Tíminn - 31.10.1959, Síða 6

Tíminn - 31.10.1959, Síða 6
TÍMINN, laugardagiun 31, október 195JL mmm Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Ritstjóri og ábm.: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu Símar: 18 300, 18 301, 18 302,18 303, 18305 og 18 306 (skrifst., ritstjórnin og blaðamenn). Auglýsingasimi 19 523. - Afgreiðslan 12 32S Prentsm. Edda hf. Sími eftir kl. 18: 13 948 Sjálfstæðisflokkurinn og stjómin í SEINASTA blaði Tim- pns var skýrt frá þeim orð- . úmi, að ríkisstjórnn hyggð ;t fljótlega segja af sér og . íramhaldi af því myndi for etinn hefjast handa um rnyndun nýrrar ríkisstjórn- ar. Þessi orörómur mun hafa byggst á því, að það heyrð- ist úr herbúðum stjórnar- i.okkanna fyrir kosningarn- að stjórnin myndi segja af sér strax að þeim loknum. í Alþýðublaðinu í fyrra- ’ag er þessi orðrómur borin i’ baka og segir þar á þessa :-ið: „Rikisstjórn Emils Jóns- miar mun ekki segja af sér -sldur sitja eins og áður m minnihlutastjórn, en íkur samstundis og stjórn- álaflokkarnir koma sér iman um myndun meiri- utastjórnar“. t gær mun svo hafa verið ’ialdin í miðstjórn Alþýðu- 0 okksins fundur, þar sem - mþykktur var stuönngur 5 þessa afstöðu stjórnar- innar. EINS og kunnugt er, ’ fur stjórn Alþýðuflokks- i is setið að völdum sem innihlutastjórn með stuðn "igi Sjálfstæðisflokksins. — ún hefur alltaf lýst því yfir iö hún myndi víkja, ef hún missti þennan stuðning Sjálf tæðisflokksihs. Hún gerði í>5 seinast í sambandi við -'tningu bráðabirgðalag- ' unna um afurðaverðiö. ’ úlfstæðisflokkurinn endur 'úaSi þá hollustu sina við na. Sú yfirlýsing stjórn- ' '"’nnar nú, að hún muni ’"i segja af sér, getur því 'i þýtt annað en að hún ' ’ti áfram stuðnings Sjálf ' ;ðisflokksins. RÁ sjónarmiði stjórnarinn • ?r skiljanlegt að hún vilji :a sem lengst. Hún segist ■ ra búin að stöðva dýrtíð- ina. Hún segist hafa hlaðið varnargarð gegn verðbólg- unni. Hagur ríkissjóðs sé góð ur og afkoma útflutnings- sjóðs sé með bezta móti. Gjaldeyrisástandið sé mjög viðunanlegt. Ef þetta allt er rétt, er engin ástæða til þess, að stjórnin hraði afsögn sinni, þar sem hún styðst líka áfram við- meirihluta þings. Það er eðlilegt, að stjórn, sem álítur sig hafa stjórnað svona vel, vilji sitja sem lengst, svo að hinn ágæti árangur verka hennar komi sem gleggst í ijós áður en aðrir taka við. Hitt er svo annað mál, ef þessar lýsingar hennar af ástandinu væru ekki alveg réttar, eins og t.d. hefur ver- ið haldið fram hér í blaðinu, þá væri ástæða til að bregð ast sem fyrst við vandanum og reyna að koma fótum und ir sterkari stjórn. MEÐAN rikisstjórnin sit ur, án þess að segja af sér, og Sjálfstæðisflokkurinn heldur áfram að styðja hana er vitanlega ekki eðlilegt að forsetinn hefji forgöngu um nýja stjórnarmyndun. Ríkis stjórnin er fullgild þingræðis stjórn meðan Sjálfstæðis- flokkurinn styður hana. Fyrir kosningarnar talaði Sjálfstæðisflokkurinn þann- ig, að „mikill voði steðjaði að þjóðinni í efnahagsmálun- um“ og því væri þörf á við- tæku samstarfi um lausn efnahagsmálanna. Nú virðist þetta allt rokið út í veður og vind. Sjálfstæðisflokkurinn virðist kominn á sömu skoff- un og ríkisstjórnin, að allt sé í bezta lagi, verðbólgan stöðv uð og hæg sigling framund- an. Niðurstaðan af þessu öllu saman er því sú, að stjórnin situr og Sjálfstæðisflokkur- inn