Tíminn - 13.01.1960, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.01.1960, Blaðsíða 6
1» T í MI N N, miðvikudaginn 13. janúar 190 Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Ritstjóri og ábm.: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu Símar: 18 300, 18 301, 18 302,18 303,18305 og 18 306 (skrifst., ritstjórnin og blaðamenn). Auglýsingasími 19 523. - Afgreiðslan 12 323 Prentsm. Edda hf. Sími eftir kl. 18: 13 948 Er almenn kjaraskerðing nanðsynleg? AF HALFU stjórnar- flokkanna er nú boðað kapp samlega, að óhjákvæmilegt sé að gera í náinni framtíð ráðstafanir, er hafi 5—6% kjaraskerðingu í för með sér. Þetta var alveg sérstaklega boðað í nýársræðu forsætis ráðherrans. Af hálfu stjórnarflokk- anna hafa þó ekki verið lögð fram nein skýr rök fyrir þessu, heldur aðeins full- yrðingar. Sagt er t.d., að þjóðin hafi lifað um efni fram á undanförnum árum, en þaö þó ekki' rökstutt með öðru en því, að lán hafa ver- ið tekin til nauðsynlegra framkv. Hingað til hefur það ekki verið kallað að lifa um efni fram, þótt menn réðust í arðbærar fram- kvæmdir og stofnuðu ti'l nokkurra skulda á meðan. Þá hefur verið sagt, að fyrir siáanlegur sé á þessu ári 250—300 millj. kr. hálli á ríkissjóði og útflutnings- sjóði að óbreyttri tekjuöfl- tm. Engir úfreikningar hafa þó veriö birtir um þetta, heldur fuilyrðingar einar látnar nægja. ÞEGAR menn rifja það upp, sem stjórnarfiokkamir sogðu fyrir kosningamar í haust, lætur þessi kjara- skerðingaráróður þeirra vissulega» nokkuð einkenni- iega í eyrum. Þá fuilyrtu rrargir forustumenn þei'rra, að þáv. rikisstjórn væri bú- in að stöðva verðbólguna og ^nginn halli myndi' verða á útflutningssjóði og rikis- sjóði á árinu 1959. Þjóðin ætti því framundan greiða göngu tii bættra lífskjara. Nú er hins vegar haldið fram því gagnstæða. Nú er talað um fyrirsjáanlegan stórhalia á ríkissióði og út- flutningssjóði, óðaverðbölgu o.s.frv. Nú er myndin máluð álíka dökk og hún var björt fyrir kosningarnar. ÞAÐ sanna í þessu er það, að stjórnarflokkarnir ýkja nú álíka mikið um efna hagsmálin og þeir gerðu fyr ir kosningarnar, þótt með öðrum hætti' sé. Þá reyndu þeir að blekkja kjósendur til fylgis við sig með hinum fögru lýsingum. Nú reyna þeir að hræða almenning til fylgis við samdráttar- og kreppustefnuna með því að mála efnahagsástandið sem allra dekkstum litum. Stjórnarflokkarnir sögðu það rangt í haust, að allt hefði verið í lagi' með rekstur ríkissjóðs og útfiutnings- sjóðs á árinu 1959. Þá var stuðst við mikinn tekjuaf- gang frá vinstri' stjórninni og óeðlilega mi'kinn útflutn ing hátollavara. Hvorugu er til að di-eifa nú. Hins vegar er fyrirsjáanlega mi'kil fram leiðsluaukning vegna verka vinstri stjórnarinnar. Þess vegna á að vera hægt að ná jafnvægi á árinu 1960, án þess að gera nokkrar sér- stakar ráðstafanir til al- mennrar kjaraskerðingar. Fyrir liggja lika útreikn ingar frá sumum þeirra hagfræðinga, sem stjórnin styðst helzt við nú, er gefa það ótvírœtt til kynna, að ekki œtti að vera þ'úrf neinnar almennrar kjara- skerðingar nú. Ef viðkom- andi hagfrœðingar telja sig hafa komist að ein- hverri annarri niðurstöðu nú, stangast þœr við fyrri niðurstöður þeirra. ÞAÐ HEFUR því síður en svo enn