Tíminn - 19.03.1960, Blaðsíða 8
8
TÍMINN, laugardaginn 19. marz 1960.
SS
smálum?
..... ••
Hömlur til bóta
Pétur Sigurðsson, ritstjóri
Einingar. svaraði þannig:
1) — Þetta er dálítið vafamál.
Við héldum, bindindismenn, að
það væri miklu ákjósanlegra; að
það væri í höndum ríkisins. Aðui'
en nokkur reynsla var fenginn,
treystum við því, að ríkið sem
heimilisfaðir í þjóðfélaginu mundi
gera sitt ýtrasta til þess að draga
úr áfengissölu. Ég fyrir mift leyti
er meira kominn á þá skoðun, að
það sé kannski ógæfa að þetta
hafi komizt í hendur ríkisins, því
það er miklu erfiðara fyrir okk-
ur, bindindismenn, að sækja á
þar heldur en ef salan hefði verið
eins og upprunalega, í höndum
einstaklinga, þá mundum við eiga
miklu léttara með að fá samþykkt
þjóðarinnar fyrir að banna það
algjörlega.
2) Ég svara hiklaust eins og ég
hygg að flestir bindindismenn
myndu gera, að auðvitað sé það
fil bóta að banna áfengissölu í
samkomuhúsum, en sérstaklega
1) Er það rétt að láta ríkið hafa einkasölu á sterkum drykkjum?
2) Er það til bóta að banna áfengissölu í samkomubúsum og
veitingastöðum?
3) Hvaða áhrif mundi sala á sterku öli hafa á áfengismálin?
4) Hvað er því til fyrirstöðu' að Islendingar megi umgangast
fengi á sama hátt og þjóðir, sem búa við frjálsan áfengis-
markað?
5) Draga ríkjandi hömlur á áfengisneyzlu úr drykkjuskap?
B!a9ið hefur lagt þessar spurniugar fyrir fimm þjóðkunna menn, sem allir hafa
að þó ég ég væri þar í hálfan
fjórða mánuð, iðulega úti á kvöld
in, og kæmi þá á matsölu- og
kaffihús, þá varð ég aðeins einu
sinni var við drukkinn mann inn-
an um þann sæg og fjölda, sem
þar var. Það vildi svo til, að þetta
var hagyrðigur, sem var að lesa
upp kvæði. Þess vegna varð ég
var við, að hann var kenndur, en
hann hagaði sér ekki að neinu
leyti ósómasamlega. Ég held að
ribbaldahátfur, sem oft er sam-
fara drykkjuskap, sé líka að vissu
leyti uppeldisatiiði. Þetta er ein-
hvem veginn svona með okkur
Norðurlandabúa, við verður svo
andskoti sterkir og miklir menn,
þegar við erum oiðnir kenndir.
Við íslendingar erum ekkert verri
hvað þetfa snertir, kannski skáiri
en Noiðmenn og Svíar. Ég um-
gekkst þá mikið, þegar ég var
ungur maður, og ég leit svoleiðis
á, að þeir væru miklu viðsjálli
fylliraftar en við.
kynni af áfengi eða afleiðingum þess, hver á sinn hátt. Þeir hafa allir svarað fallið“ úr Biblíusögunum. Þar
munnlega án nokkurs undirbúnings. Svörin voru tekin upp á segulband. þar" hefst bannið. Ef drottinn
Pétur Sigurðsson
samkomuhúsum þar sem alltaf er
mikil hætta á vandræðum og eyði
leggingu á ske-mmtunum manna;
í veitingahúsum einnig. Því minna
sem veitt er, því minni drykkju-
skapur. Það er okkar skoðun.
