Tíminn - 24.04.1960, Blaðsíða 5
'•'TTWTWW. fA. sprí)
5
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN.
Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason Rit-
stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.í, Andrés
Kristjánsson Fréttastjóri: Tómas Karlsson.
Auglýsingastj.: Egill Bjarnason. Skrifstofur
í Edduhúsinu. — Símar: 18300—18305.
Auglýsingasími: 19523. Afgreiðslusími:
12323. — Prentsmiðjan Edda h.f.
.._____________________________________1___________/
Aukið ófrelsi
Ekki er það nokkurt efamál, að aldrei hefur komið
fyrir Alþingi frv. sem er önnur eins öfugmælakássa og
frv. ríkisstjómarinnar um innflutnings- og gjaldeyris-
málin. Látið er í veðri vaka að það marki stórfelld þátta-
skil í íslenzkum viðskipta- og atvinnumálum Höftum
þeim og bönnum, sem talin eru hafa legið eins og mara á
þjóðinni undanfarin ár og drepið í dróma framkvæmdaþrá
hennar og athafnaþrek, skal nú varpað út í yztu myrkur.
Að nokkrum þessara mála var vikið hér í blaðinu í
gær og sýnt fram á, að með ráðagerðum sínum er ríkis-
stjórnin að þoka þjóðinni afturábak en ekki að færa hana
fram á leið.
Sannleikurinn er hins vegar þveröfugur við
fullyrðingar ríkisstjórnarinnar. í þessum efnum eins og
öðrum, tekur hún það margfalt aftur með annarri hend-
inni, sem hún gefur með hinni. Er það til að auka fjár-
festingarfrelsi, að halda niðri kaupi manna og kjörum
jafnframt því, sem dýrtíð er stórkostlega mögnuð? Skyldu
stórhælckaðir vextir auðvelda mönnum framkvæmdir?
Eru afskipti ríkisvaldsins af stofnlánasjóðunum líkleg til
þess að létta undir með þeim, sem þurfa að koma sér upp
þaki yfir höfuðið eða að byggja yfir atvinnurekstur sinn?
Ætli menn úti í landi standi nokkuð betur að vígi á at-
hafnasviðinu eftir að ríkisstjórnin hefur farið ránshendi
um sjóði kaupfélaganna og flutt þá með valdboði til
Reykjavíkur?
Kunnugt er um marga unga bændur, sem ætluðu sér
að ráðast í framkvæmdir í vor, ýmist byggingar eða rækt-
un en sjá nú, eftir að frelsisöld ríkisstiórnarinnar er runn-
in upp, enga möguleika á því. Þó eru þessar framkvæmd-
ir hjá mörgum algert skilyrði þess, að þeir geti haldið
áfram sínum atvinnurekstri. Þannig kemur nú „frelsið“
við bá.
Sömu sögu er að segja úr þéttbýlinu. Hvernig eiga
verkamannafjölskyldur eða ungt fólk, sem er að mynda
heimili og hefur ekki nema venjulegar láglaunamanna-
tekjur, að fara að því að koma sér ppp íbúð? En stóreigna-
menn geta haldið áfram að byggja meira og minna óþarfar
byggingar jafnt sem þarfar. Þeir geta keypt húsin, sem
aðrir gefast upp við að ganga frá og braskað með þau sín
á milli, eða leigt þau. — Það verður ekki annað sagt en
ríkisstjórnin sé samkvæm sjálfri sér í ,,frelsis“-barátt-
unni.
Bætt fiskverkun
Meginhlutann af gjaldeyristekjum okkar íslendinga
fáum við fyrir fiskafurðii og er ekki annað sýnna en svo
verði enn um sinn. Það er því mikilsvert í heimi hinnar
hörðu samkeppni, að þessi vara okkar sé sem bezt að
heiman búin. íslenzkur fiskur er í eðli sínu viðurkennd
gæðavara. Gæðum hans er hins vegar oft spillt í meðför-
um og hefur ekki hvað sízt borið á því í vetur Þarf ekki
orðum að því að eyða hvílík hætta er í því fólgin fyrir
markaðsmöguleika okkar fyrir utan það menningarleysi,
sem ávallt lýsir sér í slæmri meðferð matvæla.
