Tíminn - 14.01.1960, Blaðsíða 9

Tíminn - 14.01.1960, Blaðsíða 9
9 ?ÍNt«f N, fúmntudaginn 14. jaoúar 196*- OLL EL BIRTIR UPP UM SÍÐIR I — Og þakkaðtrðu honum ]þá fyrir þetta? spurði' hún. — Nei, sem ég er liiandi maður! Eg steingleymdi því! Bagði faðir hennar. — Sann- last að segja var ég með allan liugann við kornskurðarvél- ina, sem Gregson eldri sagð ist vera nýbúihn að fá frá Ameríku, og gleymdi svo al- veg að þakka syni hans. Skelf ing var það kiaufalegt af mér að muna þetta ekki! —Jæja, faðir minn góður, jsagði Rósamunda og klappaði Ihonum á bakið. — Þú verður |þá að fara aftur — það er lóumflýjanlegt. Og henni til mikillar undr lunar hafði faðir hennar ekk ert við það að athuga. IV. — Eg ætla nú bara að biðja ykkur að segja ekki að ég komi of seint núna, sagði Rósamunda þegar hún kom ofan til morgunverðar daginn eftir. — Vftanlega kemurðu of eeint, sagði bróðir hennar ertnislega, — og það veiztu jnannsefninu leiðist svo að þíða eftfr þér, þegar þar að Itemur, að hann tekur sér bara éinhverja aðra stúlku í Skirkjunni til þess að fara ekki fýluferð. Systir hans anzaði þessu engu, en kyssti föður sinn og settist við borðið. — Hvað er þetta — þarna er þá bréf til mín! sagði hún og tók upp bréf með frönsku frímerki, sem lá við diskinn hennar. — Það er víst frá Mildríði frænku, sagði hún iim leið og hún opnaði það. Guy Fielding brosti, en skifti sér svo ekki af þesu, því að hann var að skcða sín eigin bréf, og faðir þeirra var að líta í dagblöðin. Var nú þögn við borðið litla stund, en allt í einu leit Rósamunda upp með ánægju foros ú andlitinu og sagði: — Hvernig' líízt þér á þetta faðir mlnn? Guy lagði þegar frá sér foréfin, og faðir þeirra ieit iipp. — Já — já, hvað er það nú? spurði hann, óánægður með að láta trúfiá sig í grein, som hann var að lesa. — Mildriður frænka ætiar að heimsækja okkur og hafa ýneð sér gest! —Hafa með sér gest! Hver er það nú? spurði Guy. — Eg vona að hamingjan gefi að það sé ekki hún gamia frú Jehny! — Hlustið þið nú á — það er eins og bezta skáldsaga! svaraði' Rósamunda og fór að lesa þeim bréfið, en það var svo hijóðauöv;— s . — Kæra Rósamunda! Eg hef ekki komist til að skrifa þér fyrr, því að rás við burðanna verður stundum með svo miklum skjótlei'k í þessari veröld. Þú hefur heyrt mig minnast á Jafet lávarð, sem giftist vinkonu minni, vesali'ngs Lúisu Stúart — nú, og þú veizt að það er skammt síðan ég hitti hann í París í stökustu vandræðum. Eg er hrædd um að hann hafi verið gefinn fyrir spila- mennsku, þó að Lúsía hafi haft nokkurn vegi'nn taum- hald á honum, meðan henn- ar naut við, en síðan hún dó, hefur hann ieiðst út í þetta aftur, og hefur hann víst far ið til Monte Carlo og eitt al- eigu sinni þar. Þó ótrúlegt sé, þá var mér sa-gt að hann hefði staðið uppi a’lslaus, og var það ef til vill öllum fyrir beztu, að hann dó loksins í eymd sinni í einu úthverfi Parísar, þar sem hann var þá staddur. Mér var skrifað frá Englandi að hann væri þar, svo að ég skrifaði honum þangað og komst þá að því hvernig allt var komið. Það virðist sem hann hafi lifaö við örbirgð seinustu níu mán uði æfi sinnar, og hefði sjálf sagt verið hægt oð líkna hon um eitthvað, en þú getur ekki ímyndað þér hvað hann var drambsamur og ókvartsár. — Þrátt fyrir allt þetta böl og basl er það þó ánægjulegt, að sonur hans hefur sezt að í Kanada og er í góðum efn- um, að minnsta kosti. sem stendur. En hann átti líka dóttur, Charlottu Sheldon, alira indælustu stúlku, og er hún forkunnar fríð og tignar leg sem ein af hinum gömlu likneskjum Grikklands. Er því mjög mikið látiö með hana, en ég held það 'væri' nú réttast að láta hana dveljast á rólegu sveitaheimhi um tíma,' og ég hef áásett mér að líta eftir henni í eitt eða tvö ár að minnsta kosti. Mér hef ur verið sagt að hann ætti einhverjar námur, o<g gæti henni því áskotnast nokkurt fé, en bú veizt góða mín, hvað ég er ófróð um öll þessi pen- ingamál. — Hvað sem öðru líður þá ætla ég nú að koma til Greymere sem allra fyrst, og heimsækja ykkur, eins og Jengi hefur sta'ðið til, og ég vona, að ég megi hafa Chor- lottu með mér. Þú getur ekki ímyndað þér hvað hún er skemmtileg og upplífgandi. — Að svo mæltu kveð ég þig, kæra Rósamunda, og bið þig að bera föður þinum og bróð ur kveðju frá þinni elskandi frænku, j Mildríði Blair. I ! — Þarna er Mildríður frænka lifandi komin, sagði' Guy Fielding ólundarlega. 