Tíminn - 13.01.1960, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.01.1960, Blaðsíða 2
r. r ’ • 51 \m M '<■ ' } y TIM1N N, miðvikudagiim 13. jaiiúar 19Gd ometaii- , UppbocS legt gagn við or Þegar er búi'ð a$ safna 720 |?ús. seolum me<S orðum og or^myndum til bókarinnar Dr. .Takob Benediktsson skýrði blaðamönnum í gær nokkuð frá starfsemi þeirri sem fer fram við orðabók Há- skólans og hvernig því verki miðar. Undanfarin 10 ár hafa þrír menn unnið sleitulaust að orðabókinni en þeir eru auk dr. Jakobs, Jón Aðalsteinn jónsson cand. mag. og Ásgeir P>1. Magnússon cand. mag. Fimmíán ár eru liS'n frá því verkið hófst og. enn er ekki vitað inær því lýkur. en þegar er búið að safna um það bil 720 þúsund seðlum með orðum og orðmynd um. Hver bók orðtekin Orðtekin er hver einstök bók eem úc hefur komif, á íslandi frá því 1540 þogar prentöld hófst í landi og fram að 1870. En eftir jþann tima vex bókaútgáfa svo gífurlega að engin tök eru á því bS orðtaka nema úrval þeirra Ibóka ‘sem komu út eftir þann Éíma. Gerðar hafa verið bráða- birgðaáætlanir um hverjar bækur Bkuli orðteknar og lci’tast við að gefa alhliða mynd af íslenzku cnáli á þessu tímabili. Orðasöfn heima og erlendis Auk bóka hefur mikill fjöldi orðasafna sem líggja í hahdritum é söfnum, verið orðtekinn og læt wr nærri að því sé iokið við þau orðasöfn sem finnast á söfnum á ísiandi. En þar að auk er miki'll fjöldi islenzkra orðasafna á söfn- lum erlendis og bíður þar ærið verkefni. En nú hafa verið tekn- ar ijósmyndir af niörgum þessara orðasafna og verða þær sendar út hingað svo unnt sé að vinna wr efnínu. f-ílutur Grunnavíkur-Jóns Teknar hafa verið fólókópíur af hínu mikla orðásafni Grunna- ví'kur-Jóns en það er 9 fólíóbindi Btór og því efekert smásmíði. Þetta safn verður orðtekið á næstunni og er það ómetanleg heimild um íslenzka tungu á fyrri hluta i8. aldar. Jón gamli' vann að þessu verki meðan ævin entist. Þáttur íslenzkrar alþýðu Þá gat dr. Jafeob um þann ómetanlega skerf sem íslenzkir múgamenn hefðu lagt til orða- bókarinnar. 1 3 vetur hafa starfs- menn orðabókarinnar hai't fasta þætti' í útvarpinu, þar sem leitað hefur verið til fólks á öllu land- inu, það hvatt til samstarfs og aðstoðar. Hefur þannig borizt mikill fjölda bréfa og fengist merkileg vitnesfeja um mörg orð sem hvergi hafa komist á bók og ennfremur upplýsingar um’ út-’ breiðslu orða og orðatillækja sem ekki var unnt að fá annars staðar. — Þá hafa sjálfboðaliðar verið fengnir ti’l að orðtaka ýmsar hæk- ur endurgjaldslaust og þannig •fengist 17—18000 seðlar. Dr. Jakob fevaðst afar þafeklátur þess um mönnum sem ekki bæru þó annað úr býtum en góða sam- vizku. 720 þús. seðlar Eftir 15 ára starf vift orðabók- ina hafa safnast saman urn 720 þúsund seðlar með orðum og orð myndum og eru þar ekki talin nýyrði'. Þar við bætist um 20 þús- und nýyrði sem nýyrðanefnd hef- ur iátið safna saman og búa til og einnig verður bætt í orðabók Iláskólans 40 þús. seðlum sem safnað hefur verið til viðauka við orðabók Sigfúsar Blöndals. Þess ber þó að gæta að í viðauka Blöndalsbókar eru mörg orðin þau sömu og nýyrðanefnd hefur ‘Safnað. Dr. Jakob kvaðst giska á, að orðaforði íslenzkrar tungu væri rúmlega 200 þúsund orð.