Tíminn - 13.12.1959, Síða 5

Tíminn - 13.12.1959, Síða 5
f ■'j.tó' M axúpúi&wz* ~lí * :t ! v TÍMINN, sunnudaginn 13. desember 1959. husflugan Skordýr þau, sem lifa ein- göngu úti undir beru lofti, eða bæði úti og inni, hafa lítið um sig í skammdeginu. Að haust- inu deyja oft foreldrin, en hafa þá áður tryggt sér við- hald tegundarinnar í lífi púpn- anna, sem lifa sínu undarlega lífi úti í moldinni, í.einhverri áburðarhrúgunni eða annars staðar, þar sem lítið ber á. Þegar vorar færist líf í tusk- urnar og allt verður morandi í flugum og biöllum. Sum þess- ara kvikinda hafa hreint ekki verið vel liðin, og eru stund- . um fyrir því ærnar ástæður. Það væri máske ekki svo fá- víslegt að athuga lífsferil tví- vængju einnar, sem margar þjóðir, þar á meðal íslendingar hafa átt í höggi við um aldir og eiga enn eftir að fást við um ófyrirsjáanlegan tíma. Ég á hér við húsfluguna (Musca domestica). Við skömmumst máske yfir framferði hennar dag og dag, þegar hlýna tekur í veðri, en hún heldur áfram sínum venjum engu að síður, unz okkur tekst með einhverju móti að ganga af henni dauðri. En hvað gagnar það að senda eina flugu inn í eilífðina, því fluga kemur í flueu stað. Og nú skuluð þið fá að hevra. les- endur góðir. hve óskikkanleea húsfluea getur hagað sér: Það er mildur vordaeur. ne flugan er að leiká sér í eldhúsi e:n- hverrar hú'rnóðurinnar. Það er að vísu hlvtt í eldhú=:nu, en úti er máske elaða sóhkin. og það er svo friálslegt að fliúea undir beru lofti: bar ern hvorki veggir né loft til að hindra flueið. Flugan verður þess vör, að glugginn í eld- húsinu hefur verið opnaði’í’. Hún er snör í snúnineum og sveiflar sér út í sólskinið og blíðviðrið. Það líður ekki á löneu áður en hún finnur of- urlitla áburðarhrúgu, þar sezt hún og tekur að nudda saman framfótunum og klóra í áburð- inn og þrifa sig svo þess á milli. Hveitibrauðsdagarnir eru liðnir og nú þarf hún að fara að legejast á sæng. Allt er undir því komið, að hún geti fætt þar, sem vaxlarskilvrði fyrir afkomendurna eru góð. í því skyni athugar hún ýmsa staði á áburðarhrúeunni og þreifar um þá vandlega, því að of þurr má staðurinn ekki vera, að öðrum kosti geta egg- in dáið úr ofþurrki. Loks finn- ur flugan agnarlitla dæld, sem henni lízt vel á: þar fæðir hún svo um 120 afkvæmi, þ.e.a.s. egg. Hún er fljót að athafna sig. oe tekur sér síðan örstutta hvíld á eftir. Að 15 mínútum liðnum er hún venjulega aft- ur komin á kreik, og er ekk' hægt annað að seeja en það sé stutt sængurlega! Fiugan er nú orðin svöng og þyrst. Móg er að bíta og brenna í eidhúsinu, það veit hún upp á hár. En áð- ur en hún smýgur inn, ætlar hún að fliúga um nágrennið og viðra sis svolítið betur. Hún setur sig niður við og við og bragðar á hinu og bessu, s'em er lítið eftirsóknarvert i okkar augum. Þarna sér hún t. d. dauða rottu, sem hefur orðið bráð einhverra sýkla, hún sezt á rotfuna og bragðar á vökvan- um, sem rennur úr vitum henn ar. Á öllu verður að