Tíminn - 19.03.1960, Blaðsíða 1
TÍMfNN flytur daglega
meira af innlendum frétt-
um en önnur blöö. Fylgizt
meö og kauplð TÍMANN.
mmartMwaracwuiicni
44. árgangur — 64. tbl.
TÍMINN er sextán
rijiU'mi
sföwr
daglega og flytur fföl-
breytt og skemmtllegt efnl
sem er vlð allra haefl.
Laugardagur 19. marz 1960.
Nú fer vorið að nálgast, og nátt-
úran öll að vakna til lífsins
eftir veturlanga hvíld. Trén
fara að laufgast áður en langt
um líður, blómin skjóta upp
kollinum og farfuglarnir koma
til baka. En fuglarnir sem
heima sátu, og héldu fast við
gamla Frón, þótt kalt væri,
iífgast líka til muna. Endurn-
ar á Tjörninni fara að líta hver
aðra hýru auga, og eru meira
að segja þegar byrjaðar að
para sig. Ljósmyndari blaðsins
tók eftir þessu, er hann gekk
meðfram tjörninni á dögunum
og festi andahópinn á filmu.
(Ljósm.: Tíminn KM)
Bretar lýsa nií yfir að þriggja
I gær'kvöldi var lýst eftír manni
frá Hafnarfirði, sem síðast er vit-
að um á hafnarbakkanum í Kefla
vík, á miðnætti síðast liðinn
fimmtudag. Maður þessi heitir Sig
urjón Sigurðsson, til heimils á
Hamarsbraut 10, Hafnarfrði. Sig-
urjón er 36 ára gamall, meðalmað
ur á hæð, frekar grannur, með
skollitað há, ljós yfirlitum. Klædd
ur var hann í ljósbláan jakka,
dökkar buxur, uppháar gúmmí-
bomsúr, með gráa enska húfu á
höfði. Þeir sem hafa orðið Sigur-
jóns varir síðan á miðnættí á
fimmtudagskvöldið, eru beðnir að
! gera næsfu lögreglustöð viðvart.
Varaforsetar kjörnir og fundarsköp samþykkt.
ísland mikið rætt í blöðum
í dag lauk undirbúningi á
sjóréttarráðstefnunni í Genf
og mun fyrsti eiginlegi starfs-
fundur verða á mánudag. Var
gengið frá ýmsum formsatrið-
nm svo sem fundarsköpum og
einnig voru kjörnir 17 vara-
íorsetar Enginn þeirra er úr
bópi ísl. fulltrúanna, enda þótt
fregnir frá Genf hermi að ís-
Verðhækk-
anirnar
Verðhækkanirnar eru
alltaf að stinga upp kollin-
um. Nýlega hækkaði Þvol
þvottalögur í verði. Hálf-
flaska sem áður kostaði
9.65 kostar nú 11.30, heil-
flaskan kostaði 16 50. kost-
ar nú 19.50. Þýzkar ískökur
í pökkum kostuðu áður kr.
3.90 pakkinn, kosta nú kr.
5.25.
land sé nijög til umræðu í
blöðum i sambandi við ráð-
stefnuna.
Van prins, sem er forseti ráð-
stefnunnar, en það var hann einnig
1958, sagði í dag, að hann teldi
líklegt að unnt yrði, að ljúka
henni á einum mánuði.
ísland til umræðu
í sambandi við gerð fundarskapa
kom fram tillaga frá Mexíkó, sem
fól í sér möguleika til að hindra
fulltrúa í að bera fram aftur til-
lögur til umræðu, sem þegar væri
búið að fella við atkvæðagreiðslu.
Varaforsetár voru valdir m. a.
aðalfulltrúar þessara ríkja: Banda
ríkjanna, Bretlands, Kanada, Sovét
ríkjnna, Ítalíu, Sviss og Mexikó.
Fréttastofan Associated Press
segir frá því, að ísland sé nú all-
mjög til umræðu í blöðum í sam-
bandi við ráðstefnuna vegna út-
færslu fiskveiðilandhelgi hér í 12
sjómílur og „þorskstyrjaldarinnar"
við Breta.
Bretar munu beygja sig
f skeyti frá Kaupmannaliöfn til
biaðsins segir, að Sir John Hare,
brezki fiskimálaráðherrann, hafi
við brottför til Genfar lýst yfir,
að Bretar myndu beygja sig fyrir |
ákvörðunum ráðstefnunnar um
stærð fiskveiðitakmarka, enda
þótt þær ákvarðanir kynnu að j
verða íslendingum í vil. f fregn 1
um frá Genf er þess getið, að
Sir John hafi opinberlega viður-
kennt að 3 mílna landhelgismörk
in væru úrelt.
Skýrt er frá því, að lögfræðileg-
ur ráðunautur S. Þ. á ráðstefnunni
Stavropoulos, vinni að samræm-
ingu á málamiðlunartillögu, sem
komið hafi fram frá fulltrúum
nokkurra ríkja. Meginatriðin eru
(Framhald á 3. síðu).
Minkur varð
undir bíl
I 'vrradag skeði sá fátíði at-
burðui austur á Þjórsárbrú, að
minkur varð undir bíl og beið
bana. Ekki er blaðinu fullkunnugt
um tildrög að þessu, þar sem ekki
tókst að ná í neinn þann aðila er
gæti gefið skýrslu um atburðinn.
En hins vegar heyrðist því fleygt,
að ökumaðurinn hefði gert þetta
viljandi, og er varla nema gott
eitt um það að segja, að meindýr
um þessum sé fækkaðL
Lögun og stærð hnattar
könnuð með gerfihnetti
NTB—Wsshington, 18. marz.
Bandarískir eldflaugasérfræð-
ingar ætla að senda upp í árs-
lok sérstaka tegund af gervi-
hnetti, sem ætlað er að skera
úr því með mikilli nákvæmni
hver sé lögun jarðar og stærð.
Sem kunnugt er hafa sovézkir
vísindamenn komið fram með
þá kenningu að hún væri peru-
laga og sverari endinn norður-
hluti jarðar.
Byggðu sovézku sérfræðingarnir
þetta á upplýsingum, sem fengust
frá gervihnöttum Rússa.
Muni aðeins 30 m.
Gervihnöttur þessi mun vega
67,5 kg og verða útbúinn nákvæm
um vísindatækjum. Hann mun
senda frá sér með stuttu milli-
bili mjög sterk ljósbrot í mrsmun
andi litum. Með tílstyrk þeirra
munu vísindamennir’nir geta mælt
mjög nákvæml.ega eða svo ekki
skakki meiru en 30 m afstöðu
hnattarins tíl jarðar og þar með
fengið nákvæma mynd af lögun
og stærð jarðarinnar. Gervihnött
urinn verður 90 cm í þvermál,
mun verða á braut sinni um eitt
ár og mesta fjarlægð hans frá
jörðu verða 1600 km.
Einnig verða sendir upp tveir
gervihnettir til veðurathugana.
Tveir bátar
rekast á
Stykkishólmi í gær. — í nótt
varð árekstur á milli tveggja báta
hér skammt frá bænum. Voru það
bátarnir Þórsnes, sem er nýr bát-
ur héðan og Kristján, frá Ólafs
firði, en hann hefur verið gerður
út héðan í vetur. Þórsnesið var
að koma úr róðri, en Kristján að
fara í róður. Báðir bátarnir voru
(Framhald á 3. síðu).
ps
Fullnaðaráætlun um virkjun Jökulsár — hls. 3