3) Við höfum haldið því fram
stöðugt, að það væri mikið böl
fyrir íslenzku þjóðina, ef við ætt-
um að fá hér sterkt öl. Við telj-
um nægar sannanir fengnar, bæði
hjá Þjóðverjum, Dönum og öðr-
um, fyrir því hvað mikið böl öl-
drykkjan er. Danir dr'ekka um
það bil þrjá lítra á mann af um
100% áfengi og af því er aðeins
0,5%, eitthvað svoleiðis, sterkir
drykkir. Hitt er allt saman öl-
þamb. Það er skoðun lækna og
margra annarra, að öldrykkjan
sé hin skaðlegasta, óhollast, og
leiði einnig til drykkjuskapar.
4) Hvað gæti verið því til fyrir
stöðu, að íslendngar hefðu frjáls
ar hendur í áfengismálum eins
og sumir aðrar þjóðir, er auðvit-
að ekkert annað en það, að við
viljum forða þjóðinni frá þeim
afleiðingum, sem slík frjál-s sala
hefur haft fyrir þessar þjóðir. Ég
átti heima í Kanada, þegar barátt-
an var sem hörðust um að af-
nema bannið og kann þá sögu
og man vel hversu fögur voru
loforð um að laga og bæta allt
áfengisböl, ef bannið væii afnum
ið. Nú er það ekkert launungar
mál, að áfengissala þar hefur
margfaldast svo að hún er orðin
ý-msum ráðandi mönnum þar hið
Ólafur H. Sveinsson
mesfa áhyggjuefni. Alveg sama
var að segja um Bandaríkin. —
Áfengisbanninu var kennt um -allt
illt þar og svo kom að lokum, að
með því að fórna mörgum milljón
u-m til þess að vinna gegn því,
bæði fil að kaupa menn og neyta
allra bragða til að fá bannið af-
numið. Niðurstaðan hefur or'ðið
sú, að áfengisneyzla hefur ekki
aðeins tvöfaldast heldur margfald
ast. Sama er að segja um Frakka,
sem hafa búið við frjálsa áfengis
verzlun, frjálsari en líklega flest
ar eða allar þjóðir aðrar, að
hvergi er útkoman raunalegri.
Það nálgast að segja megi um
þjóðina í heild, að hún sé áfengis
sjúklingur. Og það er orðið mikið
áhyggjuefni bæði sumra forystu-
manna þjóðarinnar og sérfróðra
manna þar í landi, enda er nú
byrjað að upplýsa þjóðina um
þann voða, sem þar er á ferðum.
5) Við teljum hiklausf, bind-
indismenn, að allar hömlur ævin-
lega hafi dregið úr áfengisneyzlu,
og því ster'kari og meiri, því
betra. Það er að segja, að lög-
gæzla sé slík, að hún geri skyldu
sína í þeim efnum.
Ekki skipulags-
atriði '
Ólafur H. Sveinsson. fyrrum
sölustjór: hjá Áfengisverzlun
Jónas Guðmundsson
ríkisins, svaraði spurningun-
um á þessa leið:
1) — Þetta atriði er bara fjár-
hagslegt spur-smál fyrir ríkissjóð-
inn. Það þykir sjálfsag-t að ilkis-
sjóður hafi tekjur og helzt sem
mestar af áfenginu, og ef hann
getur haft þær mestar' af einka-
sölu, þá er hún sjálf-sagt bezta
s-öluaðferðin.
2) Meðan áfengi er til í land-
inu, sem það verður sjálfsagt
alltaf, annað hvort löglegt eða ó-
löglegt, þá held ég nú að það
sé alveg fráleitt að banna sölu
á því í samkomuhúsum og veif-
ingastöðum, því það myndi bara
leiða fil þess að menn annað hvort
drykkju áður en þeir kæmu á sam
komuna eða hefðu með sér vasa
pela með áfengi, og ég hel.d að
reynslan í samkomuhúsum hér,
eftir sögn þeirra manna, sem þar
starfa og ég hef talað við, sé sú,
að ástandið með drykkjuskap sé
v-erra, þar sem áfengi er ekki selt.
heldur en þar sem leyfilegt er að
seljá það.