bragða! En flugunni geðjast ekki fylli- lega að útimatnum: hún ætlar ao m:nnsta ko't; að fá sér fín- an eftirmat. Hún þýtur óséð inn um eldhú.yglurT;gann. sem sténdur opinn. Á borðinu standa leifarnar frá síðdegis- kaffinu, sykur, rjómi og sætá- brauð. Flugan byrjar á sykrin- um, hún sezt í sykurkerið, og sleikir góðgætið af hjartans lyst, en þess á milli strýkur hún sig alla og snyrtir sig hátt og lágt, því að hún hafði fengið ýmislegt á sig í ferða- laginu, sem hún vill gjarnan losna við. Þá er rjómakannan næst, ofurlítið þurfti hún að fá sér að drekka. Þegar liún hefur setið stundarkorn á könnubarminum og svalað sér, flýgur hún kát og pakksödd inn : svefnherbergið, þar sem ung- barn sefur sætt og vært með opinn munn og rjóðar varir. Þegar flugan kemur auga á hinar rauðu og röku varir barnsins, heldur hún, að hér séu guðaveigar í boði, og hún hyllir sér niður til að fá einn góðan tcig. Þannig heldur flugan áfram stjái sínu og heimsóknum dag eftir dag. Og það er svo sem ekki ein fluga, sem er á ferð- inni, heldur heil hersing með sams konar háttalagi. En hef-, ur þessi aumingja fluga, sem ég er að segja frá, aðhafzt nokkuð ásökunarvert? Já, hún er sem sé fvrsta flokks sýkla- beri. Hún er víðförul og þarf að forvitaas't um alla skapaða hluti og setjast á allt. sem er lífrænnar náttúru. Á þessu ferðalagi sínu fær hún á sig margar tegundir sýkla, sem hún losar sig við óafvitandi i einhverjum mæli á hverjum áningarstað. Það er ekki svo vel, að flugan fljúgi alltaf inn í s'ama húsið; hún er vís til að heimsækja mörg hús á einum og sama degi. Þannig geta nokkrar húsflugur sýkt heilt borgarhverfi á stuttum tima, ef óheppnin er með. Vísindamaður nokkur gerði eitt sinn smásjárrannsókn á ein um fliigufæti, er hann tók af húsflugu, sem var nvkomin úr í'vipuðu ferðalagi og því, er ég hef lvst’. og fann hainn sem næst því 100 þúsund sýkla á fætinum, annar vísindamaður rannsakaði 414 flugur frá mis- munandi stöðum, og reiknað- ist honum svo til, að I V4 millj. sýkla væri að jafnaði utan á hverri flugu. Sýklar þessir voru af ýmsu tagi, sumir mjög hættulegir. Aðeins 250 þúsund af nefndum fiölda voru tiltölu- lega meinlausir. Þeir sjúkdómar, sem húsílug- an getur valdið við þennan sýklaflutning, eru breint ekki svo fáir. Og í þeim löndum, sem hreinlæti og varúðarráð- stöfunum er ábótavant, er ho»ttan auðvitað mest. Það er t-alið sannað, að flugan flytur tíðlega berklaveiki, taugaveiki, kóleru og lömunarveiki, svo að eitthvað sé nefnt. Þá lenda sýkl ar og egg sníkjuorma í melt- ingarvegi flugunnar og.koma niður af henni án þess að saka. Smitunarhætta er því fyrir hendiy þegar flugan útbíar allt í saur, ba$5ikmunijjg mat(yæli, en slíkt er ekki svo ’ óalgéngt. (Meira.) Ingimar Óskarsson ►33» V DuVlHí'm ..asbrunirm Fyrsta bók i r».mn .ogreglusagna lianda börnum og ung- lingum eftir Emd Blyton, höfund hinna víðkunnu og vinsælu Ævintýrabóka. — Þetta er hörkuspennandi og skemmtilar saga, og að sjálfsögðu