Tíminn - 29.11.1959, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.11.1959, Blaðsíða 2
riMlNN, sunnudagmn 29. nóvember 1959. Frestun Alþingis og lögin Framhald af 1. síðu. lim landbúnaðarverðið fyrir þingið nú eða ekki. Kváðu þeir upplvsingar um þing- frestunina nauðsynlegar áður en mál þau, er á dagskrá voru, yrðu afgreidd. í efri deild kvaddi Hermann Jónassun sér hl.ióðs utan dagskrár. — Kvað hann þingmönnum kunn- ugt, að fyrir lægi tillaga um að fresta þingi, jafnvel næsta mánu- dag. Framsóknarmenn teldu slíkt óeðlileg vinnubrögð og vítaverð, eins og mál stæðu nú. Minnti hann á, að forsætisráðherra hefði rætt við formann stjórnarandstöðu- fiokka og heitið að ræða málið á riý við ríkissxjórnina og gefa síðan svör. Þau svör væru ókomin, en ihann óskaði eftir þeirn áður en gengið væri til dagskrár. Hann kvað Framsóknarmenn ekki and- viga þingfrestun á eðlilegum tíma *n nú lægju fyrir aðkallandi mál, 6,vo sem bráðabirgðalögin og 1. um- ræða fjárlaga, en við þá umræðu væri venja að stjórnin skýrði nokk- mð stefnu sína, en nú vissi enginn, Sivaða úrræði hún hefði í huga, né livernig ástandið væri raunveru- Jega. Því bæði hann um svör. í neðri deild kvaddi Skúli Guð- wundsson sér fyrst hljóðs utan dagskrár. Rakti hann fyrst útgáfu Lráðabirgðalaganna um landbún- aðarverðið og afstöðu núverandi og fvrrverandi stjórnarflokka til þeirra og minnti á, að Sjálfstæðis- flokkurinn hefði hvort tveggja íheitið að bæta bændum tjón það, sem þeir urðu fyrir vegna laganna og eins að standa gegn þeim á Al- þingi. Vegna þeirra endurteknu yfir- lýsinga Sjálfstæðisflokksins kvaðst Skúli vilja spyrja land- búnaðarráðherra, hvort hann sé búinn eða ætli að gera ráðstafan- ir til greiðslu á þeim uppbótum, sem flokkur bans Iiefði heitið bændum. Einnig spurði hann ráð- herrann, hvort hann teldi sig hafa heimild frá Alþingi til þess- ara greiðslna eða þyrfti að leita hennar, og cf svo væri hvort hann ætlaði að Icita slíkrar lieim- ildar nú þegar? Þetta þyrfti að jfást afgreitt áður en þingi yrði frestað, því að óhæfa væri að láta bændur bíða eftir þessari greiðslu fram á næsta ár. Ingólfur Jónsson landbúnaðar- láðherra svaraði þessum fyrir- spurnum aðeins með vífilengjum, svo að cnginn veit frekar um ætl- un stjórnarinnar í þessum efnum. Eysteinn Jótisson kvaddi sér einnig hljóðs í neðri deild: Hæstv. Iandb.ráðh. lýsti ánægju sinni yfir áhuga okkar Framsóknarm. á mál- efnum landbúnaðarins. Ég hélt nú að I. J. hefði fengið nóg af þeim áhuga á undanförnum árum. Hann deildi á vinstri stjórnina fyrir að halla á bændur í efnah.löggjöfinni vorið 1958. Vill hann spyrja Stétt- srsambandið? Vill hann gera sam- anburð á vitnisburði stjórnar þess um þær ráðstafanir og aðfarir stjórnarfl. í garð bændastéttarinn- ar s.l. vetur? Það er rétt, að yfir- íærslugjaldið lagðist á rekstrarvör- ur bændastétlarinnar eins og ann- arra stétta. En verðlag til bænda hækkaði sem því svaraðí. Fram- sóknarmenn hafa ekki mótað stefn- una í landbúnaðarmálum þetta ár. Sjálfst.fl. hefur getað ráðið stefn- unni í landbúnaðarmálunum þetta ár. Því hefur hann ekki leiðrétt misréttið, sem hann telur bændur fcúa við? Því fer svo fjarri, að síð- an hann tók við, hefur jafnt og þétt hallað á bændur. Og nú virð- ist stjórnin ætla að senda þingið heim án þess að það fjalli um bráðabirgðalögin. Það nálgast frek- legt þingræðisbrot, sem ég vil ekki að óreyndu ætla að stjórnin geri sig seka um. En þá má heldur ekki draga að leggja lögin fyrir þingið. Eða hvað ætlar stjórnin að gera þegar lögin falla úr gildi 15. des. og þingið er farið heiin? Gefa út ný bráðabirgðalög? Ég vil