komið nokkuð fram, er sannar réttmæti almennr ar kjaraskerðingar. Hins- vegar er rétt, að nauðsynlegt er að gera ýmsar ráðstafan- ir til að koma efnahagsmál unura á öruggari grundvöll. Þær ráðstaf-anir eiga að bein ast að því, ef rétt er á haldið, að stöðva verðbólguna án aimennrar kjaraskerðingar og samdráttar á eðlilegum framkvæmdum. NeySarkalI frá Nyasalandi Eins og blöðin hafa nýlega skýrt frá, hafa forystumenn þjóðernishreyfingarinnar í Nyasalandi snúið sér til ísl. alþingismanna og óskað lið sinni þeirra um að mannrétt indanefnd Evrópu fjalli um hrot þau, sem Breíar hafa gert sig seka um gegn þjóð- frelsismönnum í Nyasalandi. Bæði Bretland og ísland eru aðilar að Mannréttinda samni'ngi Evrópu. Samkv. 63. grein þess samnings lætur Bretland hann ná til ný- lendna sinna, en gagnstætt íslandi og flestum öðrum aðildarrikjum neitar það að viðurkenna persónu’eg mál skot einstaklinga til mann- réttindanefndar Evrópu. Eini möguleikinn til þess að koma máli Nyasalands- manna fyrir mannréttinda- nefndina er því fólgin í því, að eitthvert rikið, sem er aðili að samningnum, taki það að sér að skjóta því til hennar. Um það segir svo í 24. grein samningsins: „Sérhver samningsaðili má skjóta til Mannréttinda- nefndarinnar fyrir milli- göngu framkvæmdastjóra Evrópuráðsins sérhverri af- sökun um brot annars samn ingsaðila á ákvæðum þessa samnings.“ Málsbeiðni Nyasalands- manna er vissulega þannig vaxin, að íslendingar geta ekki látið henni ósvarað. — Alþingi og ríkisstjórn ber að taka til athugunar, hvort ís land getur hér orðið undir- okaðri smáþjóð að liði. t / > 't '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ l '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '( '/ '/ '/ '/ mENT YFIRLIT- Aðstaða Nassers styrkist Vegna óháðrar afstöðu fær hann nú a<$stoð bæíi atJ austan og vestan SIÐASTLIÐINN laugaröag hófst vinnan við hina miklú Aswanstiflu í Egyptalandi, en hún verður fullgerð mesta mannvirki veraldar sinnar teg- undar. Vinna hófst með hátíð- legri viðhöfn og gerði Nasser sjálfur fyrsta verkið, sem var að þrýsta á hnapp, er sprengdi -mikið graníthjarg í loft upp. Það er von E-gypta, að As- wknstíflan eigi með tíð og tíma ríkan þátt í að gerbreyta lífs- kjörum þjóðarinnar. Ætlunin er að gera hana í þremur á- föngum, og verði fyrsta áfang- anum lokið innan fjögurra ára. Sá áfangi á að auka ræktanlegt land í Egyptalandi um 30%. Fullgerður mun stíflugarður- inn verða 3500 m. langur, 111 -m. hár og svo breiðu-r, að ætl- unin er að leggja eftir honum 32 m. breiðan veg. Ifann mun mynda stærsta vatn, se-m enn hefur verið gert af manna -hönd um, cg verða 70 þús. manns að flytja búferlum af þeim sökum. Þá fa-ra ýmsar þekktar konunga grafir og aðrar fornfrægar byggingar undir vatnið, og vinnur Menni-ngarstofnun S. Þ. nú að því að bjarga því, sem bjargað verður af þeim. í sambandi við stífluna verð- ur byggt eitt mesta orkuver í heimi. ÞAÐ eru Rússar, sem hafa -sarnið um að sjá um fyrsta áfanga Aswanstíflunnar og lána þeí-r m. a. 400 rnillj. rúblna til ver-ksins. Upphaflega höfðu Ba-ndaríkjamenn og Bretar veitt Nasser fyrirheit um að- stoð, en Dulles tók það loforð skyndilega til baka, er Nasser viðurkenndi Pekingstjórnina, og fylgdu