Tíminn - 13.12.1959, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.12.1959, Blaðsíða 2
T í MI ;N N, ysuqnudaginn. 13. ^e§eqiber 1959. W 1 2- !■■■■■■! !■■■■■! i í Saga Abrahams Lincolns hefur lengi þótt forvitnilegt les- efni. Hún er ekki aðeins sígilt dæmi uni mann seni úr mikilli fátækt og umkomuleysi liefst til hinna mestu mannvirðinga með þjóð sinni, sakir óvenju sterkrar skaj) hafnar og skarprar greindar. Ilún er einnig saga mikilla átaka, geinir frá örlagastundu í líii hins unga lýðveldis í Vesturheimi og frelsisbaráttu þeldökka kynstofnsins. í þcssari bók er greint frá ævi Abrahams Lincolns, bar- áttu hans og örlögutn. Efnið er yfirgripsmikið og seið andi. Þar er ekki aðeins vikið að æsku Lincolns og upp- vexti, sagt frá þætti Lincolns í borgarastyrjöldinni, einka- lífi hans og loks hinum válegu örlögum, er biðu hans, lieldur er og varpað Ijósi á mannvininn Lincoln, ræðu- snillinginn og rithöfundinn. — Abraham Lincoln - ævisaga Hinn 10. desember afhenti stjórn Trésmiðsfélags Reykjavíkur bæjar- stjórn Reykjavíkur að gjöf veglegan fundarhamar. Hamarinn er gerður af Ríkharði Jónssyni, og er gefinn í tilefni af 60 ára afmæli félagsins. Formað- ur fétagsins, Guðni Árnason, afhenti gjöfina, en forseti bæjarstjórnar, Gunnar Thoroddsen, veitti henni viðtöku fyrir hönd bæjarstjórnar. Við- staddir voru auk hans, varaforsetar bæjarstjórnar, Guðmundur H. Guð- mundsson og Gísli Halldórsson, svo og borgarstjórarnir, Geir Hallgrímsson og Auður Auðuns. í Í s j ím m i Höfundur bókarinnar, Thorolf Smith, fréttamaður við Ríkisútvarpið, er óefað sá íslendingur, sem bezt hefur kynnt sér sögu Abrahams Lincolns. Um 18 ára skeið hefur hann kynnt sér allar þær bækur, er hann mátti, til þess að fræðast sem bezt um hinn stórbrotna pers- ónuleika Lincolns. Honum hefur og gefizt kostur á að ferðast um slóðir Lincolns og' kanna bréf lians og skjöl í söfnum vestan hafs. Ævisaga Lincolns er vegleg vinargjöf. Bókin er prýdd 60 myndum. SETBERG V.V.V.V.V.V.V.V.VAV.'.V'.V.V.W.'AW.'.V Herjófifur Eínstæð tengsl við býzanska menningu Fjalirnar frá Biarnastaðahlið tilefni doktors- ritgeríar Selmu Jónsdóttur ’ Hinar svonefndu Flata- tungufjalir hafa til þessa verið íslenzkum og erlendum fræði- mönnum hreinasta ráðgáta og enginn geíað sagt neitt með vissu um uppruna þeirra. Nú Eiefur frú Selma Jónsdóttir, íistfræðingur, ritað doktorsrit-j gerð um f.ialir þessar, skýrt uppruna þeirra og þar með tinnið afrek sem er einstakt í sinni röð. Frú Selma hefur leitt í ljós að íjatir þessar séu leifar af mynd eem í upphafi var miklu stærri. Efni' myndarinnar var Býzanski dómsdagurinn, algengt myndlist- arefni í grísk-kaþólskum löndum en hins vegar svo til óþekkt í Vestur-Evrópu. Það vekur því iiina mestu furðu hvernig myndin er kamhm alla leið til íslands og leitast frú Selma við, að upplýsa þann leyndardóm. Með ermskum biskupum Telur hún að fyrirmyndin hafi fearizt hingað til lands með ermsk wm bi'skupum, sem Ari fróði segir £ íslendingabók að hafi dvalist hér. Þeir komu frá Monte Cassino á Suður-ftalíu, sem var mesta mienningarmiðstöð álfunnar á 11. ©ld. Þar í klaustrinu er varðvei'tt teiknino-, sem frú Selma hefur borið saman við fjalirnar sem hér eru varðveittar og kemur þá í Ijós að fyrirmyndin er sú sama. Eina