3) Sumum þykir gott öl, og
mundi sjálfsagt þykja gotf að fá
sterkara öl heldur en það, sem
við höfum. En ef það á að taka
þetta frá því sjónarmiði, að það
sé bezt að þjóðin drekki sem
minnst áfengi, sem líklega er rétt
sjónarmið, þá held ég að bez-t sé
að láta sterka ölið vera. Ég held
að það bætist bara við það áfengi-s
magn sem drukkið er áður en það
.
Krlstján Krlstjánsson
kæmi til sögunnar. Það verður
ekki til þess að menn drekki
minna vín. Ég held minnsta kosti
að reynslan fyrir a-ustan hafið og
kannske lika vestan sé sú, að þeir
sem drekka mesf öl, þeir drekka
hérumbil eins mikið af öðru á-
fengi.
4) Ég held að umgengnin við
áfengi sé ekki skipulagsatriði.
Menn trúa alltof mikið á skipu-
lag í ýmsum greinu-m eins og
þessari. Ég held að þetta sé fyr-s-t
og fremst uppeldisatriði, sem
stjórn-a-st af því, hvað almennt er
álitið sómasamlegt í umgengnis-
háttum. Til dæmis hef ég heyrt
að á 17. og 18. öld og töluvert
fram á 19. öldina hafi v-er'ið mik-
ill drykkjuskapur í þessu landi
og samkomur oft svoleiðis, að
það var ógnarlegt, jafnvel svo
stórslys hlutust af. En um það
leyti sem ég var að alast upp,
um aldamótin, hafð'i verið hér
bindindisstarfsemi töluvert öflug
í landinu um tuttugu ára skeið,
og hún virtist hafa haft þau áhrif,
til dæmis þar sem ég er uppalinn,
austur á fjörðum í lítilli sveií, að
þar var eiginlega álitið gjörsam-
lega ósómasamlegt að lá-ta sjá á
sér áfengi eða koma dnikkinn á
mannamót. Eg held að það hafi
ekki verið fyrir nein boð eða
bönn, heldur aðeins það, að hugs
unarhátturinn var svona.
Nú, ég er nýbúinn að vera suð-
ur í Rómaborg Eitt af því sem
méi þótti merkilegasf þar var,
Sigurður Heiðdal
hefði nú ekki fundið uppá því að
banna ávextina af skilningstré
góðs og i-lls, þá hefðu kannski for
feður okkar, Adam og Eva, aldrei
úr paradís farið, og við værum
þar ef til vill líka. Náttúrlega hef
ur skrattanum alltaf verið kennt
um þetta eins og allf misjafnt, en
þá er bara spursmál, hvort drott-
inn er ekki jafn sekur. Það var
bannið, sem eyðilagði þessa para-
dísarvis-t og það getur vel verið
að bannið sé ennþá að eyðileggja
fyrir mönnum ýmiskonar para-
dísarvist, því við erum yfirleitt
ekki fyrir það að búa undir lög-
málinu, við erum aldrei sælir und
ir því, við eriim helzt sælir þegar
við erum lausir við það. Hömlur
eða bönn geta haft áhrif í bráð-
i ina, en það er gömul saga, að
! menn finna alltaf leiðir framhjá
bönnunum. Og þegar menn eru
f-arnir að gera ýmislegt svoleiði-s,
semsagt að brjóta lögmálið, þá
fara menn að verða mjög .vansæl-
ir. Og þegar menn eru farnir að
brjóta lögmálið á einu sviði, þí
fara þeir að brjóta það á mörg-
um sviðum. Svona bönn geta leitf
til siðspillingar, þegar þau ekki
eiga grundvöll í siðferðismeðvit-
und fólksins, sem oft vill vera. —
Þess vegna vil ég fara mjög var-
lega í það, -sem kallað er áfengis-
bann og bann yfirleitt á hvaða
sviði sem er. Menn freistast oft til
að gera það s-em bannað er, og