Tíminn - 08.11.1959, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.11.1959, Blaðsíða 1
•rð á- Fangarnir i Altona, bls. 3 Skrifað og skrafað, bls. 7 íþróttir, bls. 10 43. árgangur. Reykjavík, sunnudaginn 8. nóvember 1959. 242. blaík Flugvélin missti eitt benzínlokið Var á flugi til Akureyrar begar betta skeíi og látin bí^a þar eftir nýju loki í gærmorgun drundi í einni Douglasvéla Flugfélags íslands yfir Akureyri, eins og raunar ílesta morgna. Enda I iétu íbúar staðarins suð henn ar sem vind um eyru þjóta, : og veittu henni enga eða litla ithygli. En þegar það dróst, ð hún tækist á loft aftur og hyrfi sína leið, fóru menn að tinga saman nefjum og spyrja hvern anrian, hver'ju þetta sætti. Áður en mjög langt um leið barst svarið: Það vantar á hana bensínlok. Fréttin olli nokkurri furðu manna á meðal, því það virtist við fyrstu sýn ekki vera svo stórvægilegur hlutur, þótt eitt bensínlok vantaði. Nokkrir -rifjuðu það upp fyrir sér, að ein- hvern tíma, er þeir tóku bensín á bílinn sinn, gleymdist að láta bensínlokiö á aftur, og var þanh- ig ekið langa leið, án þess að til meins yrði, Eitt af mörgum Svo mun vera með flugvélar, a, m. k. stærri gerðir, að á þeim eru fleiri en einn bensíngeymir, og sömuleiðis fleiri en eitt lok. Þetta umraedda lok mun hafa farið af í lofti eftir flugtak í Reykjavík. Nokkur hætta getur verið samfara því að hafa ekki alla geyma vendilega lokaða, ekki hvað sízt ef flugveður er Framhald á 2 síðu Gætið ykkar í háSkunni Okkur hefiu- nú þótt nóg um slysin að undanförnu, þegar göt- ur og vegir voru alauðir, og hugs að með nokkrum ugg til þess, sem verða myndi þegar snjóa tæki og götur gerðust hálar. Enda hef- ur það sýnt sig, að strax í fyrsta snjó, þótt ekki væri djúpur, var óvenjumikis um árekstra. Lög- reglan hafði nóg að gera í gær við það eitt, að ferðast cnjlli árekstrarstaða og kynna sér at- burðina. Verður það aldrei nægi- lega brýnt fyrir bifreiðarstjórum, ag ekki er nóg að hafa keðjur eða snjódekk í hálku, heldur verður og að hafa meiri gætni en ella. Eins verður aldrei nægilega oft og mikiö brýnt fyrir foreldrum að gæta barna sinna ,sem leika sér á sleðum á umferðagötum. Það er ósiður, sem getur haft og hefur haft mjög alvarlegar afleiðingar, og þótt sárt sé til þess að vita, a5 börn séu svift þeirri eðlilegu á- nægju að renna sér á sleðum í snjó, er þó ennþá sárara, þegar þau fara sér að voða og hljóta ýmist líkamsmeiðsli eða bana. — í gær var nærri farið illa, þegar ungur drengur, Sófus A. Alexand ersson renndi sér á bíl. Sem betur fór urðu meiðsli hans lítil, en það er ekki að vita að öll börn verði svo heppin. Kórsöngur og ræðuhöld í fyrstu ferö Drangs Drangur, hinn nýi flóabát- ur við Eyjafjörð, fór sína fyrstu áætlunarferð í gær, og var hvarvetna vel fagnað, þar sem hann kom við. Blaðið hafði spurnir af móttökunum í Ólafsfirði og Siglufirði, en auk þess mun báturinn hafa komið við í Hrísey, og kem- ur við á Dalvík í bakaleið. A <5lafsfirði var honum fagn- að með söng kórsins þar, og for maður bæjarstjórnar, Ásgrímur Hartmannsson, bauð hið nýj.a skip og áhöfn þess hjartanlega velkom- ið, og færði skipstjóra að gjöf litaða ljósmynd, forkunnarfagra, af Ólafsfirði. Þá þakkaði skips'tjóri og bauð síðan öllum um borð til þess að skoða hinn nýja