- — Til samanburðar má geta þess að franska og þýzka hafa hvor um sig 3—400 þús. orð og ’enska 560 þúsund orð. En þessar þrjár tung ur eru blandaðar mjög, einkum enska, en íslenzka er hrein tunga og svo til ómenguð. jr a „Fiskveiðiim (Framhald af 12. síðu>. vitriir bjóðendur. Fréttamaður slcráði hjá sér tvö hæstu tilboðin í hvern bíl, cn þau voru: í Chevr- oiet ’59 tvö tilboð á 250 þúsund kr., i Chevrolet ’57. 172 og 165 þúsund, í Oldsmobile 165 og 137 þús., Mercury 156 og 151 þús., Cadillac 106 og 92, 100 þús. kr. í Chervolet ’54, 80 og 76,300, og í Plymouth 75 og 63,900. Strandaði 10 min. eftir að hann lagði úr höfn Kristján frá Ólafsfirfti strandaði í fyrsta róðri sínum á Lónboga eftir 10 mínútna siglingu frá Stykkishólmi Stykkishólmi, 12. jan. — í gærkveldi milli kl. 10 og 11 ^trandaði vélbáturinn Kristján írá Ólafsfirði, sem er tréskip um 90 lestir að stærð, á svo- iiefndum Lónboga, sem er c.kammt norður af Melrakka- evjum rétt sunnan við syðri útsiglinguna frá Stykkishólmi. Dimm þoka var á eí strandið varð, en annars gott veður. Með aðfallinu losnaði báturinn af skerinu og komst hjálparlaus't 4il Stykkishólms. — All mikill 3eki kom að bátnum, enda er kjöl- iu' hans og stefnt altmikið brotið. Kristján hefur verið leigð'ur írá Óiafsfirði hingað til Stykkis- hólms í vetur og var að fara í sinn fyrsta róður á vertíðinni. — Lagði báturinn úr höfn í Stykkis- toólml kl. rúndega 10 í gærkveldi og haftSi ekki siglt nema í 10—1S mÍÐÚtur ör twmn stratulaOi. K.C. Pinay ræðir við de Gauiie KTB—París, 12. jan Antoine Pinay, fjármálaráðherra, átti í dag alllangar viðræður við de Caulle forseta. Pinay sagði við blaðamenn eft- ir fundinn, ao þeir forsetinn hefðu rætt um þá staðhæíingu frönsku blaðanna, afi harui ætiaði að segja af sér vegna ágrei'nings við Debré forsætisráðherra um efnahagsmál. Pinay sagði, að viðræðurnar hefðu farið fram I hiestu vinsemd og ró, og1 að hann myndi eiga annan fund me tanum á morgun. hrnan veggjau Eftirfarandi hréf hefur verið sent til dómsmálaráðuneytisins: I „Vegna skrifa í Alþýðublaðið 31. j desember, ssða tvö (Hannes á Horninu), Fijálsri þjóð, síða 8, íCellumórali) og Tímanum 10. j janúar undir fvrirsögninni: „Fisk- veiði innan veggja“, er fela í sér ummæli um, að fisksali eða fisk- ( salar dragi sér með falsi og svik-: um stórar fúlgur af almannafé,; hefur stjórn Fisksalafélags Reykja víkur og Hcifnarfjarðar ákvcðið að óska eindregið eftir. að hið j virðulega ráðuneyti láti nú þegar, i cða svo fljóu sem verða má, fram | fara opinbera réttarrannsókn lit af framangremdum blaðaskrifum,' sve að út- bví fáist skorið, hvort þau eru sönn eða fleipur eitt, rit- :tð í þeim tilgangi að sver.ta fisk- sr.iastéttina og gera hana