Úr þessu þarf nauðsynlega að bæta og það mál þolir
ekki bið. Nú hafa tveir þingmenn Framsóknarflokksins,
þeir Ingvar Gíslason og Jón Skaftason. flutt þingsál.till.
um skóla fyrir fiskimatsmenn, verkstióra í fiskiðnaði og
aðra leiðbeinendur um fiskverkun tír sú till. sannarlega
ekki að ófyrirsynju fram borin og ætti hún, ef samþ.
verður, að geta orðið býðingarmikill liður í þeirri við-
leitni, að skapa ísl. ’ fisxframleiðslu þaan sess á heims-
markaðinum, sem hún hefur öll skilyiði til þess að skipa.
ERLENT YFIRLIT
Franskur byltingarmaður
Tekst Leclere a<J sigra í strtöinu við smákaupmennina ?
NÆST de Gaulle er Eduard
Leclere nú einna mest umtalaði
maður í Frakklandi. Þetta er
a. m. k. vitnisburður margra
erlendra blaðamanna, sem hafa
dvalizt í Frakklandi undamfar-
ið.
Fyrir 11 árum síðan var
Leclere óþekktur guðfræði-
nemi, 22 ára gamall í smábæ í
Bretagne. Hann taldi sig þá
hafa komizt að raun um, að
prestsstarfið myndi ekki henta
honum, og ákvað þyf að afsala
sér kjóli og kalli. Enn ber þó
framkoma hans þess glöggt
vitni, að hann hefur gengið í
prestaskóla og lært þar konni-
mannlega framkomu og fram-
setningu.
Fyrst eftir að Leclere yf-ir-
gaf prestaskólann fékkst hann
við fyrirlestrastörf og fjölluðu
fyrirlestrar hans helzt um efna
hagsmál og þó einkum um þau
atriði þeirra, er snerta fram-
leiðsiu og dreifingu. Smátt og
smátt kom honum til hugar að
hann skyldi reyna að fram-
kvæma kenningar sínar í verki,
en meginatriði þeirra var það,
að hægt væri að selja vörurn-
ar miklu ódýrar en nú væri
gert með því að sameina heild-
sölu og smásölu í eitt og fella
þannig alveg niður smásölu-
kostnaðinn.
FYRSTA SKREF Leclere til
að framkvæma þessa kenningu
sína var það, að hann útvegaði
sér 30 þús. kr. að láni, fékk
fyrir vörur hjá verksmiðju á
heildsöluverði og opnaði .síðan
útsölu í stofunni heima hjá
föður sínum og seldi vörurnar
þar aftur með sama og engri
álagningu. Þetta gekk svo vel,
að brátt var Leclere að útvega
sér meira húsnæði, en það var
gamall skúr, sem stóð rétt hjá
íbúðarhúsi föður hans.
Þessi verzlun Leclere hélt
áfram að vaxa, en þó vakti
þessi tilraun hans litla athygli
fyrstu árin utan heimabæjar
hans. En þar stóð hann af sér
allar tilraunir kaupmanna til
þess að koma honum á kné.
SVO FÓR ÞÓ, að fréttir töku
að berast um landið um þessa
sérkennilegu verzlun Leclere.
Einn af kunningjum hans opn-
aði svipaða verzlun í öðrum
bæ og síðan fjölgaði þeim koll
af kolii, einkum í þorpum og
smábæjum. Nú skipta verzlan-
irnar, sem eru kenndar við
Eduard Leclere
Leclere, orðið mörgum tugum.
Hann á ekki þessar verzlanir
sjálfur, heldur eru þær yfirleitt
séreign þeirra, scm reka þær.
Leclere leyfir þeim að bera
nafn sitt gegn loforði um, að
þær fylgi élagningarreglum
hans, þ. e. að selja vörur sem
næst heildsöluverði. Yfirleitt
er verðið um 20% lægra í Le-
clerebúðunum en í öðrum verzl
unum.
Leclere hefur nú boðað, að
hann muni hefja stórsókn til
að útbreiða verzlanir sínar.
Hann segist með því ætla að
tryggja verkamönnum 20%
aukria kaupgetu og áorka þann
ig mikJu meira en verkalýðs-
hreyfingin hafi nokkru sinni
getað gert launþegum til hags-
bóta. Jafnframt segist hann
ætla að grafa með þessu fót-
festuna undan kommúnisman-
um í Frakklandi, því að komm-
únistar hafi hingað til hagnazt
rnest á fátækt fólksins.
