Tíminn - 23.12.1959, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.12.1959, Blaðsíða 2
 .fii’M .58 Jifi Vi í K* 'T .T. ÍMXMJS, miðvikudaginn 23. desember 1959. • :v'-’íS..íT'íif ítt'í4'. um .. •. . ■ ■ . /ig ■ áfiyggjueíni slökkviliðs Talsvert hefur verið hlaðið af bálköstum til brennu á gamlárskvöld víðs vegar í bænum, og eru það krakkar, sem að þessu standa, en þau byrja oft snemma að viða að efni í brennurnar. Fullorðnir hjálpa oft krökkun- v.m við þessr. efnisflutninga og er að bessu niikil hreinsun því margs konar drasl, sem liggur í reiðileysi innanhúss og utan, fer í brennurn- rr. Má því segja, að þessi iðjusemi barnanna sé hin ágætasta hrein- gerning, þót! einstaka hlutir fljóti með, sem betur væru óbrunnir. Krakkaerjur Nú sem fyrr er nokkuð tekið að bera á því, að krakkar kveiki í bálköstum hver hjá öðrum, auð- Nýlega hafa opinberað trúlofun sina Albert prins i Liege, belgískur að kyni, og ítaiska prinsessan Paola Ruffo di Calabrla og sjást hér ásamt vinum og vandamönnum í Laeken-höllinni, þar sem haldið var upp á 25 ára afmæli prinsllngsins. Yzt til vinsfri er Baudouin Belgiukóngur, þá prinsessa María Kristin, María Esmeralda prinsessa og Liliane prinsessa, þá skötuhjúin, síðan Leopold, fyrrum kóngur Belga og Alexander prins. Brullaupið verður haldið 2. júlí. Aðför hvítra jóla orsak- ar árekstra og upplausn Tveir ráðs Stórhríð færir íjölda Bandaríkjamanna „hvít jól“ í fyrsta sinn NTB-New York, 22. des. Mikill snjóstormur gekk yf- jr norður og norðaustur hluta Bandaríkjanna i dag — meira að segja allar götur suður til Yirginíuríkis. Milljónir Banda- ríkjamanna munu því halda upp á hvít jól í fyrsta skipti um langt árabil. _£n það fylgdi þungur böggull skammrifi. Snjókoman var svo aníkil, að sums staðar urðu skaflar ailt að meters háir. Mikil ringul- reið ríkti í allri umferð í langan tíma, en umferð er mjög mikil um þennan tíma. 11 km. langur árekstur Á New Jerrey akbrautinni, sem er aðalakbrautin milli Washington og New York varð 11 km, langur áreksturshnútur, sem tók langan tíma að leysa, og samtímis varð fjöldi árekstra við innkeyrslurnar til neðanjarðarbrautanna á Man- hattan. Á Manhattan varð upp- lausnin og ringulreiðin mest. Ótölu legur fjöldi árekstr varð ‘þar miHi alts konar farartækja, einkabíla, vöruflutningabíla og strætisvagna, en göturnar voru glerhálar. Frost herðir Milljónir manna, sem búa utan Manhattan og ætluðu til vinnu sinnar þar í morgun, komust ekki á vinnustaði fyrr en undir hádegi. Hitastig 'lækkaði mjög í New York í dag og búizt var við að enn mundi herða frostið. — Á síðustu áttatíu árum 'hafa aðeins 19 sinn- um verið ‘hvít jól í New York. Sextíu manns fórust í flugvélaárekstri Flugvélarnar steyptust til jartJar í Rio de Janeiro ■ iV '‘V 1 ' r ' i og logou sjo ibuoarhus i rust NTB.