farkost. Varð þá uppi fótur og fit, og er talið, að svo sem hátt á 3. hundr ag manns muni hafa verið um borð í senn, auk farþega og flutn ings, sem fyrir var í skipinu. Lét einn Ólafsfirðinga svo um mælt, sennilega í gríni. að þá hefði hann Framhald á 2. síðu. Haust - Æska - Ast ÞaS er gamall siður, aS elsk- endur geri sér merki um ást sína. Erlendis skera elskendur í trjá- stofna hjartalaga mynd meS upp- hafsstöfum sinum. Á fjölförnum stöðum eru trjástofnar oft þaktir slíkum merkjum, hjarta viS hjarta, svo mikil er ástln. Þessi siSur styrkir kannski ástina, en hann stendur trjánum fyrir þrif- um. Hjónaleysin hérna á mynd- inni hafa gert sér ástarmerki úr haustlaufi, og þessi háttur ástar- merkjagerSar hefur þaS fram yfir hinn, aS hann skaSar ekki gróSurinn. HaustiS er góSur árs- trmi til ástarmerkjagerSar. Haust húmiS er verndarhjúpur róman- tíkurinnar og í angurværS þess og kyrrS vaknar ástin auSveld- lega og gjarna í viSkvæmum hjörtum æskunnar. „Tennurnar fundnar - Sundhallarvörður" TILKYNNING ein, sem Iesin var í hádegisútvarpinu í gær vakti sérstaka athyigli hlustenda. Þulur inn gerði stundarhlé á lestri sín- um og sagði síffan hikandi: TENN URNAR FUNDNAR — SUND- HALL ARVÖRÐUR. Sícían þagn- aði hann aftur til að jafna sig. TÍM/NN snurðist fyrir um það hjá umsijónarmanni Sundhallar- inmr Iivemig í þessu lægi. Um- sjónarmað'urinn gaf igreið svör. FYRIR í-úmri viku var ungur pilt- ur ag synda í lauginni og varS fyrir þvi óhappi að missa út úr sér gerfigóm. Ilonum þótti sín missa þungbær eins og von var og gerðu starfsmenn laugar innar nákvæma leit að gómnum en án árangurs. Enda óhægt um vik því gómurinn er svo til sam litur botni laugarinnar. PILTURINN hringdi tvisvar í Sund höllina til að spyrjast fyrir um afdrif tanna sinna, en það varð að hryggja liann með því að þær hefðu ekki fundist. Var hann orr5 inn svo vonlaus u migóminn sinn ag hann hh-ti ekki um að skilja eftir símanúmer sitt, og geta menn gert sér í hugarlund raun- ir piltsins. En viti menn, í gær- morgun var ungur maður - að synda í lauginni, stakk sér til hotns cg rakst þar á tennumar af hendsngu. Lágu þær þar liarla umkomulausar. Var nú auglýst í útvarpinu og var eigandinn bú- inn að sækja tennurnar sínar ácí- ur en hálftími var liðinn og ætti nú að geta neytt matar síns af meira krafti en áður. Fyrirlestur Prófessor Armann Snævarr flyt- ur fyrirlestur um ættleiðingu og ættleiðingarlöggjöf n. k. sunnu- dag 8. nóv. kl. 2 e. h. í hátíðasal háskólans. Fyrirlestur þes'si er í fyrirlestraflokki lagadeildar til minningar um hálfrar aldar af- mæli inniendrar lagakennslu og er hinn síðasti í þeim ílokki. SiglufjarðarskarS er enn fært öllum bílum, eins og á sumardegi væri, og skýtur þar skökku við, því vanalega héfur skarðið verið með öllu ófært um það leyti sem snjó hefur fest að ráði í byggð. Nú verður varla komizt leiðar sinnar hér í Reykjavík, svo dæmi sé nefnt, öðruvísi en á keðjum. Gott er fyrir Siglfirðinga, að skarðið haldist opið sem lengst, þar sem aðrar leiðir eru ekki færar þangað landveg. Óefað mun minna spurt um snjó á Siglufjarðarskarði, þegar vegurinn er kominn í gegnum Stráka, en ’nyrjað er á jarðgöngunum þar og hinum nýja vegi, sem á að verða snjó- léltari. :—

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.