Tíminn - 13.01.1960, Blaðsíða 12

Tíminn - 13.01.1960, Blaðsíða 12
Klóruðu í lakkið og buðu 250 þúsund kr. á borðið í gærdag fór fram sala á notuðum emkabílum varnar- liðsmanna á vegum Sölunefnd ar setuliðseigna. Fréttamaður frá blaðinu brá sér á staðinn og fylgdist með. Á boðstól- um voru siö fólksbílar mis- jafnlega vel meðfarnir, og sinn af hvorri árgerð. Eftirtaldir bílar voru til sölu: Cadillac af 1954 árgerð, Plymou'th ’54, Oldsmobile ’56, Mercury ’55 óg Chevrole; ’54, ’57 og ’59. Mik- ill mannfjöldi kom á staðinn og skoðaði bílana, er þeir voru sýndir milli kl. 1 og 3. Smáhópar söfnuðust hér og hvar á planinu og menn ræddu um hve mikið mætti „bjóða í“ eða hvort „drusl- an væri ainars svona mikils virði“. Sumir s'kriðu undir bílana, slógu í aurbrettin, athuguðu hurð- ir og læsingar, klóruðu í lakkið cg höfðu allskyns tilburði í frammi „aðeins til að vita hvern- ig skrjóðurinn væri.“ Mörg tilboð, háar upphæðir i Klukkan fimm sama dag voru tilboðin opnuð í skrifstofu sölu- nefndarinnar. Tilboðin í hvern bíl skiptu tugum. Hæsta boð var 250 þúsund kr. en það lægsta 30 þúsund. Á skrifstofunni voru eaman komnir milli 30 og 40 for- Framhald á 2. síðu. Stjómmála- námskeiö FOF Stjórnmálanámskeið Félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík mun væntanlega hefjast 17 janúar n. k. Leið- beinandi og stjórnandi nám- skeiðsins verður Magnús Gíslason. Væntanlegir þátttakendur eru vinsamlega beðnir að til- kjmna þáttröku sína sem allra fyrst í síma 16066 eða 19613. Benzínjsjófar teknir fastir Tveir rannsóknarlögreglumenn voru á eftiriitsferð í bænum í •fyrrinótt og sáu þá til ferðar þriggja unglinga, sem löbbuðu með brúsa inn Sundlaugaveg. — Lögreglumennirnir fylgdu þeim eftir inn í Efstasund, en þar bætt ust tveir í hópinn. Logreglumenn irnir gáfu sig á tal við piltana og inntu eftir hvað væri í brúsunum og ’kom í Ijós, ag það var s'tolið benzín. Þeir höfðu náð öðrum við bílaverkstæði Sigurðar Svein- björnssonar í Skúlatúni en siöngutekið benzínið á hinn af bifreið sem stóð vig áhaldahús bæjarins. 12 þúsund urðu heimilislausir Sformur og sfsrhrs® um gprvaðla ^esiur Evrópu síSusfu dægrisi NTB—London, 12. jan. Mikil illviðri hafa gengið >fir Vestur-Evrópu síðustu dægrin allt frá Spáni norður til Kirjálabotna. í Grikklandi hefur rignt mikið og lengi og þar brast stíflugarður í dag. Talið er að um 12 þúsundir manna hafi misst heimili sín. 60 kaupför lágu í dag í land- vari við' austurströnd Svíþjóðar en á Eystrasalti hefur geisað mik iil stormur og stórhríð. Yfir 100 fKkiiskip leituðu vars í Rönne á Borgundarhólmi og hafa aldrei fyrr verið jafnmörg skip saman- komin í þeirri höfn. Á Spáni eru vegir víða illfær- i'r vegna snjóa og sex manns urðu úti í bæ einum þar í gær. Há'l'ka hefur verig mikil á göt- um ýmissa borga í Vestur-Evrópu. í Berlín hefur orðið 141 bifreiða- árekstur síðustu dægur og fjöldi' manns slasast við byltu. '2 þúsund heimilislaus í norðaustur Grikklandi