Tíminn - 13.01.1960, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.01.1960, Blaðsíða 9
TÍMINN, miðvikadaginn 13. janúar 1969. 8 grannar og kannaðist Rósa- munda við suma þeirra. Eins og nærri má geta, var fólkið steinhissa á komu Sir Ralphs þangað með dóttur sína, því að Gregson hafði nú átt heima þarna í allt að því ár, en þrátt fyrir það haföi' Sir Raiph aldrei virt hann eða fólk hans viðlits. Vissu þau Gregson feðgin ekki hvað valdið gæti' svona breytingu allt í einu, enda fór svo að lokum, að ástæðuna fyrir því bar aldrei á góma. — Við vorum að ræða um einkar skemmtilegt umtals- efni, sagði herra Gregson, þegar búið var að færa nýju gestunum te. — Við vorum aö telja upp ýmsa markverða staði hér í nágrenninu, t.d. kirkjuna herragarðinn og ýmsar fornmenjar, sem gizk- að er á að séu frá dögum Dana. Við vomm líka að rifja upp fyrir okkur hina nýrri sögu, þessa héraðs og þykist ég vita, að þér munið geta bætt þar mörgu við, sem við vitum engin deili' á, sem ókunnugir erum. — Já, sagði Sir Ralph góð- látiega, því að Greymere- sagan var honum sérlega vel kunn. — Þetta er fornfrægt hérað og ef til vill er yður ekki kunnugt um, að höll þessi' var í eigu Dungalanna. Þeir voru ákafir Púrítanar og styrktu auðvitað Cromwell i borgarastyrjöldinni. — En hversu vék því við, að höllin gekk úr eigu þeirra? — Nú, það er svo að sjá sem þeir hafi orðið hart úti þegax Karl 2. settist að ríkj- um, og gekk höllin þá úr greip um þeirra. Leituðu þeir þá athvarfs á herragarðinum, því að þeir áttu hann líka, og hafa þeir hafst hér við síðan, þó að þeir sættu þungum bú- sifjum af hendi konungs- sinna, en Dungal sá, sem barð ist með Cromwell, var veginn við Marston Moor. Gestunum þótti þetta afar íróðlegt. — En Dungalarnir hafast nú ekki' lengur við hér í Grey mere, eða hvað? spuröi ein- hver nýkominn. — Herragarð urinn gamli sýnist vera í ó- rækt og niðurníðzlu. — Þar hefur enginn búið í rúm fjögur ár, svaraði' Greg son, því að hann sá, að Sir Ralph kærði sig ekki um að svara þessari spurningu, — en ég hef heyrt að brátt hafi orðið um Dungal þann, sem seinast var þar. Hann fannst örendur, er hann hafði fengiö bréf frá syni sínum, að menn hugðu, eða að minnsta kosti var það fram burður ráðskonunnar fyrir rannsóknarréttinum, én ekki. hefur neihum tekist að kom- ast á snoöi'r um það, hvort bréfið hafi riðið honum að fuilu, eða að það var aðeins tilviljun ein, að dauðann bar þá ð. — Já, ég man nú eftir þessu, sagði einn gestanna. — Fór sonur hans ekki til útlanda til þess að halda áfram námi sínu? — Eg veit það ekki með vissu, svaraði herra Gregson, — en máske þér getið frætt okkur um það, Sir Ralph! Hann vék sér að föður Rósa- mundu, er hafði verið eftir- takanlega þegjandalegur með an á þessum umræðum stóð. — Jú, Marteinn Dungal fór til Ítalíu til þess að gerast list málari, sagði hann hæglát- lega, — en ég vildi' helzt sem minnst á það minnasí, ef ykk ur er sama. Dungal eldri var aldavinur minn, og mér er ennþá óljúft að minnast hins sorglega og sviplega fráfalls hans. — Eg bið mikillega afsök- unnar, sagði herra Gregson. — Eg vissi ekki að þið liöfðuð svo náin kynni hvor af öðrum og hefði þá auðvi'tað ekki far- ið að ympra á dauða hans. Það varð nú fremur óvið- feldin þögn um stund, en þvi næst tók Sir Ralph til orða og mælti góðlátlega: — Það er eksert að afsaka, herra Gregson, heldur verð ég miklu fremur að biðja af- sökunar á því að viðræðurnar urðu svona endasleppar. Rósamunda leit undrandi á föður sinn. Hvað kom til að hann var orðinn svona mjúk lyndur allt í emu? Hann hafði ávalt haft óbeit á Gregson likum, og nú var hann að reyna að koma sér þarna í mjúkinn! Henni líkaði nú samt mjög vel að þetta skipaðist þannig þvi að Tom Gregson hafði gert henni mikinn