Tíminn - 08.11.1959, Blaðsíða 7

Tíminn - 08.11.1959, Blaðsíða 7
T í MIN N, siumudaginn 8. nóvembcr 1959. - SKRIFAD OG SKRAFAÐ Viðræður Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksms um stjórnarmyndun - Albýðuflokkur- inn skipar sér til sætis - Draugurinn frá 1958 - Óttinn við eigið fordæmi - Rannsókn olíu- málanna - Tollfrelsið á Keflavíkurflugvelli - Krafa samvinnumanna um ítarlega rannsókn Sósíalistaflokkurinn og Andrés Valberg - Utanför dr. Kristins Guðmundssonar Réttur hálfur mánuður er nú liðinn síðW-i kosningarnar fóru fram. Fyrir þær hafði það óspart verið gefið til kynna af Sjálf- stæðismönnum og Alþýðuflokks- mönnum, að rikisstjórnin myndi segja af sér strax að þeim lokn- um og forsetinn gangast fyrir myndun meirihlutastjórnar. Eftir kosningarnar hefur hins vegar verið horfið frá þessum fyrirætl- imum og það orðið aó ráði, að rikisstjórnin sæti áfram með til- styrk Sjálfstæðisflokksins. Til- gangurinn með þessu er bersýni- ]ega ijá, að þessir flokkar fái ráð- rúm til þess að athuga möguleika til stjórnarsamstarfs sín á milli, án þess að forsetinn þurfi að fela sérsfcökum manni stjórnarmylid- un. Slíkar viðræður hófust líka opinberlega á milli flokkanna nú i vikunni, en óformleg viðtöl munu hafa verið byrjuð fyrir kosningar, Eftir því sem heyrst hefur nánast af þessum v.iðræðum, munu nú horfur á, að samstarf flokkanna muni takast. Málefnalega mun þeim bera lítið eða ekkcrt á milli, en nokkrar ýfingar vera um verkaskiptingu ráðherra. Þó mun fullt samkomulag um, að Sjálfstæðismaður myndi stjórn- ina. Báðir flokkarnir vilja helzt losna við embaétti fjármálaráð- herra. en sækjast hins vegar eftir embætti útánrlkisráðherra. Þá mun nokKur ágreiningur um, hvort bjóða skuli öðrum flokkum aðiid að stjórninni, eftir að þossir tveir flokkar eru búnir áð ná mál efnaiegu samkomulagi. Þannig mun fullvíst, að Ólafur Thors ieggur áherzlu á hlutdeild Alþýðu bandalagsins í stjórninni. Alþýðiiflokkiirinn skipar sér til sætis E:ns og skýrt hefur verið frá hér í blaðinu, ákvað miðstjórn Framsoknarflokksins á fundi, sem haldinn var fyrra föstudag, að beita áér fyrir myndun vinstri stjórnar. Formaður flokksins lét forustumonn Alþýðubandalagsins og Alþýðuflokksihs vita strax um þetta fyrra laugardag og var það svo .yfcaðfest bréflega á mánudag- inn. í bréfinu var óskað eftir við- ræðum þessara flokka og Fram- sóknarflokksins um möguleika fyr ir myndun vinstri stjórnar. Þetta frumkvæði miðstjórnar Fram.sóknarflokksins var i fullu samræmi við það, sem flokkur- inn hafði lofað fyrir kosningar. Hann lýsti þá yfir því, að hann myndi vinna að myndun vinstri stjórnar eftir kosningarnar. Til þessa var svo enn ríkari ástæða vegna þess, að þeir flokkar, sem höfðu íjtaðið að vinstri stjórn- inní, gengu með sigur af hólmi, en Sjálfstæðisflokkurinn tapaði veruiega, miðað við kosningarn- ar 1956. Ýmsar ástæður benda til þess, að vinstri stjórn myndi betur lieppnast nú en á árunum 1956 —1958, m.a. vegna þeirrar reynslu, er menn öðluðust þú. Af hálfu Alþýðubandalagsins hefur verið tekið jákvæfct tilmæl- pm Framsóknarflokksins