá beið hann ekki boðanna, heldur tók sem óð- ast að leita að tappatogara. Ekk- ert fannst áhaldið, en opnað gat hann þó aðra flöskuna. þegar hann liafði hellt úr henni í vaskinn, leitaði hann til skutulsveins um aðstoð við að opna hina. En þótt leitað væri til margra, og vask- urinn væri jafn þyrstur og áður, þá átti enginn nothæft verkfæri ur.dir slíkum kringumstæðum. Loks' tókst svo skutulsveini að hnupla flöskunni, enda segir hann húsbónda hafa gert sig að glæpa- rnanni, og eiga þeir sífellt í erj- um síðan. Smellir ljósmyndarans heyrast nú ekki lengur í matvagninum, blaðamenn eru farnir að sýna á sér fararsnið. Um hvað eigum við að spyrja þá Petrosjan og Tal? Þótt mótinu sé ekki lokið, eru ýmsir farnir að velta fyrir sér úr- slitum í líklegu einví.gi þeirra Bot- vinniks og Tals. Og nú minnumst við orða Keresar um það leyti sem þeir Tal voru efstir og jafnir. ,,'Gegn manni með svo vísindalega uppbyggingu byrjunarinnar og rökrétta taflmennsku yfirleitt, eins og B’otvinnik sýnir, getur Tal naumast mikið gert.“' En skoð- anir eru nú sjálfsagt skiptar. Tal er mjög fljótur að sjá og leika. Botvinnik mundi vafalaust oft lenda i tímaþröng, ef af slíku ein- vígi yrði, og þá gæti ýmislegt gerzt, en við skulum heyra álit fleiri manna. Fréttamenn eru nú farnir, og við göngum að borði þeirra tví- menninga. „Þarna kemur þá enn einn fréttamaðurinn,“ segir Petrosjan brosandi. „Já, en hingað til hef ég þó ekki ónáðað ykkur með spurning- um mínum, þótt sumir aðrir hafi fengið tvö viðtöl. En nú ætla ég að ráðast á ykkur með þrjár spurn I ingar fyrir hvern, ef þið hafði! ekkert á móti.“ „Gjörðu svo vel,“ segir Tal. „ís- land er fjarlægt land, svo þú get- ur sjálfsagt skrifað hvað sem þér sýnist, úr því að júgóslafnesku fréttamennirnir leggja mér allt annað í munn heldur en það, sem ég hef sagt. Það kemur fyrir, að þriðja hver setning, sem mér er eignuð, er frá mér sjálfum runn- in.“ „Þó það„ það, það er nú ekki svo lítið, en það er víst bezt að ég byrji þá að spyrja. Fyrsta spurn- ingin til Tals hljóðar svo: Þú ert auðsjáanlega vel fyrirkallaður í þessu móti. Getur þú sagt mér í stuttu máli hvernig þú bjóst þig undir það?“ „Það er ósköp einfalt mál,“ seg- ir Tal,- „ég lá á sjúkrahúsi fyrir mótið eins og þú veizt. Þar æfði ég mig vel, tefldi meðal annars skák við lækninn, .sem skar mig og sýndi þar leikfléttu, sem mér ' * Petrosjan og Tal. Svíar sigruðu Englendinga í landsleik í knattspyrnu — Frábær árangur sænska landsli'Ssins í knatt- spyrnu í sumar: 3—2 á Wembley í gær fór fram landsleikur í knattspyrnu milli Englands og Svíþjóðar á Wembley-leik- vanginum í London. Mikill áhugi var fyrir þessum leik í Englandi, enda hefur sænska landsliðið í knattspyrnu náð mjög góðum árangri og unnið einn sigurinn öðrum meiri í sumar. England stillti upp sama liði og gegn Wales á dögunum, en þá voru róttækar breytingar gerðar á liðinu, og kornungir leikmenn teknir í stað hinna föstu, gömlu leikmanna. Meðalaldur liðsins er aðeins 23 ár. Sænska liðið hefur verið skip- að að mestu leyti sama liði og komst í úrslitaleikinn í heims- meistarakeppninni í fyrra, að því undanskildu, að atvinnumennirnir, sem leika á Ítalíu, hafa ekki ver- ið með. Liðið er orðið mjög vel samæft, og má segja. að ekkert landsiið í heimi hafi náð betri árangri í sumar. Leikurinn á Wembley í gær var mjög fjörugulr, og sænska liðið sýndi oft frábæran leik. Fram- herýarnjir léku vö.rn Englands oft sundur og saman, en mark- maðurinn Honkinson varði vel t. d. bjargaði hann tvívegis á síðustu mín. leiksins á frábæran hátt. Svíar sigruðu í leiknum með odda- markinu af fimm, og s'koraði mið- herjinn Simonson, Örgryte, tvö mörk, en Salomonson hið þriðja. Charlton, Manch. Utd. skoraði annað mark Englands. Sænska liðið mun nú halda til írlands og leikur þar landsleik á laugardaginn. hefur ekki tekizt að endurtaka í mótinu til þessa eða neitt henni líkt.“ „Já, þú sýndir okkur þá skák.“' „Já, en svo tefldi ég líka fjöl- tefli við aðra sjúklinga, einu sinni við fjóra í einu.