greiða dag inn áður, og hefði henni því þótt afar leitt, ef faðir henn ar hefði gert alvöru úr hótun sinni' um að þvertaka fyrir alla viðkynningu framvegis. — Ekki vænti ég að yður langaði til að svipast svolítið um í höLlinni? spurði Tom Rósamundu. — Við höfum Látið gera við sum herbergin í austur-endanum og yður þætti' ef til vill gaman að sjá þau. Rósamunda leit til föður síns til þess að biðja hann leyfis, en hann var svo niður sokkinn í samtai við herra Gregson, að hann tók ekki efti'r henni. — Eg er hrædd um að faðir minn vilji fara að komast heim brá'ðum, sagði hún. — En við erum enga stund að þessu, sagði Tom. Hún brosti og sagði': — Jæja við skulum þá fara snöggvast. Þau gengu nú um höllina og þótti Rósamundu mikið- til koma, því að hún hafði ekki áður séð hana nema rétt tii- sýndar. — Úr þessum glugga sá Jam es nokkur Dungal til konungs manna og fékk forðað sér út um bakdyr undan þeim, sagði Tom og þóttist af fróðleik sínum, en hún tók þá að spyrja hánn í þauia um sögu hallarinnar, svo að honum varð ioksins svarafátt og vék samtaiinu að öðru. Sjávarútveg- urinn 1959 'Framhald af 8. síðu). efni í langa grein að rita um slofnun og starfsemi sjóðsins, en það verður að bíða seinni tíma. En minna má á, að á s. 1. ári lán- aði Fiskveiðasjóður um 45 millj. króna til skipakaupa og fasteigna- lána til útvegsins, en á árimi 1958 30 miilj. kr. Samanlögð útlán Fisk veiðasjóðs námu i nóvemberlok s. 1. kr. 213 millj. kr. Þar af er lánað tii skipa kr. 176 miOlj. — Skuldir Fiskveiðasjóðs í nóvem- berlok námu í erlendu fé 43.3 miHj. kr- (að meðtöldu 55% álagi) en 15.7 milij. í innlendu fé, eða samtals 59 millj. kr. Aðalt-ekjur Fiskveiðasjóðs eru af útfluttum sjávarafurðum, en nokkurt fé hefur h-ann fengið af tekjuafgangi riki-ssjóðs s. I. ára. 6000 sjóine’m þarf á skipaflota Islendinga Um 6000 sjómenn starfa nú á 7—800 skipum og draga afla í þj-óðarbúið. Verstöðvar munu vera — Hér er svo mýmargt enn, sem þér hafi'ð ekki séð, sagði hann og fylgdi henni aftur til gestanna. — Þér ættuð ein hvern tíma að vera hér heil- an dag — þá gætum við systkinin sýnt yður ýmislegt fróðlegt og skemmti'legt. — Já, gerið það, sagði Mar- ía Gregson, sem hafði heyrt til bróður síns. — Mér væri það sönn ánægja. — Mig langar líka til að kynnast ýður betur, svaraði Rósamunda brosandi, — og það er svo dæmalaust gaman að skoða hölliha. — Hvenær ætlið þér að koma? spurði María. — Mætti ég koma á morg- un? — Með sérlegri ánægju, svaraði María. — Við von- umst þá eftir yður kl. ellefu. —Það er ljómandi, svaraði Rósamunda því að hún hlakk aði mjög til að fá að skoða höllina hátt og lágt. —Jæja, hvernig leizt þér nú á aldinsafa-milljónerann? spurði hún föður sinn á heim leiði'nni. — Mjög vel — sérlega vel, svaraði hann hiklaust. — Það var sannarlega betra en ég bjóst vi'ð. — Og sagðirðu honum að -f,cT ■ kk1 ’v’fa nein af- skiíti af honum eða hans rc" -vrði hún gilettnis- lega. — Nei, mér var það nú varia hægt, göða mín, svar- aði faðir hennar dræmt. — En þú sagðist ætla að segja honum það, sagði Rósa munda, os: hafði gaman af snúningi föður síns, — og þú fórst beinlínis i þeim tilgangi. — Eg fór til að þakka herra Gregson fyrir að koma þér heim. sagði. faðir hennar og tók að ökyrrast. Háiin sá vel að úóttir hans ætlaði að láta hánn vorkennast, vegna þess, hve niðrandi orðum hann hafði íarið úm Gregson fólk- ið. .... j»panö yöur hiaup a mliii inaxgra veralana! óÖkuyOL á öuun HÍWH! - AustuxsúræÆá iun 60 i -landinu og skiptast þan.n- ig við lauslega athugun: Vesturland 18 Norðurland 16 Austurland 12 Suðuriand 14 880 erlendir sjómenn voru á íslenzkum skipum s. I. ár, þegar iþeir voru flsstir. Um 17 millj. ísl. kr. voru yfir- færðar í erlendan gjaldeyri þeirra vegna. i Heildart'ekjur þeirra voru