varðandi viðræður um myndun vinstri síjórnar. Alþýðuflokkurinn hefur hins vegar engu svarað. Alþýðuflokkurinn hefur sýn't það með því að svara þessu.n til- mælum engu, en hefja hins vegar viðræður við Sjálfstæðisflokkinn cinan, hvar hann telur sig nú eiga heima á sviði stjórnmálanna. — Hahn tekur bersýnilega hægri sijórn fram yfir vins'tri stjórn. Nú í haust komust allir Vestfiröir í akvegasamband við aSra landshluta meS lagningu vegarins yfir Dyniandis- heiSi. Þar mættust vegavinnuflokkar aS norSan og su: nan einn daginn, en sá dagur markar tímamót i sam- göngumálum Vestfirðinga. Næsta sumar, þegar snjóa 'eysir af vegum, mun marga fýsa að fara hina nýju leið. Enginn verður ósvikinn af þeirri ferð, enda er landshg víða ægifagurt. Myndin er af Dynjanda í Arnarfirði. Draugurinn frá 1958 Þó'it Alþýðuflokkurinn og Sjálf siæðisnokkurinn séu nú málefna- legá saminála, vefst það talsvert fyrir þeim, hvaða tökum skuli taka á efnahagsmálunum. Um það efni má segja, að Sjálfhtæðisflokk urinn glimi nú við draug sinn og geíur honum revnst erfitt eins og fleirum að fást við uppvakn- inga sína. i Vandi efnahagsmálanna nú rek ur fvrst og fremst rætur til verk fallanna, sem urðu hér úumarið 1958. Samkvæmt glöggum útreikn ingum hagfræðinga, myndi efna- hagslöggjöfin, sem séít var vorið 1958, hafa náð tilætluðum árangri og nýrra ráðitafaná ekki verið þörf, ef nieiri kauphækkanir hefðu ekki átt sér stað en sú lög- giöf gerði ráð fvrir. Fyrir þessu var gerð mjög glögg grein við setn- ingu laganna. Sjálfstæðisflokkur- inn brást hins vegar þannig við þessum upplýsingum, að hann hóf viðtækan kauphækkunaráróður og fékk hægri krata og kommún- ista til liðs við sig. Þessari sam- fylkingu tókst að koma fram 6—9% almennri kauphækkun um fram það, sem efnahagslöggjöfin gerði ráð íyrir, sumarið og haust- ið 1958. Þessi mikla kauphækkun var.ð þp’s valdandi, að nýjar efna hagsráðstatanir þurfti að gera á síðastliðnum veíri og rofnaði vin.stri stjórnin vegna þess, að ekki náðist samkomulag um þær. Rákráðstaíanir og stundarfresíur Á síðastl. vetri var sá vandi, sem kauphækkanirna,.. 1958 höfðu skapað. ekki meiri en svo, að auð velt hefði verið að ráða við hann. ef þá hefði verið snúizt gegn hon um með samstilltu áíaki flokk- anna, eins og Framsóknarmenn lögðu til. Þetta máttu Sjálfstæðis menn bá ekki heyra. heldu,. yrði kjördæmabyitihgin að sitja fyrir öllu. Þess vegna var farið inn á þá braut af hálíu þeirra og Al* þýðuflokksmanna að gera bráða- birgðaráðstafanir í fórrní stórauk inna uppbóta og piðurgreiðslna. Með þessu var hægt að kaupa sér, frest um stúnd, en afi’eiðingarnar eru nú þær, að vandi.nn í efna- hagsmáluniim er orðinn margfallt meiri en hann var fyrir ári síðan. Vandinn, sem nú er glímt við, er afleiðing kauphækkananna 1958 og þeirra kákráð;stafana, er síðan hafa verið gerðar. Þess vegna má með sanni segja, að Sjálfstæðisflokkurinn glímir hér við draug sinn eða kauphækkun- arbarátíu flokksins sumarið 1958 og afleiðingar hennar. Óítimi við eigið fordæmi Sjálfstæðismenn glíma líka við þennan draug sinn á annan hátt en hér hefur