heldur áfram að styðja hana. Aljíýðdblaðið 40 ára T fyrradag voru liðin 40 ár ' ’ an að Alþýðublaðið hóf “ \?u sína. Blaðið minntist : "3 með því að gefa út stórt ■ 'iælisblað, þar sem rakin • saga þess í stórum drátt yrir Tímann er sérstök •' L°°ða til að minnast þessa •nælis Alþýðublaðsins. — •si tvö blöð hafa oft verið "Tiherjar á sviði stjórnmála '•áttunnar. Fyrir baráttu í”ra hefur mörgum umbóta ■ -’um almennings verið ' kað áleiðis. Alþýða lands- • • stendur í mikilli þakkar - '’d við Alþýðublaðið fyrir ■ áttu þess í þágu hennar ■>eim tíma, þegar aðstaða ' -niar var allt önnur og ”i en hún er nú. * afmæiisblaði Aiþýðu- 5sins er sagt frá stefnu- "á AlþT'ðrh’n ð«d~i s fyrra, ■ • ’-^om út ár’A • •’. að markmiðið sé „að soorna gegn yfirgangi og kúgun auðvalds og einstakra manna“. Alþýðublaðið og A1 þýðuflokkurinn hafa unniö sín beztu verk, þegar stjórn ast hefur verið af þessu sjón armiði.' Margt hefur breyzt á þeim 40 árum síðan Alþýðublaðið hóf göngu sína. Kannske hef ur þó mesta breytingin orðið á Alþýðuflokknum. — Hver hefði trúað því 29. okt. 1919, þegar Alþýðublaðið hóf göngu sína, að 29. okt. 1959 yrði því lýst yfir í Morgun- blaðinu, að Alþýðuflokkurinn og flokkur auðkónganna væru skyldustu flokkarnir á íslandi og ættu því að mynda stjórn saman? Vissulega mætti þetta vera forráðamönnum Alþýðu- flokksins nokkur aðvörun um. hvort þeir eru nú á h'- ■’ réttu leið. Þetta er að minnsta kosti ekki leið frumherjanna frá 1919. Walter Lippmann skrifar um alþjóðamál Agremingsmál Vesturveldanna EFTIR VIÐRÆÐUR þeirra Eis- enhowers og Krustjoffs í Davíðs- búðum í sumar, var það iskoðun m-anna í Washington, að halda yrði fund æðstu manna austurs og vesturs, áður en Eisenhower sækti Krustjoff heim að vori. En áður en slíkur fundur getur farið fram, verða Vesturveldin að sam- ræma stefnu sína í Þýzkalands- málinu. Þýzkalandsmálið og Vestur- Berlín eru þau mál, sem sam- komulag verður að nást um milli Vesturveldanna, áður en til fund- ar æðstu manna austurs og vest- urs kemur, því það er augljóst, að þeir Eisenhower, de Gaulle og Macmillan verða að hafa sameig- inlega stefnu í Berlínarmálinu, þegar þeir mæta Krustjoff. EN HÉR ER AUÐVELDARA um að tala en í að komast, því það er mikill skoðanaágreiningur um málið milli Vestur-Þýzkalands og Frakklands annars vegar og Bandaríkjanna og Bretlands hins vegar. Þessi ágreiningur skýrir það, hvers vegna de Gaulle féllst á til- lögu Eisenhowers um fund leið- •toga Vesturveldanna. Slíkur fund- ur myndi fara út um þúfur, nema Frakkar og Vestur-Þjóðverjar gætu komið Eisenhower til að fallast á að Beriínarmálið sé knýj- andi samningsatriði til lausnar. Því ef Eisenhower legði fast að Adenauer og de Gaulle um að samþykkja að ástandið í Berlín skyldi haldast óbreytt, þá væri það starf, sem hann hefur unnið í sumar við að bæta ástandið í heiminum unnið fyrir gíg. ÞEGAR ÞESSI skoðanaágrein- ingur milli Vesturvedanna er hafður í huga, er vafasamt, að það sé bezta leiðin til lausnar, að leiðtogarnir mæti auglitis til aug- litis til samninga, því um höfuð- ágreininginn verður ekki samið og engra tilslakana er að vænta frá Frökkum og Þjóðverjum. HINS VEGAR VERÐUR það að koma skýrt fram, hvort við ætlum Eru ósammála um hvernig leysa skuli BerlínariháliS De Gaulle Vill ekki sameiningu Þýzkalands að semja