þó nokkuð meiri, þar sem þeir greiddu opinber gjöld hér samkv. tsérstökum samningi, og að sjálf-' sögðu eyddu þeir einhverju af tekjum sínum hér. Eins og þegar er vitað var árið 1959 mikið aflaár og að mörgu leyti fengsælt ár, en sorgarspor þurftu þó marigir að stíga engu að síður á s. 1. ári. Ægir krafðist fórna og heimtaði sín gjöld. Þjóð- in varð -að sjá á bak á s. I. ári ísl. sjómönnuim í djúp hafsins. Á ég hér við er togarinn Júlí frá Hafn tarfirði og vitaskipið Hermóður, Heykjavík, fórust í ársbyrjun 1959 og ms. Svanur frá Hofsós fórst 8. nóv. s- 1. Aðstandendum allra þeirra, e.r fóruist á skipum þessu-m og aðstandendum annarra- þeirra sjómanna, er drukknuðu við skyldustörf á hafinu, vottar öll þjóðin sína dýpstu samúð. samþykkti Alþingi ályktun í i máli og er hún svohljóðandi: „AlþLngi ályktar að mótmæfe harðlega brotum þeim á íslenzkrii fiskveiðilöggjöf, sem brezk stjóro arvöld hafa efnt til með stöðuguia ofbeldisaðgerðum þrezkra herskip® innan íslenzkrar fiskveiðiland- helgi, nú nýlega 'hvað eftir annaf jafnvel innan fjögurra mílna Ian4 heiginnar írá 1952. Þar sem þ\í- líkar aðgerðir 'eru augljóslega æbl- aðar til að tonýja íslendinga tl undanhalds 'lýsir Alþingi yfir, að það telur ísland eiga ótvíræðaa rétt til 12 mílna fiskveiðilandhelgj, að afla beri viðurkenningar -á rétti þess til landgrunnsins alís svo sem stefnt var að með lögutt- um um vísinda'lega verndun fiski- miða landgrunnsins frá 1948, o§ að ekki toomi til máia minmi fisk- v'eiðilandhelgi en 12 mílur frá grunnlínum umhverfis landið“. NiíurlagsorcS Landhelgin Enn er landhelgismálið dagsins hrennandi mál. — Á s. 1. ári voru brezkir togarar teknir í landihelgi og ríkisstjórn íslands lét birta ■greinargerð um ofbeldisaðgerðir Breta á íslandsmiðum. í maí s. 1. I þessu yfirliti um sjávarútveg- inn 1959 hef ég — vegna þrengsla í blaðinu — ekki séð mér fært að rita um ýmis mál, sem varða sjávarútveginin á síðasta ári, svo sem síldar'leit og fkkiteit, síid- vciðitilraunir. öryggi á sjó,markaðs möguleika og markaðsleitir, skreiðarframleiðslu, útflutnings- sjóð, lýsis- og mjölframleiðslu, sunnan og vestan lands bátaútgerð norðan, austan og vestan landa í okt.—des. og innlendar skipa- smíðar, hafnargerðir og Síldar- verksm. ríkisins 30 ára. Síðar gefst ef til vill tækifæri til að rita um þessi mál í „Sjávar- síðu“ Tímans. — 9. janúar 196ð. Jón Kjartansso-a Ábyrgðalíftrygging er nauðsynleg hverjum manni sem stendur í fram- kvæmdum, t. d. mönnum í búðar- eða húsakaupum eru slíkar tryggingar mjög hentugar. Iðgjöld eru frekar lág og tryggmgartímabil stutt, VÁTRYGGINGARSKRIFSTOFA i SIGFÚSAR SIGHVATSSONAR H/F >:>:>:>:>:>;>:>:>:>:>:>:>:>:>:»:>:>:»»:»»»»»->->->-»->-»->»»-»t V erkamannaf élagið DÁGSBRÚN Tillogur uppstillingarnefndar og trúnaðarráðs um stjórn og aðra trúnaðarmenn félagsins fyrir árið 1960 liggja frammi í skrifstofu félagsins frá og með 14 þ. m. Öðrum tillögum ber að skila í skrifstofu Dags- brúnar fyrir kl. 6 e. h. föstudaginn 15. þ. m., þar sem stjórnarkjör á að fara fram 23. og 24. þ. m. Athygli skal vakin á, að atkvæðisrétt og kjör- gengi hafa aðeins aðalfélagar, sem eru skuldlausir fvrir árið 1959. Þeir, sem enn skulda, eru hvattir til að greiða gjöld sín strax í skrifstofu félagsins. Kjörstjórn Dagsbrúnar. Ö 'M >- >' >1 >- >' >- >- >- >' >1 >- >' >- >- >' >' >' >- >1 >' »J Nauðungaruppboð sem auglýst var í 92., 93 og 94. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1959 Vá húseigninni nv. 87 A, (neðri hæð- inni), við Suðurlandsbraut, hér í bænum, þingl. eign Steinólfs Jóhannessonar, fer fram eftir kröfu Landsbanka íslands á eigninni sjálfri mánudaginnt 18. janúar 1960, kl. 3Ú2 síðdegis. Borgarfógetinn í Reykjavík,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.