1 Hún tekur ráðin af öllum, sem hún kemst í kynni við. Líklega er þessi Karolina, eða hvað hún nú hei'iir, einhver tegra pg. tiUialdaráfa.' _ ylökk j urs konar frú Jenny í nýrri útgáfu. Eg minnist þess, að ' frænka sagði að hún væri göf . ug kona á sinn hátt, svo að ég hnyndaði mér að hún væri ; hvit fyrir hærum og klædd í : silki og safala, en svo þegar l til kom þá hélt ég, að þetta j væri daglaunakona. —Ósköp er að heyra til þín Guy, sagði Rósamunda — fað ir hennar, isem er nýdáinn! Þú heyrðir að það stóð í bréf inu að hún væri' viðfeldin og skemmtileg — — Æ, vertu ekki að því arna, Rósamunda. Mér er ó- mögulegt að vera hrifinn af þessu spilafífli í Monte Carlo, sagði Guy og fór að lesa bréf sín á ný. I — Eg held það verði okkur til ánægju að fá hana hingað,! sagði Rósamundia og skíifti 1 sér ekki af andmælum bróður \ síns. — Hún getur varla haft J mikið um sig fyrst um sinn, og get ég þá sýnt henni' byggð ina hérna. Eg get beðið Greg ! son fólkið að lofa henni að ! skoða höllina, og svo er kirkj an og prestssetrið; það verður að hafa ofan af fyrir henni með einhverju, úr því faðir hennar er dáinn — en hvað er þetta Guy? Hvað gengur á? vera fyrst þú ert búin að Guy hafði verið sokkinn nið ur í bréf sín, en nú stökk hann upp hart og títt og rak upp undrimar eða angistar- óp — það var ekki gott að segja hvort heldur var. — Hvað gengur á, Guy? spurði' faðir hans og leit upp úr blaðinu. — Hvað er um að vera drengur minn? —Ekkert faðir minn, — ekki neitt, svaraði Guy og sett ist niður aftur, en stakk bréf i'nu, sem valdið hafði þessu uppþoti, í vasa sinn. — Ef Mildríður frænka ætlar að koma innan skamms, þá ætt irðu að skrifa henni þegar í stað, Rósamuindá, og segja henni, að hún sé velkomin, því að annars getur hún ekki', fengið svar frá þér, áður en i hún fer frá París. Er það ekki rétt faðir minn? spurði i hann nokkuð snúðugt. Jú, auðvitað, svaraði faðir hans. Hann hafði nú gleymt viðbragði því, sem Guy tók, og fór að lesa blað sitt aftur. —Þú veizt líklega að ég ætla að vera hjá Gregson fólk inu í dag, faðir minn, sagði Rósamunda og stóð upp með bréfið í hendinni. — Eg vei't ekkert um það, svaraði faðir hennar, og þú hefðir átt að spurja mig leyf is. En það veröur nú svo að litla stund núna strax. Það gera ráð fyrir því. ■ i Guy Fielding opnaöi' dyrnar fyrir systur sinni og gekk því næst að stól föður síns. —Faðir minn, sagði hann hæglátlega. — Eg held að ég verm að ■ "'ja þig viðtals dá- jaiócignunum á hendi nú sein 1 er v.ið'^m'mdi jarðeignunum, I og veröur aö ráða fram úr því þegar í stað. Gamla manninum varð hálf órótt, því að sonur hans hafði haft alla umsjón með jarðeignum á hendi' nú sein ustu árin, svo að hann lcom þar hvergi nærri sjálfur, og var því alls hugar feginn. — Jæja þá, Guy, sagði i hann og hugsaði með sér, að , illu væri bezt af lokið. —Vilt < þú að ég yfirlíti eitthvað með j þér? En ég veit ekki hvers vegna þú ert að biðja mig um ; það, því að ég geri' aðeins illt j verra, ef eitthvað er í ólagi. Þú veizt, góði minn. gð ég: .... (ípanð yöur áiaup b mllli niurgm verzkna! JÓRLWÖL ÁöilUB «H! © -Austursoræti. Sól og sumar langt í suðri KANARIEYJAR Við bjóðum meðal annars orlofsferð úr skammdeginu til „EYJA HINS EILÍFA VORS Sannkallað sólskinsfrí í tæru sjávarlofti og dýrð- legri náttúrufegurð. 25 daga ferð með viðkomu í Kaupmannahöfn og Casablanca á Afríkuströnd. Brottför 24. febrúar. Aðeins örfá sæti ennþá laus. SÍMI 16400 Almenn farmiðasala. — Ókeypis upplýsingar og fyrirgreiðsla. — Sparið gjaldeyri og tíma, leitið fil ferðaskrifstofu okkar og fóið upplýsingar um hagkvæmast fyrirkomulag ferðalaga. Skipulagn- ing ferða fyrir hópa og einstakiinga. UHiiaaiiitiiiíAiBym Smiðjustíg 4. — Skrifstofutími kl. 5—7. >::cc<:>>::ccc*:>:>:>::c*:>.:c*:>:>:>:>:>:>:>:>:>:>:>:>:>:>:;c<::'^>;>>:>>;>:>:>:>:>;:'« i ÚTSALA vefnaðarvörum Kretonefnum, Storesefnum, Pífum, Borðum, Eldhúsgiuggatjaldaefnum, Vatt- eruðum rúmábreiðum, Nælonefnum í kjóla og undirpils, Skyrtu poplíni, Gaberdine o. fl. KÁPUM, ÚLPUM, og ýmis konar tilbúnum fatnaði. HÁLSKLÚTUM, Kventöskum o. fl. RÍMA Laugavegi 118. ►>:>:>:>:>:>:>:>:>:>:>:>:>:>:>:>:>:>:>:>:>:>:>:>:>:>:>:>:>:>:>:>:>:»:»:>:»:>:>>S:>:>:«

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.