tréskurðarmyndin Þess má geta ag myndin í Flatatungu er hin eina sinnar teg undar sem skorin hefur verið í tré, allar aðrar myndir eru fresco, mósaík og fílabein. Elzta myndin sem nú er varðveitt, finnsit í Konstantínopel og er frá 1050. ísleözka myndin e rhins vegar frá 1070. En sagnir eru um að Býz- ansfei dómsdagurínn hafi verið Selma Jónsdóttir notaður sem myndlistarefni þeg- ar á 4 öld e.Kr. A ensku og íslenzku Doktorsritgerð frú Selmu kom út í gær á vegum Almenna bóka félagsins. Bókin er prentuð að öllu leyti í Svi'ss Fretz Bros í Zuricfi. Er hún fortakslaust ein fegurst unnin bók sem hér hefur sézt. Bókin er prýdd fjölda stórra mynda og eru þær sérstaklega skýrar og vandaðar. Frú Selma hefur ritag bókina jöfnum hönd- : um á ensku og islenzku og kemur hún einnig út í ensku þýðíngunni. Önnur ísiernka konan Doklorsritgerðin verður varin við Háskóla ísiands þann 16. jan. n.k Andmælendur verða prófessor Magnús Már Lárusson og dr. Francis Wormald, prófessor í listasögu v£ð Lundúnaháskóla. Frú Selma Jónsdóttir er fyrsta konan som ver doJctorsritgerð við Háskóla ísJands og önnur konan íslen7,k sem ver doktorsritgerö. Sú fyrr var BJömg C. Þoriáksson, sem varð iktorsritgera í iæknisfræði Nokkrar togara- sölur Togarmn Marz seldi í Aberdeen 11. þ.m. 139 lestir fyrir 8136 .sterl- ingspund. Jón forseti seldi í Bremerhaven 11. þ.m. 161 lestfyr- ir 125 þúsund. mörk. Surprfce seldi í Gri'msby í gærmorgun 158, 9 iestir fyrir 10457 sterlingspund. Skúli Magnússon seldi í Hull i gærmorgun 142,7 lestir fyrir 9679 síerlingspund. Brfmnes seldi í Bremerhaven í gærmorgun 101,8 lestir fyri'r 70200 mörk. Talið af NTB—LONDON 12. des. — Flutn ingaskipið Shuwing, sem fór frá Liverpool 3. des. s.l. áleiðis til Bremerhaven, er nú talið af. — Áhöfn skipsins, sem er skrásett í Hong Kong, var 35—40 manns, yfir menn brezkir en hásetar kín vei'skir. Á miðvikudag heyrðust þrisvar sinnum neyðarmerki frá skipinu en síðast mun hafa heyrzt í því árdegis á föstudag. Ski’pið var 7000 lestir að stærð. Erlendar íréttir í fáum orðum: ÓSTAÐFESTAR firegnir herma, að Harold Krupp, afsprengi af hinni frægu auðhringaætt og Soraya, j fyrrum keisaraynja í írak hafi ákveðið að ganga í hjónaband. -------------- FRAKKLAND og Sovétríkin hafa „ gert með sér nýjan samning um IslðííÍíf jjíJlul. . . Framhald af 1. síðu. Lei'th til íslands. Ganghraði var að jafnaði 12 mílur, o-g var þá vélarorka þess hvergi nærri full- nýtt. Herjólfur len'ti í hinu versta veðri á leiðinni, en reyndist hið bezta sjóskip. SK. menningarskipti á milli ríkjanna. Er hinn nýi samningur mjög víð- tækur. PAKISTAN hefur nú lagt fram nýja og endurskoðaða tiiiögu í Ung- verjalandsmálinu, en fyrri tillaga fékk ekki* löglegan meirihluta, tvo þriðju atkvæða. 51. atkvæðagreiðslan um hið óskip- aða sæti í Öryggisráðinu fór fram á föstudag — án árang- urs. Pólland fékk 41 atkvæði en Tyrkland 37. Líkindi eru nú tal- in á að samkomulag náist milli ríkjanna að þau skipti sætinu á milli sín. Full'trúi hvers .ríkis sitji helming kjörtímatoilsins. i (Framhald af 12. síðu). Eisenhower lítt, sem ekkert af því er leiðsögumenn voru að segja honum frá sýningunni'. Öllum ber saman um, að viu- sældir Eisenhowers meðal Ind- verja >séu með eindæmum. Hafa streymt bréf, gjafir o g heimboð