er þar ekkert að finna, sem er börnun. óhollur lestur, enda kanr þessi höfundur öllum öðrum h°t"t að rita fyrir börn og unglinga. Fimm á smyglarahæð Þetta er fjórða bókin í hinum geysivinsæla bóka;.o?ki urr félagana fimm eftir Enid Blyton, höfund Ævintýrabokunna. Þessi bók er jafnvel enn meira spennandi en hinar íyrr- — og er þá mikið sagt. Baldintáta Þetta er fyrsta bók af þremur handa telpum eftir Enid Blyton, höfund /Eviutýrabókanna. — Hér segir írá telpu, sem hafði alizt upp við of mikið eftirlæti, en baldintáta litla var í raun- inni bezta telpa, hjálpsöm, réttsýn og drenglynd, enda vegn- aði henni vel á hinu skemmtilega skólaheimili á Laufstöðum. Þessar bækur eru hver annarri skemmtilegri og allar prýddar fjölda ágætra mynda. IÐUNN BÍMI 1 29 23 BKEEGJAGÖTU 1 mm í jólabaksturinn Kanell NeguII Állrahanda Múskat Engifer Kardemommur Pipar Kúmen Saltpétur Nýtt Skrautsykur, margar teg. 1 Súkkat, heilt eða saxað Matarsódi í glösum 1 Hjartarsalt í glösum Eggjagult j‘^1 Matarlitur | Hunangskrydd Prúnkökukrydd | Sitrónusykur Vanillusykur Ávaxíahlaup í túpum til að skreyta meí tertur, f kökur, ábætisrétti o. fl. J Heildsölubirg tíír: Vf Sími 2-37-37. Sími 2-37-37. :m:mmm:mí::m:mmm:mmmmm«m::mmm::::8m:mmm«mm:mmmm::mmmm:tmm::mmmmm? Ný geimferða- j skáldsaga eftir Kristmann Á vegum prentsmiðjunnar Rún er komin út ný geim- ferðasaga eftir Kristmann Guðmundsson og nefnist hún Ævintýri í himingeimnum. Þessi bók kaSlast írásaga af ferðum Inga Vídalin, kennara í Reykjavik, en eins og men-n muna, var Ingi Vídalín höfundarnafn á fyrstu geimferðaskáldsögu ís- lenzkri, ^em út k.oiTJ hér á landi, eri hófundur reyndíst vera Krist mann Guðmundsson. Nú ér látið svo heita, að Ingi Vídalín, ferðalangur haii farið með dagbókarblöð sín í smiðju til Kristmanns, og hafi hann sam ið af bók þá, sem nú er ikomin út. Sagan er lík hinni fyrri, en þó líklega enn ævintýralegri og at- burðahraðari. Margar sömu per- sónur koma fyrir í bókinni sem hinni fyrri og Ingi hittir vini sína á þeim stjörnum, sem hann hefur áður henisótt og kynnist nýjum. Þetta er vafaljust hin bezta ■skemmti'bók, einkum ungu fólki. Neg rar í S-Afríku rísa gegn kvölur- um sínum Windhoek, S-Afríku, 11. des. Uppþot, manndráp og skelf- ingarástand ríkir í Windhoek- héraði- í gærkvöldi leituðu svertingja® af Banding-ættílokki inn i bæ- inn á náðir annars ættflokks af ótta við að lögreglan myndi láta drepa þá alla. Óeirðir hafa stað- ið á þessum slóðum seinustia dægur. Héraðsstjórinn neitaðj að taka á móti sendinefnd frá konum, sem neituöu að láta flytja sig á brott nauöungar- flutningi. Kom þá til uppþotá, Svertingjar umkringdu bæjar- skrifstofurnar, hleyptu föhguita úr fangelsinu. Voru 8 hvítir lög- reglumenn særðir, en nokkric svertingjar drepnir og sterðir, Lögreglan beitti loks óspart véi-. byssum og bryndrekum og út-» deildi vopnum til hvítra bæjar* búa. 1 AUGLYSIÐ.» í TÍMANUM j

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.