leggja áherzlu á, að ef að slík vinnubrögð eru fyrirhuguð þá er það misþyrni- ing á þingræðinu, þá er málið búið að fá allt annað og alvarlegra inni- hald en maður hefur þó hingað til álitið að það hefði. Eg beini því cindregið til forseta, sagði E. J. að lokum, að liann stytti þennan fund og að þing- ílokkarnir rcyni að koma sér sam- an um hvenær cðlilegt sé að fresta þinginu og hvaða mál skuli af- greiða áður Af stjcrnrandstöðunni töluðu auk Skúla og Eysteins þeir Einar Olgeirsson, Karl Guðjónsson og IJalIdór Sigurðss., og víttu harðlega aðfarir stjórnarliðsins. Af stjórnar- hðinu töluðu Ingólfur Jónsson landbún.ráðh. og Bj. Benediktsson, dómsmálaráðh. en voru sagnafáir. Svaraði Ingólfur fyrirspurnum Skúla ékki öðru en því, að hann hefði rætt þessi mál við Fram- leiðsluráð og gæti Skúli fengið upplýsingar hjá því. Dómsmálaráð- herrann sagði að stjórnin þyrfti að íá starfsfrið og því sýndist henni réttast að senda þingið heim. Umræður utan dagskrár stóðu í neðri deild til kl. 7 í gærkveldi en þá sleit forseti fundi, án þess að öagskrármálin væru tekin fyrir. Ætlun stjórnarinnar óbreytt í efri deild urðu alllangar um- ræður utan dagskrár eftir að Her- niann Jónasson hafði kvatt sér hljóðs. Gunnar Thóroddsen, fjár- málaráðherra, varð fyrst fyrir svörum. Kvað hann sér ekki kunn- ugt um, að viðhorf stjórnarinnar til þessa máls hefði í neinu breytzt, og hún legði enn til að fresta þinginu í næstu viku. Kvað hann ekki samband milli þessa máls og mála þeirra, sem á dag- skrá væru. Olafur Jóhannesson kvaðst ekki sammála fjármálaráðherra um að samband væri ekki á milli frest- unartillögunnar og dagskrármál-1 anna. Á dagskrá væru frumvörp um milljónaálögur og óviður- kvæmilegt væri að ætlast til,: að þingmenn tækju afstöðu til þeirra. aður en þeir hefðu hugmynd um stefnu stjórnarinnar, vitneskju um ástandið eða hefðu fengið nokkra skýrslu. Því væri sjálfsagt, að 1. umræða fjárlaga færi fram. Fjármálaráðherra svaraði út úr aftur, en lýsti yfir, að ekki væri ætlunin, að 1. umr. fjárlaga færi íram fyrir þmgfrestun. Finnbogi R. Valdimarsson tók mjög í sama streng um að óviður- kvæmilegt væri að fresta nú tafar- l:uist þingi. j Karl Kristjánsson kvaðst sem nefndarmaður í fjárhagsnefnd deildarinnar vilja krefjast skýrra svara nú um það, hvort halda ætti fast við þingfrestunina, því að eft- ir því færl um tillöguflutning Framsóknarmanna í nefndinni um þau mál, sem á dagsk'rá væru. Hann sagði að það væri gerræði að reka þingið heim nú þegar á fyrstu dögum og kvað það ekki í góðu samræmi við faguryrði þau um jöfnun kosningaréttar, sem stjórnarflokkarnirhefðu við haft í sambandi við kjördæmabreyting- una en stjórna í þess stað með hráðabirgðalögum, sem svo væri svikizt. um að leggja fyrir þingið. Sigurvin Einarsson krafðist skýrra svara um það, hvort ríkis- stjórnin ætlaði að leggja bráða- birgðalögin fyrir þingið eða ekki, og ef svo yrði ekki gert, þá kvaðst hann vilja vita, hvernig stjórnin hyggðist fullnægja ákvæðum .vtjórnarskrárinnar um þetta efni, þar sem lögin féllu úr gildi 15. ces. Benti hann á þann möguleika, að stjórnin gæti þá gefið út ný tráðabirgðalög 16. des., svikist um að leggja þau fyrir þing eða sent þingið heim aftur og stjórnað þannig með bráðabirgðalögum og heimsendingum þings. Ingólfur Jónsson, landbúnaðar- ráðherra, svaraði því einu, að stjórnin mundi fara að lögum — annað fékkst ekki úr honum. Ásgeir Bjarnason spurði hvort stjórnin ætlaði að leggja bráða- birgðalögin fyrir þingið, eða hvort hún hefði gert ráðstafanir til að bæta bændum skaðann, eins og Siálfstæðisflokkurinn hefði heitið. Fjármálaráðherra