Tíminn - 14.02.1960, Side 8
8
T í M I N N, sunnudaginn 14. febrúar 1960.
£&m
Litil fluga suðaði og sveim-
aði um loftið. Það var engin
stærðarfluga, bara lítil og hæ-
versk, og hún leitaði oinlivers
staðar, þar sem hún gæti hvílt
vængina. Þar icom hún auga á
eitthvað ljóst og fallegt framan
við einsog stcrt blóm, eitthvao
sem hún gat notað fyrir flug-
völi. Hún flaug þangað og sett
ist niður og hún andvarpaöi
lítið eitt. Það var langt síðan
hún hafði orðið svona fegin
að setjast.
Rósíta var farin að þreytast
í bakinu. Hún beygði sig og
réttl sig upp á víxl meðan hún
tíndi ljósgular appelsínurnar
varlega niður og lagði þær
hægt í körfuna. Þær máttu
ekki kremjast, því bezta varan
var hæst borguð og pabbi henn
ar hafði alltaf verið stoltur af
því að selja þá beztu tegund,
sem var á boðstólum í Anda-
lúsíu.
Karfan var brátt full og tréð
tæmt. Aðeins nokkrir klasar
eftir og það glampaði á þá í
sólskininu. Það var mál til kom
ið að fá sér miðdegislúr og hún
hafði unnið jafnt og þétt og
hún var sveitt á enninu. Hún
rétti úr bakinu og strauk sér
um ennið svo litla flugan spratt
upp og truflaðist í hvíldinni.
Og þar sem flugur eru svo
fljótar að hvíla sig hóf hún
vængina til flugs og byrjaði
hringsól en sveimaði aftur og
aftur að enninu þar sem hún
hafði setið.
Skýluklúturinn var dálítið á
skakk og Rósíta bar hönd fyrir
augu. Þar kom hún auga á
hana, stór, falleg appelsína.
sem hékk svo hátt að hún varð
að hoppa upp til að ná henni.
Hún var rétt búin að missa
hana, en svo greip hún hana í
loftinu áður en hún féll á jörð-
ina og þegar hún skoðaði hana,
sá hún að þetta var Ijósgul
appelsína, pínulítið græn við
stilkinn. Annars var hún stór
og falleg. Rósíta lagði hana var
lega í körfuna hjá hinum.
Það voru ekki fleiri appelsín-
ur eftir á trénu og Rósíta veif-
aði til systur sinnar og spurði
hvort þær ættu ekki að setjast
ofurlítið í skuggann.
Hjólin skræktu við hverja
hringferð.
José gamli skaut hattinum
aftur á hnakka og hönd hans
staldraði í skegginu áður en
hún greiptist aftur um taum-
ana, sem lágu um kné hans.
En hann þurfti ekki að halda
í tauminn. Tarantella gamla
var svo vön að draga stóra
vagninn og hún þekkti veginn,
sem hún hafði farið í ellefu ár
— frá appelsínulundinum heim
að bæ og aftur til baka, á
hverju ári unc uppskerutímann.
José gamli vissi það. Hann
þekkti ösnuna og hún þekkti
hann. Þau áttu vel saman. Og
José fór niöur af vagninum.
Hann leit ekki á systurnar en
fór að bisa við að lyfta fullu
körfunum uppá hann eftir að
hafa kastað þeim tómu niður.
Ljósgula appelsinan valt niður
af fullu körfunni og vinnulúín
hönd hans greip hana og velti
henni fyrir sér svo hann gæti
séð hvort hún hefði skaddazt,
og svo lét hann appelsínuna í
körfuna aftur Svo hottaði
hann á Tarantellu, sem herti
vöðvana og lagðist í dráttinn
meðan hann kom sér fyrir á
hlassinu og setti í loðnar auga-
brýrnar og stúlkurnar gengu
aftur til vinnunnar með sína
körfuna hvor.