Bretar því fordæmi. Þetta leiddi til þess, að Nasser þjóðnýtti Súezskurðinn, en í kjölfar þess fylgdi hin mis- heppnaða innrás Breta og Frakka í Egyptalandi 1956. Illa horfði þá um þær fyrirætlani-r Nassers, að hann gæti komið Aswanstíflunni fram, en Rúss- ar komu honum þá til hjálpar og buðu honum bæði aðstoð og lánsfé. Síðan hafa rússneskir verkfræðin-gar unnið að tækni- 'legum undirbúningi siflun-n- ar, og hafa að verulegu leyti breytt þeim áætlunum, er vestrænir verkfræðingar höfðu áður gert. Gert er því Krossinn sýnir hvar Aswan- stiflan er i Níl. ráð fyrir að verkið verði mun ódýrara en upphafle-ga hafði verið áætlað. FYRST eftir Súezdeiluna, virtist sú tilhneigin-g allsterk hjá vesturveldunum, að telja Nasser alveg genginn á hönd kommúnistum. Eftir því, sem frá leið, skýrðis-t það þó betur, að Nasser fyfgdi -sjálfstæðri, hlutlausri stefnu í alþjóða-mál- u-m, sem er fólgin í því, að gera Araba óháð-a austri og vestri. Bersýnilega hefur þetta valdið Rússum verulegum von- brigðum, en þeir þó verið svo hyggni-r að láta ekki neitt á neinu bera, heldur -haldið á- fram að vinna -að undirbúningi As'Wanstíflunnar. Vesturveldin, einkum Bandaríkin og Vestur- Þýzkaland, hafa hins vegar leit að eftir að n-á samvinnu við Egypta að nýju, og hafa ými-s vestræn fy-rirtæki, einkum vestur-þýzk, boðið aðstoð sína og lánsútvegun við anna-n- á- fanga Aswanstíflunnar. Nasser hefur þó enn ekki tekið nein- um tilboðum varðandi það , verk. Hins vegar fékik Nasser nú um áramótin stórt lán hj á Al- þjóðabankanrum til að endur- bæta Súezskurðinn. Eins og er, virðist honum nú bjóðast að- stoð og fé bæði frá vesturveld- unum og Rússum. VITANLEGA er það mikill sigur fyrír Nasser, að hafa þánnig áunnið sér það með hihni sjálfstæðu, óháðu -afstöðu sinni, að bæði austurblökkin og vesturblökkin reyna nú að vingast við hann og bjóða hon,- um að-stoð og lán til efnahag-s- legrar uppbyggingar. Þótt Nasser hafi sýnt ko-m-múni-stum eiribeitta andstöðu í seinni tíð’, hefur Rúsaum -þótt -hyggilegt að -snúast ekki gegn honum fyr- ir það, enda munu þeir telja sig ge-ta sýnt með því í verkí, að iþeir veiti öðruni þjóðum efna-hagslega aðstoð', án þess að: krefjast pólitkks fylgi-s af þeim. Ek-ki er ósennilegt, að þetta geti reynzt Rússusn hag- stæt-t í áróðrinum í Asíu og Afríku. V-esturveldin vilja nú orðið sýna á sarna hátt, að þau véiti aðstoð ríkjum, þó.tt þau fylgi óháðri stefnu og séu ekki í blökk með vesturveldunum. Þá munu og forráðamenn þeirra -hallast að þeirri s-koðuu, að þrátt fyrir allt sé Naaser nú helzta vörnin -gegn kommún- isma-num í Austurlöndum nær. Þótt Nasser hafi hér náð mikilvægum áfan-ga m-eð stefnu sinni, hefur hann þó enn við mikla örðugl<eika að etja. Fá- tækt er mikil í Eg5T>taIandi og því 'getur fljótt breytzt þar veður í 1-ofti, ef Nasser t-ekst ekki að bæta lifskjörin. Enn -hefur 'honuim ekki :miðað*veru- lega að því marki. Aswanstífl- an gefur hins vegar m:kd fyrir- -heit. Það er því nærri lagi, sem Nassar . •sagöi, er vinnan vjð .hana hófs,t:. Nú fyr ;t þr. byl.ting okkar að byrja- Þ.