tortryggi lega. Telur stjórn félagsins óbú- attdi fyrir félagsmenn undir að- dróttunum þeim, er þeir hafa rnargir hverjir orðið fyrir eftir að framangreind blaðaskrif hófust. | Hjálagt látum við fylgja ívitnuð hiöð. í von um jákvæða og skjóta afgreiðslu máls þessa. Stjórn Fisksalafélags Revkjavíkur og llafnarfjarðar Nýtt loftfim- leikainnbrot í fyrrinótt var enn brotizt inn í Borgarskálann um sama þak- gluggann og áðttr, ldifið niður bita úr mikilli hæð — og stolið 70 kartonum af sígarettum. Samskonar loftfimleikainnbrot var framið í Borgarskálann fyrir stuttu, en ekki er vitað hvort nýr eða sami loftfimleikamaður var nú að verki. Vörður er á svæðinu kringum skáiann, en hann varð einskis var í hvorugt skiptið. Má geta þess, að svæðið er stórt, vörðurinn aldraður, en felustaðir margir. Hundur myndi sennilega koma að gagni verðinum til hjáipar á svona stað. TækniorS Framhald af 1. síðu. fjölda funda í 3—4 ár með Sigurði' heitnum þar sem hvert einstakt orð var vandlega rætt, vegið og metið. í þessu nýja orða safni eru á ag giska 800 orð. Orða safnið er meg þýðingu á ensku og ennfrem'ur er þar að finna enskt-Menzkt orðasafn. í þeim ! orðasöfnum sem nýyrðanefndi'n hefur áður gefið út eru samtals 19 þúsund nýyrði. En eins og' áður getur eru nýyrð'i í Tækni- . orðasafninu hverfandi íá. Verð j.bókarinnar er 150 lcrónur og ann ast Menningarsjóður afgreiðslu bókari'nnar. Færeyskir sjómenn Framhald af 1. síðu. er þá að því að hafa fengið hing- að Færeyinga, ef semja þarf aft- ur með ærinni fyrirhöfn eflir ör- stuttan tíma Kauptrygging Ekki þóttx- færeys'kum hagur sinn tryggður ennþá, heldur fóru einnig fram á það, að fá 1500 danskra króna kauptryggingu á mánuði. Af þessu öllu sést, að í sjálfu sér stendur slagurinn ekki um hærra kaup, f.vrir utan þessa 1500 króna kauptryggingu. GagnráSstafanir LÍÚ hefur ekki gert margar gagnráðstafanir í þessu efni, enda exki mikið að gera. Þó breytir } að nú til með kaupsendingar til I'æreyja, þannig að Fiskimanna- íélag Færeyja, sem hefur fengið laun félaga sinna til af- greiðslu, fær nú ckkert fé sent, heldur eru peningarnir sendir beint héðan til Færeyjabanka og vitja sjómenn launa sinna þangað. Hver ræður? Svo er að sjá, sem færeyskir sjómenn sjálfir séu ekki svo ýkja hsrðir í þessu máli, heldur hefur Fiskimannafélagið ailt ráð þeirra i hendi sér, og það svo, að þeir s.tja og standa að vild féiagsins'. Enda lítur það óglæsilega út, að Fiskimannafélagið hótar þeim sjó- riönnum sektum og hefndarráð- stöfunum, sem ráða sig á íslenzka logara. Togararnir mannlausir Eins og dæmið stendur nú, virðist það bersýnilegt, að ekki verða íslenzKu togararnir rnann- aðir Færeyingum í vetur, og f purning livort þeir verða nokkuð inannaðir. Reynslan hefur sýnt til f.ills að ísiendingar fullnægja ckkí eftirspurn eftiri togarasjó- mönnum á eigin togara. Uranus Framhald af 1. síðu si.