svo • þúsundum skiptir til stjórn- arinnar í Dehli. Þetta var annar dagurinn af i'imm, sem Eisenhower dvelur í Indlandi. Varð íyrir bíl á Fríkirkjuvegi Um klukkan hálf fimm í gær varð það slys á Fríkirkjuvegi', að kunnur borgari hérí bæ, Sigurð- ur Á. Björnsson, frá Veðramóti, varð fyrir bíl og meiddist tölu- jvert. Slys þetta varð á götunni fyrir framan Fríkirkjuna. Si'gurð ur fékk iskurð á höfuð og heila- hristing, og hniflaðist á hendi. trúi. við Sorbonne. — Þes« má geta til gamans að eiginmaður frú Selmu hefur einnig Jokið doktorsprófi, en hann er sem kunnugt er Sig- urður Pétursson gerlafræðing«r( og mun það fátítt að hjóo haö bæði loki;s þessari æðstu mennt» gráðu. Fluttir til N-Kóreu NTB—SEOUL, 12. des. — Stjórn Suður-Kóreu hefur mótmælt flutningi á Kóreubúum frá Japan til Norður-Kóreu. Alþjóða rauði krossinn annast þessa flutninga og fer fyrsti hópuri'nn frá Japan innan skamms, en alls munu um 600 þús. Kóreubúar vera búsettir í Japan. Stjórn Suður-Kóreu segir, að verið sé að etja fólki þessu beint í dauðann. Flutningar þessir stafa af því, að a'tvinnuski'lyrði eru mjög slæm í Japan fyri'r þetta fólk. Starfsmenn Rauða krossins spyrja hvern einstakan, hvort hann vilji af fúsum og frjálsum vilja fara til Norður- Kóreu. Kýrnar ... (Framhald af 12. síðu?. vellinum, voru sumir kylfingar óánægðir með skiptin. Við rann- sókn kom í Ijósy að landsdrottinn klúbbsins hafði landið á leigu fyrir kýr sínar, en ekki til fram- leigu né golíleika. Varð hann því skelkaður mjög er landeigandi kom og sá hóp manna að leikum, og hvað laridið ætlað öðrum til beitar en þeim fénaði, er þá hafð- ist þar við. Tókst ekki að fá landið ieikhæft aftur og varð þar frá að hverfa. Komust á þurrl Stjórn G.R. gerði sér fljótlega ljóst að hún varð að fá land undir völl, land sem hægt væri að hafa til lengri tíma. Sótti hún því um land til bæjarstjórnar Rvíkur, snemma árs' 1936. Fékk klúbbur- inn land þar sem núverandi golf- völlur er, voru þar skurðir gerðir, plægt, herfað og margt fleira og völlurinn tekinn til ieigu sumarið 1937. Á þessum velli voru 9 holur, en hugmyndin var að þar yrði seinna bætt við 9 holum til við- bóter. Þessi völlur hefur síðan ver- ið rotaður, ,að visu með ýmsum Þ '■'■•‘ingum, iil þessa dags. Síldveiðin Framhald af 1. síðu. misjafniega úr sér og sé á breyti- legu dýpi. Keflavík Til Keflavíkur komu 27 bátar með 2810 tunnur, mest úr reknet- um. Hæstur reknetabáta var Gunn ar Hámundarson með 250 tunnur. Reknetabátarnir voru með allsæmi lega síld, en mikið smátt hjá hring nótabátum. Þeirra hæstur var Kóp ur með 276 tunnur. Grindavík Til Grindavíkur komu 13 bátar með 1422 tunnur. Hæstur þar var hringnótabáturinn Arnfirðingur með 279 tunnur, en af því fóru 147 tunnur í bræðslu. Af reknetabát- um var hæstur Hrafn Sveinbjarn arson, með 179 tunnur eða réttum 100 tunnum minna en Arnfirðing- ur. Afli Grindavíkurbáta fór allt niður í rúmar 20 tunnur. JÓLAFÖTIN Drengjajakkaföt frá 6—15 ára. Margir litir. Matrosföt frá 2—8 ára. Matroskjólar frá 3—8 ára. Drengjabuxur Drengjapeysur Barnaúlpur frá Heklu Æðardúnssæng er góð JÓLAGJÖF Æðardúnn — Hálfdúnn Dúnhelt og fiðurhelt léreft Sendum í póstkröfu. Vesturg. 12 — Sími 13570. niuHmwwmiimimmmHinwnni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.