Tíminn - 19.03.1960, Blaðsíða 14
14
T f MI N N, laugardaginn 19. marz 1960.
spööcom, nema með því að
vanrækja einhvern garminn,
sem sannarlega þurfti manns
þó með.
Hann þagnaði. Eg sat hljóð
ur og hugsaði um hve mitt
stríð hafði verið auðvelt í
samanburði við hans stríð.
— Og svona gekk þ'að í næst
um því tvö ár, sagði hann.
— Maður varð hálf niðurdreg
inn öðru hvoru, aldrei var
einu sinni hægt aö fara á fyr-
irlestur.
— Voru haldnir fyrirlestr-
ar?
— Já, já, það fluttu margir
fyrirlestra í fangabúðunum:
hvernig ætti að rækta appels
ínur, um kappakstur, um lífið
i Hollywood. Já, fyrirlestrarn
ir höfðu sitt að segj a fyrir pilt
ana. En við læknarnir urðum
að sleppa þeim. Það er ekki
mikil afsökun að vera að
hlusta á fyrirlestur um appels
ínurækt, þegar einhver er með
krampakast.
— Þetta hlýtur að hafa ver
ið þung reynsla sagði ég.
Hann þagnaði og minntist.
— Það var svo fallegt þar,
sagði hann. — Musterisskarð
ið hlýtur að vera einhver fall-
egasti bletturinn á jörðinni.
Þarna liggur þessi breiði dal-
ur og áin liðast um hann —
frumskógurinn og fjöllin. Við
sátum stundum við ána og
horfðum á sólsetrið. Já, það
væri dásamlegur staður að
dvelja í sumarleyfi. Hversu
djöfullegar sem fangabúðirn-
ar eru, þá er þó skárra að þær
séu á fögrum stað.
Þegar Jean Faget kom að
finna mig á miðvikudagskvöld
ið gat ég sagt henni hvernig
málin hefðu skipazt og svo
sýndi ég henni skrá yfir hús
gögnin, sem ég hafði komið í
geymslu í Ayr. — Ætli að
væri ekki bezt að selja þau?
sagði hún.
— Væri ekki betra að láta
það bíða svolítið? sagði ég.
— Hugsazt gæti að þér vilduð
fá yður íbúð.
Hún fitjaði upp á nefið. —
Eg skil ekki í að mig myndi
langa til að nota húsgögn
frænda míns sáluga, sagði
hún, en samþykkti þó að ráð
stafa þeim ekki um sinn.
— Eg er búinn að fá dánar
vottorð bróður yðar, sagði ég
og ætlaði að halda áfram, en
hún tók framí fyrir mér.
— Hvað varð Donald að
bana, herra Strachan? spurði
hún.
Eg hikaði ögn. Eg vildi ekki
segja ungri stúlku hina ömur-
legu sögu, sem Perris læknir
hafði sagt mér. — Banamein
hans var kólera, sagði ég.
Hún kinkaði kolli, eins og
það kæmi henni ekki á óvart.
— Blessaður drengurinn,
sagði hún lágt. — Ekki hefur
það verið létt.
Mér fannst að ég verða að
hugga hana. — Eg spjallaði
lengi við lækninn, sem stund
aði hann, sagði ég. — Hann
dó rólega — í svefni.
Hún starði á mig. — Þá hef
ur það ekki verið kólera, sagði
hún. — Þannig deyr maður
ekki af þeini sjúkdómi.
Eg vissi ekki almennilega
hvað ég átti að segja til að
valda henni ekki óþarfa sárs
fyrir henni hvernig því skil-
aði áfram að fá arfstilkall
hennar staðfest. Eftir skamma
stund fórum við svo út, ég
kallaði á bíl og við ókum í
klúbbinn til þess að borða.
Eg hafði fullgilda ástæðu til
þess að bjóða henni út þetta
fyrsta kvöld. Fyrirsjáanlegt
var, að ég myndi hafa all-
mikið saman við þessa ungu
stúlku að sælda næstu árin og
ég varð að kynnast henni. Eg
vissi bókstaflega ekkert um
menntun hennar eða uppeldi.
Framhaldssaga
Nevil Shute:
ég þessu ekki sjálf, sagði hún
og hló við.