verið lýst. í blöðum beirra kemur nú fram mikill ótti vifs það: að kommúnistar muni nú grina til sarna ráðs og Sjálfs'tæð isflokkurinn sumarið 1958 ,ef þeir lenda utan stjórnar. Þeir muni þá hefia kauphækkunarbaráttu gegn þeim ráðstöfunun, er ríkis- stjórnin kunni að gera. Til þess hafa kommúnistar að ýmsu leyti ekki óhentugt tækifæri. Nær öll s’tærstu verkalývi Télög landsins hafa nú lausa samninga og hafa ekki siður Sjálfstæðismenn og A1 þýðufíokksmenn beit't sér fyrir uppsögn kaupsamninga en komm- únistar. Það er því ekkert undarlegt, þóít foringjum Sjálfstæðisflokks- ins þyki það nokkurt vandaverk ?.ð giíma við Glám sinn frá sumr- inu 1858. Slík't er hins vegar ó- hjákvæmileg hefnd, sem þei,, for urtumenn kalla yfir sig, er ekki láta sér sjást fyrir í stjórnmála- baráttunni og láta það eKt ráða að reýna að koma andstæðingi sínum á kné, án tillits til þess, hvaða ráðum er beiti. Verk þeirra verða þá oft að einskonar afturgöngum, sem þeim reynist ofraun að glíma við. ToIIfrefsi olíufélaga á Keflavíkmvelli Um fyrri helgi b.irtu rann- sóknardómarar þeir, sem annast rannsökn hinna svokölluðu olíu- mála á Keilavíkurflugvelli, skýrslu t’.m e nn þátt rannsóknarinnar eða þann, sem iaut að innfluíningi véla og tækia, cr olíufélögin hafa not- að vegna þjónustu sinnar í þágu varnarliðsins. Skýrsla þessi bar með sér, að félögin hafa flutt þessi tæki inn tollfrjáls. Það er einnig upplýst, að aðrir íslenzkir verk- lakar, sem hafa flutt inn efni og tæki vegna framkvæmda og starfa í þágu varnarliðsins, hafa notið tollfrelsis á þeim innflutningi. Bein lagaivrirmæli munu ekki til um þetta tollfrelsi ísl. verk- taka, heldur hefur þetta verið Tyggt á á'.ivæðum varnarsamnings- ins um tollfrelsi varnarliðsins. Utanríkisráðuneytið, sem alitaf hefur haf: vfirstjórn á framkvæmd varnarsamningsins og átt að túlka hann, hefur jafnan talið skylt, að efni til varnarframkvæmda og tæki í þiónustu varnarl ðsins væru tollfrjáls, hvort heldur sem er- lendir verktakar eða innlendir væru skráðir eigendur þeirra. Þessi skilnirrgur hefur ríkt hvort heldur utanríkisráðherrann hefur verið Bjarni Benediktsson, Krist- inn Guðmundsson eða Guðmundur I. Guðmundsson. Dómsúrskurður hefur hins veg- ar aldrei gengið um það, hvort þessi túlkun á varnarsamningnum væri :-étt. Hér skal því enginn dómur lagð- ur á það, hvort olíufélögin hafa gerzt brodeg við landslög með þessunr tollfrjáL'a innflutningi. Um það verða dómstólarn'r að íjalla. Revnist þetta tollfrelsi ólög- legt, verðr.r að sjálfsögðu að láta hliðstæða rannsókn ná t 1 annarra íslenzkra ’.iðila, er notið hafa toll- frelsis á Keflaviku,rflugvelli, og þegar hefur náð til olíufélaganna. Krafa samvinnii- manna I Varðandi ranns'ókn olíumálanna sjálfra skal svo enn einu sinni ítrekuð su krafa, að þess'i mál verði rannsökuð til fulls og þeir, sem sekir kunna að reynast, látnir bera fulla ábvrgð. Tím'nn hefur jafnan lagt á þetta megináherzlu síðan rannsókn þessara mála hófst. Enn ríkari ástæða er til þes's að leggja áherzlu á þetta eftir að upp- víst hefur orðið um hluti, er telja má_ grunsamlega. Áreiðanlcga