Tíminn - 06.02.1960, Blaðsíða 2
2
T f MIN N, laugardaginn 6. febrúar 1960. i
nn Cnsnt1 Nú er miður þorri, en fæstir gætu látið sér detta
vdllvl lilllll 9IICX7I þag j hug, meg þvj ag einbiína á veðrið. Ef svona
veður hefði að staðaldri verið á þorranum, hefði málshátturinn um að þreyja þorrann og
góuna sennilega aldrei orðið til. Þessa mynd birtum við hér til þess að minna á, að
ekki er allur þorri úti enn, og möguleiki er fyrir því að harðnað geti í ári, en þessi
mynd var tekin snemma á þorranum, þegar örlítill snjór var sjáanlegur. Það þarf enga
skarpskyggni til að sjá, að myndin er tekin við kirkjutröppur, því snjórinn er ótroðinn,
vegna þess að flestir fara að dæmi þessa manns, að ganga framhjá kirkjutröppum í stað
þess að ganga upp þær. Ljósm.: Gunnar Sverrisson.
Fréttir frá landsbyggðinni
Skortur á sjómönnum
Bolungarvík, 30. jan. — Logn og
heiðríkt er í dag, en nokkurt frost.
Stöðuigt róið héðan þessa daga
og sæmilegur afli, 5—8 tonn á
bát á dag. — Togarinn eir nýkom-
inn úr Þýzkalandsför. Var með
Mótmæla lífs-
kjaraskerðingu
Menningar- og friðarsamtök
kvenna hafa sent blaðinu eft-
irfarandi tillögu, sem sam-
þykktar voru á aðalfundi sam-
takanna 26. jan. s. 1. og er
blaðinu ijúft að birta þær:
Aðalfundur Menningar- og
/riðarsamtaka íslenzkra kvenna.
haldinn í Reykjavík þriðjudag-
inn 26. janúar 1960, mótmælir
eindregið .allri lifskjaraskerð-
ingu og vill benda á að hundruð
milljóna króna gjaldeyristekna
hafa verig dregnar ólöglega úr
þjóðarbúinu, eins og staðfest hef
ur verið með lögsóknum. Fyrir
því skorar fundurinn ó Alþingi
og rikisstjórn að ganga að þess
um aðilum áður en gripið verði
til þess ráðs að skerða lffskjör
launþega.
75—76 toonn, þar af 14—15 tonn
aí sfld. Selgi aflann í Cuxhaven
fyrir um 56 þús. mörk. Sfldin
seldist illa, enda ekki ný. Togar
inn stundar nú togveiðar. Á heim
leiðinni frá Þýzkalandi kom hann
vð í Færeyjum og ætlaði að taka
þar menn, sem búig var að ráða
á hann, en varð að fara við svo
búið, þar sem samningar höfðu
enn ekki tekizt milli útgerðar-
manna og sjómannasamtakanna.
En fyrir bragðið er togarinn ekki
fullmannaður.
Einn bátur, Gullfaxi, etundar
hér rækjuveiðar, en veiði hefur
verið frekar treg upp á siðkastið.
— Nýlokið er vélstjóranámskeiði
á ísafirði. Þátttakendur í því voru
14, þar af 4 héðan úr Bolungar-
vík. ÞH
Bændafundur í Lundi
Kópaskeri, 20 jan. — Bænda-
fundur var haldinn í samkomuhús
inu í Lundi um síðustu helgi. Var
það annar slíkur fundur, sem
haldinn er hér í vetur. Fleiri eru
ráðgerðir. Rædd eru aðallega ýmis
konar innanhéraðsmál. Að fund-
unum standa engin formleg sam
tök en á fyrsta fundi ej-u menn
koenir til þess að undirbúa næsta
fund og svo koll af kolli. Þykja
fundir þessir góð tílbreyting og
er almenn ánægja með þá.
Tíðarfar hefur verið hér ákaf-
lega gott til síðustu helgar. Þá
kólnaði en snjóalítið er og bflfært
um allar sveitir. Fé er að sjálf-
sögðu á húsi en er beitt.
Þ.B.
Þurfa að vera hraust
og stautfær í ensku
Undanfarin þrjú ár hafa 25
íslenzkir framhaldsskólanem-
endur á aldrinum 16 til 18
ára hlotið styrki til náms við
bandaríska menntaskóla Hafa
þeir farið til Bandaríkjanna
fyrir milligöngu íslenzk-amer-
íska félagsins, en það hefur
annazt alla fyrirgreiðslu hér
heima fyrir stofnun þá, er
styrkina veitir, American
Field Service.
Nú hefur American Field Ser-
vice ennþá í hyggju að gefa ís-
lenzkum framhaldsskólanemend-
um kost á eins árs námsstyrkjum
við bandariska menntasókla á
skólaárinu 1960—61. Styrkir þess
ir nema ókeypis skólagjöldum,
húsnæði, fæði, sjúkrakostnaði og
ferða'lögum innan Bandaríkjanna.