Þ. f ) > '/ '/ > '/ '/ > > > '/ '/ > '/ '/ > '/ '/ ’/ '/ j '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ > '/ / / > '/ '/ '/ > > '/ '/ > '/ '/ '/ '/ '/ > '/ > '/ '/ '/ '/ > '/ > Gísli Sigurbjörnsson, forstjóri: „Okkur vantar tilfinnaniega menn, sem hugsa fyrir þjóðina í heild” Landið er stórt — en þjóðin fá- menn. — Verkefnin mörg og alls staðar er kallað á fjármagn til íramkvæmdanna. — Þannig er það nú og hefur verið um langan tíma. -- Miklar frumkvæmdir standa yf- ir — sérstaklega húsbyggingar. Erlend lán hafa verið tekin til jnargra nytsrmlegra framkvæmda, en samt sem áður er nú börfin og ásóknin á mtira lánsfé meiri en nokkru sinni fyrr. — Óvissan um íramtíðarhoiíur í efnahagsmálum þjóðarinnar hefur. orð.ð til þess, að margir vilja leggja fé sitt í byggingar í þeirri von, að verð- mæti þeirra haldist, enda þótt krónan verði verðminni. — Fjármagmð hefur le.tað í bygg- ingar fyrst 03 fremst, þar hefur og hngnaðarvonin verið einna mest, enda hafa margir reynt að kaupa sér íbúðir, það hefur verið talið cinna öruggast á þessum viðsjár- verðu íímum. . Fjármagn er því lítið til annarra nauðsynlegra hluta. — Erlend lán eru tekin til skipakaupa, orkuvera og hvers konar stærri fram- . kvæmda, en þrátt fyrir allar lán- tökur, þá skortir mikið á, að nægi- legt fjármagn sé til margra nauð- synlegra hluta. — Talað er um, að fá erlent fjár- magn tll landsins. Fyrst og fremst er reynt að fá lán til lengri tíma — en ekki er víst hversu lengi er cnn hægt að ganga á þeirri braut — öilu eru takmörk sett. — Þá er talað um að i'á erlent fjármagn til ]>ess að koma á stofn nýjum fyrir- ■tækjum með beinni aðild erlendra manna í stjórn og rekstri þeirra. Um þetta er nú rætt og ritað en r.'jög margir íslend'ngar eru ] þeirrar skoðunar, að ef við getum ckki siálfir — með eða án erlends' lánsfjár — séð um framkvæmdir, þá sé bezt að láta hlutina ógerða. Þess vegna er líka ekki ráðizt í margar^nytsamlegar framkvæmdir. Okkur þvkir svo gaman að tala um landið okkar — auðlegð þess og mögule;ka — en ef einhver ætlar með aðstoð erlendra manna og fjármagns — að notfæra þessa auð- legð og möguleika, þá cru allar bjargir bannaðar, einfaldlega :neð iagasetningum, sem segir að 51% af hlutafé skuli vera innlent og ailir í stjórn fyrirtækisins skuli vera heimilisfastir á íslandi. — Á þessu þarf að yerða breyting, og ég held aö hún sé að gerast. — I'leiri og fleiri sjá að við getum eaki févana notað möguleikana, okkur skortir ekki aðeins fjár- rnagn, heldvi' og oft þekkinguna líka. — En enda þótt íslendingar fari að hugsa Iíkt og aðrar þjóðir — og óski eftir erlendu fjármagni til nýrra framkvæmda í landinu, þá tr það ekki eins auðhlaupið og sumir telja. — Fyrst og fremst þarf að koma íjármálum og viðskiptamálum þjóðarinnar 1 það horf, að íslenzka krónan verð; skráð aftur erlendis, — en um nokkurt skeið hefur ekk- ert skráð ger-gi verið þar á henni, pg hún óseljanleg með öllu. — Vonir standa til að þetta takist, enda ástæðulaust að tala meira um öi! þe^si mál, ef svo verður ekki. Traust á ís'.enzkum gjaldmiðli er frumskilyrði þess, að hægt verði að fá hingað erlent fjármagn í stórum stíl. — Þá kemur næst, að kynna erlendum aðilum þá mögu- leika, sem fyrir hendi eru — enda verði löggiöfinni breytt þannig, að þeir fái athafnafrelsi í nánu sam- (Framhald á 11. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.