SMÁKAUPMENNIRNIR, sem
eru fjölmennir í Frakklandi,
hafa að sjálfsögðu reynt ýmsar
tilraunir til að koma hreyfingu
Leclere fyrir kattarnef. Þeir
hafa m. a. reynt að fá fram-
leiðslufyrirtækin til þess að
leggja á hann sölubann. Þetta
mistókst hiiris vegar vegna þess,
að stjórn de Gaulle tók í taum-
ana og hindraði slíkt sölubann,
en de Gaulle er sagður mjög
velviljaður þessari viðleitni
Leélere til að reyna að minnka
dreifingarkostnaðinn.
Leclere er nú að skipuleggja
störsókn, eins og áður segir:
Hann segist hafa í höndunum
umsóknir frá 7000—8000 mönn-
um víðs vegar um Frakkland,
er vilji opna Leelerebúðir. Sum
ir erlendir blaðamenn, sem um
þessi mál rita, eru trúaðir á
þessa tilraun hans, sem vel geti
átt eftir að valda byltingu í
verzlun Frakklands. Aðrir telja
hana misheppnaða tilraun til
að taka upp gamla og úrelt
verzlunarhætti, þar eð allur
rekstur Leclerebúðanna byggist
á sem minnstum kostnaði, t. d.
frumstæðu húsnæði. Reynslan
sker úr því, hvort hreyfing
Leclere verður varanleg og
áhrifamikil eða aðeins skyndi-
bðla. Þ. Þ.
>
?
?
>
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?,
?
?
?
?
?
'r
?
?
?
?
?
?
?
?
?
Kvenfélagið Hlíf á fsafirSi >
minntist 50 ára afmælis sins
með samkomu þann 6 fyrra,
mánaðar.
Frú Ragnhildur H dgadóttir1
setti samkumuna með snjöllu
ávarpi. Formaður Hlífar, frú Unn
ur Gísladóttir, flutti ræðu og gat
þess, að ein stofnenda, frú Ingi-
leif Stefánsdóttir, Brunngötu 14,
væri stödd í hófinu. Rakti hún
síðan stofnun og starfsemi félags-
ins í stórum dráttum og ávarpaði
eftirtaldar konur: Ingileif Stefáns
dóttur, ^ Þóreyju Albertsdóttur,
Gróu Árnadóttur, Helgu Jakobs-
dóttur og Guðrúnu Kristjáuodótt-
ur; voru þær allar gerðar að heið-
ursfélögum. Frú Þórey Alberts-
dóttir flutti þakkir fyrir þeirra
hönd.
Frú Bjargey Pétursdóttir flutti
Kvenf. Hlíf á ísafirði 50 ára
frumort kvæði eftir 1.....ji sinn,
Sigmund Guðnason, í tilefni af-
mælisins. Unnur Konráðsdóttir
flutti minni karla, mjög snjallt
ávarp, og á eftir sungu konurnar
„T'-> r'a fjör og frískir menn“.
Forr.iaður, U-nnur Gísladóttir,
ávarpaði Jónas Tómasson, tðnskáld
og þakkaði honum mjög óeigin-
gjarnt starf í sam„andi við gamal
mennasa •*’ fc’ gsins og söng-
stjórn Hlífarkórsins. Afhenti hún
honum skrautlegt heiðurs=kjal.
•"úel Jónsson flutti srtjallt
á\..:p, mir.ni lcvenna og á eftir
var sungið „Fósturlandsins
Freyja“. Halldór Ólafsson, bóka-
vörður og forseti bæjarstjórnar,
flutti þakkir bæjarstjórnar fsa-
fjarðar til félagsins og þakkaði
séiit-viega þær miklu gjafh', sem
Hlff hefur gefið ellih 'imilinu. Frú
María Gu- .„dóttir, formaður
Kvenfélags Alþýðuflokksins, flutti
á; naðaróskir. Frú A”,f Jónsdóttir
flutti árnrA óskir frá kvenf_...g-
inu ” k og frú Ásta Eggertsdfójtir
flu.. ávarp, einnig frú Geirþrúður
Charlesdóttir. Frú Hallfríður Finn
b _ dóttir flutti Hlíf þakkir fyrir
fórnfúst st_rf í þágu gamla fólks-
nis. G. S.