Meðan dvalið er vestra búa nem-
endurndr hjá bandarískum fjöl-
s-kyldum í námunda við viðkom
andi skóla. Ætlazt er til þess, að
nemendur greiði sjálfir ferðia-
kostnað frá íslandi til New York
og heim aftur. Ennfremur þurfa
þeir að sjá sér fyrir einhverjum
vasapeningum.
Þurfa að vera hraust
Svo sem áður er geitið skulu
umsækjendur um þessa styrki
vera framhaldsskólanemendur á
aldrinum 16 tfl 18 ára, jafnt piltar
sem stúlikur, þeir þurfa að hafa
góða námshæfilei'ka, vera vel
hraustir og geta talað eitthvað í
ensku.
Umsóknareyðublöð fyrir áður-
greinda styrki verða afhent £
skrifstofu íslenzk-ameríska félags
ins, Hafnarstræti 19, næstu daga
frá k'l. 5,30 til 6,30. — Þurfa þau
að hafa borizt þangað aftur eigi
síðar en 15. febrúar.
Taflsveit Hreyfils
Norðurlandameistari
Aðalfundur Taflfélags s.f.
Hreyfils var haldinn 29 okt.
s.l. í skýrslu stjórnar kom
fram, að starfsemi félagsins
hafði verið blómleg á árinu,
og má þar m.a. nefna þátt-
töku fjögurra manna skák-
sveitar í sveitarkeppni Nor-
rænna sporvagnastjóra í skák,
er fram fór í Khöfn á s.l.
vori. Sveit Hreyfils varð Norð
urlandameistari í Helsinki
1957 og einnig í Khöfn 1959.
Þá höfðu félagsmenn keppt við
ýms skákfólög og starfshópa í
höfuðstaðnum og nágrenni hans.
Monratkerfi
Vetrarstarf félagsins hófst með
innanfélagsskákmóti og var teflt
eftir „Momtratkerfi" í einum
flokki, og varð Anton Sigurðsson
skákmeiistari félagsins að þessu
sinnl.
Skrifstofustúlka
Skrifstofustúlka vön vélritun óskast. Málakunnátta
æskileg. Eiginhandarumsókn, þar sem getið sé
menntunar og fyrri starfa sendist.
Upplýsingar ekki gefnar í síma.
Fiskifélag íslands
Jörð til sölu
Jörðin Undhóll, Óslandshlíð, Skagafirði, er til sölu
og laus til ábúðar nú þegar Góðir greiðsluskil-
málar, ef samið er strax.
Upplýsingar veittar í síma 17282 og hjá undirrituð-
um eiganda jarðarinnar.
Sölva SigurSssyni,
Holtsgötu 31 Rvík.
Innanfélagsmót
Nú stendur annað mót yfir inn-
am félagsins, sem er frábrugðið
venju að því leyti að hver kepp-
andi hefur aðeins 30 mínútur til
umhugsunar í hverri sikák. Á þessu
móti er keppt um tvenn verðlaun
sem gefin eru af tveim fyrktækj
um, önmur af Bifreiðum & Lamd-
búnaðarvélum ,og hin af Gúmmí-
vinnustofu Reykjavíkur. Á siðast
láðnu ári gáfu tvö önnur fyrirtæki
verðlaun í þessu skyni, en það
voru Hrafn Jónsson & Co, og bfla
verkstæðið Drekinn. Eru félag>
menn mjög þakklátir þessum fyr-
irtækjum fyrir skilmimg þeirra og
velvilja er fram kemur í þessum
höfðinglegu gjöfum.
Ýmsar keppnir
Þá hafa farið fram skákkeppn-
ir við starfsmenn frá Pósti, síma
og útvarpi á 30 borðum sem lauk
með sigri hinna opinberu starfs
mamna 14y2 v. gegn 15% v. —
Einnig var keppt við Taflfélag
Keflavíkur á 17 borðum og Lauk
þeiirri viðureign með jafntefli. Þá
eru fyrirhugaðar fleiri keppnir
félagsins út á við, svo sem við
Hvamneyrimga, Bankamenm o.fl.
Þess má geta að Hreyfill sendi
tvær sveitir í flokkakeppni stofn
ana, er Skáksamb. íslads hefur
gengist fyrir og nú stemdur yfir.
Stjórnarkjör
í stjóm féiagsims eru: Formað-
ur Magnús Einarsson; varaform
Dómald Ásmundsson; litari Þórir
Davíðsson; gjaldkeri Óskar Lárus
son og áhaidavörður Vflhjálmur
Guðmundssom.
Kvikmyndasýn-
ing Germaniu
í dag verður kvikmyndasýning
á vegum félagsins Germaníu í
Nýja Bíó og verða þar sýndar eins
og endranær frétta- og fræðslu
myndir.
Kvikmyndasýningin hefst kl. 3
e.h. Aðgangur er ókeypis og öll-
um heimill, bömum þó eimungis
i fvlgd meg fullorðnum.