hefur verið stanzlaust úrfeili síðustu dægur og í dag brast stíflugarður undan vatnsþunga og flóðig hefur valdið gífurlegúm skemmdum í mörgum sveitaþorpum, svo að talið er að 12 þúsund manns hafi' misst heimiii sín. Hjálparsveitir hafa verið sendar á vet’tvang og Solon Ghikhe, atvinnumálaráð- herra Grikk’lands er kominn á vettvang til að stjórna björgunar starfinu. eýeazisla NTB—Vestur-Berlín, 12. jan. Bæjarráð og löggjafarsam- kunda 1 Vestur-Berlín hafa bannað þjóðlega stúdenta- sambandið og þjóðlega æsku- týðssambandið. Hið fyrra var stofnað í Heidel- bcrg 1959 og hið síðara í Vestur- Berlín í sumar. Bæði tvö voru stofnuð fyrir forgöngu háttsettra manna í Ríkisflokknum. Telja á- byrgir aðilar. að nazistar ráði lög- um og lofum í þessum félagssam- tökum og æsi félagsmenn til gyð- ingahaturs. Leikfélagiö frum- sýnir gamanleik „Gestur til miídegisveríai“ frumsýnt á fimmtudagskvöldið Annað kvöld frumsýnir Leikfélag Reykjavíkur gaman leikinn „Gestur til miðdegis- verðar“ (The man who came io dinner) eftir Bandaríkja- mennina George Kafmann og Moss Hart. Leikstjóri er Gísli Halldórsson, leiktjöld málaði Magnús Pálsson. Leikarar eru 33 að tölu, en það er allt starfslið félagsins ásamt tveim ur frá Hafnarfirði. Leikritið var þýtt og lei'kið af „menntskælingum“ á Akureyri fyrir ’tveim árum. Leikfélagið fer eftir þeirri þýðingu, liema hvað leikstjórinn, Gísli Halldórsson, hefur gert á því breytilnigar. — Gamanleikurinn er í þrem þátt- um og gerist í smábæ í Banda- ríkjunum fyrir síðustu heims- styrjöld. Einnig má geta þess að kvikmyndin var sýnd í Tjarnar- bíó fyrir nokkrum árum. 252 viðfangsefni, 63 leikár Þetta er 252 viðfangsefni Leik- félags Reykjavikur á 63 -starfs- á.rum. Næista leikrit sem sýint verður í Iðnó er „Beðið eftir Godot“ ef’tir Samúel Beckett í þýðingu Indriða G. Þorsteinsson- ar. Með aðalhlutverk í því leik- riti' fara þeir .Brynjólfur Jóhann esson og ÁrnL Tryggvason. 33 leikarar í leikritinu „Gestur til miðdegis verðar“ koma fram eins og fyrr getur 33 leikara. En með aðal- hlutverk fara Brynjólfur Jóhann esson, Siigríð'ur Hagalín, Helga Bachmann, Helga Valtýrsdóttir, Guðmundur Pálsson, Árni Tryggva son, Eiríkur Jóhannsson og Sig- urður Kristinsson (tveir síðastn. eoju úr Hafnarfirði). Soukarno þrengir aS stjórnmála- flokkunum NTB—Jakarta, 12. jan. — Soukarno, forseti, tók 1 dag upp strangt. eftirlit með öll- um stjórnmálaflolckum í Indó nesíu og heimilaði sér vald til ?ð leysa þá upp, ef honum sýndist það nauðsynlegt. Hann tilkynnti um leið stofnuu nýrra stjóremálasamtaka, sem kallast „Þjóðfylkingin" og verður forsetinn sjálfur leiðtogi samtak anna. Einnig verður komið á fót nýrri löggjafarsamkomu — þjóð- þlnginu — og verður forsetinn ábyrgur gagnvart því. Fulltrúar þjóðþingsins verða kjörnir innan hinna einstöku ríkja í sambands- ríkjinu. Núverandi fulltrúar á þingi Indónesíu eru útnefndir af for- seta landsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.