svaraði vífi- lengjum einum. Hermann Jónasson tók aftur til máls’ og svaraði m. a. þeim fram- slætti Ir.gólfs landbúnaðarráð- herra, að vinstri stjórnin hefði lagt 55% yfirfærslugjaldið bóta- laust á rekstrarvörur bænda. Benti Hermann á, að sú hækkun hefði öll verið ekin inn í afurðaverðið og þeir reikningar verið yfirfarnir af framleiðsiuráði. Ólafu Jóhannesson tók einnig aftur til máls og benti á þá hættu, sem í þvi væri fólgin að senda þingið heim nú þegar til þess að fíkisstjórnin gæti upphugsað til- iögur sínar. Það væri einmitt ætl- azt til, að þingið hefði hönd í bagga með og mótaði stefnu mál- anna, en það væri ekki gert á bak við þingiö. Ef þessi vinnubrögð væru við höfð væri það hættulegur álitshnekkir fyrir Alþingi, ekki sízt ef þeíta yrði viðtekin regla. Það væri því óhæfa að senda þing- ið heim, áöur en 1. umræða fjár- Sitja inni yfir helgina Varnarliðsmennirnir fjórir sem réðust að íslendingunum fyrir framan Hófel Keflavík á fimmfudag sifja í gæzluvarð- haldi. Hlé er á réffarhaidi þar fil á morgun en þá er búizf við að því Ijúki. Vegleg hátíðahöld stúdenta 1. des. ' . j Háskólastúdentar efna að venju til veglegra hátíðahalda 1. des. til að minnast fullveldisins. Að þessu sinni er dagurinn helgaður sjálfstæði íslands með sérstöku tilliti til efnahagsuppbyggingar landsins. Hátíðahöldin verða með svipuðu sniði og undanfarin ár og befjast imeð guðsþjónustu í kapellu háskólans. Aðali-æðu dagsns flytur Jónas Haralz beint úr útvarpssal. Síðasti liður hátíðahaldanna fer svo fram á Hótel Borg og hefst með bo'rðhaldi kl. 18,30. Prófessor Níels Dungal flytur þar aðalræð- una. 1. desemberblað Stúdentablaðs kemur út á mánudag og skrifa tn. a. í blaðið þeii’ dr. Jóhannes Nor- dal, Henrik Sv. Björnsson, ráðu- neytisstjóri, séra Bjarni Jónsson, vígslubiskup og Jón Pálmason al- þingismaður. Ritstjóri Stúdenta- blaðs er Bragi Kristjónsson. Aðalfundurinn | (Framhald af 12. síðu). Jóhannes Eliasson, Jón D. Guð- Helgi Bergs, Hjörtur Hjartar, mundsson, Jón ívarsson, Jón Kjartansson, Jónas Jósteinsson, i Kristján Benediktsson, Kristján Friðriksson, Kristján Thorlacíus, Kristján Þorsteinsson, Sigtryggur Klemenzson, Sigurjón Guðmunds son og Sæmundur Friðriksson. Varamenn í fulltrúaráð voru kosnir: Auðunn ermannsson, Björn Guðmundsson, Björn Stef kosnir: Auðunn Hermannsson, Ólafisson, Gústav Sigvaldason, | Hjálmtýr Pétursson, Jón Snæ- björnsson, Leifur . Ásgeirsson, Stefán Jónsson, Þórarinn Sigurðs son og Þorsteinn Ólafsson. Að loknum aðalfundarstörfum flutti Þórarinn Þórarinsson al- þingismaður ræðu um stjórnmála viðhorfið. laga færi fram og áður en bráða- birgðálögin yrðu lögð fyrir þingið. Síðan var aðeins eitt dagskrár- málið tekið fyrir en umræðum um það ekki lokið, er fundi var slitið kl. 7. Álmennur I borgarafundiir Almennur borgarafundur verð- ur haldinn að tilhlutan Áfengis- varnarnefndar Hafnarfjarðar í Bæjarbíói í dag kl. 5 e. h. Fundar- efni: Viðfangsefni og vandamál æskunnar. Fjórir frummælendur verða á fundinum. Frjálsar um- ræður að framsöguerindum lokn- um. Tímaritiii Framhald af 1. síðu. ritum er flutt inn í hverjum mánuði. Myndir þær sem blaðið birti I gær, ættu .ag geta orðið til þess að vekja áliuga alniemi ings á vandamáli, sem hér er á ferdinni. Það er or'ðið degin- um Ijósara, að póstmeistari hef ur enigu síður ástæðu til að st-öðva önnur innflutt rit, sem flytja líkt efni og Top-Hat. Vonandi leiðir þéssi röggsemi póstmeistara af sér frekari að- gerðir varðandi innflutning tíma rita, sem flytja vafasamt efni. í sambandi við frétt blaðsins í gær, þar sem skýrt var frá því, áð Top-Tat væri selt á Siglufirði, skal þess getið, að tímaritið hef- ur aldrei verið til sölu í Bóka verzlun Hdnnesar Jónassonar. Lán til halnarbóta (Framhald af 12. síðu). hafnarframkvæmdir á 46 stöðum á Norður-, Austur- og Vestur- landi, en þær framkvæmdir, sem þar var fjallað um, hefðu, miðað við verðlag 1956—1957, lawslega áætlað, kostað um 113 millj. kr. Framkvæmdakostnaður hefur hækkað tii muna síðan. Og á Suðurlandi eru mörg hinna kostn aðarsömustu verkefna, sem krefj ast úi-lausnar á næstu árum.