Eg brosti til hennar. — Ekk
ert er raunverulegt fyrr en
það hefur skeð, sagði ég. —
Þér munið trúa þessu þegar
þér fáið fyrstu ávísunina frá
okkur. Það væri óhyggilegt að
trúa því of staðfastlega fyrr
en þá.
— Það geri ég ekki, svar-
aði hún brosandi, — þó að ég
geri ráð fyrir, að þér mynduð
ekki eyða svo miklum tíma til
að sinna mér, ef ekki væri
eitthvað hæft í þessu.
— Satt er það, sagði ég og
hikaði lítið eitt. — Eruð þér
búin að ákveða hvað þér ætlið
VÍDA LIGGJA VEGAMÚT
Sigríður Thorlacius
auka. — Fyrst fékk hann kól-
eru, en læknaðist. Banamein
hans var víst hjartabilun, sem
kóleran orsakaði.
Hún velti þessu fyrir sér um
stund. — Var nokkuð fleira
að honum? spurði hún.
Þá neyddist ég til að segja
henni alla söguna. Eg undrað
ist hve blátt áfram hún tók
öllum þessum hræðilegu lýs-
ingum og hve mikið hún vissi
varðandi meðferð hitabeltis-
sára, þangað til ég minntist
þess, að þessi stúlka hafði líka
verið fangi Japana í Malaya.
— Það hefur verið óhapp, að
sárin skyldu ekki verða verri,
sagði hún rólégá. — Ef þeir
hefðu tekið af honum fót-
inn, þá hefðu þeir orðið að
flytja hann burtu og þá hefði
hann kannski sloppið við mal
aríuna og kóleruna.
— Hann hlýtur að hafa ver
ið mikið hraustmenni að þola
svona mikið, sagði ég.
— Það var hann ekki, sagði
hún ákveðin. — Donald var
alltaf að kvefast og þess hátt
ar. En kýmnigáfa hans var
ósvikin og ég hélt alltaf, að
hún myndi fleyta honum í
gegn um allar þrengingar.
Hann gat gert gaman úr öllu,
sem fyrir hann kom.
Þegar ég var upp á mitt
bezta þá höfðu ungar stúlkur
enga hugmynd um kóleru og
fótasár og satt að segja vissi
ég ekki almennilega hvernig
ég átti að fara að henni. Því
snéri ég mér aftur að lög-
fræðinni, þar sem ég var
sterkari á svellinu og skýrði
þýddi
5.
Til dæmis hafði þekking henn
ar á hitabeltissjúkdómum rugl
að mig í ríminu. Eg ætlaði að
veita henni góða máltíð og
dreypa á víni með og fá hana
til þess að spjalla. Það yrði
auðveldara fyrir mig sem fjár
haldsmann hennar að aðstoða
hana, ef að ég þekkti hana.
Eg sýndi henni hvar hún
gat snyrt sig í kvennadeild
klúbbsins og meðan hún var
þar, þá pantaði ég sherryglas
handa henni. Eg stóð upp frá
borðinu í setustofunni þegar
hún kom inn, bauð henni
vindling og kveikti í fyrir
hana.
— Hvað höfðuð þér fyrir
stafni um helgina? spurði ég,
er hún var setzt. — Hélduð þér
upp á daginn?
Hún hristi höfuðið. — Eg
gerði harla fátt. Eg var búinn
að mæla mér mót við eina af
starfssystrum mínum á laug
ardaginn. Við borðuðum sam-
an hádegisverð og fórum svo
að sjá nýja kvikmynd.
— Sögðuð þér henni frá
happinu?
Hún hristi höfuðið. — Eg
hef engum sagt frá því. Hún
þagnaði og dreypti á sherry-
inu. Hún hélt snoturlega á
glasinu og vindlingnum. —
Mér finnst þetta svo ótrú-
legt, að í raun og veru trúi
að gera að einum eða tveimur
mánuðum liðnum, þegar yður
fara að berast tekjur af arfin
um? Þér munuð hafa um sjö-
tíu og fimm pund á mánuði,
að skatti frádregnum. Mér
þykir ósennilegt að þér óskið
að halda áfram því starfi, sem
þér nú hafið, þegar þér fáið
þær tekjur.