hafa engir ríkari áhuga fyrir því en samvinnumenn landsins, að engin linkind eða und- anbrögð verði sýnd við rannsókn þessara mála, þar sem umrædd fyrirtæki eru með vissum hætti tengd s'am.Innuhreyfingunni. Sam- vinnufélögin hafa átt því láni að fagna, að tiltölulega færri órciðu- mál hafa átt sér stað innan þeirra en hiá öðrum fyrirtækjuni. Ástæð- an er sú. að þau hafa gengið ríkt eftir að gæta réttar og velsæmis. Þess vegna er sízt linkindar að vænta hjá samvinnumönnum í máli eins og þessu. r Osæmilegur rógur Af hálfu andstæðinga Fram- sóknarflokksins og samvinnuhreyf- ingarinnar hefur með furðulegum hætti verið reynt að nota olíumál- in gegn þessum aðilurn. Vitanlega eru til brotlegir menn í öllum félagshreyfingum og flokk- um, án hess að með nokkrum rétti sé hægt að kenna viðkom- andi flokkum eða samtökum um, eða telia þess'i afbrot mælikvarða á starf þeirra. Umrædd olíufélög eru ekki heldur nánara tengd Framsóknarfl. en það, að a. m. k. tveir af fimm mönnum i stjórn þess eru Sjálfstæðismenn og sá þriðji hefur staðið nálægt þeim fiokki. Svipað gildir um þann fyrrv. forstjóra, er mest kemur við sögu þessara mála. Með þessu er þó síður en svo verið að bendla Sjálfstæðisflokkinn við þessi mál, en vissulega mætti alveg með svip- uðum rökum draga hann inn í þau og Framsóknarflokkinn. Með svipuðum röksemdum mætti líka áfellavt Alþýðubandalagið fyr- ir viss vei’k Sigurðar Sigmunds- sonar í Húsnæðlsmálastjórn og telja þau niælikvarða á, hvernig flokksmenn þess höguðu sér yfir- leitt. Það væri a. m. k. alveg f samræmi við þann málflutning Þjóðviljans, þegar hann er að kenna olíumálin við Framsóknar- iiokkinn eða samvinnuhreyfinguna. Á sama hátt mætti og einnig telja fasteignasöluokur Andrésar Valbergs, sem blöðin sögðu frá í gær, sýnishorn um starfsemi Sós- íalistaflokksins og flokksmanna hans og byggja það á þeirri for- sendu, að hann hefur verið starfs- maður hiá manni, sem er hátt- settur í Sói'íalistaflokknum. Þessi dæmi ættu að nægja til að sýna, hve fiarstætt það er, að ætla að skrifa það á reikning sam- vinnuhreyfingarinnar eða Fram- sóknarflokicsins, þótt einhverjir starfsmenn umræddra olíufélaga kunni eitthvað að hafa brotið af sér. Utanför Kristins ^ Það hefur að vonum vakið mikla athygli, a'ð utanríkisráðuneytið hefur nú látið dr. Kristinn Guð- mundsson iiverfa aftur t:l London. Þegar dr. Kristinn var kvaddur heim á síðastl. vori, var almennt litið svo á. að þetta væri gert í mótmælaskyni við ofbeldi Breta á íslandsmiðum. Einkum var þetta þó túlkað þannig erlend's. Þegar sendihe."' ann hverfur nú til Lond- on aftur, án nokkurra skýringa af liálfu stjórnarinpar, er ákaflega liætt við að litið verði þannig á, að í.=l. stiórnin telji nú ekki lcng- ur börf e'ns eindreginna mótmæla og áður eoa að verið sé að hefja eitthvert samningamakk við Breta i:m landheigismálið. Hér skal því ekki haldið fram að óreyndu, að eitthvert undan- hald sé að byrja í landhelgismál- inu. Hitt er jafn ljóst, að hér hefur verið nijö„ óklóklega og óheppi- lega á málum haldið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.