—ftio dn Janeiro, 22. des. Óttast er að um 60 manns hafi látið lífið er árekstur varð milli brasilískrar farþegaflug- vélar af Viscountgerð og æf- ingaflugvéiar frá hernum. Á- reksturinn varð yfir Rio de Janeiro og steyptust flugvél- arnar til jarðar og lögðu sjö I íbúðarhús í rúst. | í farþegaflugvélinni voru 26 far- þegar og áhöfn flugvélarinnar 1 taldi sex menn. Happdrættið Þessir umboðsmenn gerðu 100% skil í gær: Kristján Sveinsson, Geirakoti, Sandvíkurhr., Árn. Jóhannes Þorsteinsson, Hveragerði, Árn. Helgi Axelsson, Valdarási, Þorkelshólshreppi, V.-Hún. Gústaf A. Halldórsson, Hvammstanga, V-Hún. Guðmundur Ingi Kristjánsson, Kirkjubóli, Mosvallahreppi, V-ísafjs. Ingi Jónsson, Svalbarði, Borgaríjarðarhr. N-Múl. Þórarinn Sveinsson, Eiðum, Eiðahreppi, S-Múl. Guðmundur Guðmundsson, Efri-Brú, Grímsnesi, Árn. Guðbjörn Einarsson, Kárastöðum, Þingvallahr, Árn. Haraldur Kristjánsson, Sauðafelli, Miðdalshr., Dal. Baldur Baldvinsson, Ófeigsstöðum, S-Þing. Þorvaldur Ámasön, Húsavík, S-Þing. Dregið verður í happdrættinu rétt fyrir miðnætti í kvöld. 11 Stjórnandi herflugvélarinnar bjargaði lífi sínu með því að stökkva til jarðar í fallhlíf. Búist er við að um 30 manns hafi verið í húsunum, sem flugvélarnar lentu á og að þeir hafi allir látizt. Þyrlur tína upp líkin Þyrlur frá brasilíska hernum komu þegar á vettvang og tóku að tina upp líkin. s'em lágu dreifð yfir stórt svæði. Fjöldi manns, sem var á götum úti fvrir húsunum slösuð- ust illa af braki, sem á þá féll og er óttast u»a líf nokkurra hinna særðu. Sex manna, sem bjuggu í húsunum er enn saknað. Hentu miklu timbri fyrir borð f gær kom danska skipið Laura Danielsen ti'l Vestmannaeyja með itimburfarm frá Riga. Skipið hreppti ver.s'ta veður í Eystrasalti', og fékk mikla yfirísingu á dekk- farm, sem var timbur. Til björg- unar skipinu urðu skipverjar að ag henda verulegum hluta dekk- farmsins fyrir borð. Sjóréttur fór fram í Vcstmannaeyjum í gær, og lögðu stjóneudur Laura Danielsen fram myndir og. skýrslur,. sem sönnuðu yfirísiuguna og hættuna. SK. Blaðinu barst í gær eftirfarandi tilkynning frá menntamálaráðu- r.eytinu: „Menntamálaráðuneytið hefur skipað Benedikt Gröndal, alþingis- mann, formann útvarpsráðs yfir- standandi kjörtímabil ráðsins, og Sigurð Bjarnason, ritstjóra, vara- formann." Þá barst blaðinu einnig eftirfar- andi frétt frá Menntamálaráði: „Á fundi nýkjörins Menntamála- ráðs í gær var kosin stjórn ráðsins. Formaður vrr kjörinn Helgi Sæ- mundsson ritstjóri, en varafor- maður Vilhjálmur Þ. Gíslason, út- varpsstjóri, og ritari Kristján Benediktsson “ Fjársöfnun barna- verndarfélag- anna Barnaverndarfélögin hafa árleg- sn fjársöfnunar- og kynningardag, 1. vetrardag. Að þessu sinni söfn- i'ðust 145 þús. krónur, þar af 75 þús. krónur í Reykjavík og Kópa- vogi, 25 þús. á Akureyri og 19 þús. á Isafirði, en minna hjá 7 öðrum félögum. Barnarverndarfélag Ak- ireyrar hefur nú flutt leikskóla- starfsemi sina í hið glæsilega hús, sem félagið iét reisa og fullsmíðað var í haust. Fleiri barnaverndar- félög reka leikskóla eða dagheimili fyrir börn mæðra, sem stunda vinnu utan heimilis, þó að þau hafi ckki ennþá getað komið sér upp cigin húsnæði. Barnaverndarfélag Reykjavíkur ver árlega allmiklu fé í námsstyrkt handa kennurum, sem dvelja erlendis' við sérnám í kennslu og uppeldi erfiðra barna. vitað í