Það var orðið dimmt þegar
stóri vörubíllinn kom. Þær sáu
ljósin á honum löngu áður en
hann sveigði inn milli húsanna
og stöðvaðist með hvin. José
gekk til bílstjórans.
— Allt í lagi með mig, sagði
bílstjórinn og dró af vélinni.
Ég fæ mér bita áður en ég held
áfram. Hann tók fram brauð
og ost, sem hann geymdi í sæt-
inu við hlið sér.
— Bara fáeinir kassar enn,
það tekur enga stund, sagði
José.
Stúlkurnar vöfðu mjúkum
silkipappír utanum appelsín-
urnar og José negldi kassana
aftur varlega svo engin appel-
sína skyldi merjast og varan
spillast.
Stuttu síöar fór vörubíllinn
af stað með tuttugu nýja
Rósin frá Andalúsíu
Smásaga eftir Mauritz Sundt Mortensen
José var ágætur maður. Hann
sparkaði ekki í Tarantellu og
notaði ekki pískinn, nema þeg
ar honum fannst það óhjá-
kvæmilegt og það var sjaldan,
því Tarantella skynjaði hugs-
anir hans og herti sig áður en
hann gat náð í vonda hlutinn
í kerrubotninum.
Hann hlustaði á skrækina \
hjólunum en það angrr
hann ekki vitund. Hann v;
því vanur. Það hafði ekki bag- :
að hann siðustu fimm árin og
þar að auk hugsaði José um
allt annað i dag. Hann spekú-
leraöi, hugsaði, gruflaði og
deildi við sjálfan sig en hann
gat ekki ákveðið hvort hann
ætti að láta Rósítu eiga Carlos.
Strákurinn hafði komið að
finna hann um kvöldið. Þeir
höfðu drukkið flösku af víni
og Carlos hafði sagt hann ætti
peninga á banka. Það var gott
og blessað en Carlos var illa
séður. Hann hafði verið í borg-
inni.
Eftir að Sara dó átti José
sínar tvær dætur og hann
vildi helzt sjá þær vel giftar.
Hann var ekki búinn að ákveða
sig, þegar Tarantella stanzaði
við girðinguna þar sem hann
kom auga á systurnar, sem
höfðu lagt sig i grasið.
En Anna var ákveðin. Hún
sá Rósitu fyrir sér i finasta
brúðarkjól og reyndi að fá
liana til að lita á hina góðu
eiginleika Carlosar. Hún var
fjórtán ára og henni fannst
þetta sjálfsagt strax um kvöld-
ið þegar Carlos kom og settist
við brunninn og spilaði öll lög-
in, sem hann kunni áður en
haninn gól um morguninn. Hún
hafði setið bakvið gluggatjöld-
in og látið sig dreyma að Car-
los væri að spila fyrir hana
meðan Rósíta stóð og læsti
höndunum um sjalið þar til
hnúarnir hvítnuðu, þvi hún
hafði vonað það yrði nauta-
bani, sem mundi spila fyrir
hana.
kassa á pallinum. José og dæt-
ur hans gengu inn. Hann hafði
bitið það í sig að taka ákvörð-
un í nótt og hann settist við
borðið með flösku af góðu víni
fyrir framan sig, en Anna fór
upp til að bíða Carlosar við
brunninn og Rósita grét og
hugsaði um nautabanann.
Það var farið að lýsa af degi,
þegar vörubíllinn kom til
Cádiz. Bilstjórinn var syfjað-
ur og hann hlakkaði til að
koma við hjá Pedro Madrazo
og fá sér morgunverð áður en
hann færi heim að sofa. Hann
raulaði fyrir munni sér á leið-
inni niður í appelsínukompani-
ið og gaut augunum hingað og
þangað þegar hann ók fram-
hjá stúlkunum, sem voru að
kvasta gangstéttarnar eða
mætti verkamönnum á leiö til
vinnu sinnar.
