Tíminn - 19.03.1960, Blaðsíða 16
*
64. blað.
Laugardaginn 19. marz 1960.
Áskriftarverð kr. 35.00.
Þjálfun flug-
liða hjá F.í.
Dvelja meðal annars á ímynduðum slysstað
Frá upphafi farþegaflugs
hafa flugfélögin lagt kapp á að
ailt er lýtur að öryggismálum
væri i sem fullkomnustu lagi
og að áhafnir flugvélanna
væru sem bezt undir það bún-
ar að mæta óvæntum erfið-
leikum.
Flugfélag íslands hefur fr'á
öndverðu tileinkað sér allar nýj-
ungar, er fram hafa komið á þessu
sviði og þjálfun flugliða félagsins
er og hefur verið svo sem bezt
gerisf á hverjum tíma.
f vetur hefur Flugfélag íslands
starfrækt skóla þar sem fluglið
unum, þ.e. flugmönnum, flugleið-
sögumönnum, flugvélstjórum og
flugfreyjum eru kynntar nýjung-
ar er fram koma, eldri fræði rifj
uð upp o. fl. Flugfélagig hefur
nú fengið fullkomin kennslutæki,
sem gera kleift að öll þjálfun flug
manna félagsins fari fram hér á
landi.
Nýr þáttur í þjátun flugáhafna
hófst í dag. Hann er í því fólg-
inn, að flugáhöfn er flutt með
allan útbúnað, sem er í venjulegri
farþegaflugvél ti'l staðar sem er
innan við 80 km frá Reykjavík, en
sem ekki er tilgreindur að öðru
leyti. Áhöfnm hefur m.a. sendi-
tæki en engan móttakara. Að
nokkrum tíma liðnum er leitar-
flugvélum gert aðvart. Þær eiga
síðan að miða staðinn eftir send-
ingum tækisins, finna hann og
varpa niður birgðum. Áhöfnin
dvelst á staðnum í tæpan sólar-
hring. Æfingar þessar munu
standa fram í næsta mánuð og
taka allar flugáhafnir Flugfélags
íslands þátt í þeim.
Möi'g erlend flugfélög hafa tekið
upp svipaðar æfingar og að ofan
greinir en flest verða þau að
leita lengra eftir æfingasvæði.
r
A
„Þessi della greip mig
fyrir nokkrum árum..”
Valtýr Pétursson listmálari opnar
málverkasýningu í Listamanna-
skálanum í dag
í dag opnar Valtýr Pét-
ursson listmálari, sýningu í
Listamannaskálanum. Sýn-
ingin verður opin í hálfan
mánuð frá kl. 2 til 10 á dag-
inn. Á sýningunni eru 83
myndir, þar af 42 mosaik-
myndir, en hitt eru olíu-
myndir. „Þessi sýning er
þriggja ára vinna/' sagði
listamaðurinn við blaða-
menn í gær.
Er við komum niður að Lista-
mannaskála mættum við
menntamálaráði á útleið, vakti
það strax grun okkar á því að
þeir hefðu verið að kaupa mynd
af listamanninum. Þegar við
komum inn og færðum það í
tal við hann vildi hann ekkert
um það segja, en eflaust er
þögnir. s.ama og samþykki.
íslenzk efni í mosaik-
myndunum
— Megnið af mosaikmyndun-
um sem þið sjáið hér eru gerð-
ar úr íslenzkum steinum og
þetta er fyrsta sýning sinnar
tegundar hér.
Við spurðum hann hvenær
honum hefði dottið í hug að
nota ísienzkt grjót í myndir.
— Þetta er della sem greip
mig fyrír nokrum árum.
Þá spurðum við hvernig
myndin væri búin til
— Ég nota vissa blöndu undir
mosaikið, sement, kalk o. fl.
Ramminn er mótið og í botninn
set ég vírnet, síðan blönduna
Kaupir Menntamálaráð þessa
mynd? — (Ljósm.: Tíminn KM).
og raða síðan steinum í. Stund-
um eftir skissu og stundum
raða ég stórum steinum og litl-
um sitt á hvað þannig að þeir
spila saman. Sementsblandan
helzt lin meðan ég skapa
myndina.
Grænlenzkt blýgrjót —
amerískur steingervingur
Við námum staðar við eina
myndina, sem er sérstæð fyrir
m. a. það, að hún er sett sam-
an úr ísienzku grjóti, blýgrjóti
frá Grænlandi og trésteingerv-
ingi frá Bandaríkjunum.
— Staingervinginn fékk Guð-
brandur Magnússon, fyrrver-
andi forstjóri í „Ríkinu“, hjá
einhverjum kana, síðan gaf
Guðbrandur mér steininn. Blý-
ið gaf kunningi minn mér, en
það hefur ekki reynzt eins vel
og skyldi, molnar of mikið. En
íslenzku steinunum hef ég svo
Viðað að mér frá ýmsum stöð-
um, svc sem úr Esjunni, frá
Drápuhliðarfjalli og frá leg-
steinasmiðum.
Ekki eins hornóttur
og áður fyrr
Einn blaðamaðurinn sagði við
Valtý: — Þú ert ekki eins horn-
óttur og áður. Að öllum líkind-
um átti hann við myndirnar,
þar sem við sáum engin horn á
listamar.ninum, en hann svar-
aði: — Ég breytisf.
Þar sem við erum á annað
borð farnir að ræða um mynd-
irnar hans þá sagði Valtýr
okkur af manninum sem sá
mosaikmynd í fyrsta sinn: Mos-
aikmyndir þykja hvað fallegast-
ar er þær eru nógu ójafnar, en
maðurinn stóð og horfði á eina
myndina og sagði: — Þetta er
nú meiri andskotans klaufa-
skapurinn hjá þér, ekkert jafnt
af þessu.“
Við þökkuðum fyrir okkur og
gengum með Valtý fram í and-
dyrið og spurðum hann áður en
við fórum: — Hvar í heiminum
er listamönnum boðið upp á lé-
legri húsakynni en hér í Lista-
mannaskálanum?
— Minnist ekki á það, þetta
er góður staður, ég er einn af
ráðamönnum hér. En ef við
mundum fá lóð, þá byrjuðum
við að byggja sama daginn, en
á meðan er þetta alveg nógu
stór og góður staður.
jhm.
Eru óvitar með
skotvopn?
Tvö blöð í Reykjavík hafa flutt
þá fregn, að til landsins hafi
verið smyglað miklum biTgðum af
skammbyssum, sem unglingar
hafi síðan keypt og noti fyrir leik
föng. Á Áað hafa veiið smyglað
300 skammbyssum með einu skipi.
svo eitthvað sé nefnt, og seldai
hér fjrrir kr. 600,00 stykkið!
Tíminn spurðist fyrir um það
hjá lögreglunni í gær, hvort hún
hefði nokkuð vitað um þetta mál
Þau svör voiu gefin, að lögreglan
hefði ekki haft veður af þessu,
fyrr en það kom í þessum blöð-
um, en að sjálfsögðu yrði reynt
ag grafast fyrir um sannleiksgildi
fréttar þessarar hið fyrsta. — Er
heldur óglæsilegt til þess að
hugsa, að óábyrgir unglingar hafi
mannskæð skotvopn með höndum,
einkum þar sem fæstir þeirra
munu kunna nokkuð að fara með
þau.
Regn
í dag er spáð allhvössu
veðri á suðaustan og rlgn B
ingu. Veður verður hlýtt K
eins og undanfarna daga.
í rauninni þýðir þetta hið
versta slagveður og ætti s
fólk að klæða sig eftir því. 1