við Rússa eða ekki. Við getum ekki lýst því yfir, að við séum reiðubúnir til samninga við Rússa um framtíð Vestur-Berlín- ar, en segja jafnframt að engu megi breyta um ástand þessara mála. Þar sem þessi ágreiningur hefur, þróazt meðal Vesturveldanna, j verður annað sjónarmðiið að víkja, j annað hvort London—Washington eða París—Bonn, áður en sezt verð- ur að samningaborði með Rússum. RÆTUR ÞESSA ÁGREININGS liggja í spurningunni um það, hvort viðurkenna eigi Austur- þýzka Alþýðulýðveldið. — Allir vita, að ef samið verður um Vest- ur-Berlín á þann veg, að tryggja frelsi borgarhlutans og réttindi, þá verður það keypt með því, að viðurkenna austuiiþýzka ríkið á einn eða annan veg. Adenauer og de Gauile neita báðir að greiða þetta gjald, en allt virðisí benda til þess, að Bandaríkin og Bret- land gætu faUizt á þessa leið. Þar _ liggur hundurinn grafinn, og þenn an skoðanaágreining verður að jafna áður e.n setzt verður til ' samninga með Rússum um fram- tíð Vestur-Berlínar. AÐ ÖLLUM LÍKIDUM verður erfitt að jafna þennan ágreining milli Vesturveldanna í einni svip- an. Adenauer er að búa sig undir kosningarnar 1961, og getur því ekki fallizt á að sinni. að austur- þýzka ríkið verði viðurkennt. De Gaulle forseti, sem í rauninni vill ekki sameiningu Þýzkalands, styð- ur Adenauér og vill fá hann end- urkjörinn 1961, því að það er eng- inn annar Þjóðverji til, sem gæti stutt sjónarmið Frakka eins vel í þessu máli. Þegar kosningarnar ■eru -afstaðnar og Adenauer hefur endurnýjað hið pólitíska valda- skírteini sitt, er ekki ólíklegt að hann og de Gaulie hafni s’amninga- viðræðum við Rússa um Berlín. í Bandaríkjunum er að finna sáma skoðanaágreininginn um málið. Þeir, sem harðastir eru í andstöðunni við að samið verði um Berlín, eru Truman og fylgismenn hans eins og Acheson og Paul Nitze. Skoðun þeirra er sú, að bjóða eigi Rússum byrginn og neita að skoða stöðu Berlínar sem samningamál. Þeir segja að samn- ingar um Berlín muni aðeins verða Rússum til framdráttar, og þeir muni færa sig upp á skaftið annars staðar í heiminum, ef þeir verða varir við linkind gagnvart sér í stefnu Bandaríkjanna. ÞESSIR MENN ERU að mínu áiiti að reyna að endurskapa orr- ustu iþá, sem þeir hlutu dýrð sína í. Þeir heimta að kalda stríðinu verði haldið áfram með svipaðri stefnu og þeir héldu uppi á valda- árum Trumans, en slík stefna mun ekki leiða til neins góðs. Slík stefna er óhæf við ríkj- andi aðstæður og gæti orðið vatn á imyllu kommúnismans í hinum lýðfrjálsu löndum, og yrði því að- eins Rússum til ábata og myndi stuðla að framgangi kommúnism- ans í heiminum. Hrifningarstund í helgidðmi Fimmtudagskvöldið 8. þ.m. efndi Félag íslenzkra organleikar3 til MUSICA SACRA-hljómleika í Dóm kirkjunni hér í Reykjavík. Þeir voru haldnir til heiðurs hinu þekkta og vinsæla tónskáldi Jónasi Tómassyni frá ísafirði; til kynningar á „helgistefjum" hans. í gærkvöldi var svo myndarlegum útdrætti úr efnisskránni útvarp- að. Það fór mjög vel á þessu fram- taki, bæði gagnvart tónskáldinu og sjálfri þjóðinni. Jónas Tómasson er fyrir löngu þjóðkunnur tónlist armaður, sem organisti, söngstjóri og tónskáld — og nú kominn hátt á áttræðisaldur. Á þessum merku kirkjutónleik um skiptist efnisskráin í þrennt með tilliti til flutnings: einleiks á orgel, samleiks' á orgel og fiðlu, og loks, að