Hann var fyrstur ineð bílinn
þennan morgun og fékk hann
losaðan þegar í stað. Og hann
jMK
var kampakátur við eftirlits-
manninn.
— Þessir kassar eru frá José
Þú getur sparað þér að lita á
þá. Þar er varla nokkuð gallaö.
Appelsinur sem Rósíta hefur
handfjatlað skal ég kyssa
hvenær sem er og væri ég
ókvæntur skyldi ég aldre'.
keyra appelsínur fyrir neina
aðra.
Eftirlitsmaðurinn brosti og
hætti við að opna kassa til að
gera prufu einsog vant var.
Kössunum var ekið á hjól-
börum inní stóra geymslu og
þeir skreyttir með litfögrum
merkimiðum. Og eftir miðdeg
islúrinn þegar appelsínukass-
arnir hans Jósé voru hífðir um
borð i norskan flutningadail,
lá bíistjórinn aflangur á dívan
inum heima hjá sér og svaf
meðan litlu krakkarnir þrír
léku sér á gólfinu í kringum
hann. En þegar skipstjórinn
kom í brúna til að leggja til
hafs með fulia lest, kyssti bíl-
stjórinn börnin sín og ók úti
sveit til að ná í meiri appelsin-
ur. Og konan hans háttaði
bömin og kom þeim i rúmið
og settist svo við saumaskap
Og skipstjórinn miðaði steín-
una með hægri hönd og sló á
loftvogina með vinstri hönd og
sagði hum, hum og já, já. Svo
fór hann niður og lagði sig í
fötunum.
Þegar leið á nóttina fór skip
ið að lyftast af sjóganginum en
kassarnir voru vel skorðaðir.
Þeir gátu ekki slengzt til i lest-
inni en það gnagaði og gnast
í þeim í hvert skiptl sem skip-
ið hallaðist, — í stjór eða bak
— En í miðjunni á einum kass
anum lá Ijósgula appelsínan
kyrfilega skorðuð. Hún var far
in að dökkna einsog hlnar.
Pimm dögum siðar var skip
stjórinn enn í sömu fötum og
hann sagði hum, hum og já,
já enn sem fyrr, þegar hann
sló á loftvogina. Það rigndi og
snjóaði til skiptis og snjóaði
mestmegnis síðasta daginn, og
þegar skipið lagðist við bryggju
seint um kvöldið var borgin til
að sjá hvít. En engum fannst
til um það, því þannig hafði
það verið í meir en þrjá mán-
uði, sögðu þeir.
Þá fór skipstjórinn niður og
lagði sig en honum gekk illa
að festa blund, þvi vindurnar
á dekkinu skræktu svo leiðin-
lega.
-— Pimm appelsínur, sagði
ungi maðurinn, helzt fljótt.
Kaupmaðurinn með gleraug-
un leit á hann og sótti poka í
bunkann.
— Eitthvað liggur á. Ertu
hræddur við liðsforingjann?
Hann rak hendina ofani
appelsínukassann og fann eina
sem var of lin.
— Undirforinginn er verri,
sagði ungi maöurinn og veik
upp eyrnaleppunum á húfunni
sem sýndi hann var í hernum.
Hann var ljóshæröur og hann
tók ekki af sér nema annan
vettlinginn, því hann var tíma
bundlnn.
— Það er undarlegt, satrði
kaupmaðurinn. Hann tók aðra
lina appelsínu og kastaði henni
i fötu undir vaskiuum.
— Appelsinurnar eru favnar
að skemmast þegar þær eru
komnar alla leið hingað. Þær
hafa iinazt i þessum kassa hér
um bil allar
— Ég verð víst að hlaupa,
sagði hermaðurinn og togaði í
húfuderið.
-- Nei bíddu við. Hér er ein
góð. Taktu hana með þér. Þú
rnátt eiga hana og góða ferð.
(Framhald á 13. síðu).