Tíminn - 29.11.1959, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.11.1959, Blaðsíða 5
iftifimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiifiitmiiitiiiiiiitiimiiininiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiirimi'iiiiMiiiiiiiiiiiiiiiniitiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiuiimiiiiiii iimmmimiimtiimmmmimmmmmiiimiiMmrrmmiimiiiimmmmmmmmiiimiiiimimiiiMiiiimnniiiip r í MIN N, sunnuðaginn 29. nóvember 1959. s PAFUGLINN Mörgum fuglum, sem heima eiga í heitu löndunum, hefur verið við brugðið fyrir litfeg- urð. Þó að iýst væri aðeins litlum hluta þeirra, þá væri það efni í stóra bók. Einn þess- ara fugla, sem víða hefur kom- ið við sögu og sem mikið hefur verið um rætt er páfuglinn (Pavo cristatus). Heitið á fugl- inum ihöfum við tekið út dönsku, en á því máii heitir hann Páfugl, á ensku nefnist hann peacock, á þýzku Pfau og á frönsku Paon. Páfuglinn telst til hænsfugla, og er með stærstu tegundum þess ætt- hálks. Það sem gerir fugl þenn- an nafnkenndan, er hið sér- stæða stél, sem hann getur þanið út, svo að það verður allt að því hjóllaga. Stélfjaðr- irnar eru mjög langar, bláar og grænar að lit, og á endum þeirra eru skrautlita blettir, sem tindra í alls konar iitbrigð- um og líkjast einhvers konar augum. Annars eru þakfjaðr- irnar á höfði og hálsi fuglsins með málmgijáa. Og ofan á höfð inu er fjaðurtoppur og upp úr honum stendur e.k. fáni. En það er eingöngu karlfuglmn, sem ber allt þetta s-kraut utan á sér. Búningur kvenfug-lsins er ósköp hversdagjiegur, bara grá leit, skrautlaus kápa. Páfuglinn á hehna á Indlandi og á eyjunni Ceylon. Ilann heldur mest til i skógauðugum héruðum og sés-t þar oft i stor- um hópum; geta fuglar í ein- um hópi skipt hundruðum. Pá- fuglinn lifir bæði á jurta og dýrafæðu; hikar jafnvel ekki v:ð að ráðast á smávaxnar slöngur. Hann aflar fæðunnar að de-ginum, -en heldur kyrru fyrir á nótunni í einhverju trénu. Páfuglinn (það er að segja kar-lkynið) er rsglulega tígul-egur ásýndum, þegar hann er að sprang-a um skógarrjóðrin með útþanið stél og hnarreist höfuð. Ef þá er reynt að ha-fa hendur í hári hans, leitast hann við að komast undan á hlaup- um, en takist það ekki. hefur hann sig til flugs. Flug hans er þunglamalegt og þytmikið, og hann flýgur lágt. Og vitanlega líður ekki á löngu áður en hann hefur a.ftur fast land undir fót- um. Páfuglinn er fremur var um 'sig og því erfitt að hand- sama hann. Sér í lagi er hann afar hræddur við hunda. Mökunartími fugls:ns er dá- lítið breytilegur eftir heim- kynnum hans, en þá hefst auð- vitað fegurðarsamkeppni karl- § fuglanna. Hver og einn reynir § ef-tir beztu getu að vinna hylli | kven-fuglsins. Hann st'llir sér I upp rétt fyrir framan þá heitt- 1 elskuðu, þenur út stélið og | -stiklar fram og aftur. Við og I við lætur hann fjaðra-skraut I si-tt titra á einkennilegan hátt, = en við -það myndast e.k. brak- 1 hljóð. En kvenfuglinn virðist 1 lát-a sér þetta a-llt í léttu rúmi | liggja. Lo-ks lætur hann allt i fjaðraskrautið falla í f yrri I slcorður og sesí hnugginn á ein- § hvsrja greinina og byrjar að i tóna með röddu, sem lí-kust er = óyndislegu kattarmjálmi. En að i lokum fellur a-llt í ljúfa löð á | milli kynjanna. Og auðvitað er i það kvenfuglinn, sem liknar | sér yfir karlfuglinn, sem ekki i getur nú annað en vælt út af i öllu saman. | Kvenfuglinn á venjulega 8 | eg-g, og eru eggin alveg í umsjá i móðurinnar, end0 hepp'Iegt | vegna -litarins á fiðrinu. •■■em er i svo -líkur