meginhluta, samkór-' söngs. Hljómlistarmennirnir, eem hér áttu mestan hlut að máli, eru allir kunnif, og brugðust sem vænta mátti ekki frekar en annars staðar. Dr. Páll íeólfsson lék ein ieik á Dómkirkjuorgelið með al- kunnum tilþrifum sínum og mynd ugleik þrjú forspil: í As-dúr, B-dúr og fyrir laginu „í Betlehem er barn oss fætt“. Einnig eftirspil við hin þekktu sálmalög „Son guðs ertu með sanni“ og „Nú árið er liðið“. Að lokum lék dr. Páll sorgarlagið „Þegar húsfreyjan deyr“. Einleikari á fiðlu var sonur tónskáldsins, Ingvar Jónasson, og léku þeir dr. Páll saman trega- •tónverkin „Minningu“ og ,Söknuð‘ Undir áhrifamiklum flutningi þriggja síðasttalinna verka, mun mörgum hafa orðið hugsað til lát innar eiginkonu tónskáldsins, frú Önnu Ingvarsdóttur, einkum þó þeim, er nokkuð þekktu persónu- lega til þessarar tígulegu, músík- ölsku konu, sem bæði söng ágæt- lega vel og lék á hljóðfæri — og höfðu hugmynd um, hve mikils virði hún var honum i lífi og staríi, og hversu hann tregaði hana. Þótt öll framangreind verk og flutningur þeirra á hljóðfæri væri einatt heillandi og stundum til- komumikil, hygg ég samt, að mörg um hafi farið sem mér, að þykja mest koma til söngs samblands kirkjukóranna í Reykjavík undir stjórn tónskáldsins sjálfs með smekkvísum undirleik Páls Hall- dórssonar frá Hnífsdal, organista Hallgrímskirkju, enda þar um að ræða „viðbótaráhrif“ frá persónu legum hræringum mUli hins ást- sæla tónskálds og áheyrenda. — Sungin voru 10 sálmalög í tveim lotum, hvert öðru fegurra, þótt af bæru hinum óþekktari lögum að mínum dómi ,JÉg undrast, Drottinn, dásemd þína“, texti Árna Sigurðssonar, sem kórinn söng án undirleiks, og „Hvað bindur vorn hug við heimsins glaum“ við hið volduga trúarljóð Enars Benedikts sonar. sem frægt er og oft hefur verið sungið við guðsþjónustur undir öðru lagi. Þykir mér ekki ósennilegt, að þessi sálma- lög Jónasar eigi eftir. að njóta al- mennra vinsælda og verða mikið sungin, eins og raunar flest lög hans. Leyndi sér ekki, hversu hugfangnir áheyrendur hlustuðu á þessi geðþekku tónverk og urðu snortnir af karlmannlegum inni- leik þeirra, fegurð og heiðríkju. Hámarksstund hrifningar áhéyr enda rann samt ekki upp fyrr en í lok tónleikanna, þegar kórarnir sungu lang þekktasta sálmalag Jónasar, „Ó, faðir, gjör mig lítið ljós“, sem náð hefur dádæma vin- sældum. Eftir hugþekkt millispil endurtók samkórinn tvö vers, þrátt ' fyrir að hafa sungið mörg áður við jbljúgja þakklátsemi hlustenda — og þá var það, sem voldug hrifn- ingaralda gagntók viðstadda og þeir risu hijóðir og hátíðlegir úr sætum með biskupshjónum lands- I ins og stóðu hrærðir meðan þessi ! undurfögru helgistef JónasaP og jMatthíasar ómuðu að eyrum. Var i það ógleymanleg stund, og undrun hins hógværa tónskálds ekki lítil, þegar hann í lok tónleikanna „uppgötvaði söfnuðinn“ standandi jí lotningu og þökk, er hann sneri sér að áheyrendum í kveðjuskyni. 1 Fer vart hjá því, að þá hafi a.m.k. ! brot af hrifnangarbylgjum fólks- ins flætt yfir tóniskáldið í klökkri 1 og djúpstæðri þakklátsemi fyrir eina dýrustu perlu íslenzks sálma söngs frá upphafi — tóna, sem munu lifa á vörum og í hjörtum íslendinga meðan trúarþörf og til- beiðsla bæris-t í brjóstum þeirra. 26. október 1959. Baldvin Þ. Kristjánsson.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.