óðir hafa verið beðnar að svip- ast um eftir togaranum. Veðurathugunarskip á vettvang Slysavarnafélagið hefur snúið sér til rússueska sendiráðsins í Reykjavík og beðið það að koma þeim tilmæli.m til rússneskra tog- tra á þessum slóðum að leita eftir Uranusi. Einnig var veðuralhug- unarskip s'ent á vettvang og leitar nú togarans. Nokkrir þýzkir tog- arar munu einnig vera þar ekki langt undan, hins vegar- er fátt um önnur skip. í gær var veður orðið skaplegra þar sem síðast heyrðist til Úranusar, suðaustan átt og 6 vindstig. Viðbúnaður Bandarískur tundurspillir frá strandgæzlunni hefur einnig verið sendur til leitar. Flugvélar eru til taks' á Nýf undna landi og Labrador.Þá verða sendar vélar liéðan frá Reykjavík til leit- ar slrax og fært þykir. Sjór var rr.jög úfinn í gær og dimmt yfir og því talið næsta þýðingarlaust að reyna leit. Togarinn Úranús er einn hefði ekki tafið. Úranus er einn af stærstu togurunum, smíðaður árið 1949 í Aberdeen. 1 þess’ari ferð var áhöfnin tuttugu og sjö menn. Togarinn er eign Júpiters h.i'. hllMU (C.iÍ RB KMviMNS HEKLA auslur um iand í hringferð 19. þ.m. Tekið á móti fiutningi í dag og á morgun til Fáskrúðsfjarðar, Reyðarfjarðar, Eskifjarðar, Norð- fjarðar, Seyðisfjarðar, Þórshafn- ar, Raufarhaínar, Kópaskers og Húsavíkur. Farseðlar seldir á mánudag. Herjólfur fer tii Vestmannaeyja i kvöld, næsta ferð á föstudag. Vörumót- ^taka daglega. I AUGLTSIÐ I TS.iANUM Viðbót við Blöndal Þá iga-t próf. Alexander þess, að áformað væri nýyrðasafn úr verzlunar- og viðskiptamáli, væri þegar búig að orðtaka mestan lvluta safnsins og myndi dr. Hall- dór Halldórsson sjá um útgáfuna. Einnig væri í bígerð viðbót við Blöndalsorðabók og kæmi hún út að tvermur árum liðnum. Þar væri að finna um 30—40 þúsund orð úr r.útíðarmóií, — Bækur merkustu rithöfunda á IdMwdá hefÖH vsríj or*t«k**r í þvi vhynW. Þökkum innilega sýnda samúð og vinsemd vfá andl.it og útför Sveins Jónssonar frá Þykkvabæjarklaustri. Einnig sendum við innilegar þakkir læknum og hjúkrunarliði, sem önnuðust hann. Hildur Jónsdóttir, börn og tengdabörn. Hjartans þakkir fyrir þá miklu samúð og vinsemd, sem okkur hefur verið sýnd við andlát og útför elsku bróður okkar. Unnsteinn Lárusson Systkinin Ásta Lárusdóttir. Utför Kristrúnar' Ketilsdóttur, frá Hausthúsum, sem andaðist 7. þ. m., fer fram frá Fossvogskirkju á morgun, fimmtudaginn 14. janúar kl. 2 e. h. Útvarpað verður frá athöfninni. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hlnnar iátnu, er bent á líknarstofnanir. Jón Þórðarson. Ketill Jónsson. Þóra Árnadóttir. Ingólfur Kristjánsson. Innilegar þakkir færum við öllum, sem sýndu hluttekningu við útför Önnu Jakobinu Sigmundsdóttur, frá Ósi. Sérstakiega þökkum við fjölmörgum vinum hennar í Saurbæ fyrir ræktarsemi vlð hana fyrr og síðar, og nú síðast fyrir hátiðlegar móttölcur með 9&ng og beenamálum, þegar kistan hennar var eftlr ianga leið, borin til hinztu kveðju í kirkjuna að Klrkjuhvoll. Gæfan fylgi ykkur öllum. Börn, tengdabörn og bamabarnabörn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.