umhv-erfinu, -að mörg- i um h-efur reynz-t torsótt af) | f'-nna hreiðrin. | Auk -þessarar páfu.glstegund- | ar, sem ég hef ver'ð að ræða i um, þá eru tvær aðrar fágætari i tegundir til. Önnur þeirra, | svartvængjað; páfuglinn, hefur | svartar þakfjaðrir á vængjun- i um, og eru fjaðrir þessar græn- 1 brydd-ar. Kvenfuglinn er anjög I ljós á litinn, stundum allt að því hvítur. Þessarar tegundar | var fyrst -getið í Bretlandi 1850, | án þess að nefnt sé, hvaðan hún | hafi verið fengin. Það einkenni- i lega er að svona li'tir fuglar eru i ekki til á -meðal páfuglanna í = Asiu. Álíta sumir náttúrufræð- i ingar, að hér sé um venjulega i páfuglategund að ræða, sem § orðið hefur fyrir stökkbreyt- | ingu. Hin tegundin á heima á i Jövu, Súmötru og á Austur- = Indlandi; hún hefur fallega 1 glænlitan háls, og auk -þess er 1 fjaðurtoppurinn á höfðinu frá- | brugðinn þvi, s-em er á þeim § tegundum, sem nefndar hafa f verið. i Nú á tímum er páfuglinn = víða taminn eða hálftaminn í | Evrópu og verpir vel, og virð- | ist hann þola útivist sæmilega- i Hvenær fuglinn var fyrst flutt- f ur til álfunnar er e-kki vitað. | En til Suður-Evrópu hefur \ hann áreiðanlega komið | ■snemma á öldum, því að til er | lýsing af honum gerð af Ari- | stoteles. Og méðal Rómverja | hinna fornu var hann taminn | og naut aðdáunar hinna róm- | versku keisara; þótti þeim heil- | inn o,g tungan úr fuglinum vera = lostæti hið mesta. Það er ekk; nema eðlilegt, | að -svona óvenjuiegur fugl í út- | liti hafi ýmislegt til brunns að f bera, sem aðrir fuglar hafa | ekki. Sé páfugli hrósað svo | hann heyri, þenur hann óðara = út stékð, en sé hann óvirtur, = lúpast hann a-llur. Um nætur f (en þá er myrkt í'þeim löndum i sem hann á heima) er rödd | hans sorgblendin, af því hann | ímyndar sér, að hann sé búinn f að giata öilu fjaðraskrauti sinu. f En þegar sól rís, tekur hann | g-leði sín-a af-tur, því a-ð þá sér | hann að allt er með kyrrum \ kjörum. Þegar fuglinn vill verj § ast mesta sólarhitanum, þá þen f ur hann bara út stékð, eða fólk i heldur það að minnsta kosti. f Ef listmálari st.illir sór upp fyr- f ir framan fugíinn, til þess að i máia hann, þá verður hann svo § hrifinn, -að hann stendur i sömu i sporum ein-3 lengi o-g, þörf kref- f ur. Og sjái fug-linn mynd sína f í spegli, v-arður hann svo yfir f sig hu.gfanginn, að hann gley-m f ir öllu öðru cn sjálfuni sér. i Marg'r álíta, að páfuglsfjöðrum = fyl-gi' einhver ógæfa. Ef til vill = stendur sá ótti að einhverju i leyti í sambandi við eftirfar- f andi sögu; „Ósíris Egypt-alands- f konungur ferðaðist einu -sinni f t'l Indlands og bað hann Isis f drottningu -sina að stjórna rík- = inu á meðan hann væri fjarver i andi. Átti ráðgjafi hans, sem i v-ar margey-gður, að vera henni i tiL aðstoðar, -sá hét Argus. Ráð- | gjafi þessi var. valdasjúkur f maður; hann lét taka drottn- f ingu hö-ndum og setja i fang- f elsi og tók sér síðan k-onungs- i nafn. Þegar Ósíris frétti þetía, i sendl hann her manns inn í i ríki sitt, og beið Argus þegar f ós:gur. Skipaði konun-gur a-ö i hálshöggva hann umsvifalaust. f En gyðjan Júnó breytti honu-m i í páfugl og setti öll au-gun úr = honum á 's-télfjaðrir fuglsins. = Þannig eru hin furðulegu stél- i augu péifuglsins til komin'*. f Ingimar Óskarsson. | Saga landhelgismáteins í fexta og myndum í hálfa sjötfu öld Rit þetta, sem er i tveim hlutum, nær yfir 5S0 ára timabil og rekur einn stórbrotnasta þátt í sögu landsmanna, sókn og vörn kynslóöanna fyrir réttindum