“ Þá er á það bent, að þessum málum verði naumast sinnt á næstunni að verulegu gagni nema til komi aðstoð erlends fjármagns í auknum mæli. Og þar sem hafn arframkvæmdir séu eitt af undir- stöðuskilyrðum aukinnar fram- leiðslu og gjaldeyrisöflunar í byggðum landsins sé slík lántaka réttlætanleg. Viský stolið Framhald af 1. síðu. j viský verið stolið, og ekki valið af verri endanuni, þar sem teg- j undin er Watt 69. Sextíu flösk- j ur samsvara finun kössiun, Að- S ferðin er sú sama og í fyrra i skiptid, að þýfið hefur verið krakað út um gat á veigg. Verið í var að flytja ‘nýjar birgði í ' geymsluna, þegar upp komst um þctta. Þurfti að athugi stæðu af viskýkössum upp við einn vegg- inn, cig sást þá að gat hafði ver ið rofið á hann og vínid tekið úr stæðunni, án þess sæist úr víngeymslunni, fyr en stæðunni var hnikað. Veggurinn mun hafa verið lilaðinn úr vikri og því fremur auðvelt a'ð rjúfa hann. Sneri hann að frystiklefa, sem ! er í liúsinu. Nú eru 25 dagar þar til dregið verður í happdrætti Fram- sóknarflokksins. Aðeins verður dregið úr seldum miðum. Vinningar éru: 1. Tveggja herberga íbúð í Laugarásnum. 2. Glæsilegt 12 manna matar- kaffi- og mokkastell. 3. Vandað mótorhjól. 4. Flugfar með Loftleiðum til London og heim. 5. Ferð með Heklu til Kaupmannahafnar og heim, j 6. Fimm málverk frá Helgafelli. ) 7. Riffill. 8. Veiðistöng. ) 9. Herrafrakki. " " 10. Dömudragt. Miðar fást á skrifstofu happdrættisins í Framsóknarhúsinu, sími 24914 og hjá umboðsmönnum víða út um land. Næstu daga verða miðar einnig seldir úr bíl í miðbænum. Dragið ekki að kaupa miða i happdrætt’ Framsóknar- flokksins. Nýir stjórnarhæftir Ýmsum þykir nú sem bólj á nýjum stjórnarháttum á ís- landi. Fyrsia dæmu Stjórnarskránni breytt s. 1. sumar, svo að nú er Alþingi „skipað í samræmi við þjóðar- viljann“, eins og stjórnarflokk- arnir segja- Fyrsta verk ríkisstjórnar, sem mjTiduð er eftir iþetta er að neita að hlusta á Alþingi, sem „skipað er í samræmi við þjóðarviljaim“, beldur seoda það tafarlaust heim. Amtað dæmí: Fjrrrverandi ríkisstiórn gttf it bráðabirgðalög um landbúnað- arverðið og var sannanlega ekki til þingmeirihluti fyrir þeim, en slík bráðabirgðalög minna jafnan meira á einræðisfyrir- iskipanir en lög. Sjálfstæðisflokkurinn iýsti yfir, að hann „mundi að sjálf- sögðu greiða atkvæði gegn bráðabirgðalögiinum á Alþingi“. En nú er óhægt um vik, hvernig skal loforðið efnt: Ráð ið er fundið. Stjórnin leggur lögin bara a'lls ekki fyrir þing- ið, og þannig efnir íhaldið lof- orðið um að greiða ekki at- kvæf pegr þe m. ÞríSfa dæmi: Með því að senda þingið heim gæti stjórn stjórnað með bráða birgðalögum. Þegar þessi bráða brigðalög renna út 15. des. gæti stjórnin gefið út önnur t. d. 16. des. er giltu til 30. aprll. Síðan væru þau ekki heldur lögð fyrir þing eftir nýár og þingið sent heim 15. apríl, en ný bráðabirgðalög gefin út 1. maí. Og svona mætti auðvitað líikia fara að um allt annað. En þá spyrja menn: Til hvers er þetta þing, sem kosið er nú og „skipað í samræmi við þjóðar- riljaim“? «1 ■>!•«< •l«H<ll4ttlMlt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.