Tíminn - 19.03.1960, Blaðsíða 4

Tíminn - 19.03.1960, Blaðsíða 4
4 T í MIN N, laugardagiiui 19. marz 1960. ★ MaSur er nefndur Ferdin- and Waldo Demara Jr. og er fræg hermikráka. Hann er 37 ára gamall og er greindur en lítf lærSur. Demara hefur farið með hlufverk herskurð- iæknis, sálfræðiprófessors, krabbameinssérfræðings, rekt ors heimspekiháskóla, tungu- Foringi í sjóhernum Bróðir Damara Damara sjáifur Glæpir, sem voru fðlgnir í því að betrumbæta þjóðfélagið málakennara, laganema og1 fangavarðar og munks og guð má vita hvað. Kannske er það merkilegast við þennan Cagliostro nútímans, að glæpir hans eru oftast fólgnir í því, að betrumbæta þjóðfélagið Hataði fátæktina Ævisaga þessa Cagliostro hefur nýlega verið rituð. Hann var ell- efu ára gamall, þegar faðir hans varð gjaldbrota, en hann var kvik- myndahú.sseigandi. Fjölskyldan varð að flytja úr húsi sínu í lélega íbúð í fátækra- hverfi borgarinnar. Fred haiaði fátækt og hann laumaðist oft inn í hið gamla hús fjölskyldunr.ar, og sat þar og dreymdi drauma, „sem hann von- aði að rættust". Gekk í klaustur Sextán ára gamall hljóp hann að heiman og gekk í klaustur. Hinir vísu feður tóku honum með nokkurri varúð. Drengurinn var hár og þrekinn og ýmislegt benti til þess, að hann væri ekki lík- legur til að kvelja hold sitt. Að tveimur árum liðnum sagði ábótinn honum þetta. Litlu síðar gerðist Fred kennari við kaþólsk- an skóla fjTÍr drengi. Hann lenti i deilum við yfirmann sinn, stal skólabílnum, drakk sig fullan og vaknaði næsta morgun í fangelsi bandaríska hersins. Frá því augnabliki, sem hann var settur inn, hafði Fred aðeins eitt í huga, hvernig hann gæti komizt út. Dag nokkurn stal hann skilríkj- um félaga síns, laumaðist yfir hæð- ina og kynnti sig; sem Trappista- munk undir sínu fyrsta íalska nafni: Anthony Ingolia. Demara gerði sér það fyllilega ljóst, að hann hafð; framið glæp, en hann | fann ekki til neinnar sektartil- finningar. Doktor í sálarfræði Þegar stríðið skall á gekk hann í bandarís-ka sjóherinn, falsaði há- skólapróf og sótti um foringjastöðu í hernum. Þegar öryggisþjónust- an hóf rannsókn, tók Fred saman föggur sínar. Hann gekk í Trapp- istaregluna í þetta sinn undir nafninu dr. Robert Linton French’s doktor í sálarfræði, sem hefði yfirgefið þennan heim i leit að sannleika. En eins og bræð- urnir komust brátt að. var dr. French alls ekki á því að yfirgefa þennan heim. Hann braut reglur klaustursins og var ráðlagt að reyna aðra reglu. Árið 1920 var hann hand- tekinn af bandarísku 'léynilögregl- unni og ákærður fyrir að strjúka úr hernum á stríðstimum. Demara varði sig sjálfur og fékk sex ára fangelsisdóm, en var náðaður eftri átján mánuði fyrir góða hegðun. Skurðlæknir úr kgl. kanadíska sjóhernum En hermannslífið lokkaði Fred cg árið 1951 lék hann stærsta hlutverk lífs síns: skurðlækninn \ Joseph Cyr úr hinum konunglega; Prjónavél til sölu að Selásbletti 3. Auglýsið í Tímanurn kanadíska sjóher. Læknisfræði- nám Demara var fólgið í stuttu námsskeiði á bandarískum her- spítala og því að vinna tíu mán- uði á spítala í Boston og auk þess hafði hann gluggað nokkuð í lækn- isfræðibækur. Samt sem áður gerðist hann skurðlæknir um borð í skipinu Cayuga, og framkvæmdi þar erfiðar aðgerðir eins og að taka kúlu úr hjarta og varð hann svo frægur fyrir læknisaðgerðir sínar, að saga hans var birt í kanadískum blöðum. En þegar hinn rétti Cyr heyrði um þetta, komust svikin upp. Eftir þetta, hét Demara því, að tska sig á og gerast nýr og betri maður. En einhvern veginn fannst honum það leiðinlegt að vera bara ein persóna og innan skamms hafði hin aivinnulausa hermikráka íengið sér annað starf. Síðast liðin tvö ár hefur hann að minnsta kosti stundað fimm störf: Hann hefur verið fanga- vörður í t'angelsi í Texas. kennari bjá eskimóum, verkfræðingur í Yucatan og gagnfræðaskólakenn- ari. Demara hefur látið svo ummælt um sjálfan sig: f hvert skipti sem ég tek að mér nýtt hlutverk deyr hluti af sjálfum mér. Ég er ógur- legur lygalaupur. Ég segi aldrei satt orð. Ráðskonustaða Kona með tvö börn, 1 og 4 ára, óskar eftir ráðskonu- stöðu á sveitaheimili í Ár- nessýslu eða Gullbringu- sýslu. Tilboð merkt ,.Sveita- kona“ sendist blaðinu sem fyrst. Opna í dag herra- og drengjafataverzlun í Veltusundi 3 (vií hliíina á úrsmíSaverzlun Magnúsar Benjamínssonar & Co.) undir nafninu D A N I E L StMI 11616 DANÍEL GÍSLASON Keflavík og nágrenni TÍU ALDA AFVOPNUN Hvenær verður hún? Er hún í vændum? Dm ofangreint efni talar Svein B. Johansen í Tjarnarlundi 20. marz, kl. 20.30. Einsöngur og tónlist. Allir velkomnir. GNÝ BLÁSARAR Umboösmenn:—KRISTJÁN 6. SKAGFJÖRD h/f REYKJAVÍk BÆNDUR: Sennilegt er a3 innflutningur landbún- aðartækja verði gefinn frjáls í vor. Vér munum því geta útvegað tændum þessa lands- kunnu heyblásara á komandi vori. Leitið nánari upplýsinga sem fyrst. ARNl GE5TSSON Vatnsstíg 3. Sími 17930. Ég þakka auðsýnda samúð og hluttekningu vegna andláts og jarðarfarar systur minnar, Elínborgar Össurardóttur. Fyrir hönd móður og systkina. Sigurvin Össurarson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.