sínum gegn yfirgangi erlendra þjóða í landhelgi ísiands. Fyrri hlutinn nær frá árinu 1400 til 1958. Þar er rakinn hinn sögu- legi þráður á skýran og skemmtilegan hátt, svo að samhengi rofnar aldrei. Hefst frásögnin, þegar hinir fyrstu erlendu menn koma hingað til f-isk- veiða, en þeir fóru siðan oft með yfirgangi og ofríki á hendur iandsmönn- um ti llands og sjávar. Þá er í bókinni annáll, er greinir frá 200 sögulegum atburðum í hálfa sjöttu öld. Síðari hlutinn hefst, þegar varðskipafioti íslendinga leggur úr höfn aðfaranótt 1. sept. 1958 til þess að verja hina nýju 12 mílna landhelgis- línu og lýkur 1. sept. 1959. Gunnar M. Magnúss tók bókina saman. Hann hefur áður sannað með „Virkinu í norðri" o. fl. sögulegum ritum, að honum er sérstaklega lagið að vinna slík ritverk. í bókinni, sem er prentuð á mjög vandaðan pappír, eru 160 myndir cfninu til skýringar, ýmsar þeirra stórsögulegar frá fyrri tímum fram á þennan dag. Jóiatónleikar í Dómkirkjunni I dag er fyrsti sunnudagur í aðventu, og eins og undanfarið verður aðventunni fagnað með jólatónleikum í Dómkirkjunni kl. 8,30, sem kirkjunefJÍid kvenna gengst fyrir. | 'Hafa tónleikar þessir jafnan verið vel undi'rbúnir, og vakið hjá kirkjuges-tunum jólastemm- ingu, enda er aðventutíminn und irbúningur undir jólatátíðina. Að þessu sinni e rdagskr-áin mjög fjölbreytt. Lúðrasveit drengja leikur undir stjórn Karl-s Ó. Runólfssonar, tónskálds, þá syngur tclpnakór undir stjórn Guðrúnar Þorstein'sdóttur. Þá ieikur Guðný Guðmundsdóttir (11 ára) á fiðlu með undi'rleik dr. Páls ísólfssonar, en hún hef ur leikið áður á tónleikum nefnd arinnar, og þykir mjög efnileg ur fiðiuleikari'. Þá er uppiestur Andrésar Björnssonar. ; Þá leikur dr. Páll ísólfsson ein ieik á orgelið og kirkjukórinn syngur nokkur lög. Ágóða tónl-eikanna verður, eins og áður, varifl til þess að prýða kirkjuna og afla henni góðra gripa. Það má telia næsta furðulegt, hve lítið Dómkirkjan á af góð- um kirkjugripum, og hve sjaldan henni hafa evrifj gefnar rausn- arlegar giafir, miðað við aðrar kirkjur, og þegar hugsað er um hin góðu fjárhagsafkomu margra hin síðari ár. hér í Reykjavík. Ef starfsemi kirkjunefndarinnar hefði eltki notið við, væri Dóm- kirkjan áreiðanlega miklu fátæk ar'.: a?s slíkum gripum, og öðrum búnaði. Eg vil svo hvetja alla velunn- ara Dómkirkjunnar, til þess að sækja aðventutónleikana í kvöld og njóta þannig ánægjulegrar kvöldstundar í hinu gamla og virðulega guðshúsi. Ó.J.Þ. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 22., 23. og 81. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1959, á v/s Baldri, E. A. 770, eign Jóns Franklín Franklínssonar, fer fram eftir kröfu Landsbanka íslands vegna Stofnlánadeildar sjáv* arútvegsins og Árna Gunnlaugssonar hdl., við skipið þar sem það verður i Reykjavíkurhöfn, fimmtudaginn 3. desember 1959, kl. 3 síðdegis. Borgarfégetinn i Reykjavík ' paour Rangæingafélagsins verður í Tjarnarkaffi 1. desember og hefst kl. 20.30. 1 Dagskrá: Ræða: Ilákon Guðmundsson, hæstaréttarritari í Einsöngur: Árni Jónsson, óperusöngvari Dans r Borð tekin frá og aðgöngumiðar seldir á staðnutta kl. 5—7 á briðiudag. Aðalfundu Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra verður haldinn að Sjafnargötu 14, sunnudagina G. tíes. n.k. kl. 2 síðd. — Dagskrá samkvæmt félagslögum. Stjórnin Þökkum hjartanlega fyrir auösýnda sainúB við andlát og útföif Kristjáns Bjarnasonar frá Stóru-Mörk. Vandamenn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.