— Nei .... Hún starði þög-
ul um stund á reykinn úr
vindlingnum. — Mig langar
ekki til að hætta að vinna og
ég hefði ekkert á móti því að
halda áfram hjá Pack og Levy,
ef starfið væri einhvers virði í
sjálfu sér, sagði hún. —: En
það er það ekki. Við búum til
kventöskur og skó og smáveski
fyrir auðuga viðskiptavini —
eins og þessi, sem seld eru á
þrjátíu pund í Bond Street og
heimskar konur með offjár
kaupa. Og snyrtivörutöskur
úr sjaldgæfum skinnum og
þessháttar. Það er ekkert að
því að vinna slíkt starf sér til
lífsviðurværis og það hefur
verið skemmtilegt að kynnast
starfseminni.
— Flest störf eru skemmti-
lega, þegar menn kynnast
þeim, sagði ég.
Hún snéri sér að mér. — Það
er satt. Eg hef haft ánægju af
þessu starfi, en ég gæti ekki
haldið því áfram, vitandi að
ég ætti alla þessa peninga. Þá
ætti maður að geta gert eitt-
hvað, sem meira gildi hefur,
en ég veit ekki ennþá hvað
það ætti að vera. Hún drakk
ögn af víninu. — Eg kann
ekki til neinna sérstakra
starfa — nema hraðrita og vél
rita og frumatriði í bókhaldi.
Eg hef aldrei fengið neina
menntun — starfsmenntun á
ég við. Aldrei tekið háskóla-
próf eða þessháttar.
Eg hugsaði mig um. — Má
ég spyrja yður nærgöngullar
spurningar, ungfrú Paget?
— Gjörið svo vel.
— Eru líkur til þess að þér
giftið yður á næstunni?
Hún brosti. — Nei, herra
Strachan, mér þykir heldur
olíklegt að ég giftist nokkurn
tíma. Maður getur auðvitað
ekki fullyrt slíkt, en mér þyk
ir það ekki líklegt.
Eg kinkaði kolli, en gerði
engar athugasemdir við þess
ar upplýsingar. — Hvernig
væri þá að taka fyrir eitthvert
háskólanám?
Hún varð stóreyg. — Það hef
ur aldrei hvarflað að mér.
Nei, það gæti ég ekki, herra
Strachan, til þess er ég ekki
nógu gáfuð. Eg næði aldrei
prófi inn í háskóla. Hún hik-
aði ögn. — Eg var aldrei ofar
en um miðjan bekk og lauk
aldrei sjötta bekk.
— Þetta var aðeins uppá-
stunga, sagði ég. — Mér datt
í hug að þér kynnuð að hafa
áhuga fyrir því.
Hún hristi höfuðið. — Eg
gæti ekki setzt aftur á skóla-
bekk. Eg er of gömul.
Eg brosti. — Ekki eruð þér
nú svo háöldruð, sagði ég.
Hún tók þetta ekki sem
neina gullhamra. — Þegar ég
ber mig saman við sumar
stúlkurnar á skrifstofunni,
sagði hún alvarleg, — þá
finnst mér ég vera um sjötugt.
Nú fannst mér ég vera að
byrja að kynnast henni, en
vildi ekki ganga á hana og
lagði til að við færum að
borða. — Segið mér hvað þér
gejrðuð á stríðsárunum. Voruð
þér ekki í Malaya?
— Eg var á skrifstofu hjá
Kuala Perak félaginu. Faðir
minn vann fyrir það félag og
Donald bróðir líka-
— Hvað varð um yður í
stríðinu? Voruð þér fangi?
spurði ég.
— Einskonar fangi, sagði
......gparió yður Uaup
6 .raiUi maigra verzlanaí
-Auaturstiaeö,
EIRIKUR
víðförli
Töfra-
sverðið
90
Björninn kemur hægt á imóti
þeim. Hann brýtur greinar á leið
sinni og öskrar hátt.
— Verfu róiegur, hvíslar Eirík-
ur. Þetta er okkar eina tækifæri.
Mongólarnir hafa heyrt í birn-
inum og Gráúlfur grípur boga sinn
heldur áfram í fararbroddi manna
sinna. Þeir gæða sér á ristuðu
bjarnarketi.
Eiríkur og Yark eru í slæmri
klípu. Bak við sig hafa þair björn-
inn, sem er hungraður og úfinn í
skapi. Fram undan sjá þeir Mong-
ólana nálgast. Hvaða óvinur skyldi
vera hættulegastur?