“ „Og hvernig fóru leikar? „Mér tókst að vinna allar skák- irnar, en það var einungis vegna þess, að einn af andstæðingunum dó í betri stöðu. Annars lagði ég mesta rækt við líkamlega þjálfun, og það gerði ég mefj því að brölta á milli fimmtu hæðar, þar sem ég lá, o.g annarrar og þriðju, þar sem ég tefldi við sjúklingana. En ef ég á að gefa alvarlegra svar,“ heldur Tal áfram, „þá lagði ég mesta áherzlu á afí vera hraustur og líkamlega þjálfaður, iðkaði íþróttir eftir því sem ég gat komið því við, en lá isvo oftast í skák- inni annars." „Og hvaða íþróttir stundar þú helzt?“ „Aðallega borðtennis, en einn- ig dálítið knattspyrnu.“ „Já, við erum áhugamenn fyrir knattspyrnu“ skýtur Petrosjan inn í, „en oftast látum við okkur þó nægja að horfa á liana.“ „Já, þið iðkið mikið borðtennis. Þag er sjálfsagt igott fyrir skák- ina, því auk hæfilegrar líkamlegr ar áreynslu, æfir það skjóta hugs un, sem er svo nauðsynleg fyrir skákina." „Já,“ segja þeir félagar. Önnur spurning. „Þú hefur til þessa náð furðulega góðum ár- angri gegn hinum órússnesku and stæðingum þínum, eða liy2 vinn ingi úr 12 skákum, þar sem þú hins vegar ert með fjóra vinninga úr níu skákum gegn löndum þín- um. Getur þú gefifj nokkra skýr ingu á þessum mikla hlutfölls- mun?“ „Ég veit ekki,“ segir Tal. „Ef til vill get ég ekki gefið neina fullnægjandi skýringu en ýmislegt má upp telja. í fyrsta lagi eru hinir órússnesku veikari en hin- ir, og því fá flestir meira út úr þeim en hinum rússnesku." „Já, en hjá öðrum er ekki svona gífurlegur munur.“ „Rétt er nú það,“ segir Tal, „en í öðru lagi hef ég unnið nokkr ar skákir á móti þessum órúss- nesku, sem alveg eins hefðu getað farið á annan veg, þar sem ég hins vegar hef verifj óheppnari á móti löndum mínum, l.d. átti ég góða stöðu í báðum tapskák- unum við 'Keres. í þriðja lagi hugsa ég mér alltaf að ég sé að •tefla ’fyrir Sovétríkin í landis- keppni, þegar ég tefli við aðra en landa mína. Og þar að auki vil ég ekki skemma íyrir þeim með því að lækka þá,“ segir Tal að lokum. „Já, auðvitað,“ segjum við, sem vitum afj Tal er nú aftur kominn út í gamansemina því enginn er annars bróðir í leik. „Hvað segir þú um þriðju skák ina við Friðrik, þar sem þér varð á að víxla leikjum. Varst þú hepp inn í þeirri skák?“ „Ég fékk fyrst yfirburðarstöðu, •síðan kom þessi óskiljanlega skyssa, sem snóri skákinni Friðriki í hag ,en þótt hann hefði leikið Bg4, þegar hann lék Rf4, þá vil ég ekki segja að staða hans hefði verifj unnin, en vissulega hefðu þá sigurlíkurnar verið hans meg- in. Aðra skákina við mig tefldi Friðrik mjög vel að ákveðnu marki.“ „Jæja, fer nú ekki röðin að koma afj mér?“ spyr Petrosjan, sem öðru hverju hefur skotið inn glettnislegum athugasemdum. „Jú, síðasla spurning til Tals. Það eru allar líkur 'til að þú vinnir þetta mót og teflir einvígið við Botvinnik, en ef svo ólíklega færi nú samt, að Keres yrði efstur, hverju myndir þú þá spá um ein- vígið Botvinnik—Keres?“ „Ég álít, að Botvinnik myndi eiga mjög erfitt með að tefla við mann með skákstíl Keresar, svo ekki sé meira sagt. Það er engu líkara, en Keres hafi á síðustu ár •um fundið einhvern lykil á Bot- vinnik, öfugt við það sem áður var, þegar Keres virtist ekkert hafa í Botvinnik að gera.“ „Já„ lykil“ segir Petrosjan, en þó að því tilskyldu að Keres hafi hvítt.‘ Og nú rámar okkur eitfhvað í, ag á síðustu árum, þegar þeim Botvinnik og Keres hefur lent saman í skákmótum, hefur Keres oftast haft hvít't — og unnið. „Þá er víst komið að mér,“ segir Petrosjan, „en .annars er ég orðinn því vanastur að hverfa í skuggann af honum þessum, „bætir hann við, um leið og hann kinkar bi'otandi kolli til sessunautar okk ar. Fyrsta spurning. „Ég spáði þér efsta sætinu í rnótinu." „Og ég líka,“ segir Tal. „En þú hefur staðið þig mun lakar en menn höfðu búizt við. Hvernig myndir þú gefa iskýringu á því?“ ,Það er nú ekki svo létt að segja %n það,“ svarar Petrosjan, „það getur komið fyrir alla að falla eitt hvað annað slagið, aðra skýringu þekki ég ekki, satt að segja veit ég ekki hvað hefur komið til.“ Önnur spurning. „Þú hefur tap að tveim skákum fyrir Friðriki. iFramUíUd „ siðu)

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.