óþökk þeirra, sem staðið hafa í aðviðuninni með ærinni fyrirhöfn og tilhlökkun. Sumir halda vörð um sína kesti, en þegar minnst vari,- læðist einhver að og stingur logandi eldspýtu í köstinn. llann brennur og þá er gamanið úr sögunni því brennan var ekki tíma- bær. Þeir sem urðu fyrir skaðan- um, revna svo að hefna sín með því að veita brennuvörgunum sams konar búsifjar. Slökkviliðiw En þessar krakkaerjur grípa svo inn í starfsemi slökkviliðs'ins, sem oft er kallað til að kæfa eld- mn. Til dæmis var slökkviliðið á þriðju klukkustund að slökkva slíka brennu við Laugateig á sunnudags'kvöldið. Slíkt kostar ærið fé, auk þess sem slökkviliðið hefur öðrum hnöppum að hneppa og alvarlegri. Foreldrar ættu að brýna fyrir börnum sínum að láta kestina í iriði. Allt hefur sinn t.'ma. Þeir eiga að brenna á gaml- arskvöld og ekki fyrr. Skip á bryggju Framhald af 1. síðu. ist og gott í sjó. Tókst skipinu að komast út af eigin rammleik um miðnætr.i í fyrrakvöld. Litlar skemmdir urðu á skipinu, en þeim mun meiri á bryggjunni, sem er stórskemmd. Vélsíminn vitlaus Um hádegi í gær fór skipið á- leiðir til Reykjavíkur, og hafði þá lestað þeim saltfiski, sem það átti, að taka á Djúpuvík. Ekki er með fullri vissu vitað um orsök að árekstri þessum, en helzt er þess getið til, að vélsíminn hafi svarað vitlaust, þannig að þegar hringt var á fullra ferð afturábak, þá hafi hann svarað fulla ferð áfram. Sjó- próf munu fara fram, er skipið l.emur til Reykjavíkur. GV. Happdrættið Jólablað Vals J ólablað Rnattspyrnufélagsins Valur er nýlega komið út, S'kemmtilegt og vandað. Á forsíðu er teikning ef'tir hinn kunna Vals- mann Sigfús Halldórsson, prentuð í þremur litum. Af efni blaðsins má nefna Aðalfundur Vals 1959. Þá segja nokkrir Valsmenn álit sitt á nýju deildarskiptih'gunni í félaginu. Grein er um Stanley Matthews, frægasta knattspyrnu- manni heims. Þá er smágreinar uui' íþróbtafréttari'tara þá, sem nú skrifa í Reykjavíkurblöðin. Her- mann Hermannsson skrifar grein, sem nefnist Heyrt og séð í Rínar- londuih og þýdd • grein er eftir Knud Lundbérg, og auk þess er ýmtelegt fleira efni í blaðinu, sem prýtt er mörgum myndusn. Það er 36 síður að stærð, auk kápu. Framhald af I. síðu. um byggingarframkvæmdir og einnig fjármál bygginganna. Nú eru uppsteypt tvö háhús, 13 hæ5 ir hvort og 69 íbúðir í hvorri byggingu. Á seinna húsið vantar nú aðeins þakið. — Mikil þægindi í þessum byggingum? — Já, það tel éq. í þessum hús- um verða tvær lyftur, önnur hrað geng. Á efstu hæð er samkomu- salur, sameign húseigenda. Góð- ar svalir eru á húsunum, og brunastigar milli svala, svo að auðvelt er að komast þar út. Og svo er aðeins spurningin: Hver hlýtur happið? Og þeirri spurningu getur Sigurður Páls- son ekki svarað fremur en við. Jólafötin Drengjajakkaföt frá 6—15 ára, Margir litir. Matrosföt frá 2—8 ára. Matroskjólar frá 3—8 ára. Drengjabuxur Drengjapeysur Barnaúlpur frá Heklu Æðardúnssæng er gó5 JÓLAGJÖF Æðardúnn — Hálfdúnn Dúnhelt og fiðurhelt léreft. Vesturg. 12 — Sími 13579.,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.